Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 1
Föstudagur 9. desember 1994 Stofnað 1919 188. tölublað - 75. árgangur Forval Kvennalistæis í Reykjavík: Elín G. Olafsdóttir sækir óhrædd að þingkonunum Guðrún Halldórsdóttir hætt við að draga sig í hlé. Kristín Ástgeirs- dóttir óskoraður leiðtogi en óánægja meðal yngri kvenna. „Afhverju ekki? Ég er kona á besta aldri og mér svellur móður að láta til mín taka,“ sagði Elín G. Óiafsdóttir fyrrum borgarfulltrúi aðspurð hvort hún sæktist eftir þingsæti í forvali Kvennalistans í Reykjavík sem nú stendur yfir. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins eru talsverðar líkur á því að Elín geti blandað sér í toppbar- áttuna, jafnvel skákað Guðrúnu Halldórsdóttur. Guðrún hafði sagt samstarfskonum sínum, að hún ætlaði að draga sig í hlé, en nú hef- ur hún endurskoðað þá ákvörðun. Talsverð óánægja er meðal yngri kvenna í garð Guðrúnar, enda eygja þær nú síður von um að ná efstu sætum. Kristín Astgeirsdóttir er talin örugg um að hljóta fyrsta sætið, en mikil óvissa er um röð næstu kvenna. Forvalið er lokað og að- eins valinn hópur sem getur tekið þátt í því. Ekki var auglýst eftir framboðum nema á vettvangi Kvennalistans. - Sjá nánar fréttaskýringu á blaðsíðu 5. Elín G: Mér svellur móður. Formaður fjárlaga- nefndar Alþingis: Fjármagns- og hátekju- skattur eru til umræðu ,Já, það er rétt að fjármagns- tekjuskatturinn og hátekjuskattur- inn eru til umræðu þessa dagana. En það eru svosem öll fjárlögin til umfjöllunar núna. Flokkarnir eru að fara yfir þetta sín á milli og ræða málin. Það er náttúrlega ekk- ert launungarmál að Alþýðu- flokkurinn og hans forystumenn hafa margoft talað fyrir bæði fjár- magns- og hátekjuskatti, en ég vil ekkert um hugsanlega niðurstöðu málsins segja á þessu stigi máls- ins,“ sagði Sigbjöm Gunnarsson formaður fjárlaganefndar Alþing- is í gærkvöldi í samtali við Al- þýðublaðið. ' : :■ ■ : v:'• • Dagsbrún gefur enn Stjórn Dagsbrúnar gerir það ekki endasleppt við sjúkraliða. Fyrir nokkru gaf Dagsbrún eina milljón króna í verkfallssjóð sjúkraliða. í gær afhenti Dagsbrún síðan 750 þúsund króna gjöf til viðbótar í verkfallssjóð sjúkraliða, en verkfall þeirra hefur staðið í liðlega fjórar vikur. Á myndinni sést Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins taka við ávísuninni úr hendi Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Dagsbrúnar. A-mynd: E.ÓI. „Klúðursleg ummæli", segir Guðrún Helgadóttir. A-mynd: E.ÓI. Aldeilis hægt að treysta okkur stjórnmálamönnum - segir Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. ,,Ef þetta er stærsta lygi aldarinn- ar, þá er nú aldeilis hægt að treysta okkur stjómmálamönnunum," sagði Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, um leiðara DV og Morgunblaðsins í gær, en þeir vom helgaðir þeim um- mælum þingmannsins að hún hefði „skrökvað svolítið" að blaðamanni DV á þriðjudaginn. Guðrún sagði blaðamanni DV þá um morguninn að hún hygðist ekki gefa sæti sitt á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík eftir baráttulaust, en tjáði svo öllum fjölmiðlum síð- degis að hún hefði ákveðið að taka fjórða sæti listans, að ákveðinni upp- röðun efri manna tilskilinni. Guðrún skipaði við síðustu alþingiskosning- ar annað sæti Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Guðrún sagðist viðurkenna að ummæli hennar um að hafa skrökv- að hefðu komið klúðurslega út. Hlut- imir gerðust einfaldlega hratt í pólit- ík og forsendumar hefðu verið aðrar þegar hún ræddi við tiltekinn blaða- mann DV, heldur en síðar um dag- inn. „Eg á ekki annað sætið á lista AI- þýðubandalagsins, en ég ætlaekki að gefa eftir þingsætið,“ sagði Guðrún að lokum. Daðrað yfir glögginni Á jólaglöggi Regnbogans verður hægt að sjá kvennalistakonur daðra við karla úr öðrum flokkum - án þess að fá samviskubit, segir í tilkynningu frá Regnboganum. Þar segir ennfremur að þarna verði hægt að sjá alþýðu- bandalagsmenn úr öllum örmum flokksins (þeim sem eftir eru) kyrja saman jólalögg, framsóknarmenn sýna helgileiki (framsækna og þjóðlega í senn), krata fjalla um siðferðisboðskap jólanna og menn utan flokka tjá stöðu sína með frjálsum dansi. Spurning glöggsins verði hvort einhverjir og þá hverjir koma úr felum sem Þjóðvakamenn. Jólaglögg Regnbogans verður haldin að Pósthússtræti 13 á morgun, laugardag, frá klukkan 18:00 til 22:00. Jólahlaðborðin: Etið og drukkið fyrir 80 milljónir Tekjur veitingahúsanna á höfuðborgarsvæðinu af sölu jólahlaðborða eru nærri 80 milljónir króna samkvæmt lauslegri áætlun Frjálsrar verslunar. Gert er ráð fyrir sölu á 20 þúsund máltíðum og að viðbættum vínkaupum eyði hver gestur alls um fjögur þúsund krónum. Nánar tiltekið er reiknað með að hver máltíð af jólahlaðborði kosti að jafn- aði um 2.500 krónur. Til viðbótar komi léttvínsflaska á um 1.500 krónur. Verð jólahlaðborða er ódýrara í hádeginu en á kvöldin. Mesta salan fer þó fram á kvöldin og um helgar. Þrátt fyrir 80 milljóna heildartekjur veitingahús- anna af jólahlaðborðum er afrakstur þeirra þó talin fremur rýr vegna lágrar álagningar. Breytt dagsetn- ingá flokks- stjórnar- fundi Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks ís- lands - sem halda átti á morgun laugardag frest- ast um cinn dag. Þannig veröur fundurinn hald- inn á sunnudaginn, 11. desember, í Borgartúni 6, og hefst hann klukkan 10:00. Á dagskrá er sem fyrr aðeins eitt mál: Tekjujöfnun og kjara- samningar. Framsögu flytur Jón Haldvin Hannibalsson formaður Alþýöuflokksins. Fund- urinn er opinn öllum flokksmönnum. ■MMHH1 Skáldið sem sólin kyssti GuðmuufEr Böftvarssonar, iistræn og vonduft liók eftir Silju Aftalsteinsdóttur. Saga Halldóru Briem Gripandi frásöcn, stórÍ>rotin öriagasaga eftir Steinunni lóhannesdóttur. Lífsgleði VifttöTog endurminningar þjóókunnra íslendinga. hórir S.Guöbergsson skráöi. Einu sinni á ágústkvöldi Söngvasafn Jónasar Arnasonar ineÖ nótum og myndum eftir valinkunna listamenn. Dásamleg veiðidella Eggert Skúlason skráfti. Skemmtilegar veiftisögur. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.