Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 fMDIIMÍDII) 20837. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kosningamál Alþýðuflokksins Við næstu kosningar hefur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokk- ur íslands - setið samfellt í ríkisstjómum í tvö kjörtímabil. Þessi tími hefur verið þjóðinni um margt erfiður, enda hefur stöðnun ríkt í at- vinnumálum landsmanna. Alþýðuflokkurinn hefur tekist á við erfitt ástand með ábyrgum hætti og að mörgu leyti hafa umbótamál flokks- ins markað dagskrá stjómmálanna síðasta áratug. Enginn getur með sanngirni sagt, að þróttmikil þátttaka flokksins í ríkisstjómum hafi ekki skilað árangri, þó auðvitað hafi gengið misvel að koma málum í höfn. Það virðist nokkuð algilt lögmál að erfiðleikar í efnahagsmálum bitni á þeim flokkum sem sitja í ríkisstjóm hverju sinni. Núverandi ríkisstjóm hefur náð miklum árangri í efnahagsmálum og ætti því að njóta góðs af. í kosningabaráttunni hljóta alþýðuflokksmenn að Ieggja mikla áherslu á það sem unnist hefur. Verðbólga mælist vait og böndum hefur verið komið á vextina. Hvorutveggja er afar mikilvægt fyrir fjárhag heimilanna og hagvöxt, enda hefur efnahagslífið tekið kipp síðustu mánuði. Mikilvægasta mál kjörtímabilsins. og það sem hefur mest áhrif til lengri tíma, var samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið. I því máli hafði Alþýðuflokkurinn forystu, en stjómarand- staðan sýndi ábyrgðarleysi sem hún vill nú ekkert við kannast. A kjörtímabilinu hefur verið tekið af festu á fjármálum ríkisins og er- lend skuldasöfnun stöðvuð. Þrátt fyrir þetta aðhald hefur ýmsum merkum umbótamálum verið hrint í framkvæmd. í því efni má minna á nýjar heilsugæslustöðvar, fjölgun á sambýli fyrir fatlaða, aukning á vistunar- og hjúkmnarrými fyrir aldraða, húsaleigubætur og átak í húsnæðismálum. Annað helsta kosningamál Alþýðuflokksins verða atvinnumálin. í viðtölum Alþýðublaðsins við fjölmarga forystumenn flokksins nú í vikunni kom eindregið fram, að atvinnumálin em það sem heitast brennur á alþýðu manna. Til að uppræta atvinnuleysið og skapa störf fyrir þúsundir landsmanna á næstu ámm þarf framsækna atvinnu- stefnu. Aukið frjálsræði í viðskiptum með EES og GATT, samfara stöðugleika innanlands, er sá gmnnur sem í framtíðinni verður að byggja á. Frjálslynd jafnaðarstefna er skýr valkostur við „sjóðasukk- stefnu“ framsóknarmanna allra flokka, sem kostað hefur þjóðina ómælda fjármuni á síðustu áratugum. íslendingar þurfa að laða til sín erlenda fjárfestingu, auk útrás í íslensku atvinnulífi og samvinna bet- ur menntun, hugvit og nýsköpun í nýrri tækni og framleiðslu. Forsjár- hyggja framsóknarstefnunnar er úrelt pólitík, sem alls ekki má inn- leiða aftur. Þriðja kosningamálið mun snúast um kjaramál og velferðarmál. í þessum efnum verður Alþýðuflokkurinn að kappkosta að skýra stefnu sína vel fyrir kjósendum. Abyrg og skýr stefna jafnaðarmanna verður borin saman við þau gegndarlausu yfirboð sem nú em í uppsiglingu hjá stjómarandstöðunni og Jóhönnu Sigurðardóttur. Almenningur á heimtingu á því, að batanum sem nú fer í hönd, verði skipt réttlátlega og tekið verði á skuldastöðu heimilanna. Neytendamál verða ofarlega á baugi og Alþýðuflokkurinn á að reka harða stefnu fyrir rétti neyt- enda í landinu. Fjórða kosningamálið verður spumingin um aðild íslands að Evrópu- sambandinu. Hér á flokkurinn að nýta sér þau sóknarfæri sem skýr stefna hans hefur í þessu efni, enda em aðrir flokkar margklofnir í af- stöðu sinni. Enginn vafi er á því, að þetta verður eitt helsta úrlausnar- efni næstu ára í íslenskum stjómmálum. Alþýðuflokkurinn á að var- ast að reka þetta mál einhliða sem utanríkismál, heldur tengja það at- vinnumálum, kjaramálum og neytendamálum - almennum velferðar- málum. A þann hátt á að tengja þetta brýna hagsmunamál öðmm þeim málum sem heitast brenna á Islendingum. Umsókn um ESB-að- ild getur aldrei orðið eina - eða helsta - kosningamál Alþýðuflokks- ins, heldur getur flokkurinn mtt brautina með því að útskýra fyrir kjósendum kosti aðildar og mikilvægi fyrir þróun íslensks samfélags. Sterk málefnastaða og stefnufesta em aðal Alþýðuflokksins. Flokkur- inn hefur sýnt djörfung og fmmkvæði í stefnu sinni. Þetta eiga al- þýðuflokksmenn að nýta sér í komandi kosningabaráttu. O, Argentína... „Hverjar eru þínar tillögur til að auka arðsköpun í íslensku at- vinnulífi? - Spurði Hannes Hólmsteinn, hirðmaður Davíðs, Jó- hönnu Sigurðardóttur í grillinu á skjánum þeirra félaga Marðar. Þrátt fyrir sjö ára setu í ríkisstjórn, meðal annars sem vinnu- markaðsráðherra, vafðist Jóhönnu tunga um tönn. Hún varð klumsa. Forritið spannaði greinilega ekki þessa vídd. Þetta af- hjúpaði í einu vetfangi hugsunarvillu þeirra, sem festst hafa í fari þess sem kalla má „félagshyggju fortíðar“.“ Hverjar era þínar tillögur til að auka arðsköpun í íslensku atvinnu- lífi? - Spurði Hannes Hólmsteinn, hirðmaður Davíðs, Jóhönnu Sigurð- ardóttur í grillinu á skjánum þeirra félaga Marðar. Þrátt fyrir sjö ára setu í rikisstjóm, meðal annars sem vinnumarkaðsráð- herra, vafðist Jóhönnu tunga um tönn. Hún varð klumsa. Forritið spannaði greinilega ekki þessa vídd. Þetta afhjúpaði í einu vetfangi hugs- unarvillu þeirra, sem festst hafa í fari þess sem kalla má félagshygaju for- tíðar. I pólitík er ekki nóg að vilja öllum vel; menn verða að vita hvem- ig unnt er að gera vel. Annars vekja menn upp falskar vonir; bregðast umbjóðendum sínum. Lofa upp í ermina sína. Standa ekki við stóru orðin. Skili atvinnulífið ekki vöran- um verður minna til skiptanna, hvað svo sem líður reiðilestri stjórnmála- nianna. Það dugar ekki að æpa. Saga kommúnismans er saga Pallborðið manna sem í upphafi vildu vel en gerðu illa. Evita Peron vildi vel. Hún gaf út tilskipun um tvöföldun lág- markslauna. Atvinnulífið stóð ekki undir því. Niðurstaðan varð verð- bólga í þúsundum prósenta og hran í atvinnulífinu. Skjólstæðingar Evitu urðu að berfætlingum örbirgðarinnar í Argentínu. Argentínumenn, sem allir töldu að ættu sér glæstasta fram- tíð í Suður-Ameríku, hrandu niður á stig fátæktarog vonleysis. Þjóðin var að lokum hneppt í skuldafangelsi. Pólitfkin læstist inni í hatri og hleypi- dómum „pópúlismans". Söngleikur- inn um Evitu er þvf í reynd harm- saga. Ad svara fyrir sig Jafnaðarmenn hefðu ekki verið í vandræðum með að svara Hannesi Hólmsteini, sem vert væri. Verkin sýna mcrkin. Eigum við að taka nokkur dæmi? EES-samningurinn, sem Alþýðu- flokkurinn einn þingflokka beitti sér fyrirog studdi frá upphati til enda, er ágætt sýnishom. Hann er í sjálfu sér svar við því hvemig jafnaðarmenn vilja auka „arðsköpun í íslensku at- vinnulífi". Lífskjör þjóðarinnar byggjast á þeim innflutningi sem fæst fyrir útflutning. EES-samning- urinn er um að tryggja íslenskum út- ílutningi hindranarlausan markaðs- aðgang á mikilvægustu mörkuðum og að tryggja íslensku atvinnulífi samræntdar samkeppnisreglur á við keppinauta. Hann skapar sjávarút- veginum sem við lifum á ný tækifæri til vöraþróunar, fullvinnslu og mark- aðssetningar - og færir þannig vinnu inn í landið. Hann hefur því bætt skilyrði fyrirtækja til arðsköpunar; bætt samkeppnishæfni þeirra. Þann- ig hjálpar hann fyrirtækjum til að grynnka á skuldum og skapar tæki- færi til nýfjárfestingar - atvinnu. Islenskir jafnaðarmenn hefðu get- að þulið sambærileg dæmi endalaust fyrir Hannesi Hólmsteini. Flest öll nýmæli í íslenskri löggjöf gegn ein- okun og fyrir auknu viðskiptafrelsi eru til komin að framkvæði Alþýðu- flokksins. Ráðherrar Alþýðuflokks- ins hafa beitt sér fyrir afnámi einok- unar á útflutningi. Fyrir samkeppnis- lögum. Fyrir frjálsum fjármagns- flutningum. Þeir hafa beitt sér gegn einokunarkerfi landbúnaðarins. Þeir hafa beitt sér einarðlegast fyrir GATT-samningnum, sem tákna upphaf endalokanna á einokunar- keríinu, sem hneppt hefur bændur í fátæktargildru ofstjórnar og einok- unar. I leiðinni hefði mátt benda Hannesi Hólmsteini á að ýmsir hörð- ustu andstæðingar Alþýðuflokksins í baráttu gegn einokun og fyrir við- skiptafrelsi, fyrir afnámi forréttinda hinna fáu og fyrir almennum leik- reglum í efnahagslífinu, hafa komið úr röðum Sjálfstæðismanna. Gangverkid Alþýðutlokkurinn hefur sýnt í verki að hann skilur gangverkið í efnahagslífinu. Alþýðuflokksmenn skilja að það eru takmörk fyrir því, sem ríkið getur tekið í sinn hlut, án þess að það kyrki að lokum heil- brigðan vöxt í atvinnulífinu. Ef láns- fjárþörf ríkisins sogar til sín allan innlendan sparnað, eins og gerðist í fjármálaráðherratíð Olafs Ragnar, rjúka vextir upp úr öllu valdi. Þar með stöðvast fjárfestingin. Þar með stöðvast nýsköpunin. Þar með byrjar atvinnuleysið. Þar með byrjar verð- bólgan. Og þar með verður pólitíkin sjúk af hatri vegna vonbrigða al- mennings með svikin loforð „pópú- listanna", sem reynast þeim ævin- lega verst, sem þeir þykjast vilja best. Islenskir jafnaðarmenn hafa fyrir löngu lært þessa lexíu. Þeir hafa lært hana af sárri reynslu, þvf að félags- liyggja fortíðarinnar frá Sovéti til Suður- Ameríku hefur alls staðar skilið eftir sig sviðna jörð og tóman disk. Einmitt vegna þess að við viljum halda uppi öflugu velferðarríki; ein- mitt vegna þess að það er okkar sið- ferðilega skoðun og lífssýn, að mað- urinn sé félagsvera þar sem við ber- um sameiginlega ábyrgð hvert á öðru, vitum við að verðmætasköpun- in verður að vera í lagi ef velferðar- ríkið á ekki að hrynja. Arðsemi at- vinnulífsins verður að vera í lagi til þess að við getum borgað reikninga velferðarríkisins. Svo einfalt er það. Snud og sud Þess vegna voram við reiðubúnir til að hemja útgjaldaþensluna í opin- bera geiranum. Þess vegna viljum við ekki að ríkið rými fyrirtækjunum af lánamörkuðunum. Þess vegna viljum við afnema einokun og for- réttindi og skapa atvinnulífinu um- gjörð, sem byggir á almennum regl- um, en ekki mismunun fyrirgreiðslu- potsins. Það er lítið hald í fjármagns- tekjuskatti, ef ekkert er fjármagnið. Hátekjuskattur er bara snuð ef vöxt- ur atvinnulífsins skapar ekki háar tekjur. Vaxandi atvinnulíf og velferð á varanlegum granni era tvær hliðar sama máls. Ef menn skilja ekki nauðsyn arðsemi í atvinnulífinu mun velferðin fara forgörðum. Sama hvað menn segja. Jafnvel þótt menn æpi sig hása. Það er eins og fyrri dag- inn: Meira vinnu vit en strit. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks (slands-og utanríkisráðherra. Dagatal 9. desember Atburdir dagsins 1641 Flæmski málarinn Anthony van Dyck deyr í Lundúnum, 42 ára; eftir hann liggja mörg meistaraleg portrett af enska aðlinum. 1910 Tyrkir berja niður uppreisn araba í Palestínu. 1971 300 börn á munaðar- leysingjahæli drepin þegar Indverjar gera loftárásir á Dacca í Pakistan. 1990 Samstöðuleiðtoginn Lech Wa- lesa verður forseti Póllands. Afmælisbörn dagsins John Milton enskt stórskáld, orti meðal annars Paradísarmissi og Paradísarheimt, 1608. Douglas Fa- irbanks yngri bandarískur kvik- myndaleikari, 1909. Elisabeth Schwarzkopf þýsk sópransöng- kona, einkum dáð fyrir túlkun á verkum Mozarts og Richards Strauss, 1915. Kirk Douglas banda- rískur leikari, sérfróður í harðjöxl- um, 1918. Bob Hawke litríkur ástr- alskur stjómmálamaður, ráðherra frá 1983-91, 1929. Annálsbrot dagsins Féllu tvö systkin í bameign sín í milli í ísafjarðarsýslu, Daði Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir að nafni, bæði fyrir innan 20 ár að aldri. Sett til kongl. Majest. um Iíf þeirra. Hann var 17 vetra, en hún 16. Sjávarborgarannáll, 1721. Ord dagsins Aldrei nokkur hefur halur hreystilegar varið sig, þvíflöskur einsog fallinn valur fundust kringum duuöun mig. Páll Ólafsson. Módgun dagsins Hræddari mundir þú hafa verið því að þú ert mestur í málinu sem refur- inn í halanum. Brandur sterki viö Vakur Þórdísarson; Hávarðar saga ísfirðings. Málsháttur dagsins Aumur er sá sem enginn hnjóðar í. Lokaord dagsins Dagar mínir eru liðnir einsog skuggi sem fer hjá og kemur ei aftur. Dánarorð onska guðfræðingsins Richards Hookers (1554- 1600). Skák dagsins Ógæfan gerir ekki ævinlega boð á undan sér. Staða dagsins virðist, við fyrstu sýn, ekki bjóða uppá mikil tii- þrif. En O. Daniel’an, sem hefur hvítt og á leikinn, fann snjalla leið til að rúlla yfir Borisov á opnu skák- móti í Bmo fyrir þremur áram. Spurt er; Hvað gerir hvítur? í fyrsta lagi: 1. Bxc6! bxc6 2. Rxc6 Df8 3. Hd8 Re8 Svartur pakkar í vörn, einsog sagt er, en það kemur að litlu haldi. 4. Dc5!! og Borisov gafst upp, enda allar leiðir lokaðar. Til dæmis: 4. ... Bb7 5. Re7+ Kh8 6. Rg6+! Það getur verið örlagaríkt þegar menn gleyma að lofta út fyrir framan kónginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.