Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Fréttaskýring geturðu ekki sagt við fólkið sem vinnur hjá þér að þú getir ekki greitt því laun fyrir morgundaginn nema einhver stórkostleg óhöpp eða slys hafa orðið. Þá emm við að tala um hluti einsog stórbruna og svo fram- vegis.“ - Hvað er hœgt að gera? „Það er skoðun fiskvinnslufólks, að það þurfi að breyta þessurn lögum þannig að ábyrgð fyrirtækjanna verði meiri - að þau komist ekki upp með þetta háttarlag og misbrestum á að framfylgja lögunum verði fækk- að. Það þarf að þrengja ákvæði í lög- um á þann veg að starfsfólk í einni meginatvinnugrein þjóðarinnar þurfi ekki að búa við þetta starfsóöryggi sem raunin er í dag. Staðreyndin er sú, að í lögum er gert ráð fyrir, að verði hráefnisskortur þá beri at- vinnurekendunt að taka á sig fyrstu 2 dagana en atvinnuleysistrygginga- sjóður taki á sig 45 daga þar á eftir." - Eit fara þá ekki bara fiskvirmslu- fyrirtcekin á hausinn - það er að segja efþau þurfa að fara punga út stórwn fjárupphœðum til viðbótar - er staðan ekki svo eiýið hjá mörgum fiskvinnslufyrirtœkjum? Mun þetta ekki bitna áfiskvinnslufólkinu á end- anum? „Númer eitt þá er þessu til að svara, að fiskvinnslufólk vill alls ekki þrengja hag fyrirtækja. Það er ekki ætlunin. Þetta er einfaldlega spuming um grundvallar mannrétt- indi. Það hefur nú verið þannig frá upphafi, að þetla er hið sígilda svar atvinnurekenda þegar launafólk fer fram á kjarabætur: Ef við þurfum að bæta hag starfsfólksins þá fömm við í gjaldþrot. Við getum tekið sem dæmi þau ummæli Þórarins Viðars Þórarinssonar fyrir stuttu, að ýmsir smærri atvinnurekendur geti ekki tekið þessa ábyrgð á sig og þeir fari beina leið á hausinn. Þessi sérkenni- lega skoðun er uppi enn þann dag í dag og hefur lítið breyst frá því fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að aðstæður séu allt aðrar nú en þá.“ - En bíddu, þetta eru bara tveir dagarsemfyrirtœkin þuifa að taka á sig. Ertu að segja að þau mistúlki ákvæði í lögum sér í hag til að þurfa ekki að borga litla tvo daga? „Já. Eg veit að þetta hljómar ótrú- lega en svona er þetta samt. Ég vil hinsvegar taka skýrt frarn, að þetta á ekki við um öll fyrirtæki, en býsna mörg. Því miður.“ Snær: „Þetta er einfaldlega spurning um grundvallar mannréttindi." Snær Karlsson hjá VMSÍ í viðtali: Er f iskvinnslu- fólk annars f lokks fólk? Athugasemd frá Ögmundi Jónassyni vegna forystugreinar í Alþýðublaðinu: Alþýðublaðið og jafnaðarstefnan - Útúrsnúningar afþakkaðir. Fyrir fáeinum dögum stóð BSRB fyrir baráttufundi í Bíóborginni til stuðnings sjúkraliðum sem standa í verkfalli og til að leggja áherslu á kröfur BSRB um kjarajöfnun. A fundinum sagði ég orðrétt eftir- farandi: „Af hálfu sjúkraliða hafa verið settar fram skýrar kröfur og málllutningurinn hefur verið ljós og hverju mannsbarni auðskiljanlegur. Nema þeim sem vilja misskilja - sem vilja mistúlka. Ráðherrar, með forsætisráðherrann í broddi fylking- ar korna fram í sjónvarpi og segjast ekki hafa fengið að heyra nógu ná- kvæmar prósentutölur. Við skulum upplýsa það hér og nú fyrir forsætis- ráðherrann og alla þá sem vilja vita að kjör láglaunafólks þyrflu að batna um eitt hundrað prósent að minnsta kosti til að ástandið færi að nálgast það að vera viðunandi. Það sem sjúkraliðar hafa hins vegar ver- ið að kreíjast eru ekki nein hundrað prósent. Þeir hafa krafist þess að ráðherrar í ríkisstjóminni, hvort sem þeir heita Davið Oddsson og gegna stöðu forsætisráðherra, Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra eða Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra hætti öllu orðagjálfri um kjara- bætur til láglaunafólks og sjái nú til þess að því verði greiddar að minnsta kosti samsvarandi kjara- bætur og þeir hafa fært hinum skár launuðu: Að dregið verði úr kjaramun en hann ekki aukinn eins og nú er gert..." Þetta verður leiðarahöfundi Al- þýðublaðsins tilefni til að staðhæfa eftirfarandi: „Ögmundur Jónasson hefur fyrir sitt leyti lagt fram pólit- íska stefnuskrá: Hækka ber laun op- inberra starfsmanna um 1(X) pró- sent.“ Sú var tíð að Alþýðublaðið barð- ist fyrir kjarajöfnun og jafnrétti. Það er sú stefna sem sett var fram á um- ræddum baráttufundi og því fá engir útúrsnúningar og óheiðarlegar rang- túlkanir í leiðaraskrifum Alþýðu- blaðsins breytt. Hins vegar yrði það fagnaðarefni ef Alþýðublaðið söðl- aði um og tæki upp einarðan stuðn- ing við kröfur unt kjarajöfnun og jafnaðarstefnu. - Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Aths. ritstj. Ekki er með öllu ljóst hvaða skilaboðum Ögmundur Jónasson er að koma á framfæri. Varla er hann að draga til baka þá skoðun sína að laun opinberra starfsmanna þurfi að hækka um 100% - eða hvað? Það þarf talsverða viðkvæmni til að flokka það undir „útúrsnúninga og óheiðarlegar rangtúlkanir" þegar vitnað er þráðbeint í Ögmund sjálfan! Hann verður einfaldlega að vera maður til þess að standa við orð sín. Hitt þarf ekki vitanlega ekki að segja lesendum Alþýðublaðsins, að sá Ögmundur sem skrifar athuga- semdina er ekki formaður BSRB fyrst og fremst - heldur frambjóð- andi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ógmundur hefur nú val- ið sér pólitískan vettvang og stefnir að þingsetu. Það þurfa menn að hafa í huga þegar Ögmundur Jónasson kveður sér hljóðs urn þessar mundir. Miðstjórn ASÍ: Tvöfeldni fjármála- ráðherra Miðstjórn ASÍ hcfur sent frá sér ályktun þar sem miðstjórn- in „mótmælir harðlega þeirri tvöfeldni sem felst í nýrri launa- stefnu f jármálaráðhcrra og rík- isstjórnarinnar.“ Miðstjórnin segir þessa nýju launastefnu ganga út á það að binda almennt launafólk og þá sérstaklega láglaunafólkið inn í kjarasamninga með litlum sem engum launahækkunum á með- an efnahagsbatinn sé nýttur til þess að þeir sem betur megi sín fái launahækkanir og skatta- lækkanir. Þessi launastefna sé í engu samhengi við þá launa- stefnu sem samið hafi verið um á vinnumarkaði. Þess er krafist að það for- dæmi til launahækkana sem fjármálaráðherra hafi sýnt gagnvart afmörkuðum hópum verði einnig láti gilda gagnvart almennu launafólki. Er skorað á ráðherrann að ganga nú þeg- ar til samninga við sjúkraliða á þeim forsendum. Deild fiskvinnslufólks innan Verkamannasambands Islands hélt fjölmennan ársfund sinn um síðustu helgi. Alþýðublaðið ræddi í gær við Snæ Karlsson, starfsmann VMSI, um þingið og það sem brennur heit- ast á fólkinu sem starfar við eina meginatvinnugrein þjóðarinnar: Ólafur Ragnarsson framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells afhendir Einari Sigurðssyni landsbókaverði fyrsta eintak bókarinnar Þjóð á Þingvöllum. Ingólfur Margeirsson rithöfundur, Skúli Helgason framkvæmdastjóri söfnunar- átaks stúdenta og Dagur Eggertsson formaður Stúdentaráðs fylgjast með. A-mynd: E.ÓI. Bókin Þjóð á Þingvöllum: Allur ágóði til Þjóðarbókhlöðu Vaka-Helgafell hefur ákveðið að gefa allan ágóða af sölu bókarinnar Þjóð á Þingvöllum eftir Ingólf Marg- eirsson í söfnunarátak stúdenta fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Einari Sigurðs- syni landsbókaverði var afhent fyrsta eintak bókarinnar í gær. Þjóð á Þingvöllum fjallar um lýð- veldishátíðina á Þingvöllum 17. júní 1994. I bókinni lýsir Ingólfur Marg- eirsson rithöfundur þeim hughrifum og þeirri samkennd sem þjóðin skynjaði er hún kom saman á sínum helgasta stað, Þingvöllum, til að fagna hálfrar aldar afmæli lýðveldis- ins. fngólfur rekur einnig stuttlega í máli og myndum sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og segir frá lýðveldishá- tíðinni 1944. Bókina prýða nær 200 Ijósmyndir í litum, teknar af mörg- um fremstu ljósmyndumm þjóðar- innar 17. júní í sumar. I bókinni er efnisútdráttur á ensku. Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands og Davíð Oddsson forsætisráðherra rita for- mála að bókinni. - Til að byrja með Snær. hvert var aðalmálefni þingsins? „Það var starfsöryggi fiskvinnslu- f ólksins sem brann heitast á fólki og var aðalefni fundarins - einsog svo oft áður. Það er óhætt að segja, að þetta fólk býr við annarskonar at- vinnuöryggi en allir aðrir." - Hvemig þá, er þetta annars flokks fólk? ,Já, að mörgu leyti. Staðan er þannig, að hægt er að fella fisk- vinnslufólk útaf launaskrá án fyrir- vara og kalla aftur til vinnu þegar hráefni berst. Þessi svokallaði hrá- efnisskortur er síðan túlkaður full frjálslega af atvinnurekendum að okkar mati.“ - Hvað segirðu, og á liverju erþað byggt? „Lögum númer 19 frá 1979 sem fjalla rneðal annars um uppsagnar- frest fólks frá störfum. Atvinnurek- endur í sjávarútvegi hafa túlkað ákvæði laganna á ýmsan veg og það er ljóst, að í öðmm atvinnugreinum Forval Kvennalistans í Reykjavík stendur yfir: Elín G. Ólafsdóttir í slaginn Guðrún Halldórsdóttir Þingmaður hætt við að hætta. Ungu konurnar stefna á efstu sætin. Alþýðublaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að þær af núver- andi þingmönnum Kvennalistans í Reykjavík, sem ekki þurfa að víkja sökum útafskiptareglunnar stefni að áframhaldandi þingsetu, en þær em Guðrún Halldórsdóttir, sem tók sæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, er hún gerðist borgarstjóri Reykjavíkur og Kristín Astgeirsdóttir. Einnig er staðfest að Þómnn Sveinbjamardótt- ir, framkvæmdastjóri Kvennalistans sækist eftir sæti í fremstu röð. Þór- unn er í hópi ungra kvenna sem mik- ið hafa látið til sín taka í Kvennalist- anum í Reykjavík að undanförnu og er víst að sá hópur hefur mikinn hug á því að auka áhrif ungra kvenna enn frekar. Því er önnur ung og efnileg kona í pottinum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Athygli vekur að Guðrún Hall- dórsdóttir stefnir á áframhaldandi þingmennsku, en fastlega var gert ráð fyrir því að hún drægi sig I hlé. Þótt Guðrún þyki um margt farsæll þingmaður er ekki óskipt ánægja með þessa ákvörðun hennar. Ungar kvennalistakonur leggja mikla áherslu á að fá fulltrúa í efstu sætin. Erfitt er að spá í spilin þarsem hefðbundin kosningabarátta fer ekki fram. „Gömlu kerlingarnar tala við vinkonur sfnar og láta þær kjósa. Hinsvegar er stranglega bannað að Elín G. Ólafsdóttir: Sækist eftir einu af efstu sætunum. smala,“ sagði kvennalistakona í yngri kantinum í samtali við blaðið í gær: „Ungar konur eiga erfitt upp- dráttar.“ Fleiri nöfn, sem munu vera á kjör- seðli þeim sem dreift hefur verið lil atkvæðisbærra kvenna, em Sigrún Helgadóttir hjá Náttúmvemdarráði, Auður Styrkársdóttir, Elín G. Ólafs- dóttir fyrrum borgarfulltrúi og Guð- Kristín Ástgeirsdóttir: Óskoraður leiðtogi í Reykjavík. ný Guðbjömsdóttir varaþingmaður. Elín var atkvæðamikill borgarfull- trúi og sækist nú eftir einu af efstu sætunum. Heimildir blaðsins telja að henni gæti tekist það, þótt yngri kvennalistakonur séu ekki allskostar hrifnar af framboði hennar þarsem hún er lfkleg til að skáka þeim í for- valinu. A laugardaginn rennur út skila- frestur á atkvæðaseðlum í leynilegri skoðanakönnun Kvennalistans í Reykjavfk um hvaða konur skuli skipa efstu 10 sætin á framboðslista flokksins í næstu Alþingiskosning- um. Skoðanakönnunin fer afar leynt og Kvennalistakonur em þöglar sem gröfin um hverjar þær konur séu sem valið stendur um. Skoðanakönnun þessi er einungis ráðgefandi fyrir uppstillingamefnd, sem tekur við því verkefni að setja upp listann. Hugs- anlegt er að sú vinna geti staðið fram yftr áramót. Kvennalistinn er í öldudal um þessar mundir, einsog skoðanakann- anir sýna glöggt. Þá þykir mörgum, innan Kvennalistans og utan, að hann hafi tapað ferskleika sínum og eigi æ örðugra með að skilja sig frá gömlu flokkunum. Þessar staðreyndir kunna að verða lóð á vogarskálar endumýjunar á framboðslistanum. Fullvíst er hins- vegar talið að Kristín Astgeirsdóttir verði í efsta sæti, enda er hún óðum að festa sig í sessi sent oddviti Kvennalistans, þótt ekki hafi henni tekist að fylla skarð Ingibjargar Sól- mnar Gísladóttur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.