Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER. Sjöfn Haraldsdóttir sýnir í Listhúsinu Hin geðþekka listakona Sjöfn Haraidsdóttir sýnir nýjar olíu- myndir og myndir unnar á hand- gerðan pappír með bieki í Listhús- inu Laugardal dagana 10. tii 31. desember. Þessi sýning er í beinu framhaldi af sýningu Sjafnar í London í síðasta mánuði undir yfirskriftinni „LOOK NORTH“. Sú sýning var í samvinnu við menningarskrifstofu íslenska sendiráðsins þar í borg. Auglýsing um starfslaun listamanna áriö 1995: Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1995, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði, 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar 1995. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsókna- reyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður um- sókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í sam- ræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 7. nóvember 1994. Stjórn listamannalauna. Friðrik Örn sýnir svart hvítar „Ég hef haft áhuga á Ijósmyndun allt frá barn- æsku og það er ákaflega gaman að sjá drauma sína rætast með þessum hætti," sagði Friðrik Örn Hjaltested í spjalli við blaðið. Friðrik Örn opnar Ijósmyndasýningu í List- munahúsi Öfeigs við Skólavörðustíg á sunnu- daginn. Á sýningunni eru sautján verk sem Friðrik Örn hefur gert í Kaliforníu á síðustu tveimur árum. Myndirnar eru í svart-hvítu og fjalla um fólk. Notaðar eru óhefðbundnar að- ferðir við framköllun þeirra. Friðrik Örn er 24 ára, stúdent frá Verslunarskólanum og lauk í sumar prófi frá Brooks Institute of Photo- graphy í Los Angeles en þar býr hann nú og starfar við Ijósmyndun. Basar fyrir neyðarþorp ABC hjálparstarf heldur basar og kaffisölu á morgun, laugar- dag, klukkan 10:00 til 18:00 að Hafnarstræti 4, II. hæð, gengið inn frá Ingólfstorgi. Basarinn er lokaátak söfnunar sem staðið hefur frá í vor fyrir byggingu neyðarþorps í Uganda fyrir eyðni- sjúkar ekkjur með ung böm. Söfnuninni lýkur formlega á gaml- ársdag en nú hafa safnast 1.363.000 krónur og er þegar byrjað að byggja heimili fyrir ekkjur með ung börn fyrir þá peninga í Úg- anda. Stefnt er að því að byggja forskóla í þorpinu fyrir þau börn sem þar fá athvarf, en með basarnum og kaffisölunni er vonast til að ná því sem vantar til að geta byggt hann. Um þessar mund- ir er einnig verið að selja dagatöl og jólakort sem hjálparstarfið Iætur gefa út. Nú eru nærri 600 börn í Úganda sem fá að ganga í skóla og eygja bjartari framtíð vegna hjálpar stuðningsaðila á ís- landi, en það kostar aðeins 500 krónur á mánuði að gerast styrkt- araðili bams í Úganda. Miriam á disk Nú er komin á markaðinn gospel- tónlist á geisladisk og snældu sem ber nafnið Miriam. Það er Miriam Oskarsdóttir, söngkona og foringi í Hjálpræðishemum, þar af átta ár í Panama sem annast sönginn. Útgáfan hefur að geyma gömul gospellög og sálma sem færðir em í nýjan búning, auk nýrra laga. Fjöldi landsþekktra hljóðfæraleik- ara koma þarna fram svo sem Gunn- laugur Briem, Jóhann Asmundsson, Friðrik Karlsson, Kristinn Svavars- son, Oskar Einarsson, Jóhann Hjör- leifsson og Páll Pálsson. Skemmti- legar bakradda- og blásaraútsetning- ar setja svip sinn á þessa útgáfu og þar koma við sögu 25 rnanna kór og hópur bakraddasöngvara auk margra blásara.Útgáfan er í tilefni af 100 ára afmælis Hjálpræðishersins á Islandi á næsta ári og rennur allur ágóði til hjálparstarfs hersins hér á landi. Utgáfutónleikar verða í Bústaða- kirkju í kvöld klukkan 20:30. Miðstöð Þjóðvaka Þjóðvaki opnar kosningaskrifstofu að Hafnarstræti 7 klukkan 14:00 á laugardaginn. Við það tilefni niunu ný andlit bætast við hreyfinguna. Landsfundur Þjóðvaka er fyrirhugað- ur síðari hluta janúar og verður hann opinn öllum félagsmönnum. I byrjun árs verður hafinn undirbúningur að fundum í öllum kjördæmum lands- ins. Jól á Austurvelli Á sunnudaginn klukkan 16:00 verður kveikt á jólatrénu á Austur- velli. Tréð er að venju gjöf Oslóar- borgar til Reykvíkinga, en Oslóar- borg er búin að gefa borgarbúum jólatré í 43 ár. Athöfnin á Austurvelli hefst að loknum leik Lúðrasveitar Reykjavík- ur. Frú Kari Pahles, varaforseti borg- arstjómar Oslóar mun afhenda tréð og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri veita því viðtöku. Dómkórinn syngur jólasálma og jólasveinar skemmta. Birgir í þjón- ustu forseta og ráðherra Birgir Thorlacius starf- aði um hálfa öld í Stjórn- arráði íslands, lengst af sem ráðuneytisstjóri í for- sætis- og menntamála- ráðuneytinu og um skeið sem forsetaritari. Hann hefur nú ritað bók um kynni sín af tveimur for- setum og sjö forsætisráð- herrum sem hann þjónaði, auk fjölda af samstarfs- fólki. í frétt frá Almenna bókafélaginu um bókina segir meðal annars: „Birgir ritar um kynni sín af þessu fólki og um þau verkefni sem hann þurfti að inna af höndum. Hann hafði þvf úr mörgu að velja þegar hann tók sam- an efnið í minningabók sína. Vissulega fjallar hún eingöngu um brot af því sem hann hefur starfað, heyrt eða séð, en hún er stórfróðleg og skemmti- leg, - fróðleg af því að hún upplýsir margt sem hefur gerst í innstu hring- um og ekki náð til al- mennings, skemmtileg bæði af efni og þó um- fram allt vegna þess hve frásögn höfundar er full af kímni sem stundum nálgast gáska.“ Bókin í þjónustu for- seta og ráðherra er prýdd fjölda mynda og er 224

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.