Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 14
PROFKJ ORSBLAÐIÐ 14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ____________________ HAFNARFJÖRÐUR: Kristín List Malmberg Verum já- kvæð, lítum á björtu hliðarnar! Síðastliðið haust hófst starfsemi heilsdagsskóla í grunnskólum Hafnar- fjarðar. í henni felst að yngri nemendum er að hluta, bætt upp sú skerð- ing á kennsluframboði sem lög gera ráð fyrir og er þessi þáttur heilsdags- skólans foreldrum að kostnaðarlausu. Jafn- framt hefur foreldrum verið boðið upp á vistun fyrir börn sín frá klukkan 7:45-17:15, gegn vægu gjaldi. Mikil undirbúningsvinna liggur að baki þegar slíkri starfsemi er hrundið í framkvæmd. Þar koma ntargir þættir við sögu og má þar nefna hluti eins og hversu margir ætla að nýta sér þjónustuna, aðstöðu, aðbúnað, starfsfólk og innra starf. En allt hefur þetta tekist vel og hefur þetta tilraunastarf farið mjög vel af stað og þjónustan er nýtt í vaxandi mæli. Allir þeir foreldrar og böm sem hafa nýtt sér starf- semina og ég hef rætt við eru mjög ánægðir með hana og líta hana jákvæðum augum. En það heyrast ekki bara jákvæðar raddir um heilsdagsskólann. Nei- kvæð umræða hefur heyrist líka og er þar nafngift starfseminnar efst á blaði. Nafnið heilsdagsskóli þykir ekki viðeigandi þar sem stærsti hluti starfseminnar er, að mati manna, ekki skóli heldur gæsla og einnig það að greiða þarf fyrir þjónustuna. Þessi gagnrýni á ef til vill einhvern rétt á sér en ég nota óhikað orðið heilsdagsskóli. Eg lít á þetta sem tilraun sem á eftir að þróast og eflast með ámnum og að sjálfsögðu er draumurinn að þessi þróun endi með einsetnum skóla. Eg veit líka að í heilsdagsskólanum í Hafnarfirði fer fram uppbyggjandi og fræðandi starf fyrir börnin. En sá þáttur, það er innra starfið hefur lítið verið til um- ræðu og ætla ég örlítið að drepa á þann þátt hér. Hver skóli hefur sína dagskrá sem spannar ákveð- ið tímabil og er sniðin í samræmi við þá aðstöðu sem fyrir hendi er á hverjum stað. Ákveðnir þættir em svipaðir í öllum skólunum og má í því sambandi nefna meðal annars aðstoð við heimanám, lestrar- stundir og útivem. Önnur starfsemi er mismunandi og er unnin með mismunandi útfærslum. Má þar nefna þætti eins og markvisst hreyfinám, vettvangs- ferðir með tilheyrandi verkefnavinnu, átthagafræði þar setn nemendur eru fræddir um helstu kennileiti í nánast umhverfi bæjarins, leiklist, kynningu á tákn- máii, umræðu þar sem málefni líðandi stundar em á dagskrá og svona mætti lengi telja. Eins og sést á þessari upptalningu þá fer fram mjög skemmtilegt og uppbyggilegt starf í heilsdags- skólanum í Hafnarfirði. Ég lít á heilsdagsskólann mjög jákvæðum augum og er bjartsýnn á að hann eigi eftir að verða öflugur starfsvettvangur fyrir bömin í bænum á komandi ámm. Höfundur er kennari. Hún er þátttakandi íprófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Magnús Hafsteinsson Já, nei - veit Hugleiðing á ári fjölskyldunnar: Hvemig höfum við staðið okkur sem foreldra? Hvaða framtíðarsýn sjáum við fyrir bömin okkar. Viljum við að þau alist upp hjá dagmæðmm, leikskólum, dagheimilum, heilsdagsskólum, ein heima eða á götunni. Eigum við að gefa þeim meiri tíma heima, sam- fara einsetnum skóla og vera meira með þeim en ein- ungis kvölds og morgna? Em skólarnir okkar sambærilegir við þau lönd sem við erum vön að bera okkur saman við? Höfum við hæfa kennara, em starfsskilyrði kennara sambærileg? Ætlumst við til of mikils að skól- unum sem uppeldis- stofnun? Slysatíðni meðal bama er með því hæsta sem þekkist, sömuleiðis sjálfsmorðstíðni meðal ungra drengja og einnig er hér nokkuð um drykkjuvandamál ung- linga. Hvemig getum við haft meiri tíma hvort fyrir ann- að? Með lengingu fæðingarorlofs, stytlri vinnuviku, lægstu laun fyrir annað heimavinnandi foreldrið og rýmt þannig fyrir á vinnumarkaðinum. Eða vilja for- eldrar vera heima í formi atvinnuleysis? Kannski þarf bara hærri laun til að geta gert þetta mögulegt! Ég þakka fyrir að bömin mín fæddust ekki í Suð- ur-Afríku þar sent kynþáttahatur er mikið, eða lönd- um þar sem 40 milljónir barna deyja úr hungri undir fintm ára aldri. Hvað um lönd eins og Líbanon eða Júgóslavíu, þar sem böm alast upp við stöðugan ótta. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þau vandamál og getum því einbeitt okkur að því að laga önnur, svarað ýmsum spumingum varðandi okkur sjálf, bömin okkar. Gemm kjamafjölskylduna hlið- holla því sem við teljum að hún eigi að vera. Ofan- greindum spumingum verður ekki svarað með einni setningu og kannski ekki hægt að ætlast til þess að þeim verði svarað yfirleitt. Þær em hugleiðingar föð- ur á ári fjölskyldunnar um nútíð og framtíð fjöl- skyldu sinnar. Höfundur er gjaldkeri Sambands ungra jafnaðarmanna. Hann tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins i Hafnarfirði HAFNARFJÖRÐUR: Ómar Smári Armannsson Veljum af skynsemi Ef prófkjör íhaldsins og aðstandenda þess hefði endurspeglað ákveðinn veikleika myndi ég án efa hafa set- ið hjá að þessu sinni. En góð þátttaka í prófkjöri þess gerir óneitanlega meiri kröfur til fram- bjóðenda flokks alþýð- unnar sem og stuðnings- manna hans en ella. Þeg- ar ég var beðinn um að gefa kost á mér til þátttöku gat ég því ekki skorast undan, svo mikil var freisting sú að fá tækifæri til þess að kljást við annars ágæta ffambjóðendur ann- arra flokka, sérstaklega þó íhaldsins. Auk þess að vera varabæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins síðasta kjörtímabil hefur mér verið falin for- mennska þriggja nefnda bæjarins; umferðamefndar, vímuvamanefndar og lýðveldisafmælisnefndar. Þó að þessi störf hafi að mörgu leyti gert tilteknar kröf- ur hafa þau einnig að mörgu leyti verið ánægjuleg enda hef ég verið sérstaklega heppinn nteð sam- starfsfólk í öllum nefndunum þremur. Umferðar- nefndin er tillögu- og afgreiðslunefnd umferðannál- efna, vímuvamanefndin hefur meðal annars undir- búið og annast markvisst upplýsinga- og fræðslu- starf á meðal foreldra og unglinga í samvinnu við foreldrafélögin og skólana, en lýðveldisafmælis- nefndinni er ætlað að annast undirbúning að uppá- komum í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Hún tók nýlega til starfa. Allir frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði keppa að ásættanlegu sæti á lista flokks- ins til næstu sveitarstjómarkosninga. Allir em þeir hver öðmm frambærilegri og allir vilja þeir starfa af góðum hug. Hver og einn býr yfir ákveðinni sér- þekkingu og er tilbúinn að láta gott af sér leiða. Sum málefni em þeim hugleiknari en önnur. Sjálfur hef ég starfað að löggæslumálefnum um margra ára skeið og nú síðustu árin sem yfirmaður forvamar- starfa á sviði bama- og unglingamálefna. Einnig hef ég starfað við aðstoð við áfengissjúklinga, vímu- vamir, slysavamir, afbrotavamir og leyfaskyldrar starfsemi. Til þess að koma í veg fyrir endurtekningar þegar rætt er um einstök málefni segi ég einungis þetta: Ég get með góðri samvisku lofað að reyna vinna að framgangi alls þess, sem aðrir vilja lofa fyrir kosn- ingar og það er engu að síður hægt að treysta því að ég eins og aðrir standi við þau loforð eftir kosningar. Með sanngimi get ég lofað öllum þvf að verði ég fulltrúi Alþýðuflokksins í næstu bæjarstjóm, mun ég fylgja eigin sannfæringu og taka ákvarðanir í hverju máli með hliðsjón af því, án tillits til flokkshags- muna eða flokkadrátta. Það er mín skoðun að fólk eigi íyrst og fremst að velja þá frambjóðendur sem það getur treyst til góðra verka og að þeir hafi hæfi- leika til þess að geta tekið réttar ákvarðanir í erfiðum málum á réttum tíma. Fólk má ekki láta orðskrúð og málaflækju villa sér sýn í þeim efnum. Málefnaleg umræða, sanngimi og traust skipta mestu máli þegar til kastanna kemur. Þá gilda ekki lengur fallegu orð- in eða hið tilefnislausa hnútukast og það sjónarspil, sem stundum vill einkenna aðdraganda kosninga. Ef fólk kemur til með að sýna mér það traust að skipa bæjarstjómarsæti Alþýðuflokksins í Hafnar- firði eftir næstu kosningar, mun ég reyna að sýna fram á að ég hafi verið traustsins verður: Mínar ákvarðanir í einstökum málum munu ömgglega verða teknar með hag og yndi allra bæjarbúa í huga, hvar svo sem í flokki þeir standa. Eitt málefni verð- ur ekki sett ofar öðm. Ég kem til með að vinna sem best að öllum þeim málefnum, sem til minna kasta kunna að koma á kjörtímabilinu. Hugsanlega verða ekki alltaf alliráeitt sáttir, en vonandi flestirsem oft- ast. Ég er lítt pólitískur að eðlisfari, hef tilhneigingu til að meta fólk að verðleikum, án tillits til flokkslegra viðhorfa. Ákvarðanir mínar munu ekki verða byggð- ar á kennisetningum eða flokkslegri markmiðssetn- ingu, heldur miklu fremur á heilbrigðri skynsemi. Stundum fer þetta þó saman. En hvers vegna Alþýðuilokkurinn í Hafnarfirði, en ckki einhver annar stjómmálaflokkur? Svarið er í rauninni einfalt. Fulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnar- firði reyndust mér og mínum best á erfiðunt tímum og segja má að ég sé nú að launa þeim þau góðu verk. Þegar móðir mín fluttist ein til Hafnarfjarðar fyrir allmörgum árum með sex böm, það yngsta ný- fætt og það elsta átta ára, tóku við átakatímar. Á þeim árum var ekki á vísan að róa varðandi félagsleg aðstoð. Við bjuggum þá sjö í lítilli tveggja herbergja íbúð, en ég man ekki eftir því að farið hafi illa um okkur þar. Það var hlýtt. Oft var þó lítið um mat. Eitt sinn ntan ég að ég fór með móður minni fót- gangandi á náðir fulltrúa bæjarins. Hann var þekkt íhald. Móðir mín grátbændi hann um nokkrar krón- ur fyrir mjólk og skyri handa bömunum. Okkur var vísað á dyr og öll fómm við svöng í háttinn það kvöldið. Snemma næsta dag fómm við aftur af stað og hittum þá fyrir geðugan mann, nú nýlátinn. Eftir að móðir mín hafði borið upp erindið vék hann að henni nokkrum krónum og bað hana vinsamlegast um að koma aftur síðar þennan dag því hann ætlaði að ræða við samstarfsmann sinn um málið. Sá kom málum þannig fyrir að móður minni var veittur styrkur, útveguð vinna í fiski og tvö bamanna fengu pláss á bamaheimili hálfan daginn. Þó ekki hafi ver- ið miklu úr að moða vom allir ánægðir og kunnu að meta það sem fékkst. Þetta vom erfiðir tímar, en lær- dómsríkir. Þetta er nú meginástæða þess að ég tel mig að nokkm leyti einungis skuldbundinn Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði, en hvorki landsmálaflokkn- um né öðmm. Sá sem gerir öðmm gott á gott eitt skilið. I væntanlegum slag fyrir sveitarstjómarkosning- amar hér í Hafnarfirði má líkja íhaldinu við skip- henra á stóm herskipi á ferð í þoku. Hann hafði mann á útkikki. Þegar sá kom hlaupandi og tilkynnti um Ijós íþokunni framundan gaf skipherra fyrirmæli um að send skuli boð til farsins framundan og því skip- að að víkja. Svar kom um hæl: „Víktu sjálfur." Þá fauk í háttsettan skipherrann, sem þoldi illa mótlæt- ið. Hann skipaði reiður svo fyrir að sent yrði strax svohljóðandi skeyti: „Ég er stórt herskip, ég skipa þér að víkja tafarlaust." Svarið lét ekki á sér standa. „Víktu sjálfur tafarlaust, ég er VITI.“ Skiphenann á stóra herskipinu beitti undan. Vitinn er merki Hafnarfjarðar. Bæjarbúar þurfa að sjá til þess að það láti ekki á sjá eftir næstu kosning- ar. Það gera þeirbest mcð því að velja hæfustu l'ranv bjóðendurna með þeim hæfustu, Ingvari Viktorssyni og Tryggva Harðarsyni, í efstu sætin á lista flokksins í prófkjörinu 26. og 27. febrúar næstkomandi Þá kemur ömgglega einhver tii með að þurfa að beita undan í næstu sveitarstjórnarkosningum. Höfundur er aðstoðar-yfirlögregluþjónn. Hann tekurþáttí prófkjöri Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Tryggvi Harðarson Stöndum sam- an að sterkum lista „Það er sami rassinn undir þeim öllum,“ heyr- ist oft sagt um stjórn- málamenn. Þótt vissu- lega megi taka undir þau orð að einhverju leyti þá á það ekki við um al- þýðuflokksmenn í Hafn- arfirði. Ekki einungis Hafnfirðingar hafa orðið áþreifanlega varir við þær gríðarlegu breyting- ar og kraft sem fylgdi Fimmtudagur 24. febrúar 1994 Alþýðuflokknum hér í bæ, heldur landsmenn allir. Það velkist enginn í vafa um að það em jafnaðar- menn sem ráða ferðinni í Hafnarfirði. Þannig á það líka að vera. Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði hafa verið óhræddir við að feta nýjar slóðir og fara aðrar leiðir en hefðbundnar hafa verið. Önnur sveitarfélög hafa hins vegar séð ástæðu til að fylgja í fótspor Hafnfirð- inga á ýmsum sviðum. Það er vel, enda kunnum við Hafnfirðingar því vel að vera í fararbroddi. Það sem öðm fremur hefur lagt gmnninn að þeirri framfarasókn sem átt hefur sér stað í Hafnarfirði er góð samvinna bæjarins við fólk og félagasamtök. í reynd hefur þetta góða samstarf verið lykillinn að þeim árangri sem náðst hefur. Alþýðuflokkurinn hefur ekki litið á það sem sitt hlutverk að deila og drottna, heldur það að vinna með bæjarbúum að góðum verkum. Það er því afar brýnt að áfram verði breið og góð samstaða milli bæjaryfirvalda og bæjarbúa almennt. Það verður aðeins tryggt með þvf að jafnaðarntenn verði áfram í forystu bæjarmála. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt það að hann treystir bæjarbúum og veit að þeir bera mikið traust til hans. Prófkjör Alþýðuflokksins er dæmi um lýðræðisleg vinnubrögð flokks þar sem bæjarbúum sjálfum gefst kostur á að velja sér þá einstaklinga til forystu sem þeir treysta best fyrir málefnum sínum. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að taka virkan þátt í uppbyggingarstarfi bæjarins á hinum íjölmörgu sviðum, sem bæjarfulltrúi, sem bæjar- ráðsmaður og nú sem formaður bæjarráðs. Það hef- ur verið ánægjulegt starf þar sem margir hafa komið við sögu. En einn maður og jafnvel einn flokkur fær litlu áorkað ef ekki koma fleiri til. Þannig hefur fjöldinn allur af Hafnfirðingum tekið virkan þátt í framfarasókn bæjarins, bæði alþýðuflokksmenn og margir aðrir. Nú þegar prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði stendur fyrir dyrum, vil ég hvetja alla stuðnings- menn Alþýðuflokksins til að taka þátt og velja sér þá til forystu sem þeir treysta best. Ég legg áherslu á að sú barátta verði drengileg, enda hefur samstaða inn- an Alþýðuflokksins verið mjög góð á liðnum árum. Sjálfur hef ég gefið kost á mér til áframhaldandi starfa fyrir bæjarbúa með þátttöku í því prófkjöri sem framundan er. Ég legg verk mín og félaga minna óhræddur undir dóm kjósenda og er tilbúinn að standa skil á gerðum mfnum og Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hvar sem er og hvenær sem er. Stöndum þvf saman og tryggjum samstæðan, breiðan og öfiugan lista í prófkjöri Alþýðuflokksins um helgina. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Hann æskir eftir stuðningi í 2. sæti iistans. HAFNARFJÖRÐUR: Unnur A. Hauksdóttir 11 Oflug verka- lýðshreyfíng er forsenda mannréttinda Á undanförnum ámm hefur verkalýðshreyf- ingin víða um heim þurft að heyja vamarbaráttu vegna mikil atvinnuleys- is í röðum félagsmanna. Baráttan um vinnuna hefur skyggt á mörg önnur grundvallaratriði sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir. Af þessum sökum gleymist mörg- um að án frjálsrar verka- lýðshreyfingar hafa hvergi staðist gmndvallaratriði mannréttinda. Hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar gmndvallast á því að hinn sterki styðji þann veikari. Þetta má ekki gleymast nú þegar svo ntargir félags- menn búa við erfiðleika af völdum atvinnuleysis og fátæktar. Þrátt fyrir það ástand sem nú ri'kir f þessum málum má verkalýðshreyfingin ekki lyppast niður og láta undan sókn atvinnurekenda í að leggja stöðugt þyngri vinnubyrðar á herða verkafólks fyrir sí- minnkandi kaup. Hér vil ég rneðal annars minna á þrælslega meðferð sem upp hefur verið tekin á ræst- ingafólki hjá opinberum aðilum og sumum einkafyr- irtækjum. Éjölmörg dæmi er einnig hægt að nefna. I sveitarstjórnum er ljallað um Ijölmörg mál sem vemlega snerta þá sem minna mega sín. Mál einsog atvinnumál, framfærslumál, húsnæðismál og fjöl- skyldumál í víðustum skilningi. Við umljöllun þess- ara mála innan sveitarstjóma er nauðsynlegt að rödd verkalýðshreyfingarinnar heyrist. Höfundurer verkakona. Hún tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.