Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Viti menn Salernisskattur R-listans. Fyrirsögn á grein Árna Sigfússonar í DV í gær. Ég er ekki samþykk því að beita þessari aðferð enda á Guðrún [Helgadóttir] ekki að ráða uppstillingu á listann. Hinsvegar er tilboð hennar kannski skiljanlegt í Ijósi sí- fellt veikari stöðu hennar innan tlokksins. Auður Sveinsdóttir, fyrsti varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, um það tilboð Guðrúnar að færa sig niður í 4. sæti gegn því að hún ráði uppröðun í efstu sætin. Tíminn í gær. Annars er Sniglaveislan einsog framreiðsla á veitingahúsi af fínum klassa, sem enginn get- ur kvartað yfir. Annað mál hvort lesandinn á eftir að kalla bragðið fram í muna eða munn eftir að lokið er máltíð- inni. En er á meðan er, verði ykkur að góðu. Ritdómur Gunnars Stefánsson um Siglaveislu Ólafs Jóhanns. Tíminn í gær. Árni Þórarinsson byggir upp vissa spennu milli sín og Hrafns og er það viðeigandi hjá „kerlingartusku“ einsog Hrafn kallaði hann eftirminnilega. Ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar um bókina Krumma, Mogginn í gær. Það er því framundan for- vitniieg barátta milli forystu- manna í Alþýðuflokknum, og þjóðin á eftir að bíða með önd- ina í hálsinum eftir að sjá hvaða vopnum þeir félagar Guðmundur Árni og Sighvatur beita hvor á annan. Garri Tímans í gær. Tvennt er algjörlega óþolandi í óperunni, að sitja við hliðina á einhverjum hóstagemlingi og skrjáfið í sælgætisbréfunum. Jeremy Isaacs forstöðumaður óper- unnar i Covent Garden sem nú dreifir hálstöflum til gesta fyrir sýningu til að fyrirbyggja hósta og ræskingar. Mogginn i gær. Hvaða traust geta kjósendur borið til stjórnmálamanns sem skrökvar fyrir hádegi en segir satt síðdegis? Leiðari Morgunblaösins í gær: Guörún Helgadóttir sagði að hún hefði „skrökvað svolítið í morgunsárið" að blaðamanni DV. Hvernig konur geta hugsað sér að vera með þessum manni, það skil ég ekki. Þetta er fullkominn drullusokkur. Filmstjarnan Richard Gere um film- stjörnuna Sylvester Stallone. DV í gær. Þetta er meira en draumur. Þetta er martröð. Það er af og frá að það eigi við rök að styðjast að það séu einhver undirmál eða glæpsamlegir hlutir á ferðinni. Guðmundur Árni Stefánsson um ásak- anir sem koma fram i Bankabók Örn- óHs Árnasonar um gjaldþrot Helgar- póstsins. Samskipti Islands við kínversk stjórnvöld - Innfluttur tvískinnungur. „Hér er ekki um séríslenskt ósamræmi að ræða, því íslendingar hafa löngum tekið erlendar stórþjóðir sér til fyrirmyndar í utan- ríkismálum, í þessu tilfelli Bandaríki Norður-Ameríku. Því má með segja með sanni að sá tvískinnungur sem einkennir stefnu íslands sé innfluttur. Vegna Kínafarar forsætisráðherra Islands, Davíðs Oddssonar, hafa sprottið upp nokkrar umræður um hversu náin samskipti Islensk stjóm- völd skuli hafa við Alþýðulýðveldið Kina. Ekki eru allir á eitt sáttir, þrátt fyrir skýra stefnu hérlendra stjóm- valda, til dæmis mótmæltu ungir jafnaðarmenn og stúdentar ferð utan- rikisráðherra til Kína fyrr á árinu og ungir jafnaðarmenn hafa einnig lýst yfir óánægju sinni með ferð forsætis- ráðherra nú. Oft er sagt, í mismik- illi alvöm, að kjósendur séu fljótir að gleyma og að í stjómmálum sé tím- inn fljótur að líða. Ef- laust er mikið til í þessu og hlýtur því minnis- skortur einnig að hrjá stjómmálamenn. Ungt fólk á Islandi er hins vegar ekki búið að gleyma ódæðis- verkum kínverskra stjórnvalda á Torgi hins himneska friðar fyrir fimm ámm. En jafnvel ef litið er framhjá því sem ógemingur er að gleyma, em mannréttindamál í Kína í slíkum ólestri, að það eitt réttlætir að efast sé um réttmæti farar forsæt- isráðherrans. Minningin lifir að ei- lífu um hina óhugnanlegu atburði þegar þúsundir námsmanna vom miskunnarlaust aflífaðir fyrir þá sök eina að kretjast frelsis og lýðræðis- umbóta. Tvískinnungur í alþjódasamskiptum Þeirri spumingu, hvort menning- arleg einangmn sé besta leiðin til að hafa áhrif á stjómarhætti f þeim löndum þar sem mannréttindi em hvað grófast fótum troðin - eða hvort ýta eigi undir efnahagsleg samskipti við þau - er ekki auðsvar- að. Hér er um gmndvallarspurningu sem varla er á færi nema sérfræðinga í alþjóðastjórnmálum að svara. Hvað sem því líður er mikilvægt að stjóm- völd á Islandi móti sér stefnu í þess- um málum; stefnu sem nái yfir öll sambærileg tilfelli. Þetta hefur ekki verið gert, heldur hefur ákvörðun verið tekin í hveiju tilfelli fyrir sig án þess að gagnsemi, viðskiptaþving- ana annars vegar og viðskiptahvetj- andi aðgerða hins vegar, sé skoðuð. Ef litið er á stefnu Islands í málefn- um Kúbu, en nýlega hafa íslendingar lagst gegn því að viðskiptabanni við K ú b v e rj a verði aflétt, og fyrri stefnu í mál- efnum Suð- ur-Afríku, er ljóst að þegar Islendingar vilja refsa mannrétt- indabrjótum þá skiptir máli hvort menn heita Jón eða Séra Jón. Annars konar tvískinnungur fellst í því að heimsækja ríki þar sem mannréttindi em fótum troðin til að tryggja efnahagslega hagsmuni og rækta frændskap en minnast aðeins stuttlega á mannréttindákvæði sjálf- um sér til friðþægingar. Ef vestrænir þjóðhöfðingjar halda að vinsamlegt tiltal eitt og sér dugi til að breyta stefnu Kína í mannréttindamálum þá er þeirra hundalógík verri en engin. Ekki séríslenskt ósamræmi Hér er ekki um séríslenskt ósam- ræmi að ræða, því íslendingar hafa löngum tekið erlendar stórþjóðir sér til fyrirmyndar í utanríkismálum, í þessu tilfelli Bandaríki Norður-Am- eríku. Því má með segja með sanni að sá tvískinnungur sem einkennir stefnu íslands sé innfluttur. Um þessar mundir er hagvöxtur hvergi meiri en í Kína. Því er ekki ólíklegt að erlendir aðilar horfi með löngunaraugum til þessa risastóra markaðssvæðis og því ber að fagna því íjárfesting eríendra aðila er vissulega til hagsbóta fyrir allan al- menning í Kína. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvort að efnahags- legur bati verði til þess að draga úr mannréttindabrotum stjómvalda. Er ekki líklegra að efnahagslegur stuðn- ingur við Kína á forsendum mann- réttindabrjótanna verði til þess að festa völd þeirra í sessi. Að minnsta kosti er það öruggt að það er ekki á stefnuskrá kommúnista í Kína að af- sala sér völdum. Höfundur er hagfræðingur og for- maður Sambands ungra jafnaðar- manna. Pallborðið EJón Þór Sturluson skrifar í heiðursstúkunni - enda var hann arkitektinn bakvið hroðalega útreið hennar í prófkjörinu... Meira af Reykjanesi. Prófkjörsbarátta framsóknannanna er svo hörð að draga þarf fram al- elstu menn til að muna annað eins. Siv Friðleifs- dóttir þykir nú heldur sækja í sig veðrið, en hún stóð höllum fæti í barátt- unni við Hjálmar Árna- son og Drífu Sigfúsdótt- ur. Gamalgrónir framsókn- armenn í kjördæminu óttast að harkan verði slík, að stuðningsmenn þeirra sem tapa muni ekki styðja flokkinn í vor... Enn höfum við tíðindi af Eggert Haukdal, eftir- lætisþingmanni Alþýðu- blaðsins. Eggert vinnur nú að því öllum árum að fá sterka frambjóðendur á sér- lista sinn, sem hann ætlar að bjóða fram á Suður- landi. Hann reyndi að fá oddvita Eyrbekkinga, Magnús Karel Hannes- son, f 2. sætið einsog við höfum þegar upplýst en Magnús afþakkaði gott boð. Næst sneri Eggert sér til Bryndísar Brynjólfs- dóttur fyrrum bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á Selfossi og forseta bæjar- stjómar. Þetta ber kænsku Eggerts vitni enda er Bryn- dís mik- il kjam- orku- kona og afar vinsæl á Sel- fossi. Hún rekur Sjóvá-Almennar í bænum en er hætt í bæjar- pólitíkinni, í bili að minnsta kosti. Bryndís hefði verið mikill happafengur fyrir Eggert - en hún hryggbraut hinn þolgóða biðil frá Bergþórshvoli. Sjálfstæðis- menn í kjördæminu anda léttar, en bíða eftir næsta leik Eggerts... Sjálfstæðismenn í Reykjanesi hafa nú birt framboðslista sinn, fyrstir flokka í kjördæminu. Röð átta efstu er í samræmi við niðurstöður prófkjörsins. Það þýðir að öllum líkind- um að allir þátttakendur í prófkjörinu (nema einn) verða þingmenn eða vara- þingmenn. Ekki slæm upp- skera það. I heiðurssæti framboðslistans er hinsveg- ar frambjóðandinn sem hafnaði í neðsta sæti próf- kjörsins: Salome Þor- kels- dóttir þingfor- seti. Athygli vekur að síð- asti heiðurssætismaður, Matthías Mathiesen er hvergi sjáanlegur á listan- um að þessu sinni. Kannski þótti sjálfstæðismönnum ekki fara vel á því að hafa Salome og Matthías saman Hundar og áfengi: Hin ósagða harmsaga. Hinumegin v/4*- Sárasótt í beinni Þeir ökumenn sem lent hafa í þeirri óhamingju að aka á eftir strætisvagni undanfama daga, hafa vafalaust tekið eftir því að þar auglýsir frjáls útvarpsstöð ein hér í borg, eitthvað sem hún kall- ar POX-leikinn. Þeir sem þekkja til starfsemi slíkra útvarpsstöðva vita að það er engilsaxneskan sem ræður þar lögum og lofum. Því er forvitnilegt að fletta upp í ensk-fs- lenskri orðabók merkingu orðsins POX. Þar segir: pox (poks), n. 1. hvers konar sjúkdómur sem lýsir sér í út- brotum og graftarbólum, eink- um af völdum veira. 2. sárasótt. Sögufróðir menn á ritstjóm Al- þýðublaðsins þykjast vita hvaða leik menn léku hér til foma til að ná sér í slíkan glaðning og nú er bara að forvitnast hvort hér mun vera um eitthvað slíkt að ræða. Fimm á förnum vegi Hver verða helstu kosningamálin í vor? Ingimar Pálsson, tónlistar- kennari: Atvinnu- og launamál númer eitt. Friðrik Rafnsson, ritstjóri: Húsnæðisbröltið og skuldasúpumar. Sigurður Ragnarsson, tónlist- armaður: Launamálin. Karl Guðbjörnsson, borgar- starfsmaður: Launamálin em að- alatriðið. Þórður Aðalsteinsson, nemi: Ætli það verði ekki skuldasúpa heimilanna því launamálin verða lfk- lega leyst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.