Alþýðublaðið - 20.12.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hverjir eiga rétt á húsaleigubótum? Nú um áramótin taka í gildi lög um húsaleigubætur; hjartansmál jafnaðarmanna á íslandi undanfarin ár. Húsaleigubæturnar eru ætlaðartii að létta undir með þeim sem annað- hvort hafa ekki fjárhagslegt bolntagn til að Ijárfesta í eigin húsnæði eða kjósa það frelsi sem felst í því að stinga sér ekki niður á fastan stað og sökkva sér í skuldasúpuna. Lang- stærsti hluti þessa hóps eru ungar tjölskyldur eða einstaklingar sem eru að reyna að ná fótfestu í lífinu. Eins Pallborðið Aðalheiður Sigursveinsdóttir skrifar og efnahagsástandið í þjóðfélaginu er í dag ættu húsaleigubætumar því að vera eins og himnasending fyrir þennan hóp. En því miður er ekki allt sem sýnist varðandi bótaréttinn. Einungis 29 sveitarfélög hafa samþykkt að greiða út húsaleigubæt- ur en 40 hafnað. Astæðuna segja menn vera óánægju við gölluð lög. I fyrsta lagi telja mörg sveitarfélögin þetta nýja fyrirkomulag vera alltof flókið, þungt í vöfum og kostnaðar- samt, sérstaklega fyrir þau minni. I annan stað vilja þau með höfnun sinni mótmæla afturvirkri skattlagn- ingu bótanna. Þeir sem búa í þessum 40 sveitar- félögum eiga því ekki rétt á bótum og er það mjög miður, en það eru fleiri sem eiga ekki lagalega rétt á húsaleigubótum. I fyrsta lagi eru það þeir sem eru svo ólánsamir að hafa ákveðið að leigja af ríki eða bæ, þeir fá ekkert. Einstaklingar eða pör sem leigja herbergi með aðgang að eld- húsi leigusala fá ekkert, né heldur þeir sem leigja aðeins herbergi eða stúdíó-íbúð. Bætur til þeirra sem fengið hafa féiagslega að- stoð skerðast og þeirra sem njóta vaxtabóta. I ofanálag eru húsa- leigubætumar of tekjutengdar svo með ólíkindum er. Ef tekjur leigjanda húsnæðisins eru hærri en 1,5 milljónir á ári þá fara bæt- urnar að skerðast. Auk þessa verður leigjandinn að vera með lögheimili sitt á staðnum. Þetta hljóta að teljast gallar á gjöf Njarðar. Stórlega er dregið úr hvata fyrir ungt fólk að fjár- festa í eigin húsnæði, þar sem tekjutengingin er það mikil að húsaleigubæturnar munu að öll- um líkindum letja ungt fólk til að afla sér aukinna tekna og draga þar með úr möguleikum þeirra til spamaðar. A þetta verður að sjálfsögðu að li'ta í stærra samhengi, en jað- arskattur á Islandi er orðinn allt of hár hjá stórum hópi fólks. Segja má, að með húsaleigubót- um sé jaðarskattur jafnaður að nokkru leyti á milli þeirra sent eiga húsnæði annars vegar og hinna sem era á leigumarkaðin- um. Lækka mætti jaðarskattinn með því að draga úr tekjuöflun- arhlutverki tekjuskattsins eða með því að fara varlegar í tekju- tenginu bóta. Stór hluti fólks á leigumarkaðin- um er skólafólk sem á litla sem enga möguleika á að kaupa sér eigið hús- næði. Húsaleigubætur eru mjög mik- il hagsbót fyrir námsmenn, meðan á námi stendur. Þær era hins vegar engin lausn á vanda þeirra að námi loknu. Ekki má svo skilja að undirrituð sé á móti húsaleigubótunum en Ijóst má vera að betur má ef duga skal. Þetta er hagsmunamál sem á að nýtast þeim sém virkilega eru þurfandi og til þess að svo verði eiga allir að fá rétt til að njöta þeirra. „Húsaleigubæturnar eru ætlaðar til að létta undir með þeim sem annaðhvort hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að fjárfesta í eigin húsnæði eða kjósa það frelsi sem felst í því að stinga sér ekki niður á fastan stað og sökkva sér í skuldasúpuna. Lang- stærsti hluti þessa hóps eru ungar fjölskyldur eða einstaklingar sem eru að reyna að ná fótfestu í lífinu. Eins og efnahagsástand- ið í þjóðfélaginu er í dag ættu húsaleigubæturnar því að vera eins og himnasending fyrir þennan hóp. En því miður er ekki allt sem sýnist varðandi bótaréttinn.“ Jólakveðja dagsins Ertu á síðasta snúningi með jóla- kortin? Þarftu að senda kort í hvelli útum fjarlægar deildir jarðar? Hér eru nokkrar tillög- ur um innihald: Joyeux Noel Stretan Bozic Fröliliche Weihnachten Merry Christmas Godjul Feliz Navidad Rauballista Joulua Kellemes karácsnyt Prettige kerstdagen Talsverð spenna er með- al alþýðuflokksmanna í Reykjaneskjördæmi vegna prófkjörsins í lok janúar. Formleg kosningabarátta er ekki hafin en mikið er um að vera bakvið tjöldin. Ekki er endanlega ljóst hverjir verða með í slagn- um, en nú hefur Guðfinn- ur Sigurvinsson í Kefla- vík tilkynnt að hann ætli ekki að vera með. Petrína Baldursdóttir þingmaður úr Grindavík andar vænt- anlega léttar, en talið var að Guðfinnur gæti náð einu af efstu sætum með fulltingi Suðurnesjamanna. Af öðram frambjóðendum á þeim slóðunt er það að frétta að Hrafnkeíl Ósk- arsson yfirlæknir á Sjúkra- húsi Suðurnesja hefur til- kynnt þátttöku. Eftir sem áður er mesta spennan í kringum toppsætið, þar sem þau takast á, Rann- veig Guðmundsdóttir og Guðniundur Arni Stef- ánsson.... Skáld og rithöfundar fara nú mikinn enda jóla- bókavertíðin að ná há- marki. Upplestrar og sam- komur tengdar bókum eru óteljandi og lukkast víst flestar einkar vel. A sunnu- daginn var skáldakvöld á Sólon íslandusi, en eitt- hvað fór kynningin á því í handaskolum þannig að einungis tveir vaskir áheyr- endur mættu. Lítil mæting skýrist ennfremur af for- áttuveðri í höfuðstaðnum þetta sunnudagskvöld og þurfti vfst óvenju harðsvír- aða bókmenntaáhugamenn til að hætta sér út í storm- inn. En þessir tveir áheyr- endur fengu ríkulega laun- að fyrir erfiðið; skáldin Sjón og Hallgrímur Helgason settust niður með þeim og lásu fyrir þá við kertaljósið, meðan norðanvindurinn fór ham- föram í Bankastræti. Krútt- legt. •. Sjálfstæðismenn láta um þessar mundir fram- kvæma skoðanakannanir með reglulegu millibili, til að glöggva sig á vígstöð- unni í pólitíkinni. Við heyrum að í splunkunýrri könnun komi meðal annars fram að Þjóðvaki, flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, hafi talsvert fylgi í fimm kjördæmum en sáralítið í þremur. Þjóðvaki mun ekki hafa mikinn hljómgrunn á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Austfjörðum en hefur hinsvegar höggvið umtalsverð skörð í fylgi annarra flokka f Reykjavík, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norður- landi vestra. Fastlega er reiknað með þvf að Sig- urður Pétursson verði frambjóðandi Þjóðvaka á Vestfjörðum og Svanfríð- ur Jónasdóttir á Norður- landi eystra. Þau eiga því verk fyrir höndum - rétt einsog velflestir frambjóð- endur Alþýðuflokksins, ef marka má skoðanakönnun sjálfstæðismanna... Hinumegin Hundurinn þinn hafði bæði tilefni og tækifæri, frú Kamban: Hann hataði köttinn og hafði auk þess fengið tilsögn í meðferð þungavinnuvéia... Eiginmaður þinn var bara, höldum við, á röngum stað á röngum tíma. Fimm á förnum vegi Fylgist þú með handboltanum? Þóra Hallgrímsdóttir, nemi: Nei, voða lítið, en Stjaman verður Is- landsmeistari. Pétur Sveinsson, sundlaugar- vörður: Já, Valur vinnur mótið. Hafþór Árnason, bílstjóri: Nei, lítið, en Stjarnan vinnur mótið. Bryndís Arngrímsdóttir, nemi: Stundum. FH vinnur að sjálfsögðu. Sigrún Steinþórsdóttir, hús- móðir: Já, þegar ég hef tíma. Valur vinnur. Viti menn Ætla má að mennirnir hafi ætlað að ræna peningum af sendlinum frekar en pizzu sem hafði verið pöntuð í húsið. Frétt DV í gær af tveimur mönnum meö hafnaboltakylfur sem réðust á pizzusendil. Hann slapp ómeiddur. Hitt er svo annað mál að sá málfiutningur Svavars sem valt uppúr kjaftinum á honum nú síðast er ekki til þess að greiða fyrir samstarfi okkar við hann eða hans flokk. En við erum stilltir menn og látum sem við höfum ekki heyrt þetta. Páll Pétursson þingmaður Framsóknar um þá fullyrðingu Svavars Gestssonar að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé í burðarliðnum. Morgunpósturinn í gær. Kjarni málsins er sá að Reykvíkingum hefur verið talin trú um að borgin hafi verið vel rekin. Andhverfan er að koma í Ijós. Ellert B. Schram í leiðara DV í gær. En það er Emilíana Torrini sem er hetja þessarar plötu og synd að hún skuli ekki syngja fleiri lög. Þau lög sem hún syngur standa nefnilega mjög afgerandi uppúr. Það er hún sem á eftir að lifa. Hljómsveitin Spoon fær svona að fljóta með uppá grín. Umsögn Ottars Proppé um fyrstu plötu hljómsveitarinnar Spoon. Morgunpóst- urinn í gær. Þessi samsuða þeirra Friðriks og Árna er með ólíkindum leiðinleg lesning og mesta furða að nokkur útgefandi skuli láta sér detta í hug að gefa út fylleríssögur og karlagrobb og það í inn- bundnu formi. Ritdómur Sigríðar Albertsdóttur um bókina Vor í dal, örsögur Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra, skrásettar af Árna Óskarssyni. DV í gær. Stúlkur trúa á ást við fyrstu sýn, piltar trúa á ást við fyrsta tækifæri. Spakmæli dagsins í DV í gær. Ég hef aldrei getað áttað mig á því, afhverju menn harma það að Kristmann Guðmundsson skuli ekki vera metinn til jafns við Halldór Laxness. Mér þyk- ir það álíka fáránlegt bók- menntamat og lofsöngl femínistanna um Guðrúnu frá Lundi. Úr ritdómi Kolbrúnar Bergþórsdóttur um endurminningar Gunnars Dals. Morgunpósturinn í gær. Hverjum finnst sinn fugl fagur en hún er alveg olhoðslega sæt. Það finnst ekki bara mér heldur öllum sem hafa séð hana. Össur Skarphéðinsson um dótturina Birtu. Morgunpósturinn í gær. Rödd Jóhannesar Páls páfa titraði af reiði og hann steytti hnefa þegar hann í ávarpi í gær krafðist þess að bardagar í fyrrum Júgóslavíu yrðu stöðvaðir. Frétt í Morgunpóstinum í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.