Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 16

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐK) HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Alþýðuflokkurinn hefur jafnan staðið í ströngu í kosningum í Suðurlandskjördæmi. Sœmundur Guðvinsson spjallaði við MagnÚS rl. MagnÚSSOn, fyrrverandi þingmann og ráðherra, sem skipar heiðurssæti á framboðslista flokksins í kjördæminu Alltafslagur út af landbúnaðinum Magnús: Voöaleg landbúnaöarmafía þar sem Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur róa undir öllum árum. „Ég var fyrst kjörinn á þing árið 1978 og það var í fyrsta sinn sem Al- þýðuflokkurinn hefur fengið þing- mann í Suðurlandskjördæmi. Raunar hefur flokkurinn heldur ekki fengið þar þingmenn eftir að ég hætti til þessa, enda er stefna okkar í land- búnaðarmálum notuð sem grýla á kjósendur,“ sagði Magnús H. Magnússon fyrrverandi þingmaður og ráðherra í viðtali við Alþýöublað- ið. Hann skipar heiðurssætið á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Suður- landskjördæmi. Magnús settist í ráðherrastól um leið og hann kom á þing 1978 þegar Alþýðuflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn mynduðu ríkisstjóm. Magnús var síðan ráðherra fram á árið 1980 en átti sæti á Alþingi fram ár árið 1983. Síðan tók hann sæti sem varaþing- maður við og við allt fram á árið 1987. „I kosningabaráttunni 1978 naut ég frægðarinnar sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjagosinu, ef svo má segja. En það var auðvitað slagur út af landbúnaðinum eins og alltaf er á Suðurlandi. Það má ekki anda á landbúnaðarkerfið án þess að allt verði vitlaust. Gallinn hjá okkur í Al- þýðuflokknum var sá og hefur verið lengi að gerast bara ekki alveg hreinn neytendaflokkur. Blása á þessa vitleysu í landbúnaðinum. Við höfum að vísu gert það en alltof vægilega. Eg var líka í framboði 1963 og á þeim tíma var Gylfi Þ. Gíslason kallaður óvinur landbúnaðarins númer eitt. Við liðum fyrir þetta í sveitunum þótt allir viti það núna að Gylfi hafði rétt fyrir sér.“ En þú hefur greinilega fundið þennan andbyr? ,Já, það gerði ég. Alls staðar upp á landi og meira að segja líka á þétt- býlisstöðum eins og á Selfossi, Hvolsvelli og Hellu. I þessum pláss- um finnst öllum þeir vera í þjónustu landbúnaðarins fyrst og fremst. Þetta er öðruvísi í Vestmannaeyjum, á Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri þar sem sjávarútvegurinn skiptir mestu.“ Þú hefur þá staðið í ströngu við Framsókn? , Já, ég gerði það og við hina líka. En Agúst Þorvaldsson á Brúnastöð- um, þingmaður Framsóknarflokks- ins og Ágúst, faðir Guðna alþingis- manns, sagði mér einu sinni að hann hafi á sínum tíma verið stofnandi Al- þýðuflokksfélags Suðurlands. Annar þekktur framsóknarmaður af Suður- landi, Jörundur Brynjólfsson hóf raunar líka sinn pólitíska feril innan Alþýðuflokksins. En hann söðlaði síðan um. Um það leyti var Jónas frá Hriflu raunar með hugmyndir um að Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn ættu að vinna saman. Mynda stjóm hinna vinnandi stétta. Svo breyttist það allt meira og minna og gliðnaði í sundur. En stjóm hinna vinnandi stétta frá 1934 frá 1937 er að mfnu mati besta stjóm sem verið hefur á landinu. Hún tók við í heim- skreppunni miklu þegar engir pen- ingar vom til og ekkert hægt að selja af afurðum. Stjómin ræðst þá í það að stofna fiskimjölsverksmiðjur í stómm stíl, Rafha í Hafnarfirði og ýmis stórfyrirtæki. Þessi ríkisstjórn byrjaði með tvær hendur tómar en kom miklu áleiðis. Eg hef alltaf litið upp til þeirrar stjómar." Voru sameiginlegir framboðs- fundir flokkanna þegar þú stóðst í baráttunni? ,Já, já. Um allar trissur, alveg austur að Klaustri og þar kom mikið fjölmenni. Þetta hafa verið 15 til 20 fundir í kosningabaráttunni. Á þess- um fundum var tekist á þótt við höf- um ekki verið eins sprækir og þeir á Vestfjörðum." Nú hafa það verið töluverð við- brigði frá bæjarstjórastarfinu að setjast á þing og beint í ráðherra- stól? „Þetta vom auðvitað viðbrigði en það hjálpaði mér mikið að ég hafði fylgst með þingmálum og þingstörf- um í áratugi bæði gegnum fréttir og eins hafði ég lengi fengið öll þing- skjöl. Ég vissi því alveg hvað var um að vera hveiju sinni. Nú ég lenti strax í því að verða ráðherra eins og þú segir. Þetta gekk útaf fyrir sig ágætlega nema við vomm í þeirri stjóm í erfiðleikum með Alþýðu- bandalagið og raunar Framsókn að hluta. Við vomm að berjast í málum sem enduðu síðan með Olafslögun- um, en þá var búið að útþynna þau á alla vega frá því sem við lögðum til.“ Þetta endaði með að þið sprengduð stjórnina? ,Já, það vom mikil læti í þing- flokknum sem aldrei var til friðs. Þar vom Vilmundur Gylfason og Sig- hvatur Björgvinsson fremstir í flokki ásamt einhverjum fleiri. Við unnum stórsigur í kosningunum 1978 þegar við fengum 14 þingmenn en svo heldur minna í kosningunum 1979 eða tfu þingmenn." Þú varst með þung málefni á þinni könnu sem ráðherra? „Ég var heilbrigðis- trygginga- og félagsmálaráðherra og í minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins fékk ég líka samgöngumálin. Það var útaf fyrir sig skemmtilegur málaflokkur. En heilbrigðismálin voru heljarmikið fyrirtæki og smákóngar út um allt eins og er enn.“ Hvernig fmnst þér hafa tekist til í þeim málaflokki í núverandi rík- isstjórn? ,íg var nú stundum ósáttur við sumar spamaðarráðstafanir sem gripið var til. Mér fannst þeir vera að skera niður velferðarríkið þó að maður í aðra röndina skildi að þetta var nauðsynlegt. Ég er alveg sam- mála Sighvati í því að herða að sér- fræðingunum og alveg sammála honum í að breyta lyfjalögunum. Hins vegar var ég ósáttur við ríkis- stjómina þegar þeir vom að fara að skerða grunnlífeyrí þeirra sem hafa einhverjar tekjur. Það fannst mér vera svolítið súrt því til grunnlífeyris var fólk búið að borga í áratugi í hverjum einasta mánuði og taldi sig vera að gulltryggja einhverja ákveðna upphæð sem var raunar allt- af að minnka. Þetta fannst mér afar slæmt. Ég beitti mér gegn þessu og fékk því breytt á þann veg að greiðsl- ur úr lífeyrissjóði vom ekki teknar með sem tekjur. Þetta gerði ég með- al annars sem forsvarsmaður í sam- tökum aldraðra. Tekjutenging upp að vissu marki er skiljanleg þegar lít- ið er úr að spila en þama átti að ganga of langt." Þú hefur verið Alþýðuflokks- maður frá unga aldri? „Alveg frá blautu bamsbeini þó pabbi hafi alltaf verið mikill fram- sóknarmaður. Ég vissi nú aldrei um mömmu en pabbi var mikill Jónasar- rnaður." Hefur pólitíkin breyst mikið gegnum árin? „Að sumu leyti hefur hún gert það. Þetta vom hreinar línur áður. Flokkurinn studdi kauphækkunar- kröfur og studdi allar bætur til lág- launafólks og því um líkt. Nú standa málin aftur á móti þannig að það er spuming hvað atvinnureksturinn og ríkið hafa efni á að gera. Það er orð- ið meira þannig núna. En það hafa allir flokkar leitað inn á miðjuna. Bæði hægri flokkar og vinstri flokk- ar vegna þess að þar er heilmikið af atkvæðum sem slægur er í. En þegar ég var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fékk ég mikið fylgi frá sjálfstæðis- mönnum án þess að ég hefði sam- vinnu við þá, en ég hélt uppi hóf- samri stefnu gagnvart þeim.“ Hvað segir þú um sérstöðu Alþýðuflokksins í ESB- málinu? „Mér finnst alveg sjálfsagt að sækja um aðild og athuga það í samningaviðræðum alveg til fulln- ustu hvaða samningum við getum náð. En ég er alls ekki að segja að við eigum að gerast meðlimir hvernig sem samningarganga. Ég hefeins og Jón Baldvin Hannibalsson tals- verða trú á að okkar sérstaða muni vega þungt til dæmis í sjávarútvegs- máluiTE Sér í lagi eftir að Spánveijar og Portúgalar eru hálfpartinn búnir að lýsa því yfir að þeir muni ekki ásælast okkar fiskimið." Hvernig metur þú' stöðu Al- þýðuflokksins núna? „Fylgið var auðvitað komið niður úr öllu valdi samkvæmt skoðana- könnunum. En núna rýkur flokkur- inn upp í öllum könnunum. Það er gullvægt hvemig málin vom lögð fram á aukaflokksþinginu, bæði ESB-málin og kjaramálin. Það er hárrétt að beijast fyrir krónutölu- hækkun launa en væri alleitt að semja um prósentuhækkun til allra. Að því leytinu til tinnst mér stefnan vera rétt. Suðurlandið hefur hins vegar allt- af verið erfitt eins og ég sagði áður. Það gerir þessi voðalega landbúnað- armafía þar sem bæði Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur róa undir öllum ámm. Hins vegar em Vestmannaeyjar fjölmennasta byggðarlagið og það vigtar þungt og svo Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri auk Selfoss. Það er því sterkur Ieikur að hafa ungan og kraft- mikinn mann úr Vestmannaeyjum í I. sæti núna þar sem er Lúðvík Bergvinsson. En þeir sem muna vita best að ég beitti mér mest fyrir brúnni við Ölfursáósa á sfnum tíma. Ég fékk hana byggða að minnsta kosti fjómm til átta ámm fyrr en til stóð. Þar hjálpaði Matthías Bjama- son ntér. Við vomm saman í vega- nefndinni sem svo var kölluð og vor- urn að raða ákveðnum verkum á þrjú fjögurra ára tímabil. Ég studdi hann í því að flýtt yrði malbikun heimreiða að kaupstöðunum fyrir vestan gegn því að hann styddi mig í að fá brúna inn á fyrsta fjögurra ára tímabilið. Það má kannski segja að þetta hafi verið hrossakaup, en þetta hafði geysimikil áhrif fyrir byggðarlögin á Suðurlandi." Hvað með stjórnarsamstarf að loknum kosningum? „Framsóknarflokkurinn er búinn að útiloka samstarf við Alþýðullokk- inn vegna ESB. Alþýðubandalagið er nú varla hægt að treysta á og ekki yrði það betra í ESB-málinu. Ég held því að eini möguleikinn til að ná ein- hverjum árangri sé sá að vinna áfram með Sjálfstæðisflokknum þó að hann hafí nú verið erfiður á köflum. Ég er til dæmis afskaplega lítið ánægður með Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Hann á eftir að verða okkur erfiður. En ég held að þetta sé eini möguleikinn. Mér líst ekkert á þriggja eða fjögurra flokka stjóm allra annarra en Sjálfstæðis- flokksins, sem er eiginlega eini möguleikinn fyrir utan það ríkis- stjómarmynstur sem er núna sýnist mér.“ Hvaða stjórnmálamenn eru þér minnisstæðastir frá því þú varst á kafi í pólitík? „Það er auðvitað Jón Baldvin. En ef ég á að fara að hugsa um aðra flokka þá held ég að Halldór Ás- grímsson komi fljótlega upp í hug- ann. Ég náði góðu sambandi við hann og marga fleiri. Til dæmis Guðmund G. Þórarinsson sem var líka á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn. Svo hafði ég það nú þannig þeg- ar ég var í stjórnarandstöðu, að þegar ég var með góð mál í huga skaut ég þeim að einhverjum stjómarliða sem tók málið upp í sínum flokki og fékk því framgengt. Þannig fékk ég nokkrum málum þokað áfram. Það skipti mestu að málin næðust fram og sem stjómarandstöðumaður var þetta miklu sterkara en fara sjálfur fram með málin. Stundum kastaðist í kekki milli okkar Sverris Hermannssonar en ekkert sem situr í mér. Ég sé ekki eft- ir þessum ámm þótt þau hafi oft ver- ið erfið og geysimikil vinna. Ég hvet fólk sem hefur eitthvað fram að færa að taka þátt í pólitfk. Þótt ég sé ekki lengur beinn þátttakandi í stjómmál- um fylgist ég vel með á þeim vettvangi. Les blöðin upp til agna og fylgist með fréttum og umræðum í útvarpi og sjónvarpi. Áhugi á pólitík hefur ekki minnkað með árununt," sagði Magnús H. Magnús- son. Magnús H. Magnússon þáverandi samgönguráðherra við brúna yfir Ölfusarárósa þegar hún var fullgerð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.