Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 8
ALPÝÐUBLAÐIÐ
ÁgEfefffg3.-2b'.1 NÖVEMBER 1995'
Leikarinn, kvennamaðurinn og drykkjumaðurinn Richard Burton hefur alltaf verið í miklu eftirlæti
hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur. A dögunum voru 70 ár liðin frá fæðingu hans, og af því tilefni þótti
Kolbrúnu við hæfi að minnast hins dáða en fremur ógæfusama leikara
Leikarinn sem sólundaði
hæfileikum sínum
Burton í einu frægasta
hlutverki sínu í Njósnaranum
sem kom inn úr kuldanum,
ásamt Claire Bloome,
sem var ein fjölmargra
ástkvenna hans.
Þetta var stormasamt
hjónaband, þar sem ætíð
þótti tíðindum sæta ef annað
hvort hjónanna var allsgáð.
Þau flugust á og sættust á
milli. Hann jós í hana gjöf-
um og þau þeyttist heims-
hluta á milli með sjötíu
ferðatöskur, átta gæludýr,
einhvern slatta af börnum,
þjónum og kennslukonum.
Burton lék í slatta af léleg-
um kvikmyndum pening-
anna einna vegna. Innan um
voru góðar kvikmyndir eins
og Becket, Njósnarinn sem
kom inn úr kuldanutn og
<I>Hver er hræddur við
Virginu Woolf? en þar fóru
hjónin bæði á kostum.
Burton rak einnig af sér
slyðruorðið, um leið og hann
tók mikla listræna áhættu,
þegar hann lék Hamlet á
sviði í New York en þá hafði
hann þá ekki leikið á sviði
árum saman. Leikritið gekk
lengur í New York en nokk-
uð leikrit eftir Shakespeare
hafði áður gert. Sýningar
urðu 136 og hann lék í átta
sýningum á viku. Hinar
góðu viðtökur gerðu það að
verkum að Burton tók að
leiðast. Stundum átti hann til
að fara með textann á þýsku.
Stundum stældi hann leik
John Gielguds eða Laur-
ence Oliviers. Stundum mætti hann á svið eft-
ir að hafa drukkið eina vodkaflösku - og lék
aldrei betur en þá. Hann kunni reyndar heilu
Shakespeare leikritin utan að og sömuleiðis
sonnettur Shakespeares. Eitt sinn veðjaði hann
við Robert Kennedy um það að hann gæti
farið með sonnettu númer fimmtán aftur á
bak. Burton var draugfullur en fór léttilega
með sonnetuna og vann umtalsverða upphæð.
Richard Burton sagðist aldrei geta horft á
kvikmyndir sínar. „Mér finnst ég ekki
vera sérlega góður. Mér leiðist röddin, útlitið,
hárið. Líkamsbyggingin er ömurleg. Allt er
ömurlegt. Eg hef andstyggð á sjálfum mér.“
Hann dró upp þessa neikvæðu sjálfsmynd
þegar hann átti ekki mörg ár ólifuð og stóð
orðið á sama um allt. Hann var leikari sem bjó
yfir miklum hæfileikum en var margsinnis
sakaður um að hafa selt þá fyrir glaum og glys
frægðarinnar. Loks lokaðist hann inni í gervi-
heimi, fann enga útgönguleið og varð æ
drykkfelldari og óhamingjusamari. Þegar hann
lést, tæplega sextugur, kvaddi heimurinn
framúrskarandi leikara sem um alllangt skeið
hafði sólundað hæfileikum sínum.
Hann fæddist 10. nóvember 1925 og var
skírður Richard Jenkins, sonur bláfátæks
námuverkamanns í Wales og tólfti í röð þrett-
án systkina. Móðir hans lést af barnsförum
þegar hann var tveggja ára. Faðir hans hafði
ekki efni á að ala yngstu böm sín upp og Ri-
chard var sendur í fóstur til elstu systur sinnar
og eiginmanns hennar.
í gagnfræðaskóla tókst góður vinskapur
með honum og einum kennara hans Philip H.
Burton. Richard flutti inn á heimili kennara
síns og tók síðar upp eftimafn hans. Richard
leit alla tíð á Philip Burton sem annan föður
sinn og þeir sem til þekktu sögðu Philip hafa
gefið Richard sjálfsímyndina. Hann ýtti undir
leiklistaráhuga fóstursonar síns, losaði hann
við velska hreiminn og bætti málfar hans og
ffamkomu. Fyrstu leiklistarsporin steig Burton
með Oxford leikfélaginu og skömmu síðar var
hann beðinn um að koma í pmfutöku vegna
kvikmyndar. Tilboð fylgdu í kjölfarið og leið-
in til frama var skjót.
Burton þótti snemma athyglisverðasti leik-
ari Breta af yngri kynslóð. Sérstaklegá þótti
honum takast vel upp í sviðsleik. John Gi-
elgud sagði: ,AHir heiliuðust af honum. Hann
þurfti ekki annað en að horfa á leikhúsgestina
með stóm bláu augunum sínum og þeir vom
sem bergnumdir. Augnaráð hans var ómót-
stæðilegt“. Hið sama mátti segja um röddina.
Hún var engri lflc, karlmannleg, hljómfögur og
hljómmikil.
Richard Burton og Elizabeth
Taylor á þeim tíma þegar þau
stungu af frá mökum sínum til
að eiga ástarfundi.
Hollywood hafði fest auga á þessum unga
manni og tuttugu og sjö ára lék Burton í
fyrstu kvikmynd sinni þar My Cousin Racliel
sem gerð var eftir sögu Daphne du Maurier,
en hún mælti með honum í hlutverkið. Banda-
nskir gagnrýnendur kepptust við að hæla hon-
um. Fleiri kvikmyndir fylgdu í kjölfarið, en
Burton sneri aftur til Bretlands til að leika
Hamlet í Old Vic leikhúsinu. „Hver er þessi
Old Vic?“ spurði kvikmyndaframleiðandi í
Hollywood, sem vildi fá Burton í næstu kvik-
mynd sína. „Höfum upp á Vic gamla og tvö-
földum launin sem hann býður Burton."
Burton vakti mikla athygli fyrir leik sinn í
hlutverki Hamlets. Yfirleitt hlaut hann mikið
lof fyrir túlkun sína á persónum Shakespear-
es, var sagður hafa gert þær kynþokkafullar og
gætt textann ástríðufullu
raunsæi.
Burton sneri frá Shake-
speare og Hamlet til að
leika í slatta af lélegum
myndum í Hollywood. Öðru
hvoru brá hann sér til Eng-
lands til að leika á sviði og
þar hlaut hann yfirleitt fram-
úrskarandi dóma. Besti leik-
ur hans í kvikmynd á þess-
um árum var í Horfðu reiður at
um öxl sem Tony Richard-
son leikstýrði eftir lcikriti jáU
John Osborne. En þar l'yrir ÉH
utan var l'átt um fína drætti. I
Hann var gagnrýndur fvrir 1
að sclja hæfileika sína tyrir |
peninga. Dmboðsmaður 9BH
hans orðaði htigsun margra |
þcgar hann sagði: „Burton I
seldi sig. hann hefði getað I
orðið mesti leikari heims." |
Gagnrýni í þcssum dúr átti |
eftir að aukast næstu árin. H
Burton sagði sjálfur: I
„Frægðin á vel við mig. I
Maður gerist auðvitað leik- I
ari til að atla peninga."
Leikkonan Laureen Bac- 9
all scm kynntist honum í ;r.ý;-Y
Hollywood þótti lítið til I
Burtons koma. „Frá upphall I
tileinkaði hann sér hegðun- V
armynstur Dvlan Thomas," H
sagði hún. „Sú hlið hans Acy*
sneri einnig að konum.
Hann gaf loforð með fasinu einu saman. Eg
veit ekki hverjar létu til leiðast og hverjar
ekki.“
Sannleikurinn var sá að Burton reyndi við
nær allar mótleikkonur sínar, þættu honum
þær ekki því ógeðfelldari. Meðal þeirra sem
kolféllu fyrir kvennabósanum ómótstæðilega
voru leikkonurnar Jean Simmons, Susan
Strasberg og Claire Bloom. Hann veðjaði
um það við vin sinn að honum tækist að koma
Bloom upp í rúm til sín og lagði hálfpott af
bjór undir. Hann hafði lítið fyrir því að vinna
ástir leikkonunnar, en hún, sem við upphaf
kynna þeirra bað vin sinn að vemda sig „fyrir
þessum hræðilega manni“, felldi svo mikla ást
til hans að hún fékk hvert taugaáfallið á fætur
öðm og var mörg ár að ná sér. Burton gat hins
vegar dmkkið sinn bjór og fagnað sigri.
Leikarinn Fredric March fylgdist af áhuga
með kvennamálum Burtons og sagði hann
hafa einstakt lag á konum: „Ég held að hann
hafi ekki misst af meira en fimm.“
Eiginkona Burtons, Sybil, tók umfangs-
miklu framhjáhaldi manns síns af mikilli þol-
inmæði, svo og hraustlegri drykkju hans. Hún
helgaði líf sitt eiginmanni sínum og sá algjör-
lega um hann. Laureen Bacall sagði: „Hann
tilbað hana og vissi þvíllk gersemi hún var.
Hún stóð sig með prýði. Hún var heilsteypt og
hreinskilin manneskja. Gildismat hennar og
siðferði var traust. Það sama varð ekki sagt
um Richard. Ég held að hún hafi haft jákvæð
áhrif á hann, en ekki nægilega mikil, því mið-
ur, því hann hegðaði sér æ verr eftir því sem
tímar liðu. En hún brást ekki meðan sambúð
þeirra entist.“
Snemma á sjöunda áratugnum sló Burton í
gegn á Broadway í hlutverki Artúrs kon-
ungs í Camelot, en eftir að hafa leikið hlut-
verkið í tvö ár, var hann orðinn leiður og sam-
þykkti að leika Markús Antoníus í kvikmynd-
inni Kleópötru. Frægasta kvikmyndaleikkona
heims var ráðin til að leika Kleópötru. Hin
stutta og engilfagra hnáta Elizabeth Taylor
lýsti fyrsta fundi þeirra við upptöku svo:
„Ég hafði haft kynni af honum í um það bil
níu ár. Mér var fremur kalt til hans. Ég ætlaði
ekki að bætast í kvennasafnið hans. Fyrsta
tökudaginn var hann timbraður og berskjald-
aður. Hann var skjálfheníur og bað mig að að-
stoða sig við og halda undir kaffibollann. Ég
heillaðist gjörsamlega. Hann var svo indæll."
Til að gera langa og alkunna sögu stutta
réðu skötuhjúin engan veginn við ástríður sín-
ar. Heimspressan kunni sér ekki kæti, en mak-
ar beggja voru skiljanlega miður sín. Parið var
hundelt. Blaðaljósmyndarar földu sig í trjám
og héngu fram af þakskeggjum í tilraunum til
að ná af þeim myndum. „Ég hef haldið við
konu áður,“ sagði Burton, „en hvernig í
ósköpunum átti ég að vita að hún væri svona
fræg? Hún ýtir Krushchev af síðunum."
Eftir mikla sálarangist ákvað Burton að fá
sér nýjan lífsförunaut. Hin heldur hversdags-
lega, en trygga og hugulsama eiginkona hans
til tólf ára, var kvödd og kvikmyndastjaman
glæsilega tók hennar stað.
Eftir að Richard Burton giftist Elizabeth og
fékk fastan stað í slúðurdálkum heimsblað-
anna sagði hann skilið við raunveruleikann og
gekk inn í heim glys og glaums. John Gielgud
sagði: „Richard hefði vel getað látið sér lynda
að segja skondnar sögur eða lesa upp ljóð á
hverfiskránni, en glys og gjálífi kvikmynda-
borgarinnar og frægð Elizabethar umluktu
hann. Það smitaði hann og hann lærði listina
jafnvel og hún, ef ekki betur.“
Burton hjónin voru stöðugt í sviðsljósinu,
en þótt blaðaljósmyndarar þreyttust ekki á
að mynda þau þótti mörgum lítið til innan-
tóms glyslífernis þerira koma. Hjónin náðu
einu af toppsætunum á lista Time yfir mestu
leiðindaskjóður heims árið 1970. Og þegar
þau komu fram í viðtalsþætti hjá David Frost
kallaði Daily Mail þá þrenningu „skrípalegt
tríó“.
Drykkja Burtons eyðilagði hjónaband
þeirra Taylors. Þau skildu og giftust aftur
og skildu á ný. Stuttu eftir endanlegan skilnað
þeirra sagði Burton blaðamanni að drykkjan
stafaði af því að hann hefði um tíma verið
samkynhneigður. Burton giftist tvisvar eftir
skilnaðinn frá Taylor. Lífemið hafði tekið sinn
toll og hann var ekki nema svipur hjá sjón.
Hann hafði tapað lífsgleðinni. Honum leiddist.
Ekkert vakti lengur áhuga hans. Þó gat hann
ekki verið einn. Hann varð að vera innan um
fólk, en það skipti hann æ minna máli hvaða
fólk það var. Hann hafði gaman af að segja
sögur, en var ófær um að eiga samræður við
aðra. Hann var orðinn fómarlamb eigin frægð-
ar og óumræðilega einmana. Hann lést úr
heilablóðfalli árið 1985.
„Hann sýndi einskisverðum hlutum of mik-
inn áhuga á kostnað mannlega þáttarins,“
sagði Laureen Bacall. „Hann batt hugann við
glingur, auð og álit. Enginn efast um að pen-
ingar auðvelda fólki lífið en annað mál er að
selja sálu sína. Það tel ég að hann hafi gert
undir það síðasta." ■