Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 11
+ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 PROFKJORSBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 HAFNARFJÖRÐUR: Valgerður Guðmundsdóttir Minnihlut- anum hált á svellinu Oft hafa viðbrögð minnihlutans vakið furðu mfna og ég hélt að hann gæti ekki lengur komið mér á óvart með furðulegum uppákom- um sínum. En viti menn, á bæjarstjórnarfundi þann 25. janúar síðast- íiðinn sýndi minnihlut- inn enn og sannaði að í skringilegum uppákom- um á hann ekki sinn lfka. A þeim fundi flutti ég tillögu um að sett yrði upp lýsing við skautasvellið á Hörðuvöllum og athugað með möguleika á að koma upp upplýstum svellum víðar um bæinn. I tillögunni var gert ráð fyrir að áhaldahús bæjarins sæi unt eftirlit með svellinu; að það yrði skafið og á það sprautað þegar þurfa þykir. Þá var einnig gert ráð fyrir því í tillögunni að at- hugaðir yrðu að nýju möguleikar til kaupa á toglyftu sem koma mætti upp innanbæjar. Slík toglyfta myndi nýtast ungu kynslóðinni sérstaklega. Kaup á toglyftu vom athuguð fyrir nokkrum ámm, en þá töldust minni og ódýrari lyftur ekki uppfylla þær ör- yggiskröfur sem til slfkra tækja verður að gera. Astæða er til að ætla að á síðustu ámm hafi orðið þar breyting á og fínna megi ódýrar toglyftur sem upp- fylla ströngustu öryggiskröfur. Svo einfalt var það. Lýsa upp skautasvell í bænum og passa upp á að það sé hægt að skauta á þeim og athuga hvort við getum ekki auðveldað Hafnfirðing- um, og þá sérstaklega þeim yngstu, að renna sér á skíðunt. Holl og góð útivera og hreyfxng sem fjöl- skyldan getur öll stundað saman. Og ekki ætti kostn- aður að vera óyfirstíganlegur, í raun sáralítill. Gott mál, ekki satt? Það finnst mér líka og taldi að það myndi öllum finnast hvar sem þeir í flokki standa. En ekki aldeilis. I þrjár, já, þijár klukkustundir, tuðaði minnihlutinn um málið og fann því allt til for- áttu. Þetta er of dýrt, þetta er hættulegt, gemm þetta frekar næsta vetur. Og síðast en ekki síst; þetta er kosningabrella meirihlutans. Þau í minnihlutanum em sem sagt logandi hrædd um að bæjarbúum þætti þetta sniðugt og þarft framtak. Það þykir minnihlut- anum ekki gott. Einfaldlega vegna þess að áróður hans gengur út á hvað meirihlutinn sé vondur við Hafnfirðinga. Skautaíþróttin er frekar ódýrt sport sem öll fjöl- skyldan getur stundað saman. Það er enginn vafi að Hafnfirðingar myndu flykkjast á skautasvellin yrði þessi tillaga að vemleika. En af einhverjum ástæðum vill minnihlutinn ekki að Hafnfirðingar skauti. Kannski kann meirihlutinn ekki á skautum og er hræddur um að renna á rassinn. Hann er reyndar vanur að renna á rassinn og gerir það ótt og títt í flestum málum. En ég vil nú trúa því að hann geti lært á skautum. Höfundur er bæjarfulltrúi og kaupmaður. Hún er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Ingvar Viktorsson Hafnar- fjörður er og verður fyrir- mynd ann- arra sveitar- félaga Ekkert sveitarfélag á Islandi hefur vaxið jafn hratt og Hafiiarfjörður undanfarin ár. Fólks- ijölgun hefur verið meiri en fimm hundmð að meðaltali áidega undan- farin sjö ár, en á árinu 1993 fjölgaði íbúum bæjarins um hvorki fleiri né færri en 677!! Auk þessa er vert að geta þess að meðalaldur íbúa í Hafnarfirði er mjög lágur og til dæmis em um 18% bæjarbúa á grunnskólaaldri sem er rniklu hæna hlutfall en gerist í sambærilegum sveitarfélögum. En hvemig skyldi nú standa á þessum staðreyndum? Jú, jafnaðarmenn hafa stjómað Hafnarfirði tvö síðast liðin kjörtímabil og jafnaðarmenn í Hafnarfirði eins og reyndar alls staðar hafa hagsmuni íbúanna að leiðarljósi, hugsa fyrst og síðast um það að íbúum sveitarfélagsins líði sem best, að um þá sé hugsað frá vöggu til grafar. Hafnfirðingar vita manna best að þetta em ekki orðin tóm, þeir þurfa ekki annað en að líta í eigin barm eða í kringum sig, merkin sanna verkin. Gífurleg uppbygging hefur átt sér stað í leikskól- anum hér í Hafnarfirði. Fyrir tæpu ári var opnaður einn glæsilegasti leikskóli landsins við Hlíðarberg og eftir einn mánuð verður annar ekki síður glæsi- legur opnaður á Hvaleyrarholti og þá hverfa biðlist- ar þriggja ára bama og langt verður gengið á tveggja ára hópinn. I skólamálum hefur byltingin kannski orðið hvað mest. A hverju hausti hefur verið opnaður nýr skóli eða viðbætur við skóla og þannig hefur skólahús- næði aukist um 68% í stjómartíð jafnaðaiTnanna, svo ekki sé nú minnst á stórbætta aðstöðu kennara og nemenda. A sviði æskulýðs- og íþróttamála þarf engar upp- talningar, þar er Hafnarijörður notaður sem fyrir- mynd annarra sveitarfélaga. Öldmnarmálin em komin í mjög góðan farveg hér í bæ og hefur bæjarstjómin tekið þar myndarlega til hendinni þannig að tekið er eftir alls staðar um land- ið. Heilbrigðismálin hafa tekið stórstígum framför- um og nú á að stækka Heilsugæslustöðina að Sól- vangi svo um munar og einnig verður nú haíist handa um stækkun Sólvangs til að tryggja hinum öldruðu ánægjulegt og ömggt ævikvöld. Svona gæti ég haldið áfram endalaust að ræða bæjarbraginn £ Hafnarfirði og alltaf á jákvæðum nót- um, en mál er að linni í bili. Hafnaríjörður er í hugum utanbæjarmanna, en vit- und íbúanna sjálfra fyrirmyndarsveitarfélag þar sem gott er að búa. Sveitarfélag sem fólk óskar eftir að flytjast til, sveitarfélag þar sem íbúunum líður vel og þar sem íbúamir finna til öryggis vegna þess að þeir vita að þeir sem bænunt stjóma, eiga engra hags- muna að gæta annarra en þeirra að Hafnarfjörður haldi áfram að byggjast upp fyrir fólkið sem þar býr og þangað vill koma. Eg hef því ákveðið að gefa kost á mér áfram til starfa fyrir fóikið í bænum, ég hef litið á mig sem fulltrúa þess í bæjarstjórninni og mun halda því áfram. Ég leita því eftir stuðningi bæjarbúa í 1. sæti á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjómarkosningar í vor. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann æskir eftir stuðningi í 1. sæti prófkjörs Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. SVIPMYND FRA HAFN ARF J ARÐ ARHÖFN Pcssir kappar voru niður við Hafnarfjarðarlwfn í gœrdag. Þeir gáfu sér varla tíma fyrir myndatiiku enda uppteknir við að liáfa ufsasíli. Einsog glögglega má sjá var aflinn vamn og strákarnir heldur betur ánœgð- ir með sig. Já, það er ekki bara loðnan sem gefur sig þessa dagana. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 5. mars 1994. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík og hefst klukkan 10.15. Dagskrá auglýst síðar. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. - Fonnaður. Klippið út og afhendið við kassann (V\ McDonaid's —- ■ KOSTABOÐ FYRIR TVO í febrúarlok! McKjúklingur (1/4 hl) XSP og Big Mac \SP AÐEINS KR. 595 5 22.02.-28.02. VISA /V\ fi Mcponald s Nýtt kortatímabil VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 4-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.