Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Steinunn Jóhannesdóttir hefur undanfarin fjögur ár verið að skrásetja sögu Halldóru Briem. Stefán Hrafn Hagalín sló á þráðinn tií Steinunnar í gær og forvitnaðist um bókina: Einskonar heimkoma Halldóru Briem Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikritaskáld: Skrifar Sögu Halidóru Briem; sögu stórbrotinnar konu sem var í hópi brautryðjenda íslenskra kvenna til náms og jafnréttis; konu sem var Briem og Guðjohnsen og fékk leiftrandi gáfur, listfengi og glæsileika í heimanmund; konu sem var við nám í Stokkhólmi um leið og Eirík- ur Briem, Jónas Haralz, Benjamín H.J. Eiríksson og Halldór H. Jónsson. A-mynd: E.ÓI. Saga Halldóru Briem - Kveðja frá annarri strönd - eftir Stein- unni Jóhannesdóttir, rithöfund og leikritaskáld, er nýkomin út hjá hinni kröftugu Hörpuútgáfu á Akranesi. I bókinni (sem þegar er komin í hóp þeirra söluhæstu) er sögð saga stórbrotinnar konu sem var í hópi brautryðjenda íslenskra kvenna til náms og jafnréttis; konu sem var Briem og Guðjohn- sen og fékk leiftrandi gáfur, list- fengi og glæsileika í heimanmund; konu sem var við nám í Stokk- hóimi um leið og Eiríkur Briem, Jónas Haralz, Benjamín H.J. Ei- ríksson og Halldór H. Jónsson; konu sem varð innlvksa í Stokk- hólmi á stríðsárunum og fluttist aldrei aftur heim heldur bjó eftir það á gestkvæmu heimili með sitt- hvorn fótinn í tvennum menning- arheimum. Þetta er bók um konu sem lauk að segja sögu lífs síns á banabeði og taldi sig þannig hafa komið heim til íslands - að lokum. -Halló, Steinunn? , Já, þetta er Steinunn.“ -Já, komdu sœl ég heiti Stefán Hrafn Hagalín, blaðamaður á AI- þýðublaðinu, og var að velta fyrir mér hvort ég fengi ekki að taka við þig stutt viðtal um bókina sem varað koma út eftir þig; Saga Halldóru Briem? „Bara svona í síma?“ -Jaaá. “ ,Já.“ -Fínt. Segðu mér fyrst, hver var Halldóra Briem ? „Halldóra Briem var fyrsta ís- lenska konan sem fór í nám í ark- ítektúr og stundaði sitt nám í Sví- þjóð.“ -Hvencer fór hún út? „Árið 1935. Hún var útí Stokk- hólmi í hópi íslenskra námsmanna sem síðar fóru heim og tóku hér yftr á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Hall- dóra var þama samtíða Jónasi Har- alz, Eiríki Briem, Benjamín H.J. Ei- ríkssyni, Sigurði Þórarinssyni og fleirum. Hún var semsagt eina ís- lenska konan í háskólanámi þrátt fyrir að fleiri íslenskar konur hafi verið þama í námi á öðmm stigum." -Var mikið bóhemalífáþessu ein- valaliði? ,Jú, jú, svona einsog gengur og gerist. Þetta var ungt og róttækt fólk; verkfræðingar, hagfræðingar, náms- menn á tæknibrautum, skáld, lista- menn og fleiri. Halldóra kemur til dæmis þama til Stokkhólms rétt á eftir Halldóri H. Jónssyni arkitekt." -Stórmennafjöld... „Það er skiljanlegt þar sem þetta var einn af fyrstu stóru hópunum frá íslandi sem fóru út til náms.“ -Kom Halldóra svo heim? „Nei, hún kom aldrei heim. Hall- dóra varð innlyksa í Svíþjóð á stríðs- ámnum. Þá hafði hún ekki alveg lok- ið sínu námi, en var á leiðinni til Is- lands þegar allt lokast vegna her- náms Danmerkur og Noregs. Þá kynntist hún sínum manni.“ -Hver varþað? „Hann hét Jan Ek og var ungur læknastúdent. Síðan varð hann lækn- ir og doktor í læknisfræði. Þegar Halldóra giftist Jan giftist hún inní mjög merka ætt listamanna t Sví- þjóð.“ -Þessa Ek-ætt? ,Já. E og ká. Ættamafnið er tveir stafir og skímamafnið þrír; mjög sér- stakt. Bróðir Jan var til að mynda af- ar merkur leikari, Anders Ek, og svilkona hennar var Birgit Cullberg sem er heimsfrægur dansahöfund- ur.“ -Starfaði Halldóra sem arkítekt? ,Já, hún starfaði sem arkítekt og var mjög góður sem slíkur; vann til verðlauna og ýmissa viðurkenninga á sínu sviði." -Hver eru helstu liúsin sem hún teiknaði? „Hún fékk mesta viðurkenningu fyrir íjölbýlishúsahverfi í Vasterás sem er núna friðað hverfi." -Varð hún ekki ekkja ung? „Hún varð ekkja fimmtug að aldri með fimm böm.“ -Er það rétt að þetta hafi verið mikið heimili hjá þeim hjónum, mik- ill gestagangur; hálfgert félagsheim- ili? ,Já. Sérílagi eftir að hún varð ekkja. Þetta var hennar aðferð til að halda tengslum við tungu sfna og móðurmál; að hafa húsið opið fyrir íslendinga. Á því byrjaði hún mjög snemma og eftir að hún verður ekkja fer hún að leigja þeim húsnæði. Hall- dóra var til dæmis einn af stofnfélög- um Islendingafélagsins í Stokkhólmi og er síðar gerð að heiðursfélaga. Innan félagsins starfaði hún til dauðadags.“ -Hvenœr lést hún? „Hún lést fyrir rétt rúntu ári.“ -Var liún mjög þekkt héma heima? „Hún er þekkt í þessunt hópi sem kom út til náms á sínum tíma og varð st'ðar áhrifafólk hér í þjóðlífmu. Einnig var hún til dærnis fyrsta Ung- frú Klukka. - Heyrðu þú vilt ekki bara fá bæklinginn svo þú getir haft þráð bókarinnar réttan?" -Nei. „Nú...“ -Segðu mér meira frá Halldóru Briem. „Hún var afskaplega heillandi per- sónuleiki alla tíð. Umsvermuð af ís- lendingum og þessu fólki og einsog títt er um Islendinga erlendis vom tengslin við uppmnann æ meira virði. Líftð verður býsna tvfskipt þegar líður á. Fólk saknar sinnar tungu og menningar. Halldóra er eiginlega klofin á milli þessara tveggja landa; milli tveggja heima og tvennskonar menningar - sænskr- ar og íslenskrar. Hún hafði ætíð góð tengsl við menningarlífið í báðum löndum og því einstaka innsýn.“ -Hvenœr kemur þessi hugmynd í kollinn á þér; að skrifa sögu Hall- dóru Briem? „Eg kynntist henni þegar ég tók þátt í því, að búa til litla kvikmynd um hana. Heimildarkvikmynd. Sú mynd heitir Dódó og hefur verið sýnd nokkmm sinnum í íslenska sjónvarpinu." -Var hún kölluð Dódó? „Já, hún var kölluð Dódó.“ -Bjóstu þá úti í Svíþjóð? „Já, ég var búsett úti í Svíþjóð.“ -Þegarþú gerðir myndina? „Já, þegar þessi mynd var gerð. Eða sko - ég gerði ekki myndina. Það var Helgi Felixson sem gerði myndina, en ég tók þátt í þessu og tók viðtalið sem var uppistaðan í þessu handriti. Og þá fann ég það að hún bjó yfir svo rosalega miklu. Hún átti svo ríka sögu. Hún átti svo merka móður, átti svo merka ömmu og svo forvitnilega ætt. Halldóra var mjög ættfróð kona.“ -Hver var móðir hennar? „Móðir hennar var Valgerður Lár- usdóttir sem var einhver allra fyrsta íslenska konan til að stunda alvarlegt söngnám erlendis, en hún fékk berkla snemma og það batt skjótan endi á allan hennar drauma.“ -En hver varfaðir hennar? „Faðir hennar var séra Þorsteinn Briem, prestur og síðar prófastur á Akranesi og um tíma ráðherra." -Stórmerkileg kona atama. ,Já, saga Halldóm tengist svo mikið bæði íslenskri og norrænni menningarsögu finnst mér. Hún hef- ur svo víðtæka þekkingu og tengsl inní þessa heima." -Varstu lengi að skrifa Sögu Hall- dóru Briem? „Já, ég var mjög lengi að vinna þetta.“ -Hvenœr byrjaðirðu að skrifa bók- ina? „Ég byrjaði áður en ég flutti heim til Islands; það var vorið 1990. Þá hóf ég efnissöfnun, tók reiðinnar býsn af viðtölum við hana, fékk of- boðsleg ósköp af efni hjá henni til að hafa með mér heim. Síðan var ég héma á Landsbókasafninu og las miklar heimildir - rnjög víða - til að afla mér þekkingar á þessum tíma. Náttúrlega er það þannig, að helm- ingur hennar ævi er fyrir mína daga, eða svo að segja. Ég þurfti því vita- skuld að kynna mér svo margt sem tilheyrir fyrri tímum í Svíþjóð og hér heima sem ég þekkti kannski ekki. Ég ferðaðist einnig töluvert í hennar fótspor; hún bjó á nokkrum stöðum í Svíþjóð og ég reyndi að komast á sem llesta af þeim stöðum og enn- fremur þar sem hún bjó hér heima. Það gerði ég til að finna pínulítið svona andrúmsloftið í kringum hana og umhverfið sem hún dvaldi í þótt að það sé aldrei hið sama og var á hennar tíma.“ -Þú hefur sökkt þér ofan í verkið. ,Já, ég sööökkkkkttti mér ofan í þetta.“ -Er ekki erýitt að komast frá svonalöguðu? „Jú, ætli ég sé nokkuð komin frá því. Það er fyrst núna sem maður er að jafna sig. Ég lifði mjög náið með henni finnst mér- allan þennan tíma. Ég var svosem að vinna annað verk- efni í leiðinni því ég var að skrifa leikritið mitt Ferðalok líka. Þetta togaðist á um minn huga og ég skrif- aði síðan stanslaust að bókinni í rúmt ár eftir að hafa sankað að mér öllu þessu efni.“ -Nú virðist þetta œtla verða ein af metsölubókunum; hefur selst mjög vel... ,Já.“ -Heldurðu að Halldóru hefði fall- ið það vel í geð; að vera orðin met- söluefni? ,Jaaa, hún hefði kannski verið svolítið feimin við það.“ -Var hún hógvœr kona? ,Já, á margan hátt var hún það og héma..., afskaplega vönduð kona. En ég held samt sem áður að Hall- dóra hafi verið fús til að fara útí þetta vegna þess að með þessum hætti hafi hún komið aftur heim. Bókin verður einskonar heimkoma fyrir hana. Mér fannst sjálfri að ég gæti ekki komið heim frá Svíþjóð án þess að hafa sögu þessarar konu með mér í far- teskinu." rStórbrotið. ,Já. Þetta er stórbrotin saga og hefur verið mikið ævintýri að skrifa hana. En erfitt og krefjandi um leið." -Já, ég get trúað því. „Svo gerðist það, að undir lokin var Halldóra orðin dauðaveik, þann- ig að þetta varð mjög mikið kapp- hlaup við tímann. Við héldum að við hefðum nægan tíma og vildum gefa okkur góðan tíma f verkið, en svo allt í einu var stundaglasið að renna út. Þetta var eifitt starf." -Jamm. Þetta er ágœtt. Takk kœr- legafyrir spjallið. „Takk, sömuleiðis.“ ALÞÝÐUFLOKKURINN Alþýðuflokkurinn: Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - boðar til flokksstjórnarfundar sunnudaginn 11. desember. Fund- urinn verður haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst klukkan 10:00. Dagskrá: 1. Tekjujöfnun og kjarasamningar: Jón Baldvin Hannibalsson. 2. Önnur mál. Að venju erfundurinn opinn öllum flokksmönnum. Ef til at- kvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum: Kjördæmisþing Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi boðar til kjördæm- isþings á ísafirði sunnudaginn 11. desember. Þingið verður haldið í húsnæði Alþýðuflokksins á ísafirði og hefst klukkan 14:00. Dagskrá: 1. Uppstilling á framboðslista vegna komandi Alþingis- kosninga. 2. Önnur mál. Sighvatur Björgvinsson flytur framsögu um stjórnmála- ástandið. Jafnaðarmenn í kjördæminu er hvattir til að fjölmenna á kjördæmisþingið. - Stjórnin. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra: Kjördæmisrád fundar Fundur verður haldinn í kjördæmisráði Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra sunnudaginn 11. desember, kl. 13.00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkalýðsfélagsins Fram, Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Undirbúningur Alþingiskosninga. 2. Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: Borgarfulltrúar í Kaffi Borgarfulltrúar jafnaðarmanna á Reykjavíkurlistanum, þeir Pétur Jónsson og Gunnar Gissurarson, verða gestir í jóla- Kratakaffi miðvikudaginn 14. desember. Að vanda er húsið opnað klukkan 20:30 og á boðstólum verða kökur, kaffi, kakó og aðrar veitingar. Jafnaðarmenn í stjórnum, nefndum og ráðum innan borg- arkerfisins eru sérstaklega hvattirtil að fjölmenna. - Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.