Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 20

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 20
Helgin 24.-26. febrúar 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Bergsteinn Einarsson, 34 ára iðnrekandi á Selfossi, skipar 7. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Af miklum þrótti og framsýni hefur hann tekið þátt í upp- byggingu umsvifamikils fyrirtækis, Set hf. á Selfossi, sem nú veltir um 300 milljónum á ári og veitir 25 manns atvinnu. Stefán Hrafn Hagalín ræddi við Bergstein í gær um iðnaðinn, íslenskt atvinnulíf, pólitíkina og margt fleira Bergsteinn Einarsson: Alþýðuflokkurinn hefur lengi verið umbótaaðili í ís- lensku þjóðlífi. Flokkurinn er boðberi nýrra hugmynda og raunsærrar framtíðarsýnar. Óvinsældir Alþýðuflokksins hafa sennilegast skapast af varnarviðbrögðum fólks og flokka sem leitast við að halda óbreyttri nú- verandi stöðu og ástandi. Alþýðuflokkurinn er róttækur umbótafiokkur. A-mynd: E.ÓI. Bergsteinn Einarsson, 34 ára iðn- rekandi á Selfossi, skipar 7. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Eiginkona hans er Haf- dís Jóna Kristjánsdótir bankastarfs- maður og eiga þau þrjú börn: Sigríði Eddu fjórtán ára, Brynjar níu ára og Kristján þriggja ár. Bergsteinn er framkvæmdastjóri hjá Set hf. sem sérhæfir sig í framleiðslu röra fyrir fyrirtæki og stofnanir á borð við hita- veitur, vatnsveitur, rafveitur og Póst og síma. Velta Set hf. er nú um 300 milljónir á ári og 25 manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur verið byggt upp af miklum þrótti og útsjónarsemi síðustu ár og er í harðri samkeppni, ekki síst við inn- fluttar vörur. Þrátt fyrir það kvartar Bergsteinn ekki yfir opnun og auknu frjálsræði í alþjóðaviðskiptum og fyr- irtæki hans stefnir ótrautt á erlendan mtirkað. Ut á hvaða markað gerir Set, hverjir eru stærstu viðskiptavin- irnir? „Það má segja að það séu hitaveit- ur, veitustofnanir, vatnsveitur, raf- veitur, Póstur og sími og síðan endur- söluaðilar á lagnavörum. Markhópur- inn er tiltölulega þröngur því við er- um ekki smásalar." Eruð þið með mikla markaðs- hiutdeiid hér á landi? ,Já, við erum til að mynda einir í hitaveiturömnum í dag, en þó í harðri samkeppni við erlenda aðila. Velta fyrirtækisins er nú um 300 milljónir á ári og við emm með 25 rnanns í vinnu. Bróðir minn. Orn Einarsson er hénia framleiðslustjóri þannig að segja má, að þetta sé fjölskyldufyrir- tæki. Það var stofnað árið 1968 af Vestmannaeyingnum föður mínum, Einari Elíassyni og móður okkar, Sigríði Bergsteinsdóttur. Faðir minn er stjórnarformaður og eigandi fyrirtækisins sem býr svo sannarlega að þeim góða gmnni sem hann bjó til. Hann er okkur innan handar við reksturinn." Hafið þið eitthvað verið í útflutn- ingi á framleiðsluvörum ykkar? ,Já, við höfum gert þónokkrar til- raunir. Meðal annars flutt út til Sví- þjóðar dálítið magn og reynt við fjar- læga markaði sömuleiðis. Á sfðasta ári fiuttum við þannig út nokkurt magn til Kamtsjatka. Aðra möguleika höfum við einnig verið með í skoðun; einsog Þýskaland og Eystrasaltslönd- in. Það er svona verið að huga að því máli betur, við höfum tekið þátt í út- boðum þar og sjáum vissa möguleika í stöðunni. Við emm bjartsýnir á framvinduna og ég vonast til að þetta verði vaxandi þáttur í starfsemi fyrir- tækisins í framtíðinni." Tekur ekki langan tíma að vinna svona markaði á erlendri grundu? „Jú. Við höfum verið að gera þetta alveg uppá eigin spýtur og komið á tengslum við erlenda framleiðendur; starfað sem undirverktakar fyrir þá í nokkmm tilfellurri. Við höfum ekkert farið í gegnum Útflutningsráð eða utannkisapparatið." Afliverju ekki? „Ætli það sé ekki vegna þess að fyrirtækið er staðsett utan Elliðaánna. Manni sýnist það vera mat margra að þar endi veröldin." Þið eigið við mikla samkeppni frá erlendum fyrirtækjum að stríða. Hvernig er samkeppnis- staða fyrirtækisins gagnvart inn- flutningi? „Við réðumst í gæðastjórnunar- verkefni og umbótastarf fyrir fjómm eða fimm ámm sem hefur skilað því, að við höfum náð að halda í við er- lenda keppinauta hvað varðar verð og gæði. En hinsvegar em þarna úti gíf- urlega stór og mikil fyrirtæki sem geta Ieikið sér að okkur hvenær og hvemig sem þeim sýnist. Það er vem- legt samráð hjá þessum stórfyrirtækj- um erlendis og markaðsstýring. Frelsið erekki ailtaf sem það sýnist.“ Opnaði EES-samningurinn fyrir möguleika útlendinga til að keppa við íslensk fyrirtæki hér heima? „Ekki hvað okkur snertir. Við höf- um algjörlega staðið á eigin fótum frá árinu 1989 þegar vömgjaldsafnám á innfluttum stálvömm varð staðreynd. Það má segja, að á þeim tímapunkti hafi öll vernd sem við höfðum gagn- vart innflutningi dottið út. Iðnaðurinn yfirhöfuð býr við tollafrelsi á báða vegu. Evrópska efnahagssvæðið breytti litlu fyrir okkur þótt gjörbreyt- ingar hafi orðið í sjávarútvegi með til- komu þess; stóraukinn markaðsað- gangur, tollalækkanir og svo fram- vegis.“ Þú ert harður stuðningsmaður evrópska efnahagssvæðisins, eða hvað? ,Já, tvímælalaust. ÖII opnun og frjálsræði skilar sér. Við horfum í dag uppá einhverjar lægstu tjárfestingar erlendra aðila sem þekkjast í hinum vestræna heimi. Áukinni alþjóða- hyggju fylgir væntanlega aukið tjár- magn að utan - þar á meðal er að finna áhættutjármagn sem vantar til- finnanlega hér á landi. Ennfrentur kemur inní myndina aðgangur að gríðarlegri tækniþekkingu, markaðs- samvinna og auknir möguleikar á framleiðslu og útflutningi í samstarfi við erlenda aðila. Fáar þjóðir í heim- inum þurfa eins rnikið á alþjóðasam- skiptum að halda og eylandið ísland." Nú eru landbúnaður og sjávar- útvegur langstærstu atvinnuveg- irnir í kjördæminu. Hvernig geng- ur iðnfyrirtækjum að fóta sig? „Við eigum ágætis dæmi hér í kjör- dæminu um fyrirtæki sem náð hafa árangri, en vissulega eru erfiðleikar á ákveðnum sviðum; svosem í bygg- ingaiðnaði. Einnig eru ákveðin vandamál hér varðandi markaðsmál. Það em fyrirtæki hér einsog Alpan, Lfmtré og við sent eru umsvifamikil í iðnaði og hefur gengið ágætlega. Hinsvegar eru Suðurlandið gríðarlega auðugt svæði með tilliti til þessara hefðbundnu atvinnuvega og eins orkuvinnslu og nýtingu á jarðefnum. Tækifæri fyrir iðnað sem tengdur er þessum greinum - orkuvinnslu og nýtingu jarðefna - eru afar áhuga- verð. Ræktun er einnig mikilvægur þáttur." Hvað er að segja um þau skilyrði sem iðnaðinum eru sköpuð? „Sá stöðugleiki sem einkennt hefur efnahagslífið á undanfömum árurn hefur gjörbreytt möguleikum iðnað- arins á að spjara sig. Sóknarfæri hafa skapast til útflutnings. Kerfisbreyt- ingar sem átt hafa sér stað - á borð við upptöku virðisaukaskatts sem kemur í veg fyrir tvísköttun, stað- greiðsluskatturinn, afnám aðstöðu- gjalds, breytingar á tekjuskatti og vel - allt kemur þetta framleiðslunni vel og bætir starfsskilyrðin. Alþýðu- flokkurinn á gríðarstóran þátt í vel- gengni við að koma á stöðugleika. Nýgerðir kjarasamningar aðila vinnu- markaðarins hafa einnig bein áhrif. Hvað varðar raungengi þá má vafa- laust þakka erfiðleikum í sjávarútvegi þá hagstæðu raungengisþróun sem orðið hefur. Það eru allavega þrjátíu ár síðan jafn hagstæð skilyrði til út- fiutnings á iðnaðarvörum voru til staðar.“ Hvað segirðu um þá fullyrðingu ýmissa forkólfa iðnaðarins að frjósa muni hjá skrattanum áður en farið verði útí aðgerðir til styrkt- ar útflutningi iðnaðarins í sama mæli og gert er fyrir sjávarútveg- inn? „Fyrirtæki í sjávarútvegi kvarta svosem alveg jafnmikið yfir aðgerð- um til styrktar landbúnaði og segja sjávarútveg og landbúnað alls ekki standa jafnt. Landbúnaðurinn hefur fengið held ég fimm milljarða í ýms- ar útflutningstilraunir. Sjávarútvegur- inn á náttúrlega að njóta opnunar og hins nýfengna frelsis í útflutningi á sjávarafurðum. Þar hafa skapast nán- ast óteljandi tækifæri fyrir smærri fyr- irtækin sem ekki voru áður fyrir hendi. Það var Alþýðuflokkurinn sem langmest beitti sér á því sviði. Tölu- vert hefur verið rætt um sambúð sjáv- arútvegs og iðnaðar með tilliti til gengisskráningarinnar og starfsskil- yrða. Forsvarsmenn iðnaðarins hafa bent á nauðsyn sveiflujöfnunartækja til að hafa tök á gengisskráningunni og það hlýtur að vera hlutverk stjóm- málamannanna að passa uppá slíkt þegar betur árar í sjávarútvegi." I skoðanakönnun sem gerð var um síðustu helgi meðal kjósenda á Suðurlandi kom í ljós, að rúmlega 52% vilja láta á það reyna með að- ildarumsókn, hvaða samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. Hver er þín afstaða í þessu máli? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt, að láta reyna á þetta. Ég get nefnt sem dæmi að við eigum mikið undir sam- vinnu við evrópsk fyrirtæki og kaup- um öll okkar aðföng frá Evrópu þar sem við eigum samskipti við hátt í sextíu fyrirtæki. Við erum partur af þessunt heimshluta." Myndi þá Evrópusambandsað- ild ekki bara enn frekar jafna að- stöðu ykkar gagnvart þessum evr- ópsku fyrirtækjum? ,Já. Við getum litið á hluti einsog framleiðslustaðla og framleiðsluvið- miðanir sem við erum búin að vinna með undanfarin fjögur eða fimm ár. Þessi atriði eru þau sömu og önnur evrópsk fyrirtæki hafa verið að vinna með. Það er greinilegt að iðnaðurinn - framar öðrum framleiðslugreinum hér á landi - tekur mið af því sem er að gerast í Evrópu í þessum efnum.“ Þú ert formaður atvinnu- og ferðamálanefndarinnar á Sclfossi. Hvað eruð þið að bardúsa þar? „Við höfum meðal annars ráðið verkefnisstjóra í atvinnuátak sem styrkt er af Selfossbæ, Byggðastofn- un, verkalýðsfélögunum og Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands. Verkefnis- stjórinn er ráðinn til eins árs, hann hefur starfað við ráðgjöf og verkefni sem eru f gangi innan fyrirtækja á svæðinu og er núna að vinna að verk- efni sem varðar stefnumótun í ferða- iðnaði á Selfossi. Við emm að reyna að samhæfa þessi mál eftir fremsta megni, því þetta er sú atvinnugrein sem ég tel að þurfi mest á því að halda. Suðurland á feykimikla mögu- leika í ferðaiðnaði og til þess að ná ár- angri verður að nýta öll þau atvinnu- tækifæri sem gefast.“ Yfir í málefni Alþýðuflokksins. Hvað varð þess valdandi að þú haslaðir þér völl innan Alþýðu- flokksins? „Það á sér nú sjálfsagt einhverjar ættemislegar skýringar. Annars er það dagljóst að Alþýðuflokkurinn stendur mér sérstaklega nær því hann hefur lengi verið umbótaaðili í ís- lensku efnahagslífi - þjóðlífínu öllu. Flokkurinn er boðberi nýrra hug- mynda og raunsærrar framtíðarsýnar. Allir aðrir stjórnmálaflokkar á Islandi hafa tekið sér langan tíma í að átta sig á gildi þessara hugmynda. Óvinsæld- ir Alþýðuflokksins hafa sennilegast skapast af vamarviðbrögðum fólks og flokka sem leitast við að halda óbreyttri núverandi stöðu og ástandi. Óttinn við breytingar er svo ríkur.“ Er þá sérstaða Alþýðuflokksins fólgin í því, að hann er róttækur umbótaflokkur? „Það er ömggt mál; annarsvegar á markaðssviðinu og hinsvegar í þeirri viðleitni að veija velferðarkertið rót- tækum breytingum með endurskoðun á ákveðnum þáttum þess. Flokkurinn hefur fremstur íslenskra staðið fyrir gagngerri endurskoðun á stöðnuðum keifum. Þetta em atriði sem vegast á í þjóðfélaginu þannig að það þýðir ekki að stökkva eingöngu á annan.“ Um hvað verður kosið 8. aprfl? „Það verður kosið um framtíðarsýn fyrir Island. Ein alvarlegasta stað- reyndin sem við stöndum frammi fyr- ir í dag, er til dæmis sú, að nýsköpun í atvinnulífinu hefur mistekist hrapal- lega. Það hefur verið sóað íjörtíu til fimmtíu milljörðum f misheppnaða atvinnusköpun og það virðist ætla að verða erfitt að bijóta upp þessar hefð- bundnu greinar. Atvinnuleysið er slíkt að ég held að það verði erfiðasta verkefnið til aldamóta, að útvega þessum átta til tíu þúsundum manna vinnu. Það gerist ekki innan hins hefðbundna ramrna atvinnulífsins heldur með sókn á nýjum sviðum; iðnaði. ferðaþjónustu og svo fram- vegjs.“ Á flokkurinn raunhæfa mögu- leika á að vinna þingsæti? . Já, ég held að það sé gott tækifæri núna til þess. Það er ákveðin þreyta f hinum flokkunum og á okkar lista er ungt og ferskt fólk á ferð; fólk með breyttar áherslur f stjómmálum og nýjar hugmyndir. Þetta er góður og samstæður hópur. Mín spá er sú, að við vinnum þetta þingsæti." Meðal starfsmanna fyrirtækisins er Nýsjálendingurinn Gary John Te Mai- haroa sem Bergsteinn mundi ekki hvort hefði kosningarétt. A-mynd:E.ói.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.