Alþýðublaðið - 03.03.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 03.03.1995, Síða 8
MH9UBUBI! Föstudagur 3. mars 1995 36. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna opnuð Þátttaka í rannsóknum ESB I dag verður Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, KER, formlega opnuð í Reykjavík. Henni er ætlað að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við þátttöku í rannsóknar- og tækniþró- unaráætlunum Evrópusambandsins sem Islendingar hafa nú nánast fullan aðgang að. Ennfremur mun KER koma hér á framfæri niðurstöðum úr evrópskum rannsóknum sem henta íslensku atvinnulífi. Vincent Para- jón Collada ráðuneytisstjóri í einu ráðuneyta ESB, sem fer meðal annars með málefni á sviði hagnýtingar rannsókna og tækni innan sambands- ins, verður viðstaddur opnunina. Hann mun fjalla um möguleika ís- lenskra fyrirtækja og stofnana til að nýta niðurstöður úr rannsóknum sem stundaðar hafa verið í Evrópu. Einnig hafa framsögu þeir Sig- hvatur Björgvinsson iðnaðarráð- herra, Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs Islands. Þá verður haldin sýning á þeirri þjónustu sem Kynn- ingarmiðstöð Evrópurannsókna býð- ur fýrirtækjum og þeim sem hafa áhuga á tæknisamstarfi við önnur evr- ópsk fýrirtæki, stofnanir og háskóla. Meðal annars verður hægt að leita að hugsanlegum samstarfsaðilum og möguleikum sem bjóðast innan áætl- ana ESB á sviði rannsókna og tækni- þróunar gegnutn gagnabankann CORDIS. KER errekin af Rannsókn- arráði ríkisins með aðstoð Iðntækni- stofnunar og Rannsóknarþjónustu Háskólans. Opnunarathöfn KER fer ffarn á Hótel Loftleiðum kfukkan 15 í dag og em allir velkomnir. f KÓLÓMBÍUKAFFI Afl)urða ljúffengt hreint Kólonibíukaffi nieð kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði [>ess. Kólombíukaffi var áður í hvítuin uinbúðum. MEÐALBRENNT Einstök klanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. itr lii m m E-BRYGG tscrhlamla Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í liuga. Aðeins grófara, bragðniikið og ilinandi. og Már M V\\N ELL IIOIISI Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur niikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sein einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. GEVALIA -Það er kaííið! Ásgeir Hannes ekki fram með Inga Birni Hef lært mína lexíu „Heldurðu virkilega að ég sé ekki búinn að læra mína lexíu? Eg hef ekki komið nálægt þessu máli og veit ekkert um það,“ sagði Ásgeir Hannes Ei- ríksson fyrrverandi al- þingismaður í spjalli við Alþýðublaðið. Ásgeir Hannes var spurður hvort það væri rétt að hann myndi taka sæti á framboðslista Inga Björns Albertssonar ef af framboði verð- ur. Ásgeir tók því víðs fjarri og sagði Inga Björn ekki hafa rætt við sig. Hins vegar kæmi fram í frétt í DV að Ingi Björn væri að ræða við Njál Harðarson og „fleiri útgöngumenn úr Vikivaka - eða heitir það Þjóðvaki?“ Stærsta sundmót landsins Um næstu helgi - dagana 4. til 5. mars - verður Unglinga- mót KR haldið í Sundhöll Reykjavíkur frá klukkan 09:30 til 13:00 og 15:30 tií 18:00báða dagana. Hér er um að ræða eitt stærsta sundmót landsins fyrir yngri aldursflokka (8 til 17 ára) og koma keppendur hvaðanæva af landinu. Keppendur eru um 420 talsins (ríflega 1.300 skrán- ingar í greinar) og starfsmenn eru tæplega 50. Sautján keppn- islið mæta til leiks: Ármann, Hamar í Hveragerði, HSÞ, ÍBV, Keflavík, KR, Reynir í Sand- gerði, Sundfélag Hafnarfjarðar, Selfoss, Stjaman, UBK, UMFA, UMFN, UMSB, UMSS, USVH og Ægir. Keppt verður í 54 greinum og fimm aldursflokkum: Hnokkar og tát- ur (10 ára og yngri), sveinar og meyjar (11 og 12 ára), drengir og telpur (13 og 14 ára), piltar og stúlkur (15 til 17 ára). Islenskt kvennakóra- mót í júní Fyrirhugað er að halda kóra- mót íslenskra kvennakóra 23. til 25. júní næstkomandi. Að þessu sinni mun Kvennakór Reykjavíkur sjá um mótið sem nú verður haldið í annað sinn. Hið fyrra var í umsjón kvenna- kórsins Lissýar og var í Ydölum í Suður-Þingeyjarsýslu. Kóra- mótinu í júní mun ljúka með stórtónleikum þar sem allir kórarnir munu koma fram og flytja sameiginlega efnisskrá. Kvennakór Reykjavíkur var formlega stofnaður vorið 1993 og er því einungis tæpra tveggja ára. Um 110 konur syngja með kórnum um þessar mundir og einnig eru starfræktir innan hans gospelkór, skemmtikór og kórskóli. Þeir kvennakórar sem áhuga hafa á þátttöku í mótinu í júní eru beðnir um að hafa sam- band við mótshaldara. Spænska borgarastríðið og MIR Heimildakvikmyndin Grenada, Grenada, Gren- ada verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10 næst- komandi sunnudag klukkan 16:00. Kvikmynd þessi, sem fjallar um borgarastríðið á Spáni 1936 til 1939, vargerð árið 1967 undir stjóm hins kunna sovéska kvikmynda- gerðarmanns Roman Karmen. Meðhöfundur hans var Konstantin Sim- onov, þekktur stríðsfréttarit- ari og rithöfundur. Kvikmyndin er hin fyrsta af nokkrum heimilda- myndum sem sýndar verða hjá MIR í marsmánuði; myndum sem allar fjalla um síðari heimsstyrjöldina, að- draganda hennar og endalok. Tilefni sýninganna er vitaskuld 50 ára af- mæli uppgjafar Þjóðverja fyrir hetj- um bandamanna í Evrópu. I apríl og maí verða svo sýndar leiknar kvik- myndir sem sækja efni sitt til styrj- aldaráranna. Aðgangur að kvik- myndasýningum MÍR á sunnudög- um er jafnan ókeypis.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.