Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐHD HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 s k o d a n MMDUBIMD 21024. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sjálfstæðismenn í felum Það er full ástæða til að auglýsa eftir þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem virðast týndir og tröllum gefnir. Ekkert hefur til þeirra spurst síðan í kosningabaráttunni en þá var'sannarlega ekki hægt að þverfóta fyrir yfírlýsingaglöðum frambjóðendum flokks- ins. Vera kann að það eigi nokkum þátt í þögn sjálfstæðismanna að óbrúanlegt hyldýpi er milli yfirlýsinga þeirra í vor og aðgerða - eða aðgerðaleysis - ríkisstjómarinnar. Hvemig réttlæta þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja kalla sig fijálslynda, útfærsluna á GATT-samningnum? ísland er eina landið í heiminum sem notar samning um meira frelsi í milliríkjaviðskiptum til að auka höft og hækka tollmúra. Aftur- haldsöflum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var gefinn laus taumur - en eftir sitja neytendur með sárt enni. Nýgerður búvömsamningur er líka til marks um að ekki á að hrófla við handónýtu landbúnaðarkerfi. Milljörðum er sóað án þess að raunveruleg tilraun sé gerð til þess að aðlaga landbúnað- inn að nútímanum. Bændum er áfram haldið í kæfandi faðmlagi ofvemdar og íslenskir neytendur sitja uppi með dýrustu landbún- aðarvömr Evrópu. Hvar em nú hinir skeleggu talsmenn frjálsrar samkeppni? Hvar em frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem geipuðu um það fyrir kosningar að flokkur þeirra setti málefni neytenda í öndvegi? Hlutskipti sjálfstæðismanna er nöturlegt: Þeir em tjóðraðir á bás í framsóknarfjósinu og verður ekki hleypt út fyrren þeir þurfa að standa kjósendum reikningsskil. Þangað til hafa þeir Höllu- staða-guðspjallið eitt til sáluhjálpar. Þorsteinn Pálsson er dýr Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra er með verkdaufari mönnum, en stundum er engu líkara en hann vinni að því hörðum höndum að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar sem dýrasti ráðherra íslands fyrr og síðar. Hann virðist ekki eiga sér göfugri hugsjón en að ganga erinda LÍÚ: það er engin tilviljun að sjómenn tala jafnan um ráðherrann sem sendil Kristjáns Ragnarssonar. Þannig hefur Þorsteinn þumbast gegn öllum breytingum á úreltu og ranglátu kvótakerfi sem fært hefur auðlindir hafsins á fárra hend- ur. Sendisveinn sægreifanna reyndi á sínum tíma að banna veiðar íslendinga í Smugunni. Hefði Þorsteinn fengið að ráða hefðu ís- lendingar þarmeð verið sviptir verðmætum sem árlega jafhgilda ávinningi af heilu álveri. í deilum okkar við Norðmenn undanfarin misseri hefur Þor- steinn aldrei átt frumkvæði að stefnumótun fyrir hönd Islendinga. Linkind, undanlátssemi og áhugaleysi ráðherrans veldur því að Norðmenn gerast sífellt bíræfnari. íslendingar eiga skýlausan rétt til veiða í Norðurhöfum ekkert síður en hinir norsku frændur okkar. Norðmenn hafa hinsvegar sýnt vaxandi hroka í samskipt- um við íslendinga; þeir ganga vitaskuld á lagið og reka flótta Þorsteins Pálssonar. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfí fyrir íslend- inga. Það skilja flestir aðrir en Þorsteinn Pálsson. Þorsteini Pálssyni tókst næstum að klúðra Smuguveiðunum. Nú virðist hann albúinn að semja af sér fyrir hönd íslendinga gagnvart Norðmönnum. Niðurstaðan er einföld: íslendingar hafa ekki efni á Þorsteini Pálssyni. ■ „/ usedto Á hvaða tímum erum við eiginlega? Bítlarnir og Stones keppa um efsta sætið á vinsældalistanum og allt logar af illdeilum um efni á rás eitt Ríkisút- varpsins sem varðar Pál ísólfsson og Jón Leifs - og Halldór Laxness sem situr í sæmd sinni í hárri elli að loknu því æviverki að orða snilldarvel hverja einustu hugsun sem leitar á ís- lendinga. Og anakrónisminn er þvílíkur að það virðist meira að segja enn ekki vera útrætt um Hrafn Gunnlaugsson, jafnvel þótt um hann ríki þjóðarsátt. Áhangendur hans halda því að vísu stundum fram að hann sé umdeildur. Um mikla listamenn ríki engin logn- molla og þar sé nú ærlegt regn og ferskur andvari og hressilegir vindar enda næðingssamt á hinum listræna tindi. Og svo framvegis. Þetta er fjarri sanni. Vikupiltar | EGuðmundur ^ A d Enginn listamaður - nema ef væri Halldór Laxness - er jafn óumdeildur á íslandi og Hrafn Gunnlaugsson - öll þjóðin er á móti honum. Og gildir þá einu hvort um er að ræða fólk sem starfar í listum eða annan almenning. Það skiptir engu hvar borið er niður: bændur, sjómenn. múrarar, prestar, sjúkraliðar, hagyrðingar, hannyrða- konur eða rukkarar, vinstri menn og hægri menn, ungir og aldnir, leikir sem lærðir, til sjávar og sveita, í blíðu og stríðu: allir hafa hom í síðu Hrafns, nema hugsanlega nokkrir gamlir skólabræður og fólk sem hefur á hon- um valdaást. Þjóðin sýnir algjöran samhug í mati sínu á listrænum hæfi- leikum Hrafns Gunnlaugssonar. Þess vegna er svolítið freistandi að taka upp hanskann fyrir hann því vissulega má stundum hafa nokkra ánægju af því að vera ósammála þess- ari skringilegu þjóð sem flykkist í ís- búðir í hríðarbyljum, er óð í fáránleg- ustu nýjungar en tryllist þegar síma- skránni er breytt, er á móti EES af því hún vill standa vörð urn kvöldvinnu bama og svefnleysi langferðabflstjóra, fyllist Þórðargleði yfir pínlegum uppá- komum og hlustar hugfangin á menn eins og Einar S. Jónsson og Snorra Óskarsson. En hvemig sem maður leitar liggur enginn hanski eftir þennan mann sem vert sé að taka upp. Kvikmyndir hans em eins og þær séu gerðar af einhveij- um sem „hefur sálarlíf tólf ára manns“, með bjánalegum persónum og endalausum brennum og sögu- þræði sem hlykkjast ekki áfram heldur lafir. Með góðum vilja er hægt að segja að Hrafn Gunnlaugsson hafí inn- leitt ropann í íslenska kvikmyndalist. Opinber störf hans hafa einkennst af óvenju blygðunarlausri valdasöfnun og hugmyndum sem hafa það eitt til að bera að vera fáránlegar. I ævisögu Hrafns sem reyndar er prýðisvel skráð og gerð af Áma Þórar- inssyni er að finna mjög athyglisverð- an myndatexta sem segir f rauninni allt sem segja þarf um störf Hrafns að live for action " Hta ai.il.K IEnginn listamaður - nema ef væri Halldór Laxness - er jafn óumdeildur á íslandi og Hrafn Gunnlaugsson - öll þjóðin er á móti honum. listum. Fremst í bókinni er mynd af sveininum ungum að velta um koll kubbaröð sem einhver hefur staflað vandlega upp handa honum. Og undir er þessi texti sem nokkurs konar mottó: „Remember me? I used to live for action... segja Leonard Cohen o.fU‘ Og fleiri? Og aðrir öllu frekar, því þetta er ekki það sem Cohen segir eins og þeir vita sem handgengnir em hans músík. I söngnum góða sem boðar væntanleg yfirráð yfir Manhattan fyrst og Berlín svo segir hann: „Remember me? I used to live for music.. Sem sé: þama talar maður sem hef- ur lifað fyrir tónlistina, lifað fyrir list sína og heldur áfram: „Remember me? I brought your groceries in...“ Sem sé: kom færandi hendi með nær- inguna, þjónaði öðrum. Þetta er al- geng hugmynd meðal listamanna, að þeir séu þjónar fólksins; kannski er þetta sjálfsréttlæting hinna sjálfhverfu, ég veit það ekki, að minnsta kosti er það þessi tegund af auðmýkt sem knýr alla góða listamenn áfram. Þessi hugsun er Hrafni tjarlæg. Og því misminnir hann um Ijóðlínur. Co- hens. Tónlistinni sem listamaðurinn Cohen yrkir um hefur athafnamaður- inn Hrafn breytt í aksjón, um leið og hann þarf að bera listamanninn fyrir eigin ranghugmyndum, hér fljótum vér eplin. Og aksjónin felst í að velta um koll kubbum, brjóta niður en byggja ekkert í staðinn. Störf Hrafns að listum snúast nefnilega aldrei um listræna sköpun heldur gauragang, há- vaða, sjónarspil, moldviðri - aksjón. Hann er athyglislistamaður, vinnur með athygli, heimtar athygli hvað sem það kostar eins og hvimleiður tólf ára maður. Hvemig nær hann henni? Ekki með listrænum tilraunum sínum og hvemig þá? Með aksjón. Með því að ráðast á það sem öllum er kært: hann spillir fuglavarpi til að prómótera mynd; hann veður í Geysi til að bjarga þeim dauðans vandræðum sem mynd- in Okkar á milli var. Og nú hefur hon- um meira að segja tekist að búa til leiðindi úr þeirri indælu þjóðaríþrótt að herma eftir Halldóri Laxness, súpa hveljur og fara með fagurlega orðaða fyndni. Hann fer í útvarpið - og álveg áreiðanlega án þess að bókmenntarit- stjóri þar ráði nokkru um - og lætur dynja á vesalings hlustendum svoköll- uð gamanmál sem hinir strákamir hafa eflaust skríkt yfir í partíum og snúast þegar öllu er á botninn hvolft um að hann hafi þekkt Halldór Laxness og ekkju Picassos - hér fljótum vér eplin. Þegar amast er við þessu fer hann að tala um Atómstöðina svo að á mann leitar sá grunur að þarna séu hægri menn loks að rétta hlut Ólafs Thors. Reyndar var það e.kki Einar Olgeirs- son sem mest talaði um að Ölafur væri Óli fígúra eins og Hrafn þrástagast á í útvarpinu heldur frændi okkar Guð- rúnar Pétursdóttur, Kristján Alberts- son. Og hafði sennilega alveg rétt fyrir sér í því að sú persónusköpun Hall- dórs náði engri átt og er síst til eftir- breytni. Verk Halldórs Laxness em þjóðar- gersemi, en auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni. H;mn stýrði hvössum penna og særði marga á sinni tíð, sást ekki allfaf fyrir og skjátlaðist alvarlega um eðli sovétkerfisins. Hann er sífellt um- hugsunarefm, ráðgála, andlegur faðir sem fyrr eða síðar verður risið gegn og síðan sæst við, eins og gengur. En partísnakk Hrafns Gunnlaugssonar þar sem honum tekst á undraverðan hátt að gera Halldór ófyndinn og búa til ffáleita mynd af Auði Laxness er ekki innlegg í að gagnrýna Halldór Lax- ness. Þetta er ekki einu sinni smásaga: þetta er aksjón. Að búa til smásögu er að þykjast ljúga en að vera að segja satt, en Hrafn lýgur en þykist segja satt. Hins vegar skulum við ekki gera meira úr þessu en efni standa til. Hann veltir engu öðm um koll en sínum eig- in leikfangakubbum. En hann uppskar sent sagt athygli. Og ágætasta fólk er meira að segja að biðja útvarpið um að endurtaka þenn- an óbærilega léttleika. Gaman fyrir hann. Ég held hins vegar að nú sé þörf á þjóðarátaki um að leiða Hrafn Gunnlaugsson hjá sér. ■ a g a t a 1 1 2 3. nóvember Atburðir dagsins 1838 Kirkjugarðurinn við Suð- urgötu í Reykjavík, Hólavalla- garður, var vfgður og fyrsta greftrunin fór frani. 1852 Fyrstu póstkassar heims eru teknir f nolkun í Bretlandi. 1947 Kvikmyndaleikarinn dáði, Tyróne Power, kom til ís- iands. 1988 Súmokappinn Chi- onofuji vinnur 50. sigur sinn í röð. 1990 fslenska alfrœði- orðabákin kom út hjá Emi og Örlygi. í bókinni eru 37 þúsund uppflettiorð. Afmælisbörn dagsins Arni Magnússon 1663, pró- l'essor og handritasafnari. William ílonney 1859, Billy the Kid, bandar/skur byssu- maður og útlagi. Boris KarlofT 1887, breskur hryllingsmynda- leikari. Michacl Gough 1917, breskur leikari. Annálsbrot dagsins Féll maður með systur sinni á Suðurnesjum. Maðurinn hét Rustikus, hún Alleif, og hafði hún heimuglega barn alið og grafið í einni tópt. Þau bæði réttuð. Eyrarannáll 1636. Málsháttur dagsins Heit er lánardrottins ást. Húsvörður dagsins Zsa Zsa Gabor er sérfræðingur í húsvörslu. Eftir hvem hjóna- skilnað heldur hún húsinu. Henny Youngman, bandarískur . skemmtikraftur. Stjörnur dagsins Við emm öll í ræsinu, en sum okkar horfa upp til stjamanna. Oscar Wilde. Orð dagsins Líf er nauðsyn. lál þig hvetja, Likst ei gauði, berstu djarft. Vert ei sauður, heldur hetja, Hntg ei dauður fyr en þarft! Longfellow, Matthías Jochumsson íslenskaði. Skák dagsins Tafllok dagsins ent lauflétt að vanda. Bandaríski stórmeistar- inn Shamkovich hefur hvítt og á leik gegn Ervin. Svarti kóng- urinn er mjög með böggum hildar og hefur kallað flesta liðsmenn sína til varnar. Það dugar ékki til, vígreifur Shamkovich lætur nú skothríða dynja á Ervin. Hvítur mátar í þrcmur leikj• um. 1. Dxh6+! Bxh6 2. Hxh6+ Kg7 3. Rf5 Mát. Stílhreint.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.