Alþýðublaðið - 20.12.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Erlend hringekja Bréf frá Zlatko Dizdarevic, fréttaritara Time í Sarajevó: Þúsund daga einsemd Það er kalt í Sarajevó og hungrið hefur gert vart við sig á nýjan leik. Yfir sumartímann, eftir að hafa not- ið tveggja mánaða opins vegasam- bands við umheiminn, höfðum við það á tilfinningunni, að hlutirnir væru hægt og sígandi að snúast til betri vegar. I sumar höfðum við að minnsta kosti vonina; nú hefur öll von verið jörðuð. Við heyrum fólk segja: „Sarajevó hefur verið yfirgef- in.“ Það er stórmerkilegt hvernig fólk sem segir slíka hluti virðist ekki nokkra hugmynd hafa um hvað raunverulega er að gerast. Heintur- inn fyrir það fyrsta - allavega sá hluti þess sem hefur með ákvarðana- töku að gera - fylgdi aldrei Sarajevó eða Bosníu að málum. Að segja síð- an núna, að við höfum verið yfirgef- in er enn ein svívirðingin í okkar garð. 1. janúar næstkomandi hefur Sarajevó búið við umsátursástand í eitt þúsund daga - þúsund daga ein- semd. Hvernig getur nokkur maður sagt. að það sé fyrst nú sem við höt'- um verið yfirgefm? Einhverjir minnast ef til vill ný- legrar svipmyndar af sjö ára dreng sem skotinn var í andlitið af leyni- skyttu í miðri Sarajevó. Þetta gerðist í þann mund, að hann hljóp framhjá einum brynvagna Sameinuðu þjóð- anna ásamt móður sinni sem hélt í hönd hans. Þar sem drengurinn lá deyjandi á götunni sneri andlit hans niður að malbikinu og alblóðug vinstri höndin teygðist að höfðinu. Drengurinn hét Nermin Diovic. Hann var ekki drepinn öllum að óvörum með broti úr aðvífandi sprengju. Hann var miðaður út af einni leyniskyttu Serba sem beið ró- legur, náði honum í sjónaukamið riffils síns, horfði yfirvegað í andlit drengsins og tók síðan í gikkinn. Sama leyniskytta skaut að þessu ódæðisverki loknu móður Nermins í kviðinn svo hún myndi ekki deyja samstundis heldur horfa á son sinn myrtan áður. Þetta er raunveruleikinn sem fólk- ið í Sarajevó og Bosníu- Herzegó- vínu býr við; landsvæðisins þar sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali, segir að stríð rfki sem háð er í millum „Aðila A og Aðila B“. Sarajevóbúar vildu segja Boutros-Ghali það í síðustu viku, að Nermin Diovic sem miðað- ur var út með riffilssjónauka og skotinn í andlitið var ekki Aðili A á sama hátt og skepnan sem drap hann er ekki Aðili B. Þetta er nákvæm- lega ástæðan fyrir þvf, að Sarajev- óbúar buðu Boutros-Ghali nýlega velkominn í heimsókn til borgarinn- ar með hingaðtil einstæðum kór þar sem saman fóru niðrunarhróp og hvæs. Tvö plaköt mótmæíenda skáru sig útúr hópnum: Annað var gert úr pappaspjaldi - sem ef til vill einhvern tímann hefur verið hluti kassa utanum vörur neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna - og á það var krotað „Ghali Hitler“ á hinu stóð „Ghali er ekki maður“. Fyrra plakatið lýsti ágætlega ríkj- andi stjórnmálaskoðunum ýmissa hér urn slóðir. Nefnilega að hin þungu herstígvél fasismans hafi marserað fylktu liði yfir bök bosn- ískra borgara til að laumast inní Evr- ópu undir vígorðunt og stefnu Hitle- rismans. Síðara plakatið fól í sér ein- staka aðferð Sarajevóbúa til að sýna fyrirlitningu sfna á Sameinuðu þjóð- unum. Boutros-Ghali var sennilega alls óvitandi um að þessi fjögur orð mynda setningu sem er einhver önt- urlegasta svívirðing sem hinir goð- sagnakenndu íþróttaáhugamenn borgarinnar hafa nokkurn tímann srníðað og notað. Á fyrri dýrðardög- um borgarinnar voru hörðustu íþróttaunnendurnir vanir að úthrópa lélega dómara á sama hátt og Bout- ros-Ghali nú: „Dómarinn er ekki maður." Einn af þessum dómurum sagði seinna: „Mér líður hræðilega. Þetta er ekki spurning um karl- mennsku, en þeir hafa sagt að ég sé minna en ekki neitt, algjört núll.“ Þessi dómari skildi greinilega hveij- um klukkan glumdi. Náði Boutros-Ghali þessum skilaboðum Sarajevó? Kannski. Það mat aðalritarans, að óþarfi væri fyrir sig að skipta á svarta kashmír-frakk- anum og skotheldu vesti reyndist hárrétt. Enginn í þessari borg myndi skjóta að Boutros-Ghali vegna þess, að hann er lulltrúi samtaka sent Sarajevóbúar fyrirlíta frekar en hata. Ef þú, lesandi góður, hefðir litið vandlega á andlit stúlknanna sem ýttu plakötum sínum undir nef aðal- ritarans og herfylgdarliðs hans, þá hefðirðu séð að þær voru að hlæja að gestunum. Hörkutólin í Sarajevó sem söngluðu „Dómarinn er ekki maður" eru sama fólkið og mun hjálpa bláhjálmum Sameinuðu þjóðanna að komast á braut einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að herforingjar gæslu- liðs Sameinuðu þjóðanna hjali í sífellu varnaðarorð sín um hversu „erfið og flókin aðgerð" það muni verða. Að yfirgefa vígvöll- inn án þess að hafa hleypt af skoti hefur alltaf verið erfíð og flókin aðgerð. Sem betur fer eru þeir til sem munu áfram heyja þessa orrustu fyrir Sarajevó. Einn af þeim er nágranni minn, Amir. Olíkt Nató sem ekki getur flogið eftir að myrkva tekur eða þegar þokuslæðingur lúrir yfir eða „þegar óvinimir hörfa til skógar“ þá hefur Amir einn og óstuddur malað fimmtán skriðdreka Serba duftinu smærra. Her Bosníu-Herze- góvínu hefur útvegað Amir eftirfarandi: Hálfan ein- kennisbúning, eitt teppi, tólf niðursuðudósir með mat og eitt heiðursmerki. Móðir hans hefur útvegað honum afganginn: Eina skyrtu, tvenn pör af sokkum og eina peysu. Var einhver að tala um Aðila A og Aðila B? Feður í okkar heimshluta, það er að segja karlmennim- ir, eru skyldugir til að vemda sjö ára börn sín. Þetta er álitin vera náttúra- leg ábyrgð. Á þessum slóð- um er sá sem verndar ekki börnin sín þó að hann geti það (þar sent hann hefur yf- ir að ráða eldflaugum og sprengjum og flugvélum til að kalla til aðstoð- ar), ekki álitinn vera maður. Þraut- seigu hörkutólin í Sarajevó sögðu það sem þurfti að segja - hvort sem það var þá, við kappleik eða í sfð- ustu viku - við Boutros-Ghali og Sameinuðu þjóðirnar. Eini munur- inn er sá, að þetta er ekki leikur. Þetta er mannlegur harmleikur; það er langtþvífrá búið að gera upp sak- imar hér og ekki sér fyrir endi þess- arar óhamingju heillar þjóðar. Þang- að til það ntun gerast þá er það margfaldlega þess virði, að lifa af og gæta barnanna. Aðeins þannig er sigur einhvers virði. Það er engin önnur útgönguleið. Time / shh „Einhverjir minnast ef til vill nýlegrar svipmyndar af sjö ára dreng sem skotinn var í andlitið af leyniskyttu í miðri Sarajevó. Þetta gerðist á þann mund að hann hljóp framhjá einum brynvagna Sameinuðu þjóðanna ásamt móður sinni sem hélt í hönd hans. Þar sem drengurinn lá deyjandi ásamt sneri andlit hans niður að malbikinu og alblóðug vinstri hönd hans teygðist að höfðinu. Drengurinn hét Nermin Diovic. Hann var ekki drepinn öllum að óvörum með broti úr aðvífandi sprengju. Hann var miðaður út af einni leyniskyttu Serba sem beið rólegur, náði honum í sjónaukamið riffils síns, horfði í andlit drengsins og tók síðan í gikkinn. Sama leyniskytta skaut að þessu loknu móður Nermins í kviðinn svo hún myndi ekki deyja samstundis heldur horfa á son sinn drepinn áður.“ í skjóli samúðar Hugleysi í tólf ár gegndi Rony Brauman forsetaembætti „Médecins sans Frontiéres," eða „Læknar án landa- mæra," samtökum sem era heims- þekkt fyrir viðleitni sína til að lina verstu þjáningar fólks á átakasvæð- um. Þrátt fyrir það er ný bók eftir hann „Devant le mal,“ eða „And- spænis illskunni,“ sent gefín var út eftir að hann lét af embætti í maí síð- astliðnum, afneitun á hugmynda- fræðinni á bak við slika aðstoð við hrjáða. Eftirfarandi er viðtal sem tekið var við hann f París nýlega: -1 bók þitmi rœdslu harkalega á það sem þú kallar „sjónarspil sam- úðar, “ í Bosníu, Rúanda og Sómal- íu. Hvað er athugavert við samúð að þínu áliti? „Það er í sjálfu sér ekkert að því að hafa samúð með öðram. Við fínnum til samúðar þegar við sjáum börn deyja og fólk í dauðateygjun- um úti í eyðimörkinni eða í rústum þorpa. En þessi samúð er merking- arlaus. Hún er bara einhver tilfinn- ing. Þegar hún verður eina afstaðan gagnvart risavöxnu pólitísku vanda- máli, þá er hún bara viðkvæmni." -Þannig að samúðin byrgir mönn- umsýn? - „Fólk lítur á þriðja heiminn sem viðfang slíkrar samúðar og ótta. Eymd, offjölgunarvandamál, stríð, hungursneyð, allt blandast í einn hrærigraut í hugum okkar - næstum ósjálfrátt. Þannig að þegar hálf milljón manna var drepin í Rúanda, þá tókum við það inn í þessa vægu samúðartilfinningu sem enn einar hörmungarnar sem hafa verið að gerast og rnunu halda áfrarn að eiga sér stað í Afríku. Við sáum ekki að þarna átti sér stað þjóðarmorð.“ -En hvað um Bosníu? „Við ákváðum að hin eilífa nótt ættbálkaerja væri skollin á á Balkan- skaga, að þjóðemistjald aðskildi þetta landssvæði frá Evrópu. Þegar það gerðist, þá varð Bosnia að þriðja heims málefni.“ -Þú varst tregur til að senda „Lcekna án kmdamœra “ inn í Bo- sníu fyrir tveimur árum síðan. Þú sagðir þú að „íhlutun í mannúðar- skyni" vœri leiðfyrir vestrœn stjórn- völd til að komast lijá ákveðnari hemaðaraðgerðum. „Og Bosnía var þróað ríki. Matur og læknisþjónusta var fyrir hendi. Hvert átti að vera hlutverk neyðar- hjálparsamtaka í Bosníu 1992 og í byrjun ársins 1993? Að auglýsa upp samtökin? Að taka þátt í þessu alls- herjar grímuballi? Að sjálfsögðu. Núna er virkileg þörf fyrir neyðar- aðstoð. Önnur ástæða fyrir því að ég var tregur til þátttöku í upphafi voru samskipti mannúðarsamtaka sem voru að störfum í Bosníu, við þá sem stóðu fyrir þjóðernishreinsun- um alræmdu. Þegar við erum í Sarajevó, þá eram við í herkvínni með fórnarlömbunum. Þegar við er- um á landsvæðum þeim sem lúta stjórn Serba, þá erum við að vinna með slátruranum. Mér finnst ekki að mannúðarsamtök geti verið alger- lega hlutlaus." -Finnst þér ennþá að sú ráðstöfun að veita Bosníu neyðaraðstoð, haji verið aðferð til að komast hjá því að aðhqfast eitthvað sem máli skipti? „Eg held að við getum stfgið skrefið til fulls og sagt að neyðarað- stoðin var aðferð til að dulbúa pólit- ískan stuðning við málstað Serba. Hér í Frakklandi líta diplómatar og herinn á Serba sem bandamenn, sem þeir og vora f báðum heimsstyrjöld- unum. Og ég held að Mitterand for- seti sé sannfærður um að eina leiðin til að koma í veg fyrir algera eyði- leggingu á Balkanskaga sé að Serb- ar komi sér upp sterku ríki þar. kannski hefur hann rétt fyrir sér. Mér finnst Mitterand vera mjög ábyrgur maður, en hann sér lramtfð Balkanskagans fyrir sér sem spegil- mynd af fortíð hans og til að fela ætlanir sfnar notaði hann neyðar- hjálparráðstafanir.“ -Hvernig finnast þér Bandaríkin hafa staðið sig? „Engin frammistaða. Að aflétta vopnasölubanninu, sem þeir komu sjálíir á í upphafi, var svo sem ágætt. En þeir gerðu það of seint.“ -Hvað með fjölmiðlana? Hefði það breytt einhverju ef fjölmiðlar hefðu einbeitt sérað fleiri stöðum en Sarajevó, til dœmis Bihac? „Nei, það hefði engu breytt. Ein af stærstu blekkingum samtímans er að halda að ímyndir geti breytt heiminum. En það er misskilningur. Þær geta hrundið af stað samúðar- öldu, en ekki skilningi." -I bókinni heldur þú fast við það að kalla það sem áitti sér stað í Rú- amla þjóðannorð. Það eru nú ekki allir sammála þeirri túlkun þinni. „Það, að nota þetta orð er viður- kenning á því að þjóðarmorð átti sér stað í raun og veru beint fyrir fram- an augun á okkur með okkar sam- þykki. Það eyðileggur bjartsýnisaf- stöðu samtímans um að við vitum Rony Brauman: Taktu eftir því sem sagt er um fólkið á Balkanskagan- um: „Þetta fólk er búið að vera að berjast í margar aldir og halda þvi væntanlega áfram." Við gleymum því að ef undanskilin eru árin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þá hefur aldrei verið lengra tímabil friðar í Evrópu en sem nemur tutt- ugu árum. Og við drápum milljónir manna. Samt lítum við á Balkan- skagann í dag og segjum: „Þetta eru ættbálkaerjur, við skulum senda þeim neyðaraðstoð. Við getum ekki gert neitt meira." allt sem gerist í heiminum og með þá vitneskju og tækniþekkingu okk- ar að vopni, að maður tali nú ekki unt örlæti okkar, getum við bjargað mannslífum og komið í veg fyrir þjáningar.“ -Þú lýsir banvœnni forlagatrú. „Taktu eftir því sem sagt er um fólkið á Balkanskaganum: „Þetta fólk er búið að vera að beijast í margar aldir og halda því væntan- lega áfrant." Við gleymum því að ef undanskilin era árin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þá hefur aldrei verið lengra tímabil friðar í Evrópu en sem nemur tuttugu árum. Og við drápum milljónir manna. Samt lítum við á Balkanskagann í dag og segjutn: „Þetta eru ættbálka- erjur, við skulum senda þeim neyð- araðstoð. Við geturn ekki gert neitt meira.“ -Eftir- að seinni heimsstyrjöldinni lauk, þá átti enginn von á því að slíkar slátraniryrðu látnar viðgang- ast á ný. Nú heldur þú því fram að það sé samt einmitt það sem er að gerast í dag. „Allt er hugsanlegt. Allt er mögu- legt. Nýtt Auschwitz er hugsanlegt framan við sjónvarpsmyndatökuvél- amar og sýnt á besta tíma á CBS og TFl. Og við segjurn: „Ó, en hræði- legt, hvar er fólkið sem sér um neyð- araðstoðina?““ Newsweek/ mám

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.