Alþýðublaðið - 24.03.1995, Page 10

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Page 10
B10 FRAMTÍÐIN MARS 1995 Stefna ungra jafnaðarmanna er stefna nýrrar kynslóðar! „Ungir jafnaðarmenn viðurkenna ekki að áhrif einstakiingsins einskorðist við hlutverk neytandans sem velur með því að kaupa og selja. Né heldur viðurkenn- um við að réttur hans sé einungis sá að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru að lokum teknar af öðrum. Því töl- um við um vald einstaklingsins yfir sjálfum sér, um sjálfsvald." viðmiðunarreglur sem gilda til lengri tíma svo forðast megi ómarkviss og tilviljana- kennd vinnubrögð við útdeil- ingu fjármagns. Taka þarf til- lit til fjölda námsmanna og eðli kennslunnar við mótun slíkra reglna. ■ Rekstur skóla skal vera á eins lágu stjómsýslustigi og frekast er unnt. Sveitarfélög og jafnvel smærri einingar eiga að sjá um forskóla og grunnskóla. Smæð sveitarfé- laga veldur því að ríkið verður að hafa umsjón með frarn- halds- og háskólum fyrst um sinn. Sveitarfélög eða ríki geta falið einkaaðilum eða samtökum rekstur skóla í um- virkt og einfalt skattkerfi sem aflar hinu opinbera tekna og stuðlar að réttlátari tekjuskiptingu. Virðisauka- skattur er heppilegur sem aðaltekju- jöfnunarleið hins opinbera. Virðis- aukaskatt skal innheimta af allri sölu á vöm og þjónustu í einu þrepi und- anþágulaust. Starfsemi sem spillir umhverfinu á að borga sérstakan umhverfisskatt. Líta verður á lífskjör kynslóðanna í samhengi. Núlifandi kynslóðir hafa engan rétt til að ofnýta auðlindir þjóðarinnar né til að lifa um efni fram með því að skuldsetja ófædd böm sín. Ungir jafnaðarmenn vilja að stjómvöldum verði bannað að reka ríkissjóð með halla.“ Ungir jafnaðarmenn héldu í gær- dag blaðamannafund í Bíóborginni í Reykjavík þar sem þeir kynntu mál- efnastarf sitt og störf í kosningabar- áttunni. Aðalefni fundarins var sýn- ing á fjómm tölvuhönnuðum stutt- myndum (Sjálfsvald, Lífskjör, Menntun og Evrópa) sem Baldur Stefánsson framkvæmdastjóri Sam- bands ungra jafnaðarmanna og Sig- urður Olafsson hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu Oz gerðu í sameiningu. Myndimar verða sýndar á undan kvikmyndum í öllum bíóhúsum í Reykjavík, Keflavík, Vestmannaeyj- um, á Akureyri, Akranesi og loks í sjónvarpi. Á fundinum kom fram að starf ungra jafnaðarmanna undanfar- in fimm ár hefur tekið algjömm stakkaskiptum og nú er svo komið að tvöhundruð manna hreyfing sem áður einskorðaðist við fámenna klíkufundi telur nú hátt á annað þús- und ungmenna. Fyrir utan stutt- myndinnir gangast ungir jafnaðar- menn fyrir öflugu starfi í kosninga- baráttunni. Þar á meðal má telja út- varpsauglýsingar, bæklinga, fundi, ýmsar uppákomur, skipulagðar sím- hringingar til ungra kjósenda, mark- hópabréfasendingar og strandhögg í stórmörkuðum. Helstu stefnumál Sambands ungra jafnaðarmanna fara hér á eftir: „Ungir jafnaðarmenn vilja að strax eftir kosningar verði sótt um aðild að Evrópusambandinu svo að samningaviðræður geti hafist. I þeim verði það okkar skilyrði að við höf- um sjálf vald yfir þeim auðlindum sem við byggjum afkomu okkar á. Yfirgnæfandi líkur eru á að hægt væri að ná þessu fram í aðildarvið- ræðum. Til að gulltryggja yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins er rétt að festa sameign þjóðarinnar yfir henni í stjómarskrá. Við þekkjum hin efnahagslegu rök fyrir því að innganga í Evrópu- sambandið er æskileg. Matvælaverð íslenskra heimila myndi lækka um- talsvert. Við fengjum tollfrjálsan að- gang að mikilvægustu mörkuðum okkar fyrir allar íslenskar afurðir og sá stöðugleiki sem fylgir aðild að Evrópusambandinu yrði ómetanleg- ur hvati fyrir erlenda fjárfestingu hérlendis. Afleiðing inngöngu yrði því bættur hagur neytenda, Ijöl- breyttara atvinnulíf og minna at- vinnuleysi. Mikilvægast er þó að full aðild er eina leiðin til að hafa teljandi áhrif á það sem fram fer í Evrópusamband- inu. Landfræðileg lega okkar og menningar- og efnahagsleg tengsl við Evrópusambandsríki krefjast þess að við tökum virkan þátt í sam- starfi Evrópuþjóða. Við sættum okk- ur ekki við að vera skipað á vara- mannabekk. Það er stór ákvörðun að segja já við spumingunni um aðildarum- sókn. Enn afdrifaríkari ákvörðun er „Við þekkjum hin efnahagslegu rök fyrir því að innganga í Evrópusambandið er æskileg. Matvælaverð íslenskra heimila myndi lækka umtalsvert. Við fengjum toll- frjálsan aðgang að mikilvægustu mörkuð- um okkar fyrir allar íslenskar afurðir og sá stöðugleiki sem fylgir aðild að Evrópusam- bandinu yrði ómetanlegur hvati fyrir er- lenda fjárfestingu hérlendis. Afleiðing inn- göngu yrði því bættur hagur neytenda, fjöl- breyttara atvinnulíf og minna atvinnuleysi. Mikilvægast er þó að full aðild er eina leið- in til að hafa teljandi áhrif á það sem fram fer í Evrópusambandinu." að segja: „kannski seinna." Ferill- inn frá ákvörðun um aðildarum- sókn fram að inngöngu er langur og tímafrekur, við verðum því að vera framsýn og sækja um aðild nú meðan tækifæri gefst. Ungir jafnaðarmenn viður- kenna ekki að áhrif einstaklingsins einskorðist við hlutverk neytand- ans sem velur með því að kaupa og selja. Né heldur viðurkennum við að réttur hans sé einungis sá að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru að lokum teknar af öðr- um. Því tölum við um vald ein- staklingsins yfir sjálfum sér, um sjálfsvald. Það að þurfa sífellt að gera kröfu á hendur einhvers annars um það sem stendur mönnum næst firrir þá vitundinni um samfélags- lega ábyrgð allra einstaklinga. Vit- undinni um að við byggjum fyrst og fremst samfélag manna, sem eiga að heita frjálsir. Þetta samfé- lag fijálsra manna verður að snú- ast um það að einstaklingar sýni frumkvæði, taki sig saman og geri út samfélagsleg málefni á lýðræð- islegan hátt í sínum hópi. Allar ákvarðanir skulu teknar á lægsta mögulega stjómsýslustigi. Hvort heldur það er einstaklingur- inn sjálfur, tveir eða fleiri. Með þessu er ekki átt við að ríkisvaldið sé óþarft. Þvert á móti. Hins vegar hefur starfssvið hins opinbera, sem oft er ranglega talið hinn eini vettvangur sameiginlegra ákvarð- ana, orðið alltof umfangsmikið með tímanum. Með sjálfsvaldi er átt við að borgarinn fái réttindi sín á ný og geti haft vald yfir eigin lífi í sam- ráði við aðra. Þetta er spuming um valddreifingu. Beint lýðræði verður að koma í stað fulltrúalýðræðis sem frekast er unnt. Þannig og einungis þannig má tryggja bein áhrif einstak- lingsins á velferðina. Menntun eykur þroska og þekk- ingu og gerir einstaklinginn hæfari til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem hann hefur bæði réttindi og skyldur. Allir eiga að hafa sama rétt til þátttöku í samfélaginu. Mennta- stefna má því ekki mismuna fólki, boði sínu, svo framarlega sem þeir fullnægi þeim menntunar- og ábyrgðarkröfum sem löggjafinn setur og að ekki verði innheimt sérstök skólagjöld til rekstrar. ■ Skólinn verður að taka mið af umhverfinu og atvinnulífinu. At- vinnulífið verður líka að taka tillit til fólksins og nýta mannauðinn sem allra best. ■ Námsleiðir í verk- og starfs- menntun þurfa að vera sveigjan- legar. Hafist verði handa við að fjölga námsleiðum í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og atvinnu- rekendur. ■ Gefa þarf nemendum fram- haldsskóla og á háskólastigi kost á að stunda sumamám með það að markmiði að flýta námi sínu. ■ Núgildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna fullnægja ekki kröfunni um jafnrétti til menntunar. Helstu gallar laganna eru eftirágreiðslur lána og of hátt tekjuviðmið endurgreiðslna. ■ Skilgreina þarf hlutverk nem- endafélaga innan skólakerfisins betur og upplýsa nemendur um þann rétt sem þeir eiga að hafa innan þess. Aldrei má gleymast að skólinn er ekki fyrir kennara, foreldra, né stjórnmálamenn. Hann er fyrir nemendur. Því er bráðnauðsynlegt að vald nem- enda á stjómun og skipulagi skóla verði aukið til mikilla muna. ■ Markmið íslenskra stjómmála- manna á að vera að bæta og jafna lífskjör fólksins í landinu. Laun em allt of lág. Ástæðan er fyrst og fremst landlægt óhagræði í flest- um atvinnugreinum sem hefur orðið til þess að tekjur þjóðarinn- ar af hverri vinnustund em með því allra lægsta í Evrópu. Við breytum þessu ekki með hefð- bundnum prósentuhækkunum sem gagnast þeim einum sem hæst hafa launin. Launabætur eiga að miðast við ákveðna krónutölu sem stig- minnkar með hækkandi tekjum. Samhliða þarf að fella launavísitölu út úr lánskjaravísitölu. Nauðsynlegt er að ffelsa íslenskt atvinnulíf undan oki miðstýringar. Markaðsvæða þarf landbúnaðarkerf- ið og tryggja þarf samkeppnisstöðu iðnaðar. Innheimta skal veiðigjald sem er hvort tveggja hagkvæmnis- og réttlætismál. Homsteinn jafnaðarstefnunnar er að jafna kjör þegnanna. Eitt af mikil- vægari tækjum til að ná fram þessum jöfnuði er skattkerfið. Því leggja Ungir jafnaðarmenn áherslu á skil- -Svipmynd frá kosningastjórnarfundi Sambands ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði fyrir stuttu. A-mynd: E.ÓI. hvorki eftir efnahag, búsetu, kyni né uppruna. Öllum skal því gefinn kost- ur á fyrsta flokks menntun. Aðeins með því að setja menntun, vísindi og rannsóknir í öndvegi geta íslendingar tryggt vænlega efna- hagsþróun í framtíðinni. Nú virðist sem við séum að komast út úr lengstu efnahagslægð í sögu lýð- veldisins en batinn er hægfara og blikur em á lofti um hvort hann verði viðvarandi. Því er nauðsynlegt að taka á óhagræði í framleiðslunni, svo sem í landbúnaði og sjávarútvegi og efla helstu auðlind okkar, fólkið í landinu. ■ Þjóðfélagið á að bera kostnað af menntakerfinu þar sem menntun stuðlar að bættum hag alls samfé- lagsins. Ekki skulu innheimt skóla- gjöld sem fyrr eða síðar leiða af sér misrétti til náms. ■ Auka þarf framlög til menntamála á öllum stigum. Við höfum einfaldlega ekki efni á að svelta menntun og mannvit. ■ Fjárffamlög til mennta- stofnana skal miða við fastar Kvarg er undurgóð mjólkurafurð sem er ekki eins og skyr og ekki eins og jógúrt - en^eitthvað einstaklega ljúffengt þar á milli. Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upprunn- in í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni. Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum og blönd- uðum ávöxtum og er kjörið á morgnana, í hádeginu og sem eftirréttur. - ógleymanlega gott MJÓLKURBUFLÓAMANNA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.