Alþýðublaðið - 08.03.1995, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995
MÍYDUBU9ID
20884. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SiguröurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Vinsældir
og valdníðsla
Ný skoðanakönnun Gallup á fylgi flokkanna leiðir margt athyglis-
vert í Ijós. Fylgishrun Þjóðvaka og Kvennaiista heldur áfram en Al-
þýðuflokkurinn er kominn á góða siglingu eftir erfiðan vetur. Alþýðu-
bandalagið hefur nú innan við 15% fylgi sem getur engan veginn ver-
ið í samræmi við væntingar á þeim bæ, ekki síst eftir að óháði söfnuð-
urinn svonefndi gekk til liðs við flokkinn. Þá dalar Framsóknarflokk-
urinn talsvert og er nú fráleitt óskoraður forystuflokkur stjómarand-
stöðunnar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur á hinn bóginn sjaldan
mælst hærra, en hafa ber í huga að flokkurinn fær jafnan meira í könn-
unum en kosningum.
Fylgishmn Þjóðvaka á sér einfaldar skýringar. Almenningur hefur
áttað sig á að þar er um að ræða pólitískar flóttamannabúðir þarsem
tjaldað er til einnar nætur. Þjóðvaki hefur ekkert nýtt fram að færa í
stjómmálaumræðunni en skreytir sig með lánsijöðrum úr ýmsum átt-
um. Olýðræðisleg vinnubrögð og valdamiðstýring örlítillar klíku hafa
þegar vakið illdeilur og sárindi í nokkmm kjördæmum. Þegar mið er
tekið af valdníðslunni sem viðgengst innan Þjóðvaka er erfitt að sjá að
flokkurinn verði samstarfshæfur í ríkisstjóm. Þessvegna færi auðvit-
að best á því að Þjóðvaki lofaði kjósendum ekki því einu að fara ekki
í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum - heldur að fara alls ekki í rík-
isstjóm.
Tími Kvennalistans er liðinn. Það er athyglisvert að hið pólitíska
banamein Kvennalistans er einmitt flokksræði og valdníðsla af því
tagi sem nú þrífst innan Þjóðvaka. Kvennalistinn og Þjóðvaki eiga
líka sameiginlegt að hafa enga stefnu í brýnustu úrlausnarefnum
stjómmálanna. Báðir flokkar hafa aðallega gert út á óánægju kjós-
enda: þeir reyna að elta almenningsálitið fremur en að hugsa um hag
almennings.
Fylgisaukning Alþýðuflokksins á sér einkum rætur í tvennu. Flokk-
urinn hefur náð árangrí á erfíðum tímum síðustu ára og ber nú fram
skýra og vel útfærða stefnu í öllum málaflokkum. I kosningunum í
apríl verður tekist á um stefnu Alþýðuflokksins, sama hvort borið er
niður í Evrópumálum, sjávarútvegi, landbúnaði eða velferðarmálum.
Alþýðuflokkurinn er óumdeilanlega sá flokkur sem allt fmmkvæði
hefur í íslenskum stjómmálum. Flokkurinn mun njóta góðs af því í
baráttu við stefnuleysi og miðjumoð.
„Stærsta
kosningamálið“
Viðtal Alþýðublaðsins í gær við Halldór Hermannsson á fsafirði
vakti mikla athygli. Þar sagði hann meðal annars: „Ég lýsti yfir ein-
dregnum stuðningi við Alþýðuflokkinn og Sighvat Björgvinsson á
fundi sem hér var haldinn. Þetta er eini flokkurinn sem leggur áherslu
á Evrópumálin sem er stærsta kosningamálið. Ég læt ekki kúga mig til
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem neitar því að málið sé á dagskrá.“
Afstaða annarra en Alþýðuflokksins til Evrópumálanna er bæði
ábyrgðarlaus og lítt hugsuð. Formaður Framsóknarflokksins þorir
ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu - af því hann er sann-
færður um að við náum ekki nógu góðum samningi. Það er ekki stórt
hjartað í maddömu Framsókn, og sannarlega ber þessi afstaða ekki
vott um pólitíska dirfsku eða framtíðarsýn. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins heldur því til streitu að málið sé ekki á dagskrá, þótt helm-
ingur kjósenda flokksins vilji sækja um aðild. Alþýðubandalagsmenn
ætla að leiða íslendinga á vit austurlenskrar hagstjómar, þrátt fyrir að
lýðræðisríki Evrópu séu langmikilvægustu viðskiptalönd fslands.
Þjóðvaki talar tungum tveim: I stefnuskrá er aðild að ESB ekki útilok-
uð en í útvarpsþætti á sunnudag sagði Mörður Ámason, 3. maður á
lista flokksins í Reykjavík, að ekki kæmi til greina að sækja um aðild
til að kanna hvernig samningum er unnt að ná.
Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í Evr-
ópumálunum: Flokkurinn vill láta á það reyna með aðildammsókn
hvemig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. ísland á
samleið með Evrópulöndunum: hræðsluáróður í aðra vem í senn hjá-
kátlegur og ábyrgðarlaus.
Eftirþankar Jóhönnu
Vinir mínir framsóknarmenn urðu
fyrstir til að nota slagorðið sem síðan
varð sígilt: Allt er betra en íhaldið.
Ég veit ekki hver er höfundar þessar-
ar ágætu staðhæfingar, en hún kom
fyrst fram um eða uppúr 1930, þegar
Hermann og Eysteinn frændi voru
Einsog gengur
Hrafn
Jökulsson
skrifar
að rísa til metorða undir handarjaðri
Hriflu-Jónasar. Það var í anda
þessa slagorðs sem framsóknarmenn
mynduðu ríkisstjóm með Alþýðu-
flokknum 1934. Sú ríkisstjóm var
kölluð stjórn hinna vinnandi stétta og
verkaskiptingin var í reynd einföld:
Framsókn fékk að byggja héraðs-
skóla og sundlaugar en Alþýðu-
flokkurinn réði að öðm leyti. Þetta
var góð stjóm. Eysteinn sagði mér að
stjóm hinna vinnandi stétta hefði
verið eftirlætisríkisstjórnin hans. Og
sat hann nú í þeim mörgum.
Auðvitað hafa framsóknarmenn
unnið margoft í ríkisstjóm með
Sjálfstæðisflokki. Þessir flokkar hafa
líka í æ ríkari mæli orðið two of a
kitid, munurinn kannski álíka mikill
og á Landsbanka og íslandsbanka.
Af einhveijum ástæðum hefur þetta
tvennt jafnan farið saman: Stöðnun í
íslensku mannlífi og samstjóm
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
En þrátt fyrir margvíslegar hægri-
villur, þá slær nú hjartað alltaf
vinstramegin í maddömu Framsókn.
Sú fróma maddama hefur lengi fóstr-
að með sér þann draum að verða hið
stóra mótvægi við íhaldið, og unir
því aldrei vel að vera meðreiðar-
dama stóra flokksins í ríkisstjóm.
Þessvegna fá framsóknarmenn
stundum forsætisráðherraembætti í
samstjóm með Sjálfstæðisflokki, og
fórna glaðir öllum ráðuneytum sem
máli skipta í staðinn. Þá er þeim líkt
farið og flugunni sem tyllti sér á bak
fílsins og sagði: Hott, hott, hér ræð
ég!
Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokk-
ur mynda stjóm eftir kosningar
(einsog ýmsa sómamenn framsóknar
dreymir um í leyndum síns hjarta) þá
fær Halldór Asgrímsson áreiðan-
lega embætti forsætisráðherra. Og þá
geta framsóknarmenn talið sér trú
um að þeir stjómi landinu. Það væri
nú aldeilis gaman fyrir þá - en aftur-
ámóti efamál að sú ánægja yrði öllu
víðtækari.
Ránsfengurinn
En nú er Jóhanna Sigurðardóttir
búin að stela gamla slagorðinu frá
Framsókn: og það er reyndar ekki
eini ránsfengurinn í þeim kynlega
samsetningi sem kallaður er stefnu-
skrá Þjóðvaka. Jóhanna brá sér sem-
sagt norður til Akureyrar um helg-
ina. Norðangolan í Eyjaftrði hefur
einatt fyllt menn skáldlegri andagift
og eldmóði, og þar datt Jóhanna nið-
\
„Nú er það að vísu svo, að þótt þeir Davíð og Jón Baldvin hafi
skotist til Viðeyjar eina síðdegisstund fyrir fjórum árum og
ákveðið að stjórna landinu í fjögur ár, þá verðskuldar Jóhanna
Sigurðardóttir sannarlega að vera kölluð guðmóðir núverandi
ríkisstjórnar.“
ur á það snjallræði að tilkynna þjóð-
inni að ekki kæmi til greina að
mynda stjóm með Sjálfstæðis-
flokknum. Allt er betra en íhaldið.
Nú er það að vísu svo, að þótt þeir
Davíð og Jón Baldvin haft skotist til
Viðeyjar eina síðdegisstund fyrir
Ijórum ámm og ákveðið að stjóma
landinu í fjögur ár, þá verðskuldar
Jóhanna Sigurðardóttir sannarlega
að vera kölluð guðmóðir núverandi
ríkisstjómar.
Það var nefnilega, einsog ýmsir
muna kannski, ekki eintóm kátína í
þingflokki Alþýðuflokksins yfir því
sem Jón Baldvin var að bardúsa í
Viðey. Þrír þingmenn greiddu at-
kvæði gegn stjómarsamvinnu við
Sjálfstæðisflokkinn. Jóhanna Sig-
urðardóttir var ekki í þeim hópi.
Henni var hinsvegar í lófa lagið að
kæfa stjómina í fæðingu: hún var þá
varaformaður flokksins og hafði
gegnt ráðherraembætti í fjögur ár.
Og hún var búin að kenna alþýðu-
flokksmönnum þá lexíu að þegar
hún stappaði niður fæti, þá var nú
vissara að hlýða.
En Jóhanna hafði einfaldlega ekk-
ert á móti bölvuðu ekkisens íhaldinu
fyrir fjómm ámm. Hinsvegar var al-
kunn staðreynd að henni lynti alls
ekki við Ólaf Ragnar Grímsson og
gat ekki hugsað sér að vinna með
honum í ríkisstjóm.
Man ég okkar fyrri fund...
En hvað gerðist? Var Davíð Odds-
son svona fúll og leiðinlegur við Jó-
hönnu í ríkisstjóminni? Er það að
fenginni reynslu sem hún afneitar
samstarfi við flokk Davíðs?
Öðm nær. Jóhanna Sigurðardóttir
lét til skamms tíma ekkert tækifæri
ónotað að hrósa Davíð og samvinnu-
lipurð sjálfstæðismanna. Hún lofaði
hann Dabba sinn seint og snemma,
og var ævinlega á henni að skilja að
hann væri nú öllu viðræðubetri um
lfftð og tilvemna en hinn skelftlegi
formaður Alþýðuflokksins.
Eitt dæmi. Þegar Jóhanna Sigurð-
ardóttir bauð sig fram til formanns í
Alþýðuflokknum í fyrra lét hún
margvísleg merk ummæli falla í
blaðaviðtölum. Hún sagði ekki bara
að hún ætlaði ekki að kljúfa Alþýðu-
flokkinn þótt hún lyti í duftið. Hún
sagði lfka að hún myndi fráleitt
sprengja stjómina ef hún sigraði Jón
Baldvin í formannskjörinu. Um þetta
sagði hún í viðtali við DV, 7. júní í
fyrra: „Við Davíð Oddsson höfum
átt ágætt samstarf og ég fæ ekki séð
að það þurfi að verða breyting á þótt
ég verði formaður flokksins. Það er
ágætt trúnaðarsamband á milli mín
og Davíðs Oddssonar, sem er afar
mikilvægt hjá forystumönnum
flokka sem em saman í ríkisstjóm."
Óneitanlega hjartnæm ræða.
En áhugamenn um pólitfskt til-
hugalíf hljóta að spytja: Hvað hefur
gerst millum Jóhönnu og Davíðs síð-
an í sumar? Hvað varð um hið
„ágæta samstarf‘? Hver urðu örlög
„trúnaðarsambandsins"? Meðan við
bíðum eftir svömm heilagrar Jó-
hönnu getum við haft yfir vísu
Vatnsenda-Rósu:
Man ég okkar fyrri fitnd
forn þó ástin réni;
nú er eins og hundur hund
hitti á tóugreni.
Dagatal 8. mars
Atburðir dagsins
1700 Tugir fiskibáta fómst í ofviðri
við Islandsstrendur. Alls dmkknuðu
136 menn. 1843 Alþingi endurreist
með tilskipun konungs eftir að hafa
legið niðri í ríflega fjóra áratugi.
1983 Staðfest lög um að Ó, guð vors
lands sé þjóðsöngur Islendinga og
eign íslensku þjóðarinnar. 1989 Kín-
veijar setja herlög í Tíbet í kjölfar of-
sókna þeirra á hendur stuðnings-
mönnum Dalai Lama.
Afmælisbörn dagsins
Páll Ólafsson skáld, 1827. Otto
Hahn þýskur eðlisfræðingur og
Nóbelsverðlaunahafi, 1879. James
Dean bandarískur leikari og ein
helsta goðsögn kynslóðar sinnar,
1931. Lynn Seymour ballettdans-
mær, 1939.
Annálsbrot dagsins
Sama árs um veturinn kom sú fregn
af Vestfjörðum úr Barðastrandar-
sýslu, að tík ein hefði gotið hvolpi,
svörtum eður gráum, með langri rófu
og fullri sjón. Þriggja nátta skyldi
hann sokkið hafa niður í jörðina, sást
ei meir nema holan þar eftir, sem
niður fór.
Húnvetnskur annáll, 1774.
Orð dagsins
Vonin styrkir veikan þrótt,
vonir kvíða hrindir,
vonir hveija vökunótt,
vonaljósin kyndir.
Páll Ólafsson,
afmælisbam dagsins.
Málsháttur dagsins
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin.
Úr Grettis sögu.
Hlutskipti dagsins
En það má segja um Stefán ekki
ósvipað og dr Helgi Péturss hefur
sagt um Þorstein Erlingsson, að það
var ekki hans sök, þótt honurn dapr-
aðist flugið, - það vom íslensk örlög
sem ollu því, eða réttara sagt íslensk
örbirgð.
Halldór Laxness um
Stefán skáld frá Hvítadal.
Lokaorð dagsins
Mér heíur aldrei liðið betur!
Hinstu orð leikarans
Douglas Fairbanks, 1883-1939.
Skák dagsins
Skákmenn dagsins em ekki víðfræg-
ir: Capape og Martin. Þeir tefldu
eigi að síður skemmtilega skák í
Madrid fyrir tveimur ámm. Capape
hefur hvítt og á leik. Riddari hans er
í uppnámi á c3 en hvítur sér enga
ástæðu til að forða honum heldur
hefur tafarlausa og árangursríka
sókn. Liðsafli svarts verður að mestu
leyti áhorfandi að endalokunum og
fær ekkert að gert. Hvað leikur hvít-
ur?
a t> c o e i g n
s fP m n
M i n !
i n 1 i B
$áfí ÍÉ A 'jfc m ÍVtk'l í
. n i HP,- 9R •;V L ' -!
* 91 S5
íA & M Ifg w 1 ii s ö 1 0
b c d e I g h
1. Hxl7! Kxf7 Engu skárra var að
drepa á c3. Þá hefði hvítur leikið
Dg4. 2. Dg4 Rf8 3. Hfl+ Bf6 4.
Hxf6+! Ke7 5. Bxf8+ Kxf6 6.
Dxg6+ Martin gafst upp enda mát
yfirvofandi.