Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Erlend hringekja Ráðherrar í ríkisstjórn íhalds- inanna í Bretlandi hafa látið gera fyr- ir sig skýrslur um hugsanleg áhrif úr- sagnar Stóra Bretiands úr Evrópu- sambandinu. Astæðan fyrir því er fremur sú að konta sér upp vopnunr til að eiga við sívaxandi andstöðu íhaldsþingmanna við sambandið, en að búa sig undir að sú gæti orðið raunin. En sú staðreynd að þessar skýrslur skuli yfirhöfuð vera gerðar segir sína sögu um þá stefnu sem Evrópuum- ræðan í Bretlandi er að taka og um að svo virðist senr þeir ílialdsþing- menn. sem tortryggnir eru gagnvart Evrópusambandinu, séu að ná að snúa umræðunni sér í hag. Naum atkvædagreidsla Þann 28. nóvember síðastliðinn komst John Major, forsætisráðherra, naumlega í gegnum atkvæðagreiðslu í þinginu um aukið fjárframlag Breta til Evrópusambandsins. Þar munaði einungis 27 atkvæðum, sem telst lít- ill meirihluti á þeini löggjafarsam- kundu. Þessi munur hefði jafnvel verið enn minni ef John Major hefði ekki lagt lff rikisstjómar sinnar að veði í atkvæðagreiðslunni. Þessi ráð- stöfun hefur þó verið dýru verði keypt. Atta íhaldsþingmenn, sem greiddu atkvæði gegn þessari ráð- stöfun, hafa nú fengið að hlaupa út- undan sér og em því ekki lengur seldir undir svipu tlokksaga Ihalds- flokksins. Þessir þingmenn em því vart taldir lengur til þingflokksins og þar af leiðandi hefur rikisstjórn Maj- ors í raun ekki meirihluta í þinginu. En það sem er kannski enn verra er að nú er lýðum Ijós hinn djúpstæði ágreiningur íhaldsmanna um Evr- ópumálin. Kenneth Clarke, fjármála- ráðherra, styður einingu Evrópu- gjaldmiðils, meðan hávaðasamur hópur þingmanna lítur á Evrópusam- bandið sem bandalag svindlara og spilltra embættismanna með vægast sagt annarleg stefnumið, hulin sjón- um almennings. Óstödug ríkisstjórn Kosningakerfi eins og hið breska, sem býður upp á meirihlutastjóm eins stjórnmálaflokks, á að koma í veg fyrir óstöðugar ríkisstjórnir. En Bretar em nú að komast að hinurn bitra sjinnleik að svo þarf ekki að vera. í dag em hávaðasamir upp- reisnarseggir f þingliði íhaldsmanna, Major óþægari Ijár í þúfu en stjómar- andstaðan. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Evrópusambandið valdj klofningi í breska íhaldsflokknum. í kosningununr 1992 gerðu báðir stóru flokkarnir í Bretlandi lítið úr sam- runanum sem gert er ráð fyrir í Ma- astricht-sáttmálanum. En síðan þá hefur látlaus áróður andstæðinga Evrópusambandsins innan íhalds- flokksins, fengið sívaxandi hljóm- gmnn í bresku þjóðfélagi. Þjóðin virðist í vaxandi mæli þreytt á „skrif- ræðinu í Brussel". Þeir íhaldsmenn sem telja að Evr- ópusambandinu sé ekki við bjarg- andi, em líklega fremur fáir. Þeir eru sundurleitur hópur og láta jafnvel stjórnast af gremju jafnt og af háleit- um hugsjónaástæðum. En óttinn við evrópskt ofurríki á sér djúpar rætur í llokknum. Þjódaratkvædagreidslur Hin erfiða atkvæðagreiðsla í þing- inu hefur að öllum líkindum aukið líkurnar á því að endurskoðaður Ma- astricht- sáttmáli og hugsanlega Evr- ópumyntin, verði sett í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Atburðirnir í þing- sölunt hafa leitt fram í dagsljósið, hve Evrópumálin em umdeild og hinar miklu ástríður sem þessi mála- flokkur virðist kalla fram í mönnum. Kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa sífellt orðið háværari og nú er svo komið að hinn fransk-enski auð- jöfur, sir James Goldsmith, hefur boðist til að stofna sérstakan stjóm- málatlokk utan um þessa einu kröfu. Frjálslyndir demókratar hafa löng- um lýst yfir stuðningi við hugmynd- ina um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálin. Astæðan fyrir því er sú að þeir hafa verið viðkvæmir fyrir gagnrýni, vegna þess að þeir em eini stjómmálaflokkurinn í Bretlandi senr telur aukinn Evrópusamruna æskilegan og hneigist til federal- Major: Erfiðara að eiga við uppreisnarseggina í eigin flokki, en stjórnar- andstöðuna. isma. Þeir hafa löngum þótt „draga taum Brussel" eins og það er kallað- Það að leggja málið í hendur þjóðar- innar sjá þeir sem leið út úr þeim vanda. Tapar Verkamannaflokkur- inn á Evrópumálunum? Nú er hugsanlega komið að því að stóm flokkamir tveir verði að gera Áróður Evrópusambandsandstæðinga höfðar til fólksins: Michael Port- illo, ráðherra í ríkisstjórn Majors og efasemdarmaður um Evrópusamrun- ann, gefur eiginhandaráritanir. sér Ijóst að Evrópumálin séu of við- kvæm til að hægt verði að höndla þau á annan hátt en að leggja þau í dóm þjóðarinnar. Verkamannaflokk- urinn, sem er hlynntur Evrópusam- mnanum, mun að öllum líkindum vinna næstu þingkosningar ef allt fer sem horfir samkvæmt skoðanakönn- unum. Þeir standa frammi fyrir áþekku vandamáli og Frjálslyndir demókratar og virðast tilbúnir til að sættast á sömu lausn. Ihaldsmenn virðast einnig vera að komast á þá skoðun að nauðsynlegt sé að leyfa þjóðinni að eiga síðasta orðið. Maj- or, sem hefur hingað til hafnað hug- myndum um þjóðaratkvæði um Evr- ópumál, stendur frammi fyrir því að Evrópusinninn og utanríkisráðherr- ann Douglas Hurd, segir um þau um- mæli hans: „Aldrei að segja aldrei." Þrátt fyrir að Noregur hafi hafnað Evrópusambandsaðild, þá sýnir reynslan það að fulltrúar atvinnulífs og stjómmálamenn ná yfirleitt að snúa þjóðum á sitt band hvað varðar afstöðu til Evrópusamrunans. En þrátt fyrir að ráðherrar láti af þeirri skoðun sinni að það sé þingsins ein- göngu, að taka afstöðu til endurskoð- unar Maastricht-sáttmálans árið 1996, þá vita þeir hvað það þýðir að láta þjóðinni allri eftir að taka ákvarðanimar. Ef Bretar segðu nei í sh'kri atkvæðagreiðslu um nánara samstarf Evrópusambandsríkja, þá getur enginn verið viss um að þjóð- aratkvæðagreiðsla um úrsögn úr sambandinu fylgi ekki í kjölfarið. Byggt á The European / mám Segja Bretar sig úr Evrópu- sambandinu? Aukin tíðni afbrota á Norðurlöndum áhyggjuefni: Ofbeldið daglegt brauð Þrátt fyrir að Evrópumálin hafa yfirgnæft nánast alla fjölmiðlaum- fjöllun á Norðurlöndunum undan- fama mánuði, þá hafa síðdegisblöðin þar verið upptekin af öðmm málum sem ef til vill hafa vakið upp jafnvel enn meiri umræðu á meðal almenn- ings: Ofbeldi. Aukið ofbeldi á Norðurlöndunum hefur ekki farið framhjá neinum og nú er svo komið að íbúar þessa heimshluta telja sig ekki geta gengið um götur óhultir. Fregnir af morðum og öðmm ofbeldisverkum hjá frænd- þjóðum okkar, sem borist hafa hing- að til lands, em aðeins hluti af raun- vemleikanum. Þegar norrænum dag- blöðum og héraðsfréttablöðum er flett má allsstaðar finna frásagnir af hrottafengnum líkamsárásum, nauðgunum og jafnvel morðum. Fjöldamord Ódæðisverkið sem framið var í Stokkhólmi fyrir stuttu hefur orðið til þess að óhug hefur slegið að sænsku þjóðinni og svo á einnig við urn almenning í nálægum löndum. Einsog kunnugt er þá skaut brjálaður byssumaður í fylgd með tveimur fé- lögum sínum skaut innum fordyri eins vinsælasta skemmtistaðar í Stokkhólmi með þeim aileiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 21 særðist; sumir þeirra lffshættulega. Svo virðist sem skotmaðurinn hafi hleypt af sjálfvirkum riffli sínum af handahóli eftir að honum og félög- um hans hafði verið meinaður að- gangur að skemmtistaðnum. Það fylgdi sögu lögreglunnar af atburðin- um að hinn grunaði væri nýbúi af suður-amerískum uppruna. Þar með er einnig gefið í skyn að mönnunum gæti hafi verið meinaður aðgangur sökum kynþáttar síns. Kynþáttahatur Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem rekja má morð og ofbeldi til kynn- þáttahaturs í Svíþjóð. Fyrir þremur árum síðan ógnaði leisermaðurinn svokallaði öllum lituðum nýbúum í Stokkhólmi. Nafngiftina fékk hann fyrir að nota leisergeisla til þess að bæta miðið á byssu sinni. Leiser- maðurinn er grunaður um að hafa drepið og sært 7 til 9 nýbúa á Stokk- hólmssvæðinu. I haust bárust einnig fregnir af því að óður byssumaður hafi myrt 7 manns í smábænum Falun í Svíþjóð. Sá mun hafa verið fyrrverandi her- maður og notaði hann sjálfvirkan herriffil við verknaðinn. Engar við- unandi skýringar hafa verið gefnar á þessu ódæði. Þá eru ekki nema tvær vikur síðan ungir bræður í Suður- Svíþjóð vom handteknir og grunaðir um að hafa barið félaga sinn til ólífis með múr- steini. Sá atburður varð síðan til þess að rifja upp enn óhugnanlegri at- burði þar sem böm hafa orðið öðrum bömum að bana. Börn ad verki Fyrir tveimur árum voru barnung- ir piltar í Englandi fundnir sekir um að hafa rænt og myrt tveggja ára dreng á hrottafenginn hátt. Svipað tilfelli kom upp í Noregi nú í haust. Þar em ennþá yngri drengir gmnaðir um að hafa beitt jafnaldra sinn of- beldi sem síðan mátti rekja til dauða hans. Tölur sýna að morð em nokkuð al- geng í Noregi og Svíþjóð hvort sem um er að ræða þéttbýli eða dreifbýli. Þá hafa verið upplýst umfangsmikil mál í Noregi sem tengjast kynferðis- legu ofbeldi. í kjölfar allra þessara hræðilegu atburða hefur farið af stað umræða sem leitt hefur til þess að fleiri mál af sama toga hafa komið fram í dagsljósið. Hið sama má segja um atburði og umræðu á íslandi. Vemleg aukning virðist hafa orðið hér á landi á und- anfömum ámm. Fréttiraf vopnuðum ránum, líkamsárásum og nauðgun- um em nánast orðnar daglegt brauð í íslenskum fjölmiðlum. í mörgum þessara tilfella hefur lögreglu reynst erfitt að fá skýringu á verknaðinum. Stundum virðast gerendur einungis vera að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína. Dæmin sanna þetta, þar sem ráðist er á böm í strætóbiðskýlum og þau lamin og rænd án þess að árásar- mennirnir hafi mikið upp úr krafsinu fjárhagslega. Orsakir? Fjölmiðlar, atbrotafræðingar og aðrir sérfræðingar á Norðurlöndun- um sem um þessi mál fjalla, em ekki á einu máli urn það hvaða af- leiðingar ítarleg umljöllun um ódæðisverk af þessu tagi hefur. Það er þó greinilegt að umræða fjölmiðla hefur leitt í ljós, að vandamálið er stærra en menn hafa ætlað hingað til. Margir Ijölmiðlar á Norðurlöndunum hafa bent á að opin umfjöllun um ofbeldið í samfélaginu hafi einmitt orðið til þess að vekja menn til umhugsunar um hvar orsakana.sé að leita. Nærtækustu skýringamar hafa verið sóttar í aukið magn ofbeldisefnis í fjölmiðlum og tölvuleiki þar sem þátttakend- um er beinlínis umbunað fyrir ofbeldi og rnorð. Einnig hefur verið bent á að vopnaeign virð- ist vera almennari én margir hafa ætlað í þessum löndurn. Þá hafa margir fræðingar stað- næmst við aukna vímuefna- notkun á síðustu árum sem allt- af hafi aukin afbrot í för með sér. Fjölmiðlar hafa verið sam- mála unr það að allt geti þetta ýtt undir ódæðisverk af þeim toga sem hér hefur verið lýst, en megin orsakana verði þó að leita í uppeldinu sjálfu. Það sé ekki hægt að banna fjölmiðla eða tölvur, heldur hljóti að þurfa auka fræðslu og forvarna- starf í skólakerfmu og síðast en ekki síst á heimilunum sjálfum. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum; 1. flokki 1989 -17. útdráttur 1. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1990 -13. útdráttur 2. flokki 1991 -11. útdráttur 3. flokki 1992 - 6. útdráttur 2. flokki 1993 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins Lj HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANOSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlAAI 69 69 00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.