Alþýðublaðið - 24.02.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Idur Frá Þjóðleikhúsi Sama. Leik- stjóri Haukur J. Gunnarsson. í Þjóðleikhúsinu 26. febrúar kl. 20.00 Aðeins þessi eina sýning. Eíic Ericson |og kammerkór hansj Tónleikar í Langholtskirkju 26. febrúar kl. 17.00. til póstmódernisma Norræn höggmyndasýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Hafnarborg. Sýning á verkum þessa þekkta sænska myndlistar- manns I Listasafni Islands. „Þótt hundraö þmsar..." ■K* Samískir listamenn flytja atriði Bí úr sýningunni. Þjóðleikhús- p kjallarinn, 27. feb kl. 20:30. mardagskra Þjóðleíkhúsið, 28. feb. kl. 19:00. Afhending tónlistar- og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Jón Leifs I Sögusinfónían Sinfóníuhljómsveit (slands í Hallgrímskirkju 2. mars kl. 20. Karlinn í tunnunni Eldfjörug trúðasýning Möguleikhúsið, Reykjavík, 27. til 28. feb. Akureyri, 1. til 4. mars. Eins ng tungl ■ fyllingu Nýstárlegur látbragðsleikur Möguleikhúsið, Reykjavík 28. feb. og 1. mars. ísafjörður 2. og 3. mars. 1995 Reykjavík, 23. feb. til 5. mars. Bókmenntir Stóra, litla land: Island séð með augum norrænna frænda okkar. Norræna húsið 27. febrúar kl. 20:30. Ein sögufrægasta búð landsins opin á nýjan leik Ég veit að afi væri ánægður - segir Svanhildur Hauksdóttir, sem nú rekur Verzlun Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka. ,Jú, ég veit að afi væri ánægð- ur að búðin hans skuli nú vera op- in áfram,“ segir Svanhildur Hauksdóttir kaupmaður á Eyrar- bakka. 4. desember síðastliðinn opnaði hún á nýjan leik eina sögufrægustu búð landsins, Verzlun Guðlaugs Pálssonar. Guðlaugur Pálsson var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Hann rak búð á Eyrarbakka frá 1917 og til dauðadags f desember 1993. Þá var Guðlaugur orðinn 97 ára og hafði staðið við búðarborðið í 76 ár. Eftir að Guðlaugur lést var verslunin lokuð um eins árs skeið - eða þangað til sonardóttir hans réðst í að hleypa henni af stokkunum aftur. Sjálf var hún alin upp að miklu leyti af Guðlaugi og hljóp oft í skarð- ið fyrir hann í búðinni. „Eg finn að fólki hér á Eyrarbakka þykir vænt um að búðin skuli nú vera opin á nýjan leik. Margir vilja hafa hana opna, og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Strax eftir að ég hóf reksturinn varð til hópur fastra kúnna. Þeir skila sér, þótt samkeppn- in í verslun sé mjög hörð og margir skreppi í verslunarferðir í Bónus eða stórmarkaðina." Verslunarhúsnæðið er ekki stórt og þessvegna er vitaskuld ekki hægt að bjóða sama vöruúrval og stór- markaðir. „Eg er svona að fikra mig áfram. Plássið er auðvitað lítið en ég hef möguleika á því að stækka við mig.“ Búðin er opin alla daga vikunnar, og Svanhildur segir að það þýði ekk- ert að bjóða fólki uppá annað. „Fólk vill versla þegar það þarf þess. Þetta hefur breyst á síðustu árum. Ég veit að afi hefði gert það sama. Hann fylgdist alltaf mjög vel með breyt- ingum og nýjungum.“ Og það eru ekki bara Eyrbekking- ar sem hafa glaðst við að Verzlun Guðlaugs Pálssonar skuli vera opin á nýjan leik. Svanhildur segir að fólk sem kemur til dvalar í sumarbústöð- um í nágrenninu hafi lagt leið sína í búðina, og lýst ánægju með að geta verslað þar áfram. Verzlun Guðlaugs Pálssonar var líka sögufræg út fyrir landsteinana: útlendum blaðamönn- um þótti í frásögur færandi að hitta bráðernan kaupmann á tíræðisaldri í litlu íslensku þorpi. Og erlendir ferðamenn, sem leið áttu um, sendu oft póstkort í litlu búðina á Eyrar- bakka. Nú er semsagt aftur líf í þessari lillu búð, og þótt plássið sé lítið er úr- valið furðu mikið. En þetta hlýtur að vera mikil vinna? „Já,“ segir Svan- hildur, „þetta er auðvitað mikil vinna, þarsem búðin er opin alla daga vikunnar. Um helgar kemur maðurinn minn oft og rekur mig til þess að taka mér smáfrí." Guðlaugur heitinn Pálsson. Hann rak verslun sína frá 1917 til dauða- dags 1993. Hann var þá einhver elsti kaupmaður sem sögur fara af í heiminum-97 ára. VKfBþCS Svanhildur: Eg finn á fólki hér á Eyrarbakka að því þykir vænt um að búð- in þeirra skuli vera opin á nýjan leik. A-mynd: E.ÓI. Krydd í tilveruna Svona sögur verða ekki til í Reykjavík - segir Sigurður Bogi Sævarsson, sem innan tíðar sendir frá sér gamansögur af Sunnlendingum. „Þetta er eiginlega ekki bók heldur kver. Þetta er samtíningur úr ýmsum áttum af Suðurlandi, og þarna er að finna eitthundrað sögur - gamansögur um karla og kerlingar f héraðinu," segir Sig- urður Bogi Sævarsson á Sel- fossi sem innan tfðar sendir frá sér fyrstu bók sína. Alþýðublaðið ræddi við höfundinn. Ékki er að efa að Sunnlendingar munu taka riti Sigurðar Boga tveim höndum, enda koma margar kunnar og kunnuglegar persónur við sögu. „Sögusviðið er Suðurland," segir Sigurður Bogi, „allar þess byggðir og ból, þótt mest af at- burðunum gerist í lágsveitum Flóans. Þetta em sögur sem margar hafa gengið manna á meðal um lengri eða skemmri tíma. Ymsir karakterar em þann- ig að sögur spinnast um þá og þeir hinir sömu geta þá jafnframt svarað fyrir sig á meinlegan hátt. Þessir menn bjóða uppá að sögur um þá verði til. Neyðarleg atvik geta einnig snúist upp í gaman- sögu þegar til lengri tíma er litið. En allt er þetta þó af sama meiði upp sprottið: að maður er manns gciman. Ég efast jafnframt um að sögur sem þessar geti orðið til í Reykjavík. Þetta er partur af ákveðnum „lókal“-húmor. í fá- menninu skemmtir fólk hvert öðm, rétt einsog gert var til foma á baðstofuloftum. Þetta er rímna- lestur vorra tíma.“ Aðspurður um tildrög þess að hann tókst á hendur samningu ritsins segir Sigurður Bogi: „Þetta datt í mig seinnipartinn í sumar að koma þessu kveri saman. Ég hafði lítið að gera þá og stefndi fyrst í stað á jólabókaflóðið. Síð- an lenti ég á hvolfi í öðmm verk- efnum, og setti þetta í salt og m ■ i Mn... . Sigurður Bogi: Neyðarleg atvik geta snúist upp í gamansögu þeg- ar til lengri tíma er litið! A-mynd: E.ÓI. ákvað að stefna frekar á vorið. Og þótt kverið sé ekki komið út - og enn ekkert hægt að segja til um hvernig viðtökur og sala verða - er ég feginn að hafa hætt við útgáfu fyrir jólin. Það er svo auðvelt að drukkna í jóla- bókaflóðinu einsog öðmm flóðum. Það em kannski að koma út þetta 300 til 400 titlar eftir jafnmarga höf- unda. Og ef einn jólasveinn á Sel- fossi bætist í hóp þess ágæta fólks liggur fyrir að útgáfa hans týnist meðal annarra titla sem vekja meiri athygli. Þessvegna held ég að það sé ekkert ógáfulegra að gefa út kver sem þetta á þessum tíma árs - og jafnvel betra.“ Bókin er prentuð í Prentsmiðju Suðurlands og er vinnsla vel á veg komin, og Sigurður Bogi á von á að hún verði til í marsbyrjun. Söluverð er aðeins þúsund krónur, en höfund- urinn segir að „völdum hópi fólks bjóðist að gerast heiðurskaupendur að kverinu fyrir l .500 krónur. Þeir fá í kaupbæti að vera nefndir á nafn í kverinu, jafnframt því að vera titlað- ir þar Gamansamir Sunnlendingar. Og það er varla mikið að kaupa sér slíkan ágætis titil fyrir 500 krónur!" Þrjár sögur úr sarpi Sigurðar Boga Ég datt ekki á höfuðið Sagan segir aö hinn eitilharði framsóknarmaður, Sigurður Hannesson, bóndi á Villingavatni í Grafningi, hafi dottið hressilega á rassinn fyrir utan Vöruhús KÁ á Selfossi. Þetta á Árni alþingismað- ur Johnsen að hafa horft á og komið Sigurði fljótttil hjálpar. „Þakka þér innilega fyrir hjálp- ina," sagði Sigurður við Árna, þeg- ar hann staulaðist af stað aftur. „Sigurður minn, það er ekkert að þakka," sagði Árni, „þú bara manst eftir mér í næstu kosningum." „Heyrðu Árni, þú sást nú að ég datt á rassinn en ekki höfuðið," sagði Sigurður. „Halldór í reiði hana drap..." Halldór hét bóndi og bjó í Bræðratungu í Stokkseyrarhreppi. Hann var maður nokkuð sérstakur og hafði meðal annars það ráðslag að hafa engan hana í hænsnahóp sínum - og var raunar meinilla við hana almennt. Svo bar við að hani Magnúsar Teitssonar nágranna hans í Brún komst í hænuhóp Halldórs og gerði sér þar „glaðan dag" ef svo má að orði komast. Þetta var sem að ausa olíu á eld og Halldór í Bræðratungu brást hinn versti við og drap hanann óvelkomna. Þetta frétti vinnumaður Magnúsar Teits- sonar og kom inní bæ til hans og sagði tíðindin. Magnús, sem var einn allra besti hagyrðingur sinnar tíðar, sat þá stundina og spændi í sig grjónagraut. Honum var ekki brugðið við tíðindin, leit ekki einu sinni upp frá grautnum en varð að orði: Halldór í reiði hana drap, og hent’onum út úr bœnum. Afþví hann reið í asnaskap, annarra munna hœnum. Ein stelpa undir Eyjafjöllum eða... Kristmann Guðmundsson rit- höfundur, sem um skeið bjó í Hveragerði, þótti einn mesti kvennamaður sinnar tíðar. Óhætt er að segja að hann hafi verið af- kastamikill á þeim vettvangi, enda gekk hann níu sinnum í hjónaband. - Og geri aðrir betur. Kristmann fór einhverju sinni austur undir Eyjafjöll og kom þar á bæ einn. í eldhúsinu þar hitti hann ungan mann sem var dapur mjög í bragði. Og Kristmann spurði um ástæður þessa og því svaraði ungi maðurinn til að kærastan hefði svikið sig. Hann væri að spá í sjálfs- morð, sem auðvitað er afar slæm- ur kostur. „Hversvegna ert þú að vola?" spurði hinn níkvænti Kristmann. „- Veistu ekki að það eru til tveir millj- arðar kvenna í heiminum og svo grætur þú eina stelpu undir Eyja- fjöllum. Það er laglegt." Það voru mild smyrsl sem borin voru á sár hins unga manns í þess- um orðum. Hann sá að fleiri fiskar væru í sjónum en þessi eini sem gengið hafði úr greipum hans. Hann tók gleði sína á ný - þökk sé Kristmanni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.