Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 3
HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ur fjötrum ofstjórnar Þegar við lítum til framtíðarinnar, er það einkum tvennt sem varpar skugga á. I sjávarplássunum gætir vaxandi uggs um það að óbreytt kvótakerfi loki ungum og framtaks- sömum mönnum aðgengi að grein- inni; og að veiði- heimildir færist sífellt á æ færri hendur. Og í sveitum landsins eru augu bænda smám saman að opnast fyrir þeirri staðreynd að svo- kallaðir „vinir bænda“ hafa hneppt þá í fátæktarfjötra. Þetta er þeim mun dapurlegra sem aðrar greinar at- vinnulífsins þokast hægt en ömgg- lega í fijálsræðisátt, ekki síst fyrir áhrif EES-samningsins, sem tekur til flestra þátta þjóðlífsins - nema land- búnaðar. Hinn 11. febrúar síðastliðinn skrifuðu Gunnar Einarsson og Guð- rún S. Kristjánsdóttir, ábúendur á Daðastöðum, grein í Morgunblaðið, sem var beinskeytt ákæra á hendur bændaforystunni undir heitinu: „Skipulögð fátækt." Ég tek undir með þeim. Þar segir: „Ef við horfum til baka er engin vafi á að við sauð- fjárbændur stæðum betur í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu ráðið skipulagi á sölu. Ef við horfum til framtíðar með innflutning og harðnandi samkeppni í huga, get-' ur það fyrirkomulag sem nú við- gengst alls ekki gengið." Bændur mega gjaman hugsa til þess að Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með stjóm landbúnaðar- mála. Alþýðuflokkurinn er ekki óvinur bænda; en hann er svarinn óvinur þess úrelta kerfis, sem leggur þá í fjötra fátæktarinnar. Um menn sem eiga þvílíka „vini“ og bændur má segja, að þeir þarfnist heldur ekki óvina! Bændur standa nú frammi fyrir því á næstu ámm að þeir þurfa að keppa um hylli neytenda á gmnd- velli gæða og vömverðs. Það geta þeir ekki gert með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak í fjötrum of- stjómar. Þess vegna vill Alþýðu- flokkurinn af- nema núverandi kvótakerfi. í stað framleiðslu- tengdra styrkja komi búsetu- stuðningur, eins konar lágmarks- laun, til að styrkja bændur fremur en búfén- að. (ESB-styrkir) Til greina kemur að tekjur ríkissjóðs í framtíðinni af innflutningstollum verði nýttir til að auðvelda bændum að bregða búa, þeim sem vilja. Audlindirnar eru sameign þjódarinnar Núverandi stjómkerfi fiskveiða þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Það er mér mikið ánægjuefni að stjórnarflokkamir hafa nú náð sam- komulagi um að flytja fmmvarp til breytinga á stjómskipunarlögum þar sem sameign þjóðarinnar á fiski- miðunum er stjómskipulega varin og fest í sessi. En meðan núverandi skömmtun- arkerfi er við lýði er það stærsta rétt- lætismálið að þeir sem fá ókeypis út- hlutan heimildum fyrir óveiddum fiski í sjó, greiði eðlilegt afgjald til eigenda auðlindarinnar. íslensku þjóðarinnar. Þetta er ekki skattlagn- ing á sjávarútveginn því kvótar ganga nú kaupum og sölum á háu verði og hluti þeirra fjármuna gengur út úr greininni. Tekjum af veiði- leyfagjaldi mætti hins vegar ráðstafa innan greinarinnar til þess meðal annars að leysa staðbundinn vanda sem af kvótakerfinu hlýst. íslendingar geta ekki mikið lengur varið það fyrir samvisku sinni að loka augunum fyrir staðreyndum um það að veiddum fiski er hent í sjóinn í stórum stfl. Það verður einfaldlega að gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sjómenn að koma með allan veiddan fisk að landi. Það er skyn- samlegri leið en að hóta mönnum Brimarhólmsvist ef út af ber. Auk þess verðum við að hlú betur að vist- vænum veiðum á grunnslóð og skoða vandlega, hvort ekki sé tíma- Pallborðið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Bændur mega gjarnan hugsa til þess að Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei farið með stjórn landbúnaðar- mála. Alþýðuflokk- urinn er ekki óvinur bænda; en hann er svarinn óvinur þess úrelta kerfis, sem leggur þá í fjötra fátæktarinnar. Um menn sem eiga þvílíka „vini“ og bændur má segja, að þeir þarfnist heldur ekki óvina! bært að vísa öflugum vinnsluskipum af grunnslóðinni. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Speki dagsins Alþingismennimir okkar létu mörg spök orð falla þegar samn- ingurinn um evrópska efnahags- svæðið var til umræðu fyrir 2-3 ár- um. Hvað ætli Steingrími Jóhanni Sigfússvni. tilvonandi formanni Alþýðubandalagsins, finnist um þessi orð sem hann lét útúr sér á Alþingi I. september 1992: „Staðreyndin er sú að í samningnum um evrópskt efnahagssvæði er fátt sjálfgefíð til hagsbóta ís- lenskum sjávarútvegi.“ Við bendum félaga Steingrími að fletta yfir á blaðsíðu 7 í Alþýðu- blaðinu í dag. Þar er viðtal við Sig- hvat Biamason í Vinnslustöðinni í Eyjum. Fyrirsögnin er: EES skapar meiri verð- mæti og fleiri störf. - Framsýnn maður, Steingrímur Jóhann. Ymsum þótti skondið að lesa í aðalfrétt Sunn- lenska fréttablaðsins um dag- inn að hópur alþýðubanda- lagsmanna hefði skorað á Margréti Frímannsdóttur að gefa kost sér til for- mennsku í Alþýðubandalag- inu jregar Olafur Ragnar Grímsson lætur af embætti síðar á árinu. Vitaskuld var þetta fyrst og fremst innlegg í kosningabaráttu Margrétar vegna þingkosninganna, og átti að sýna hve mikils og óskoraðs trausts hún nýtur í sínum flokki. Það er engu logið í þeim efnum, enda Margrét einn af fáum nokk- um veginn óumdeildum þing- mönnum Alþýðubandalags- ins. Það mun hinsvegar ofsagt að stórir hópar alþýðubanda- lagsmanna séu nú að róa að því öllum ámm að Margrét gerist formaður, enda hafa menn um annað að hugsa. Það sagði eiginlega allt sem segja þurfti, að talsmaður ,Jiópsins“ sem vill Margréti sem formann var kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins á Suðurlandi! Annars telja kunnugir að Margrét muni sigla lygnan sjó í kosningun- um enda þyrfti hún að tapa gríðarmiklu fylgi til að vera í einhverri hættu stödd... Talsverða athygli hefur vakið hve forystumenn Sjálfstæðisflokksins em ró- legir yfir hinum nýju stjóm- málasamtökum Eggerts Haukdals. Þannig beitti Dav- íð Oddsson sér ekkert til að fá Eggert ofan af sérfram- boði. Ástæðan er einföld: Davíð tekur ekki nærri sér þótt Þorsteinn Pálsson bíði hnekki í kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar manni í kjördæminu og þarmeð veikist staða Þorsteins til muna. Síðast fékk hann að velja sér ráðherrasæti, enda var Davíð í mun að græða sárin síðan í formannsslagn- um. Nú em hinsvegar fleiri um hituna ef Sjálfstæðis- flokkurinn verður áfram í rík- isstjóm. Vestfirskir sjálfstæð- ismenn, undir forystu Einars K. Guðfinnssonar og Einars Odds Krístjánssonar. munu þannig krefjast ráðherraem- bættis til handa Vestfirðing- um, og þeir em litlir aðdáend- ur Þorsteins... Ekki verður annað sagt en Gunnar Smári EgiLsson riLstjóri Morgunpóstsins hafi húmorinn í lagi. í gær skrifaði hann leiðara í blað sitt, og var fullur heilagrar (og sjálfsagðr- ar) vandlæúngar á launamál- um stjómenda ríkisfyrirtækja. Fyrirsögn leiðarans, „Fá borgað eftir þörfum", virðist hinsvegar hafa verið þráðbein bókmenntaleg vfsun í Gunnar Smára sjálfan. Um daginn vom fréttamenn að grennslast fyrir um afhveiju blaðamenn MorgunpósLsins fengju ekki launin sín greidd. Þá kom Gunnar Smári af fjöllum í viðtölum, og sagði að sjálfur sækti hann sér „laun eftir þörfum". Það þótti mörgum vellukkað fyrirkomulag - en nú er hann að skamma aum- ingja ríkisbubbana fyrir sams- konar kjarasamninga... Hinumegin "Faraide" eftir Gary Larson. i i ~-j i 1 'M it i ii m* „Ég get svarið það uppá tíu fingur, Eggert. Líf mitt tók al- gjörum stakkaskiptum til hins betra þegar Guðni Þorsteins- son búfræðingur kynnti mig fyrir tilraunum dr. Margrétar með Hlaðanlegan búfénað. Þetta er miklu praktískara en gamla draslið - öll dýrin í básum hlið við hlið - hvílík sóun á plássi. Eggert, það er lífsnauðyn fyrir okkur bændur að fylgjast með nútímanum." Fimnn á fÖFnum vegi Um hvað snúast kosningarnar á Suðurlandi? Spurt á Selfossi. Björgvin Rúnarsson, smiður; Ég get ekkert um það sagt. Ég hef takmarkaðan áhuga á pólitík. Kristmundur Sigurðsson, bóndi: Atvinnumálin verða stóra málið. Benedikt Sigurðsson, yfirvél- stjóri í Búrfelli: Atvinnu- og sam- göngumál. ________ák Ágúst Eiríksson, garðyrkju- bóndi; Hvort allt grænmeti verður innflutt eða ekki. Jónína Guðjónsdóttir, hú: móðir: Ég vil ekkert um það segjí Viti menn Myndir þú kæra ef Demi Moore áreitti þig kynferðislega? Samviskuspurning Morgunpóstsins til lesenda sinna í gær. Þorsteinn Pálsson á að fá hvfld sem ráðherra fyrir okkur Sunnlendinga. Regína Thorarensen fréttaritari. Morgunpósturinn í gær. Plöntur muna eftir sjúkdóm- um sem herjað hafa á þær og nota reynsluna til að auka framleiðslu varnarhormóna næst þegar þær verða fyrir árás skaðvaldsins, að sögn bandarískra vísindamanna. Frétt í Mogganum í gær. Rótarhreyfingin 90 ára. Prentviltt fyrirsögn á grein Ólafs Helga Kjartanssonar í Morgunblaðinu í gær. Hvenær gerir Ólafur Ragnar kjarasamning á Neskaupstað? Fyrirsögn i Morgunpóstinum í gær. „Leggðu hart að þér við vinnu, þá verður þú ríkur.“ 68% Kínverja sögðu þessa setningu best lýsandi fyrir lifsviðhorf þeirra í fyrstu neytendakönnuninni sem Gallup framkvæmdi i Kína. Aðeins 4% sögðust fylgja slagorði Maó heitins: „Hugsaðu aldrei um sjátfan þig, leggðu allt þitt í þjónustu við samfélagið." Newsweek í gær. Fíkniefnin fylgja landanum í grunnskólana. Fyrirsögn í DV í gær. Mér finnst nú skörin færast upp í bekkinn þegar einhver sjálfskipuð verkfallsnefnd kennara er farin að ráðskast með að banna starfsemi þá sem fram fer í íþróttasölum vítt og breitt um borgina. Lesendabréf í DV í gær. Veröld ísaks Ný-sjálenskur vísindamaður að nafni Ernest Rutherford (fæddur árið 1871 - dáinn 1937) vann á Cavendish-rannsóknastofnuninni við Cambridge-háskóla í Englandi skömmu fyrir sfðustu aldamót og „ól upp“ slíkan aragrúa af vísinda- snillingum að fádæmi verða að teljast. Tæplega þrítugur að aldri varð Rutherford síðan fyrstur allra til að kljúfa atóm og renndi þar með stoðum undir nýja vísindagrein: kjarneðlisfræði. Rutherford hafði þann háttinn á við vinnu sína, að hann safnaði í kringum sig snjöllum ungntennum með augljósa hæfileika í þessa átt. Vinna þessa hóps leiddi á endanum að tilurð þess, er við þekkjum í dag sent kjamorku og kjarnorkusprengjur. Meðal nemenda Emest Rutherford voru fjórtán vísindamenn sem síðar hlutu Nóbelsverðlaun. Isaac Asimov's Book of Facts

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.