Alþýðublaðið - 24.03.1995, Síða 7

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Síða 7
MARS 1995 FRAMTÍÐIIM B7 ■ Hrafri Jökulsson ritstjóri Alþýdubladsins skipar 2. sæti Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Blaðamenn Alþýðublaðsins, þeir Jakob Bjarnar Grétarsson og Stefán Hrafn Hagalín, settust á ritstjóra sinn og tóku við hann beinskeytt viðtal um blaðið, harkalega kosningabaráttu á Suðurlandi og íslenska sveitamennsku Hrafn Jökulsson og Aníta Jónsdóttir á heimili þeirra, Norðurkoti: „Ja, ég og Aníta, Ijósið í lífi mínu, vorum nú bara í sunnudagsbíltúr á Eyrarbakka þegar við rötuðum á þetta fallega, gamla og einmana hús sem beið eftir nýjum eigendum. Við féllum strax fyrir Norðurkoti og vorum flutt inn örfáum vikum síðar," segir Hrafn. „Ég ræðst á þá flokka sem standa vörð um úreld og ranglát kerfi -segir Hrafn í hápólitísku viðtali. Byrjum á þessu sígilda: ætt og uppruna, skóla- og starfsferli - þannig að það sé skjalfest... „Ég er fæddur í Reykjavík, en er ættaður úr nánast öllum landshom- um; úr Skagafirði, frá Djúpavogi, frá Laugarvatni, úr Rangárþingum. Þannig að ég er samsettur úr.ýmsum sveitum þessa lands. Lengst af bemsku bjó ég hinsvegar í gamla Vesturbænum í Reykjavík, alinn þar upp af hinu viðfelldna hörkutóli, Jó- hönnu Kristjónsdóttur móður minni, ásamt með systkinum mínum, Elísabetu, Iliuga og Kolbrá. Faðir minn á hinn bóginn var Jökull Jak- obsson. Hvað varðar skólagönguna þá sullaðist ég bara í gegnum gmnn- skóla einsog gerist og gengur; Mela- skóla og Hagaskóla. Síðan fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og dvaldi þar í heila tvo mánuði, en gafst semsagt upp vegna hræðilegrar ástarsorgar. Þannig háttaði nefnilega til að stelpan á næsta borði hafði frekar vondan smekk fyrir strákum og var skotin í einhveiju idjóti í Verslunarskólanum. Þar með lauk vem minni í Menntaskólanum í Reykjavík. Svo tók ég reyndar nokkrar annir í Kvennaskólanum.“ Hvað er þetta með ykkur bræð- ur og Guðna rektor þann gegna jafnaðarmann? „Þegar ég kom niðurlútur mjög - fagran haustdag - að tilkynna Guðna Guðmundssyni rektor, þeim valinkunna skólamanni, að ég yrði því miður að segja mig úr skóla af persónulegum ástæðum, sagði hann við mig að við bræður entumst hon- um illa. Sem er mikið rétt því Illugi bróðir hætti í þessum skóla þótt hann entist að vísu mun lengur en ég.“ Ahugamál utan blaðamennsku og pólitíkur? „Þá er ég einkum og sérílagi að sinna konu minni, Anítu Jónsdóttur kennaraháskólanema, og syni mín- um, Þorsteini Mána ellefu ára. Nú eða þá að hlusta á fallega tónlist eða tefla og tala við vini mína.“ Ferill þinn í pólitík er nokkuð tilkomumikill: Alþýðubandalags- félagið Birting, Nýr vettvangur og Alþýðuflokkurinn... ? „Eg segi einsog Ólafur Ragnar Grímsson - en með meiri rökum - að í gegnum minn pólitíska feril er ákveðinn þráður. Ég gekk í Birtingu sem var félag frjálslyndra alþýðu- bandalagsmanna einkum vegna þess að ég hafði áhuga á að taka þátt í að vinna að samfylkingarmálum á vinstri væng. Nýr vettvangur var fyrst og fremst verk birtingarmanna og Alþýðuflokksins í Reykjavík. Eft- ir borgarstjómarkosningamar 1990 hófust galdraofsóknir innan Alþýðu- bandalagsins þar sem átti að grilla þá sem höfðu svikið lit. Þá sá ég að ég átti ekki samleið með þessum flokki sem reyndist vera þegar tilkom upp- fullur af ótrúlegum valdhroka og ein- ræðistilhneigingum. Því miður reyndist Alþýðubandalagið vera - og er enn þótt þar sé margt gott fólk - gamaldags kerfisflokkur. Allt þeirra tal um sameiningu vinstri mann hef- ur reynst vera orðin tóm.“ Þú hefur talsvert látið til þín taka á ritvellinum varðandi land- búnaðarmál. Þú, borgarbarnið sem ólst upp á malbikinu...? „Reyndar er ég nú ekki alveg hreinræktað borgarbam og ekki alinn upp á eintómu malbiki. Ég státa mig löngum af því að hafa verið sjö sum- ur í sveit. Lengst af á ströndum norð- ur í Ámeshreppi þar sem er eitt harð- býlasta hérað á landinu. Þangað fór ég átta vetra og var húskarl hjá Guð- mundi bónda í Stóru-Ávík. Þar kynntist ég af eigin raun, eins og all- ir þeir sem hafa verið eitthvað í sveit, því mannlífi sem þar er. Og það hef- ur að minnsta kosti gert mér kleift að skilja fólk sem býr annars staðar en í Reykjavík og mér finnst alltaf eftir dvöl mína nyrðra að ég sé alltaf að hluta til dulítill Strandamaður í mér.“ En nú ertu búsettur í Norður- koti á Eyrarbakka. Af hverju? ,Ja, ég og Aníta, ljósið í lífi mínu, vomm nú bara í sunnudagsbíltúr á Eyrarbakka þegar við rötuðum á þetta fallega, gamla og einmana hús sem beið eftir nýjum eigendum. Við féllum strax fyrir Norðurkoti og vor- um flutt inn örfáum vikum síðar." Þú gengur til liðs við Alþýðu- flokkinn á svipuðum tíma og Óssur Skarphéðinsson. Þið eruð miklir vinir. Hann verður þriðji maður í Reykjavík umhverfisráðherra og þú ritstjóri Alþýðublaðsins og nú annar maður hér í kjördæminu. Eruð þið í einhverjum hugleiðing- um um að yfirtaka Alþýðuflokk- inn? „Við Össur emm miklir vinir og frændur af Fremra-Háls- ættinni. Við gengum ekki í Alþýðuflokkinn til að taka þann flokk yfir. Þó að við séum báðir passlega ánægðir með okkur þá held ég að það hafi aldrei hvarflað að okkur að við gætum það. Ég gekk í Alþýðuflokkinn vegna þess að ég fann þar samhljóm með mínum áhugamálum í pólitík og vegna þess að mér fannst þetta að mörgu leyti skemmtilega djarfur og kjaftfor flokkur.“ Nú þarf ekki það fletta lengi í blöðum á Landsbókasafninu til að sjá að þú sjálfur hefur verið mjög gagnrýninn á þann flokk sem þú nú ert í framboði fyrir og jafnvel á blaðið þar sem þú nú situr í rit- stjórastóli? „Sem betur fer er það nú svo að Alþýðuflokkurinn rúmar fleiri en eina skoðun og í Alþýðuflokknum fara fram mjög heilbrigð skoðana- skipti. Gagnrýni þar er ekki tekið þannig að menn séu bannfærðir. Inn- an allra flokka á að vera haldið uppi heilbrigðri gagnrýni og aðhaldi á flokksforystuna. Eg lít svo á, að í rit- stjórastóli Alþýðublaðsins geti ég - eftir því sem mín dómgreind leyfir - reynt að veita aðhald og verið með í að leggja á ráðin. Ég á gott samstarf við forystumenn flokksins og reynd- ar miklu fleiri. Þeir hinsvegar mega eiga það þeir reyna ekki að hafa áhrif á ritstjómarstefnu þessa blaðs.“ I staðinn fyrir að standa fyrir ut- an eins og hrópandi í eyðimörkinni á köflum, ertu þá nú kominn inn og farinn að bylta kerfinu innan- frá? „Ég veit ekki hvort ég á að taka undir svo stór orð. Aðalástæðan fyrir því að ég tók við þessu blaði var sú að ég sá í því möguleika til þess að gefa út gott, metnaðarfullt blað. Al- þýðublaðið hefur oft verið með ákveðna komplexa og minnimáttar- kennd af því að það er ekki eins feitt og Morgiinblaðið eða jafn útbreitt og DV. En það er lífsnauðsynlegt fyrir lítið blað að hafa metnað. Miklu nauðsynlegra en fyrir stórt blað.“ Eiga ritstjórar eitthvert erindi á þing og/eða eru einhver fordæmi þess í íslenskum stjórnmálum? „Tja, ég veit um nokkra ritstjóra sem eiga ekkert erindi á þing og rit- stjóraembættið - eða það starf út af fyrir sig - er engin ávísun á það að menn eigi erindi á þing - auðvitað ekki. En það að vinna daglega við að skrifa um pólitík, um fréttir, um það sem er að gerast, það gerir maður ekki nema maður hafi mikinn og brennandi áhuga á þjóðmálum. Það fer síðan oft saman við stjómmála- þátttöku. Ég geng hins vegar ekki með þingmann í maganum, svo mik- ið er víst. Ég er í þessari baráttu fyrst og fremst til að koma Lúðvík Berg- vinssyni að, enda fór ég í þennan slag vegna þess að ég hef mjög mikla trú á að hann hafi hæfileika til að verða góður og atorkusamur starfs- maður fólksins á Suðurlandi. Við höfum illu heilli ekki átt þingmann á Suðurlandi síðan Magnús H. Magn- ússon hætti. Það eru gömlu kerfis- flokkamir sem skipta þessum þing- sætum á milli sín. Síðast fór Árni Gunnarsson fram og munaði 37 at- kvæðum á að hann kæmist inn. Okk- ar verkefni er að koma Lúðvík á þing og ég hygg að það verði hægt vegna þess að ég finn mikinn meðbyr, sér- staklega frá unga fólkinu í þessu kjördæmi sem vill sjá breytingar og er ekki yfir sig hrifið af gamla settinu sem þama situr á fleti fyrir." Eru það ekki talsverð völd ver- andi í framboði jafnframt því að vera ritstjóri á Alþýðublaðinu; blaði sem Vilmundur Gylfason sagði stórveldi innan flokksins? „Ég hef aldrei velt því fyrir mér hvort Alþýðublaðið sé mikil valda- stofnun innan flokksins. En auðvitað er tekið eftir því hvað stendur í Al- þýðublaðinu. Ég er ekki í valdapóli- tík í flokknum heldur fyrst og fremst, ásamt samstarfsmönnum mínum, að vinna að því að gera gott blað." Já, er tekið eftir því sem skrifað er í Alþýðublaðið eins lítið og það nú er? „Það er nú svo með Alþýðublaðið að það smýgur ótrúlega víða. Og ég minni á kjörorð okkar jafnaðar- manna: Smátt er fagurt." Nú hefur því verið haldið fram að Alþýðublaðið sé flokksblað og þar með ómarktækt. Á meðan halda hinir svokölluðu frjálsu fjöl- miðlar stöðugt á lofti þeirri full- yrðingu að þeir séu óháðir? „Ég gef ekki mikið fyrir yfirlýs- ingar um hina ftjálsu fjölmiðla. Sú skilgreining er yfirleitt notuð um þá Ijölmiðla sem stjómmálaflokkareiga ekkert í. En stjómmálaflokkar em ekki einu valdafyrirbærin í þjóðfé- laginu. Það era miklu meiri völd samankomin hjá umsvifamiklum peningamönnum. Af hverju eru pen- ingamenn alltaf að reyna að kaupa sig inn í fjölmiðla? Ekki vegna þess að þeir hafi svona gaman af blaðaút- gáfu eða þá langi að eiga sjónvarps- stöð til að geta horft á einhvetjar bandarískar myndir þar heldur af því að þar era völd. Það er enginn íjöl- miðill óháður. Það er bara bull. Þeir era allir háðir einhverjum hagsmun- um. Alþýðublaðið kemur alveg hreint til dyranna. Alþýðuflokkurinn á Alþýðublaðið. Alþýðublaðið túlkar sjónarmið jafnaðarstefnunnar. Al- þýðublaðið áskilur sér iíka rétl til þess að segja Alþýðuflokksmönnum það sem því býr í brjósti. Samanber: Vinur er sá er til vamms segir.“ Það gcngur á með föstum skot- um í kosningabaráttunni á Suður- landi aldrei þessu vant. Einkum ert þú harðskeyttur í greinum þar sem þú ræðst að offorsi - liggur okkur við að segja - á mótfram- bjóðendur? „Ég er ekki að ráðast á þetta fólk. Ég er að ráðast á það sem þetta fólk stendur fyrir. Og þetta fólk, sem er samankomið í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki sem eru nú bara tvær hliðar á sama peningi, er því miður fulltrúar fyrir kerfisflokkana í íslenskri pólitík. Ég ræðst á þá flokka sem standa vörð um úreld og ranglát kerfi, annars vegar í landbúnaði og hins vegar í sjávarútvegi, sem er að mergsjúga þessa atvinnuvegi báða. Þetta eru nátttröll í íslenskri pólitík eins og við höfum séð í afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Með illu skal illt út reka eins og þar stendur." Hrafn? Um hvað er kosið? „Það er kosið um framtíðina. Það er kosið um það hvort áfram eigi að ríkja stöðnu í undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar. Hvort þessi úreltu kerfi eiga áfram að vera við lýði og halda áfram að grafa undan lífsaf- komu fólks. Það er kosið um framtíð unga fólksins. Við verðum að bylta þessum kerfum og opna fordóma- lausa umræðu um Evrópumálin sem aðrir frambjóðendur á Suðurlandi þora því miður ekki að ræða um.“ Afhverju stefnið þið alþýðu- flokksmenn á Suðurlandi svo mjög á mið unga fólksins? „Unga fólkið er, og það hef ég ber- lega fundið, mjög móttækilegt fyrir málflutningi okkar í Evrópumálum. Reyndar er það svo að það hafa tvær kannanir staðfest að helmingur kjós- enda á Suðurlandi hlynntur því að ís- land sæki um aðild að Evrópusam- bandinu." Og hvað með það? „Það sýnir að kjósendur hafa vit fyrir þingmönnunum sem reyna að láta ekki sem málið sé ekki til. Evr- ópusambandsaðildin snýst fyrst og fremst um hvaða tækifæri ungt fólk mun hafa í heimi 21. aldarinnar. Það er ekki sjálfgefið að ísland sé eitt af tíu ríkustu löndum í heimi eins og okkar kynslóð ólst upp við. Það er ekkert sem segir okkur að við getum ekki hrapað niður í sæti númer 50 eða 70. Það er þangað sem gömlu kerfisflokkamir eru að leiða okkur burt frá lífskjörum sem hefur tekið okkur áratugi að byggja upp.“ Svona í lokin...: Hvernig er draumastjórnin skipuð? „Góð ríkisstjóm. Hún er að sjálf- sögðu sú þar sem málefni jafnaðar- manna skipa öndvegi. Við verðum að taka veralega á í atvinnumálunum og ekki síður menntamálunum. Ég veit um nokkur góð ráherraefni sem ég vil sjá í næstu ríkisstjóm eða í framtíðinni. En mér fyndist tilvalið að stofna ráðherraembætti við Þjóð- minjasafnið og^ þar mætti Guðni stórvinur minn Ágústsson dunda sér allan liðlangan daginn í pólitískum fomleifauppgreftri án þess að það skaðaði þjóðarhagsmuni." Kristleifur Gudmundsson 25 ára, Vestmannaeyjum Það er kominn tími til að hleypa ungu fólki með hugsjón á þing, losna við gömlu vagnhestahugsjón- ina. Magnús Kristleifur Magnússon 18 ára, Vestmannaeyjum Ég kýs Alþýðuflokkinn vegna þess að ég vil Eyja- mann á þing. Herbert Viðarsson iðnnemi, Selfossi Afþví mamma er krati. Berglind Jóhannsdóttir 22 ára, Vestmannaeyjum Nýtt og ferskt blóð á þing, inn með Lúlla. „Ég veit um nokkra ritstjóra sem eiga ekkert erindi á þing og ritstjóraembættið - eöa þaö starf út af fyrir sig - er engin ávísun á það að menn eigi erindi á þing - auðvitað ekki."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.