Alþýðublaðið - 25.01.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 25.01.1995, Qupperneq 1
Framboðsraunir Alþýðubandalagsins Erfídleikar og sársauki vid frambod í Reykjavík - segir Steingrímur J. Sigfússon, en telur fréttir Alþýðublaðsins af átökum mnan flokksins í Reykjavík og víðar samtsem áður fjarstæðukenndar. „Ég tel þetta ekki svaravert. Þetta er fréttaflutningur sem er kominn út fyrir þau mörk, ef Iréttaflutning skyldi kalla. Ég sé ekki ástæðu til að taka þátt í þessuni spuna ykkar Al- þýðublaðsmanna og fjarstæðu- kenndum málflutningi af málum Al- þýðubandalagsins," sagði Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður varaformaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Alþýðubluðið í gær. Steingrímur var spurður álits á þeint ummælum Stefaníu Þor- grínisdóttur, sem situr í stjóm Sósí- alistafélags Reykjavíkur, að framboð Ögmundar Jónassonar og Bryn- dísar Hlöðversdóttur væri til að bjóða skiptimynt í ríkisstjóm Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks að loknum kosningum. Sleingrímur var þeirrar skoðunar að fréttir Al- þýðublaðsins af málefnum Alþýðu- bandalagsins, þar sem nafngreindir flokksmenn hafa hver á fætur öðmm lýst ágreiningi og óeiningu innan flokksins, væm gamlar fréttir sem ekki væri mark takandi á. „Það urðu hér sárindi og það er ljóst. Þið hafið greinilega náð í flesta þá nafngreindu einstaklinga sem maður hefur aðallega vitað af í því sambandi. Þetta er ekki ný frétt held- ur sama gamla þriggja, fjögurra, fimm, sex vikna gamla fréttin í raun og vem um það,“ sagði Steingrímur. Og ekki gaf hann mikið fyrir stað- festar fréttir Alþýðublaðsins af il- lindum innan Alþýðubandalagsins á Austurlandi vegna framboðsmála: „Ég spurðist fyrir um það hjá þeim mönnum sem best þekkja til þar hversu stór þessi hópur væri þar sem væri í óánægju. Mér var þá sagt að þetta væm tveir til tjórir einstakling- ar, þar af einn sem hefði verið búinn að ákveða að hverfa yfir til Jóhönnu. Þar er því mikið spunnið úr litlum lopa.“ Siá viðtal við Símsrím .1. Sk’fússoii á baksíðu. Myndir Stefáns frá Möðrudal á Kjarvalsstaði Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum var í gærkvöldi færð höfðingleg gjöf: 14 olíumyndir og 6 vatnslita- myndir eftir meistara Stefán Jónsson frá Möðrudal. Það var Jón Aðalsteinn Stefánsson, sonur Stefáns sem gaf myndirnar, en Egili Eðvarðsson sá um að afhenda þær Guðrúnu Jónsdóttur, formanni menningarmálanefndar Reykjavíkur, fyrir hönd fjölskyldunnar. A-mynd: E.ÓI. Eggert Haukdal Listinn er senn tilbúinn „Þetta framboð kemur innan skamms. Það hefur ekki verið ástæða til að birta framboðið ennþá en nú fer það að koma,“ sagði Egg- ert Haukdal alþingismaður í gær við Alþýðublaðið um sérframboð hans á Suðurlandi. Eggert vildi ekki ræða framboðið nánar að svo stöddu eða upplýsa hverjir munu skipa framboðslistann með honum. Fregnir herma að menn úr öllum sýslum kjördæmisins muni verða á lista Eggerts. Ymsir hafa ver- ið þar nefndir til sögunnar en engin nöfn fengist staðfest. Samkvæmt heintildum Alþýðu- blaðsins er talið líklegt að Eggert fái drjúgan stuðning meðal fyrrum kjós- enda bæði Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks, einkum í sveitunum. Þann- Eggert Haukdal: Nú fer það að koma. ig er nú enginn bóndi í efstu sætum Framsóknar á Suðurlandi, og hefur það aldrei gerst áður eftir að núver- andi kjördæmakerfi var sett á lagg- imar. Jólaskuldir lands- mannahjá VISAum 7 milljarðar Nú fara jólareikningar greiðslukortafyrirtækja að berast viðtakcnduin. Hjá VISA námu kortaviðskipti hér innanlands á jólatímabil- inu, sem telst frá miðjum nóv- ember til jafnlengdar í janú- ar. rúnium sjö inilljörðum króna. Það er bækkun um 375 milljónir frá árinu á undan. Svonefnd ,jólauppsveifla“, sem eru aukin viðskipti miðað við sambærilegt tímabil þar á undan, nam 820 milljónum. Áður hafði gætt snemmbú- innar jólauppsveiflu erlendis upp á hálfan milljarð. Samkvæmt upplýsingum VISA var heildarviðskipta- velta fyrirtækisins 44,2 millj- arðar króna í fyrra og jókst um 1,5 miiljarða frá árinu áð- ur. Þá er Debetkortavelta ekki ineðtalin. Bréfaskriftir Davíðs Oddssonar og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Forsætisráðherra mun skipa seturáðherra Bréf alþýðuflokksmanna byggt á misskilningi, segir forsætisráðherra. „Davíð vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir Tryggvi Harðarson „Mér finnst skipta sköpum hvem forsætisráðherra lætur í málið. Ef hann skipareinhvern úr innsta valda- kjarna Sjálfstæðisflokksins, þá ntun- um við illa una því,“ sagði Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, í samtali við Alþýðublaðið vegna bréfs sem hon- um og öðrum bæjarfulltrúum flokks- ins barst í gær frá Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins sendu Davíð á föstudaginn bréf þar- sem því var mótmælt að Davíð skip- aði seturáðherra til að úrskurða í kærumálum Hafnfirðinga, í kjölfar þess að Rannveig Guðmundsdóttir sagði sig frá málinu. Alþýðuflokks- menn í Hafnarfirði telja að Davíð sé óhæfur til að aðhafast í málinu, þar- sem hann hafi persónulega beitt sér mjög bakvið tjöldin í Hafnarfirði. Aðdragandi málsins er sá að fé- lagsmálaráðuneytinu bárust tvær kærur frá Hafnarfirði. Annarsvegar fóm bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks fram á að rann- sökuð yrðu viðskipti fyrmrn meiri- hluta Alþýðullokks við fyrirtæki Jó- hanns G. Bergþórssonar, Hag- virki-Klett, og hinsvegar báðu al- þýðuflokksmenn um rannsókn sem næði til allra viðskipta Hafnarljarð- arbæjar og fyrirtækja Jóhanns. I síð- amefndu kæmnni felst því meðal annars að rannsökuð verði viðskipti núverandi meirihluta og Jóhanns G. Bergþórssonar. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra sagði sig frá málinu, og þarmeð lenti boltinn hjá forsætis- ráðherra. Það varð síðan tilefni bréfs bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins þar- sem þeir sögðu hann ekkert st'ður óhæfan en Rannveigu til að lara með málið. I svari sínu í gær segir Davíð að bréf alþýðuflokksmanna í Hafnar- firði sé „í grundvallaratriðum á mis- skilningi byggt.“ Ennfremur segir í bréfinu: „Forsætisráðherra ber því að lögum að beita sér fyrir setningu ráð- hetra til að fara með það kæmmál, sem félagsmálaráðherra hefur sagt sig frá af vanhæfisástæðum.“ Tryggvi Harðarson ítrekaði að Davíð og aðrir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins væm vanhæfir til að koma nálægt ntálinu. Hann sagði að al- þýðuflokksmenn í Hafnarfirði myndu hinsvegar ekki setja sig upp á móti því að seturáðherra yrði skipað- ur sem sannanlega ætti engra hags- Tryggvi: Munum illa una því að Davíð skipi einhvern úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. muna að gæta, til dæmis embættis- maður úr dómskerfinu. Alþýðublaðið í dag Jafnaðar- menn þurfa að læra rífast „Fyrst og fremst þurfum við jafn- aðarmenn að læra að vera ósammála og rífast, án þess að hlaupa í fjöl- miðla eða kljúfa flokkinn. Til þess að geta orðið fjöldahreyfing gengur skotgrafahemaðurinn einfaldlega ekki upp. Auðvitað hljótum við að vera ósammála um mörg mál. Við verðum hins vegar að fara hafa vit á því að rífast og skammast fyrir lukt- um dyrum. Ná þannig sameiginlegri niðurstöðu og standa saman út á við sem sterk og öflug heild." Siá ..Annaðhvort er maður krati eða íhald“. viðtal við Gest G. Gestsson á blaðsíðu 5. 77/ hamingju með ritstjóra- starfið! „Við, sem vinnum á öðru litlu blaði, óskum hérmeð Páli til ham- ingju með ritstjórastarfið; og jafn- framt þær veglegu breytingar sem strax urðu á Vikublaðinu hans. Þær breytingar eru svo athyglisverðar að áhugamenn um fjölmiðla ættu ekki að láta Vikublaðið framhjá sér fara. Hinn nýi ritstjóri hefur nefnilega bryddað uppá þeirri nýbreytni birta gamanmál og spaug á útsíðum, - og kalla það fréttir." Siá .Af persómileeum ástœðum“. Einsoe eeneur eftir Hrafn Jökulsson á blaðstðu 2. Vestmannaeyingar selja síld Agóðinn til Súðavíkur Fyrirtæki og einstaklingar í Vestmannaeyjum, með Vest- mannaeyjabæ í broddi fylkingar, hafa staðið að pökkun á mariner- aðri sfld í legi sem seld verður t verslunum Hagkaups á höfuðborg- arsvæðinu á föstudag og laugar- dag. Öll innkoma rennur óskipt til Rauða krossins til styrktar þeint sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna í Súðavík. Hugmyndina að þessu framtaki á Hörður Adolfsson bryti en sfldar- pakkningunum verður dreift í verslanir Hagkaups af félögunt í Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Hver 400 gramma pakkning kostar 267 krónur eða sama og einn pakki af sígarettum. Allt hráefni var gef- ið af fyrirtækjum og einstaklingum í Eyjunt og Vinnslustöðin hf. sá um pökkun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.