Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 14
14
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995
ALPÝÐPBLAÐIÐ
Stríðsfréttum rutt af forsíðu
Forsíða Alþýðublaðsins 26. október
1940 var aldrei þessu vant ekki
undirlögð af styrjaldarfréttum. Fáir
voru jafn umtalaðir og umdeildir
og Lára miðill og þvi var það stór-
frétt þegar svik hennar voru af-
hjúpuð. Ljósmyndin á forsíðunni
var tekin á miðilsfundi 1934. Lára
er faliin í dá og iíkamningur hefur
skotið upp kollinum: hann líkist að
vísu fremur illa gerðri brúðu, ein-
sog sagði í texta með myndinni.
Eiginmaður Láru, sem tók þátt í
svikunum, útbjó brúðuna.
margt uppá eigin spýtur. Annar
miðiil sló miklu rækilegar í gegn:
Indriði Indriðason. Hann lést kom-
ungur árið 1912 en hafði áður náð
að verða umtalaðri og umdeildari en
nokkur stjómmálamaður á þessum
umbrotatímum. Þær lýsingar sem
geymast af miðilsfundum Indriða
gera miðla nútímans að byrjendum í
samanburði: Húsgögn flugust á við
menn, draugar komu í hópum og
létu öllum illunt látum og Einar
Kvaran staðhæfði að einu sinni
hefði Indriði beinlínis gufað upp
fyrir augunum á fólki.
Þegar nokkrir af mestu áhrifa-
mönnum landsins tóku höndum
saman og höfðu auk þess í þjónustu
sinni miðil einsog Indriða, er ekki
kynlegt þótt hinir hjátrúarfullu ís-
lendingar flykktust til fylgis við
málstað andatrúarinnar.
Einar H. Kvaran var óskoraður
æðstiprestur þessa safnaðar. Á
heimili hans við Sólvallagötu fóru
fram rannsóknir og miðilsfundir í
áratugi: hann hætti áliti sínu og vin-
sældum í þágu þessa málstaðar.
Viðbrigði sveitastúlkunnar úr
Flóa hafa verið mikil þegar hún
steig inní stóra, dularfulla húsið við
Sólvallagötu árið 1914.
Nautn að vera átrúnaðargoð
Víkjum um stund úr húsi Einars
Kvarans árið 1914 og bregðum okk-
ur til ársins örlagaríka, 1940. Eftir
að svik Láru voru afhjúpuð fram-
kvæmdi Helgi Tómasson yfirlæknir
ítarlega geðrannsókn á henni. Þar
segir: „Hún hefur frá unga aldri haft
flogaveikistilhneigingar, það er ým-
iss konar meðvitundarbreytingar og
að minnsta kosti nokkrum sinnum
fengið „stór“ flogaveikisköst með
krampa og meðvitundarmissi.
Henni er af mikils metnum leik-
mönnum bent á, að köstin séu mið-
ilsástand, og byijað að smádekra við
tilfellin hjá henni. [...] „Miðils-
ástandið" verður smám saman all-
verulegt atvinnuspursmál fyrir kon-
una, og henni oft um að gera að
komast í það, hvort sem hún gat eða
ekki. Jafnframt var henni það að
ýmsu leyti nautn, til dæmis að verða
átrúnaðargoð margra betri borgara.“
Yfirlæknirinn hélt áfram: „Hún
lýsir aðdragandanum að „miðils-
ástandinu" gersamlega röngum og
er svo margsaga um margt af því,
sem þá á að hafa fram farið, að ekki
virðist unnt að taka mark á því, enda
er hún framúrskarandi talhlýðin og
reiðubúin að segja sannarlega ósatt
Halldor Kiljan Laxness fór á kostum í
grein sem hann skrifaði í TMM árið 1940
um Láru miðil og andatrúarmenn.
Greinin fer hér á eftir í heild
„Séra
Mikið upplost varð nýlega í höfuð-
staðnum kringum andatrúarkvenprest
alþekktan, „séra Láru“, sem allt í einu
var „staðin að svikuni", eins og blöðin
komust að orði, og urðu málalyktir að
flokkur sá, sem hún hafði um sig í
Bjamaborg. var rændur sambandi við
annað líf með lögregluvaldi, a.m.k.
um stundarsakir. Mun slík meðferð á
trúflokkum vera fátíð hér á landi og
tæplega meðmælaverð - jafnvel í aug-
um þeirra, sem setja annars andatrú
tiitölulega lágt meðal kristilegra sér-
trúarflokka. Því hvemig á lögregla eða
fógeti að geta skorið úr því, hvar sann-
leikurinn endar og fölsunin byrjar í
trúarbrögðunum? Hitt er athyglisvert,
að almenningi utan þessa trúflokks,
þar á meðal okkar upplýstu dagblöð-
um, skuli koma það á_óvart, að
útfrymi Láru og andaraddir hennar
skuli ekki hafa verið ektá. Sú undmn
talar sínu máli um íslenzka nútíma-
menntun. En hvað sem útfryminu og
andaröddunum líður, og hvaða skoðun
sem fógetinn kann að hafa á því máli,
þá er þó eitt sem stendur stöðugt: hin
dularfullu fyrirbrigði kringum „séra
Láru“ voru mörg og merkileg. Hið
dularfyllsta og merkilegasta má tví-
mælalaust telja það, að menn, sem
bæði eru álitnir með fullri skynsemi
og hafa jafnvel fengið háskólamennt-
un, sækja samkomur af þessu tagi,
ekki aðeins af forvitni, heldur sem
sanntrúaðir menn. Það er engin skýr-
ing tiltæk í fljótu bragði á því, að
menn, sem Iagt hafa stund á ýmsar
greinar náttúrufræðinnar, þar á meðal
lífeðlisfræði, sömuleiðis efnafræðing-
ar og eðlisfræðingar, ennfremur raun-
sæir athafnamenn, og aðrir, sem ekk-
ert er fjær en mgla saman náttúrlegu
og yfimáttúrlegu í hversdagsh'fmu, eru
óðfúsir að gefa út „vísindalegar" yfir-
lýsingar um að eftir nákvæmar rann-
sóknir hafi þeir komizt að raun um, að
þessi og þessi miðill, þar á meðal
Lára, „hafi ekki brögð í tafli“, andam-
ir séu ekta, hinar og aðrar „sannanir"
hafi átt sér stað, og þar fram eftir göt-
unum. Andleg samsetning slíkra
manna hlýtur að vera gullvægt rann-
sóknarefni fyrir sálvísindin. Einnig er
það einkennilegt að sínu leyti, hvemig
vanir raunhyggjumenn, menn, sem
hver í sinni grein fyrirlíta kák og
flaustur, geta haft sig til að „gera rann-
sóknir“ í þessum efnum, án þess að
kynna sér þær sérstöku starfsaðferðir,
sem notaðar eru til að koma upp um
miðla, en í þeirri grein em til slyngir
sérfræðingar. Ef maður les í hinu at-
hygliverða riti Harry Price’s, Æfintýri
draugaveiðimanns (Adventures of a
Ghost Hunter), kaflann um vinnu-
brögðin við „afhjúpun" miðla, rennur
upp fyrir manni hver vandkvæði em á
því verki, ekki sízt þar sem miðlar
gangast ekki undir rannsóknir, nema
þeir fái að setja skilyrði, sem gera al-
varlega rannsókn afar torvelda eða
jafhvel ógerlega.
Þekktur geðveikralæknir kvað hafa
haft þau orð í gamni og alvöru um
andatrú, að ekki séu aðeins allir miðl-
ar geðbilaðir, heldur séu einnig allir,
sem hafa tilhneigingu til að fara á
miðilsfund að einhveiju leyti geðbil-
aðir líka. I Ijósi þeirrar þekkingar, sem
nútíminn á yfir að ráða, má náttúrlega
segja eitthvað svipað um allan trúar-
áhuga á okkar dögum, þ.e.a.s. ef hann
er ekki algerð venjutrú. En um andatrú
má hiklaust fullyrða, að þótt iðkanir
hennar séu að sínu leyti ekki sjúklegri
en t.d. hjá „holy rollers" (Fíladelfíu-
mönnum?), þá gerir þessi trúflokkur
sig alveg sérstaklega hvimleiðan
vegna þess moldviðris af uppgerðar-
vísindum og „fræði“legum dellubók-
um, sem heiðarlegir, lærðir heimsk-
ingjar eða truflaðir gáfumenn þyrla
látlaust kringum þetta klúsaða sam-
bland af brjálsemi, prakkaraskap og
fimmtaflokks loddaralistum, sem
nefnt er miðilsstarfsemi.
Það er án efa rétt, að svokallaðir
ekta miðlar, menn sem tala og rita
ósjálfrátt í dásvefni, séu ekki fullkom-
Lára“
lega nonnalir freur en t.d. menn, sem
ganga í svefni. Vitanlega er ómögu-
legt að kalla ósjálfráða starfsemi af
þessu tagi „gáfu“, eins og andatrúar-
menn gera, heldur er það bilun. En
þegar talinu víkur að atvinnumiðlum,
hef ég enga trú á, að hin skemmtilegu
ummæli geðveikralæknisins standi
lengur heima. Það má a.m.k. fullyrða,
að rannsóknir þær, sem hægt er að
treysta að hafi verið gerar af fullkom-
inni vísindalegri nákvæmni á starf-
semi þeirra, benda yfirleitt ekki í þá
átt. Það er sannfæring mín, að það
komi yfirleitt ekki til mála að atvinnu-
miðlar séu bilaðir, m.ö.o. ekta. Á þeim
andafundum, sem ég hef setið, bæði
hér á landi og annarsstaðar, hefur mið-
illinn æfinlega verið eina persónan í
hópnum, sem ég þóttist alveg viss um
að væri með réttu ráði, enda þarf ekki
all-litla nákvæmni og þó töluverða að-
gæzlu til að framkvæma þær hunda-
kúnstir, þótt lítilsverðar séu í saman-
burði við meiriháttar loddaraskap, sem
miðillinn framkvæmir, jafnvel á léleg-
um „líkamninga“fúndi. Það fólk, sem
sækir andafundi, er venjulega óhæft til
að hugsa skynsamlega, og um leið til
að skynja normalt, af því að undir
niðri vill það láta blekkjast og er kom-
ið hingað þeirra erinda. Meðal þeirra,
sem sitja venjulegan miðilsfund, er
það áreiðanlega í fæstum tilfellum
miðillinn, sem þarf lækningar við,
heldur fundargestimir, the sitters. Og
það er fásinna að halda, að það fólk,
sem hangir á miðilsfundum, læknist
þótt komið sé upp um einn miðil. Ef
það fer ekki til sama miðilsins aftur,
óðar en hann er kominn úr steininum,
þá fer það ofur einfaldlega til næsta
miðils. Hiij sígildu svör andatrúar-
manna, lærðra manna ekki síður en
leikra, þegar upp kemst um miðil, eru
þessi: „Það getur verið, að Lára miðill
hafi svik í frammi - stundum. En í öll
þau 42 skipti, sem ég var á fundum
hjá henni, get ég lagt sáluhjálpareið út
á að hún hafði engin svik í frammi."
Ef síðan fást órækar sannanir - eða
t.d. játning miðilsins sjálfs - fyrir því
að hún hafi alltaf „svikið", ekki aðeins
í þessi 42 skipti, heldur á hverju
kvöldi í tíu ár, tuttugu ár, þá svarar
andatrúarmaðurinn: „Það getur verið,
að Lára miðill svíki alltaf, en hitt get
ég lagt eið út á: Ásta miðill svíkur
aldrei.“ Og ef Ásta miðill reynist
„svikari“ er svarið: „Það má vel vera,
að bæði Lára miðill og Ásta miðill
svfki, en það get ég boðið sáluhjálpa-
reið út á, að ekki sveik hann Indriði
miðill meðan hann var á h'fi“ - og ef
líkur þykja síðan benda til þess, að
Indriði miðill hafi einnig svikið, þá
bendir andatrúarmaðurinn á miðilinn
frú Píper í Englandi eða Ameríku,
„sem aldrei sveik, eða a.m.k. trúði Sir
Oliver Lodge því, að hún sviki ekki,
og annar eins maður og hann fer ekki
með neina lygi,“ - o.s.frv. endalaust.
Það er af svörum eins og þessum, sem
draga má nokkrar ályktanir um sálar-
ástand venjulegra andatniarmanna.
Tímarit Máls og menningar, 3. hefti
1940. Greinin er hér endurbirt stafrétt.
upp í opið geðið á manni. En ósann-
sögli, trúarhræsni, vantandi sjálfs-
gagnrýni og aukið sjálfsálit eru
skapgerðareiginleikar, sem talið er
að verði sérstaklega oft vart með
flogaveikum er frá líður.“
Eftir þessa persónulýsingu víkur
sögunni aftur í hús Einars Kvarans.
Það er skemmst frá því að segja að
unglingsstúlkan Lára hafði vart stig-
ið fæti inn fyrir þröskuldinn þegar
undarlegir hlutir fóru að gerast. Sjálf
lýsti hún því svona í viðtali við séra
Svein Víking: „Aldrei gleymi ég
fyrsta deginum í vistinni hjá Kvar-
anshjónunum... frúin hvíslaði því
að mér, að ég skyldi ganga hægt
inn, þegar ég kæmi, því það yrði
fundur í stofunni um kvöldið. Eg
renndi þegar grun í, hvers konar
samkoma það væri, hafði heyrt talað
um miðilsfundi, sem þar væru
haldnir. Og ekki allt vingjarnlegt,
sem um það var sagt. Það var því
ekki laust við, að í mér væri ofurlít-
ill beygur, er ég læddist inn í íbúð-
ina um kvöldið. Eg sá, að ekkert ljós
var í stofunni og smeygði mér hljóð-
lega meðfram dyrunum og inn í
borðstofuna. En ég er ekki fyrr
komin inn, en það grípur mig eitt-
Halldór Laxness árið 1940.
hvert máttleysi og ég er orðin allt
öðru vísi en ég átti að mér.“
Lára tók nú að upplifa æ fleiri
„dularfulla" atburði og innan tíðar
fékk hún að sitja miðilsfund hjá ís-
leifi Jónssyni. Hún segir: „Eg man
eftir því, að þegar miðillinn var að
sofna, fékk ég þennan undarlega
doða, sem farinn var að ásækja mig
upp á síðkastið, en reyndi með öllu
móti að spoma við því að ég sofn-
aði... Þegar nokkuð var liðið á
fundinn, stendur miðillinn upp úr
stólnum og gengur til mín með
framréttar hendur, og sá ég greini-
lega geisla stafa frá fingrum hans.
Hann leggur síðan hendumar á höf-
uð mér, og um leið heyri ég ókunna
karlmannsrödd, sem segir: „Hér er
miðill." Meira heyrði ég ekki, því í
þeirri svipan missti ég alla meðvit-
und.“
Teningnum var kastað. Lára Ág-
ústsdóttir, 15 ára, var uppgötvuð á
þennan hátt af einum helsta miðli
landsins heima hjá oddvita hreyfing-
arinnar.
Ógæfa, örbirgð og þjáning
Lára virðist ekki hafa verið hjá
Kvaranshjónunum nema eitt ár, og
er nokkuð óljóst hvað olli því að
hún fór úr vistinoi: hún segist
smámsaman hafa fyllst vanlíðan og
haft áhyggjur af því að hún væri að
missa heilsuna. Hún segir að Einar
Kvaran hafi viljað að hún gæfi sig
meira að miðilsstarfinu en hún hefði
svarað því til að hún væri of ung,
nógur yrði tíminn til þess seinna.
Óhætt er að segja að það hafi gengið
eftir.
Næstu ár var hún meðal annars í
vist í Skagafirði en átti við að stríða
sífelld yfirlið og veikindi. Sjálfsagt
hefur flogaveikin verið þar að verki
en í ævisögu sinni rekur Lára
veikindin einvörðungu til miðils-
hæfileika sinna. Árið 1918 sneri hún
aftur til Reykjavíkur, meðal annars í
því skyni að láta rannsaka betur
tengslin við andaheiminn. „Ekkert
varð samt úr því að ég léti rannsaka
mig, né heldur reyndi ég þá af nokk-
urri alvöru að þroska og þjálfa þessa
hæfileika mína. Þvert á móti leitað-
ist ég við að bæla þá niður, enda
þótt það hefði í för með sér bæði
óþægindi og vanlíðan. Hófst og þá,
eða ekki löngu seinna, nýr þáttur í
ævi minni, annars vegar unaðslegt
ævintýr ástfanginnar stúlku, hins
vegar sárbitur vonbrigði, ógæfa, ör-
birgð og þjáning."
Erfítt hjónaband
I dómnum yfir Láru kemur frarn
að árið 1922 kynntist hún Páli Thor-
berg Jónassyni bifreiðarstjóra í
Reykjavík. Þau bjuggu saman um
skeið og eignuðust tvö böm. Leiðir
þeirra skildu og árið 1927 giftist hún
Þorbergi Gunnarssyni. Hann var
fæddur 1887 og því tólf árum eldri
en hin 28 ára gamla Lára. Raunaleg
mynd er dregin upp af hjónabandi
Þorbergs og Láru í dómsskjölunum:
„Þau eignuðust saman 3 börn, sem
lifa, eitt bam þeirra fæddist í blóð-
láti, en tveimur fóstmm var eytt að
læknisráði. Fjárhagur þeirra var svo
erfiður, að þau þágu af sveit mestan
sambúðártímann, og samlyndi
þeirra var afleitt og heimilisbrag
þeirra virðist hafa verið mjög áfátt."
Lára sagði fyrir rétti að hún hefði
starfað sem miðill frá 18 ára aldri,
„hafi allt gengið vel og svikalaust
fyrst. Var það fyrst eftir hjónaband
hennarÆg ákærða Þorbergs, eftir því
sem sannað er, að hún tók að beita
svikunum “- . .
Svo virðist sem afkoma íjölskyld-
unnar hafi meira eða minna oltið á
því sem inn kom á miðilsfundum
Láru. Fram kemur í dómsskjölum
að aðgangseyrir var tvær til þrjár
krónur, og hafði hún 20 til 60 krón-
ur uppúr krafsinu í hvert skipti. Á
þessum ámm var gríðarlegur áhugi
á spiritisma og því var mikil aðsókn
á fundi hjá Láru, enda varð hún
skjótt kunnasti miðill landsins.
„Aðalstjórnandinn var
„systir Clementia“, en
auk hennar ýmsir aðrir,
meðal annars smábörn.
Fuglar flugu jafnvel um
fundarherbergið, tístu og
sungu og Abessiníumenn
gengu þar um eins og
heima hjá sér.“
Ekki tókst að upplýsa fyrir dómi
hvenær Lára fór að beita svikum á
fundum, þrátt fyrir að þau Þorbergur
væm bæði yfirheyrð um tildrögin:
„Urn upphaf svikanna ber fram-
burðum hjónanna nokkuð á milli, og
verður eigi með vissu um það sagt,
hvort þeirra átti fyrstu uppástungu
að þeim. Kenna þau hana hvort öðm
og em eigi aðrir til frásagna um það
atriði. Segir ákærða, að á meðan á
sambúðinni við ákærða Þorberg
stóð, hafi sér farið að ganga verr á
fundunum, enda hafi hún verið
þreytt af heimilislífinu, bæði ósam-
lyndi og bamafjölda... Ákærði Þor-
bergur hefur að vísu haldið því
fram, að ákærða hafi með áhrifa-
valdi sínu og hótunum um ófarir
fengið sig til þátttöku í svikunum,
en ósannað er að svo hafi verið.
Ákærða virðist þó hafa verið drif-
fjöðrin í þessu, enda framkvæmdi
hún sjálf svikin á fundunum."