Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 hver þessara manna? SÁDI-ARABÍA Feisal konungur Þcssi harðsnúni eyðimerkurforingi var nivrtur 25. mars 1975. Ætt hans situr enn við viild og er ekki ýkja frjálslynd, því bróðir hans Khaled tók við kon- ungdæminu. ÚGANDA Idi Amin Dada Hann flúði til Líbýu 11. apríl 1979 en hafði þá setið við völd síðan 1971. Um Amin var sagt að hann væri í senn trúður og kaldrifjaður morðingi. Milt- on Obote tók við forsetaembætti í Úg- anda 1980. SÚDAN Gaafar al-Nimeiri Nimeiri herstjóri tók völdin í Súdan 1969 en þá hafði verið langvinnt borg- arastríð í landinu. Efnahagskreppa 1985 leiddi til óeirða í Khartom og hershöfðingjar lctu til skarar skríða gegn Nimeiri sem var settur af 5. apríl. TAÍWAN Tchang Kai-Chek Þcssi helsti leiðtogi kínverskra þjóð- ernissinna lést 5. apríl 1975. Fimm ár- um áður, 1970, hafði hann afhent syni sínum, Tsiang King-kouo, æðstu völd á eyjunni. SUÐUR-AFRÍKA John Vorster Þessi málsvari aðskilnaðarstcfnunnar lét af forsetaembætti 1979, þrettán ár- um cftir að hal'a tekið við því af Hend- rik Vcrwoerd, sem var myrtur 1966. BRASILÍA Castello Branco Ríkisstjórn liersins sem hann setti á laggirnar 1964 ríkti í tuttugu og eitt ár. í kjölfar Ilrancos ríktu fjórir hershöfð- ingjar áður en borgaralegur forseti settist á forsetastól 1985, en það var Tancredo Ncves. TSJAD Frangois Tombalbaye Hann var drcpinn í valdaráni í apríl 1975 eftir að hafa setið við völd í þessu Afríkuríki síðan 1959.1 sæti hans sett- ist Félix Malloum. NIKARAGÚA Anastasio Somoza Somoza var einvaldur í tólf ár, en ætt hans ríkti í landinu frá 1933 og dró til sín mikil auðæfi. Þegar sveitir Sandín- ista sóttu fram cftir langt borgarastríð flýði Somoza 17. júlí 1979. FILIPPSEYJAR Ferdinand Marcos Spillt stjórn Marcosar féll 23. janúar 1986 þegar Corazon Aquino tók við embætti forseta. Marcos flúði land, enda hafði hann orðið uppvís um stór- felld kosningasvik. Hann hafði setið í embætti síðan 1965. VÍETNAM Nguyen Van Thieu Þegar Saigonborg var að falla í hendur Norður-Víetnama 21. aprfl 1975 varð liann frá að hverfa. Hann hafði verið forseti Suður-Víetnam síðan hann var leiðtogi valdaráns 1965. Eftirmaður hans var Tran Van Huong. SUÐUR-KÓREA Park Chung Hee Ilann ríkti sem einvaldur í Suður-Kór- eu frá 1963 og naut stuðnings hcrsins. Park var myrtur 26. október 1979 og í stað hans settist Chun Doo-hwan í stól forscta. TYRKLAND Kenan Evren Evren hershöfðingi var maðurinn á bak við valdarán hersins 1980. Stjórn hans þótti einkennast af mannrétt- indabrotum, pyntingum á pólitískum lönguni og kúgun á þjóðernisminni- hlutum, þó einkum Kúrduin. Smátt og smátt þróuðust mál þó í lýðræðisátt og Evren fór frá völdum 1986. SPÁNN Francesco Franco Franco hershöfðingi andaðist 20. nóv- ember 1975. Við viildum tók eftirmað- urinn sent hann hafði kjörið sér, Jó- hann Karl kóngur. Sá hins vegar beið ckki boðanna að koma á lýðræði. MIÐ-AFRÍKUL ÝÐVELOIÐ Jean Bedel Bokassa Fótunum var kippt undan Bokassa þegar Frakkar ákváðu að ekki væri lcngur hægt að styðja hann. Þá hafði hann gert sig að keisara og lá undir grun fyrir morð á skólabörnum og mannát. Hann rændi völdum 1965 og hélt þeim til 21. septembcr 1979. HAITÍ Francois Duvalier Papa-Doc, cins og hann var kallaöur, andaðist 21. apríl 1971. Hann hafði ríkt yfir einkennilegri menningu sem byggði á kúgun, hjátrú og hindurvitn- um. Að karli gengnum tók sonur lians, Jean-Claude (Baby-Doc) við af hon- um. Hann hrökklaðist frá völdum 8. febrúar 1986. KÍNA Maó Zedong Maó formaður andaðist 9. september 1976 eftir að hafa setið við völd í fjöl- mennasta ríki heirns í 27 ár. Var í guðatölu lcngstaf en rcyndist hálf- geggjaður glæpamaður og múgmorðingi. ARGENTÍNA Jorge Videla Videla var leiðtogi stjórnar hershöfð- ingja sem tóku völdin í landinu 24. mars 1976. Eftir ófarirnar í Ealklands- eyjastríðinu 1982 hrökkluðust herfor- ingjar frá völdum og söknuðu þeirra fáir. Hinn lýðræðislcga kjörni Raoul Alfonsin varð forseti. BÚRMA U Ne Win Win hershöfðingi leiddi valdarán liers- ins 1962. Win vildi loka iandinu og iðn- aður var þjóðnýttur og erlendar fjár- festingar bannaðar. Hann var forseti til 1981 og geysivaldamikill til 1988 þegar hann fór frá eftir miklar ócirðir. PARAGUAY Alfredo Stroessner Stroessner hershöfðingi varð einræðis- herra í Paraguay 1954 og ríkti til 1989. Þá náði flokksbróðir hans Andres Rodriguez að setja hann af. Stroessner má þó eiga það aö hann náði að ríkja lcngst allra einræðisherra í Suður-Am- eríku, í lieil þrjátíu og fimm ár. ÞÝSKA ALÞÝÐULÝÐ- VELDID Erich Honecker Honcckcr tók við æðstu embættum 1971 við lát kommúnistaforingjans Walter Ulbricht. Hann þótti mikill harðlínuniaður og sat fram í októbcr 1989 þegar cign l'rjálslyndari llokks- menn ncyddu liann til að segja af sér. Þremur vikum síðar féll Berlínannúr- inn. RÚMENÍA Nicolae Ceausescu Ceausescu varð aðairitari rúmenska kommúnistaflokksins 1965 og æðsti maður ríkisins l'rá 1967. Honum tókst að slá ryki í augu Vesturlandabúa sem trúðu því að liann tiltölulega mildur og skynsamur kommúnisti. í raun var liann hálfgcggjaður af mikilmennsku- æði sem ágerðist mjög með árunum. Hann var felldur í byltingu 21. desem- ber 1989 og tekinn af lífi nokkrum diigum síðar. CHÍLE Augusto Pinochet Pinochet fór fyrir herforingjunum sem felldu Salvador Alliende í blóðugu valdaráni 11. september 1983. Pinoc- het varð forseti og ríkti þar til í mars 1990. Þá afhenti hann völdin Patricio Aylwin sem kom úr borgaralcgum röðum. SINGAPORE Lee Kuan Yew Lee ríkti sem einvaldur í Singapore í meira en þrjátíu ár. A þcssum tíma var reyndar talsverð velmegun í landinu en lítið frelsi. 1990 athenti Lee viildin Goh Chok Tong forsætisráðherra, að minnsta kosti að nafninu til. TSJAD Hissene Habré Habré var steypt af stóli í descmber 1990 cftir að hafa ríkt í N’Dhamena síðan 1982 og við embætti hans tók Id- riss Déby. Hann komst til valda í blóð- ugu borgarastríði þar sem Líbýumcnn og Frakkar biirðust líka. Liðsmenn Habré nutu stuðnings Frakka. eh / Le nouvel observateur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.