Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRÓFKJÖRSBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 Hvers vegna prófkjör? Alþýðuflokkurinn og jafnaðarstefnan leggur áherslu á rétt einstaklingsins til að hafa áhrif á starf og stefnu. Hann ástundar lýðræðisleg vinnubrögð og vill að allir jafnaðarmenn og stuðningsmenn jafnaðar- stefnunnar séu virkir þátttakendur í stefnumótun og vali á mönnum til trúnaðarstarfa. Hann hefur treyst á almenna dómgreind stuðningsmanna sinna. Reynslan hefur sannað að fólk kann að meta það traust sem felst í slíkum vinnubrögðum. Pað var undirstrikað í síðustu bæjarstjórnarkosningum þegar Alþýðuflokkurinn fékk sex bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði er ávallt reiðubúinn að leggja menn og málefni undir mat bæjarbúa. Svo einfalt er þetta. Prófkjörið Kosning í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fer fram laugardaginn 26. febrúar og sunnudaginn 27. febrúar næstkomandi. Kosið er í Alþýðuhúsinu Strandgötu 32. Kjörfundur er frá klukkan 10:00 til 20:00 á laugardaginn og 10:00 til 20:00 á sunnudaginn. Pátttaka í prófkjörinu er heimil öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins í Hafnarfírði sem kosningarétt hefur í bæjarstjórnar- kosningum 28. maí í vor. Allir félagar í F.U.J. í Hafnarfirði hafa kosningarétt í prófkjörinu. Kjósa skal með því að setja tölustafína 1 til 12 framan við nöfn frambjóðenda. Merkja skal mest við 12 nöfn en minnst við 6 nöfn, annars er kjörseðillinn ógildur. Allt stuðningsfólk Alþýðuflokksins er hvatt til að taka þátt í prófkjörinu. Þannig hefur það áhrif, bæði á menn og málefni. Sjáumst í Alþýðuhúsinu 26. og 27. febrúar. Kaffiveitingar verða seldar í Hafnarborg báða dagana meðan kjörstaður er opinn. Frambj óðendur Alþýðuflokksins Andrés Ásmundsson, 38 ára byggingafræðingur Anna María Guðmundsdóttir 31 árs fóstra Anna Kristín Jóhannesdóttir 37 ára kennari Eyjólfur Sæmundsson 43 ára verkfræðingur Guðbjörn Olafsson 26 ára símsmíðameistari Guðjón Sveinsson 47 ára verslunarinaður Helga Hafdís Magnúsdóttir 45 ára skrifstofumaður Hrafnhildur Jónsdóttir 34 ára þjónustustjóri Hrafnhildur Pálsdóttir 26 ára skrifstofumaður Magnús Árnason 29 ára sagnfræðinemi Magnús Hafsteinsson 36 ára verktaki Ómar Smári Ármannsson 39 ára aðst.yfirlögregluþjónn Tryggvi Harðarson 39 ára blaðamaður Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir 35 ára verkakona Valgerður M. Guðmundsdóttir 46 ára káupmaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.