Alþýðublaðið - 20.12.1994, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 20.12.1994, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Þrjú brot úr Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson. Heilbrigðisþjónustan í Reykjavík: Læknir með hnífasett í vasanum Byggingarlist: Byltingarkennt íbúðarhús Ólafs Thors Árið 1929 lét Ólafur Thors út- gerðarmaður reisa sér íbúðarhús við Garðastræti í Reykjavík og var það mjög nýstárlegt með flatt þak, renni- slétta veggi og glugga sem náðu fyr- ir hom án styrktarsúlu. Ekkert útflúr var á húsinu eins og tfðkast hafði á steinsteypuhúsum í Reykjavík fram til þess tíma og það var ekki sam- hliða um miðjuna. Hér höfðu mikil tíðindi gerst í byggingarsögunni. Fúnksjónalisminn eða fúnkisstefnan var komin til Islands. Sagt hefur verið um fúnksjónalis- mann að hann væri stefna en ekki stíll og táknaði endlok allra stílteg- unda. Hann var fagurfræði hins hag- nýta. Með honum eignaðist iðnvæð- ingin eigin heimspeki og gat varpað fyrir róða eftiröpun á stíltegundum hinna gömlu yfirstétta: aðals, kon- ungs og kirkju. Öllu skrauti var út- rýmt og það talið „bull og rökleysa". Samkvæmt hugmyndafræði fúnk- sjónalismans var talið æskilegt að nálgast viðfangsetni byggingarlistar og skipulags sem vísindagrein og leysa vandamál í anda vélvæðingar. Mikil áhersla var lögð á að skoða og kanna til hvers ætti að nota húsið. Það skyldi vera rökrétt afleiðing af þeirri starfsemi sem fram ætti að fara í því. Þetta leiddi m.a. til þess að far- ið var að skipta íbúðum í svefnálmu og stofuálmu og skilgreina betur en áður til hvers nota ætti hvert her- bergi, t.d. forstofu, setustofu, borð- stofu og svefnherbergi. Fúnksjónalisminn var alþjóðlegur boðberi og þjónn hins nýja tíma og stefndi m.a. að því að bæta húsa- kynni alþýðu. Og ekki aðeins þau heldur allt umhverfi mannsins, þar á meðal húsgögn, heimilistæki og fatnað. Byltingarkennd bygging: „Hús Ólafs Thors við Garðastræti, til hægri á myndinni, var fyrsta fúnkishúsið á land- inu og eitt hið fyrsta á Norðurlöndum. Arkitekt var Sigurður Guðmundsson." Sjúkrahús í höfuðstaðnum hafði verið starfrækt af einkaaðilum með styrk frá Alþingi alveg frá 1863, fyrst á efri hæðinni í Skandinavíu, einu helsta santkomuhúsi bæjarins, en þar munu hafa verið um fjórtán rúm. Fátækt hamlaði þó mörgum frá að leggjast inn á þetta sjúkrahús og algengt var að skurðaðgerðir færu fram við hinar frumstæðustu aðstæð- ur í heimahúsum. Guðrún Borgfjörð segir frá því í endurminningum hvemig Jón Hjaltalín landlæknir skar æxli af stúlku við kertaljós í dimmu súðarherbergi. Hann var í yfirfrakka, ekki vel hreinum, og þvoði sér ekki um hendumar áður en aðgerðin hófst. Ekkert hafði hann meðferðis nema lítið veski sem hann tók upp úr vasa sínum. I því vom þrír hnífar og eitthvað af smáverkfæmm. Hann reyndi hnífana á nögl sinni áð- ur en hann skar. Og ekki fékk hann vatn til að þvo sér að aðgerð lokinni. Auðvitað gróf í sárinu og stúlkan lá í margar vikur en lifði þó af. Bygging sjúkrahúss í Reykjavík var oft til umræðu en Alþingi og bæjarstjóm sýndu málinu lítinn áhuga. Schierbeck, sem skipaður var landlæknir árið 1883, taldi að brýn þörf væri á sjúkrahúsi í Reykjavík með 40 rúmum þar sem að auki væm nokkur herbergi fyrir geðveika menn. Á Alþingi kom þetta mál til umræðu en fellt var að veita nokkum styrk til slíkrar byggingar. Sjúkra- húsfélag Reykjavíkur, einkafyrirtæki undir forystu Jónasar Jónassens, réðst þá í það af eigin rammleik árið 1884 að reisa nýtt sjúkrahús, tvílyfta byggingu við Þingholtsstrœti. Ekki var Schierbeck alls kostar ánægður með þetta framtak, taldi spftalann lít- ið bæta ástandið eins og staðið var að honum. Hann tæki aðeins tólf eða fjórtán sjúklinga þegar búið væri að taka frá herbergi fyrir læknakennsl- una, þar væri engin loftræsting, eng- in skurðstofa, ekki steypibað og ekki ofn til að eyða sóttnæmi eða hreinsa fót dauðra manna. Skólpveitu frá spítalanum væri ennfremur ábóta- vant. Jónas Jónassen brást til vamar fyrir þessa fyrstu spítalabyggingu á landinu en það kom brátt í ljós að hún var of lítil og óhentug eins og landlæknirinn hafði haldið fram. Sjúkrahús Reykjavíkur í Þingholts- stræti 25 var þó eina almenna sjúkra- húsið í bænum þar til Landakotsspít- ali var tekinn í notkun árið 1902. Sem dæmi um aðsóknina má geta þess að fyrstu fjögur árin sem Sjúkrahús Reykjavíkur starfaði lágu þar 116 sjúklingar, þar af vom að- eins 29 Reykvíkingar. Úr öðmm sveitafélögum vom 54 en 33 útlend- ingar, flestir franskir fískimenn. Á þessu tímabili vom aldrei fleiri en níú sjúklingar í senn á sjúkrahúsinu. Árið 1900 Iögðust 76 sjúklingar inn á sjúkrahúsið, þar af átján Reykvík- ingar. Sjúkrahús og skemmtistaður! „Sjúkrahúsið var fram til 1884 á efri hæð- inni í Kirkjustræti 2, sem sést hér til hægri á myndinni, en á neðri hæðinni var samkomuhús og þótti mörgum það skrýtið sambýli." Kaffihúsamenningin heldur innreið sína: Garðveislur á Hressó og rónabæli í Hafnarstræti Kaffthúsin og kaffi- húsalífið vom meginþáttur í bæjarlífinu. Bjöm Bjömsson, konunglegur hirðbakari, opnaði kaffi- stofu og kökuverslun í Austurstræti 16 (síðar Reykjavfkurapótek) árið 1929 og þar vakti mesta athygli sérstök kaffi-, gos- drykkja- og kælivél. Þetta var upphafið að Hressing- arskálanum sem þremur ámm síðar var kominn f Austurstræti 20 þar sem hann var sfðan. Hann varð strax einn fjölsóttasti og vinsælasti veitingastaður bæjarins. í gamla trjágarð- inum að húsabaki vom úti- veitingar á sumrin og á kvöldin dansaði æskulýð- ur Reykjavíkur þar við tóna frá nýjustu danslög- um heimsborganna í skini mislitra ljósapera sem hengdar vom upp í trén. Þetta vom svokölluð „Garden party“. Sumir sögðu að Hressingar- skálinn væri sá staður í Reykjavík sem best þyldi að vera metinn á mælikvarða erlendrar nútímaborgar. Og kaffihúsin spmttu upp enda vom þau hið ákjósanlegasta athvarf fyrir ungt fólk og ógift sem undi illa þrengslunum heima fyrir. Árið 1932 opnuðu t.d. Café Vífill í Austurstræti 10 og þar var m.a. Blái salurinn með útsýni yfir Austurstræti. Café Höfn í Hafnarstræti 8, Café Svanur á homi Grettisgötu og Barónsstfgs og Café og conditori Símberg í Austurstræti 8 (síðar Café Royal). Og konur voru með matsölur fyrir námsmenn og einhleypinga úti um allan bæ. Þar mynduðust lítil matarsamfélög. El- ísabet Sigurðarsdóttir opnaði árið 1930 nýstárlegan matsölustað í Hafnarstræti 4 er hún nefndi Heitt og kalt. Þar var hægt að fá heita tveggja rétta máltíð allan daginn fyrir aðeins eina krónu. Vafasamar veitingakrár og leyni- vínsalar vom líka á hverju strái. I Hafnarstræti 15 var tíar Reykjavíkur. Þar héldu alræmdir drykkjumenn til allan daginn og dmkku svart kaffi og kogara. Þeir vom kallaðir barónar og telja sumir að orðið róni sé stytting úr því, sbr. Hafnarstrætisróni. Geng- ið var inn í Bar Reykjavíkur frá El- lingsenplaninu og þar var rónastaður kreppuáranna. MressingarsKaunn var veitingastaður á heims- mælikvarða: „í gamla trjágarðinum að húsa- baki voru útiveitingar á sumrin og á kvöldin dansaði æskulýður Reykjavíkur þar við tóna frá nýjustu dans- lögum heimsborganna í skini mislitra ljósapera sem hengdar voru upp í trén. Þetta voru svoköll- uð „Garden party“. Sumir sögðu að Hress- ingarskálinn væri sá staður í Reykjavík sem best þyldi að vera met- inn á mælikvarða er- lendrar nútímaborgar.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.