Alþýðublaðið - 23.11.1995, Page 15

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Page 15
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 Umfangsmikil svik Þeir sem sækja miðilsfundi nú- tímans eiga sjálfsagt torvelt með að gera sér í hugarlund hvernig bein svik fara fram. Miðlar nú um stundir halda yfirleitt íjölmenna skyggnilýs- ingarfundi, þarsem fram fer uppboð á „gömlum, góðlegum konum“ í stórum stíl. Nei, fúndir Láru voru al- deilis með öðrum brag. A rökkvuð- um fundum Láru miðils heyrðust framandi raddir, „líkamningar" gengu um gólf, sumir þóttust sjá framliðin dýr á vappi og ástvinir höfðu samband af astralplaninu. Til þess að fundirnir væru sem áhrifaríkastir setti Lára á svið heil- mikla sýningu, einsog fram kemur í dómsskjölunum: „Þau [Lára og Þorbergur] ákváðu að kaupa hvíta slæðu úr þunnum vefnaði, og var það framkvæmt. Einnig útbjuggu þau grímur eða andlitslíkön. Tæki þessi notaði svo ákærða á fundunum til að sýna útfrymis- og líkamningafyrirbrigði. Hélt hún tækjum þessum uppi og hreyfði þau með höndum sínum á fundunum, þegar við átti. Akærði Þorbergur setti fjalabotn í stól þanh, er ákærða sat á fundunum, þannig að hólf myndaðist undir stólsetunni, og einnig útbjó hann lok framan á stólnum, sem hægt var með hægu móti að opna og loka, og var ekki áberandi að sjá, þegar það var lokað. Notaði ákaérða þetta til að geyma svikatækin í og opnaði það svo í dimmunni á fundinum eftir þörfum og tók úr því tæki og setti aftur í það notkun lokinni.“ Sneypuför til Lundúna Hið óhamingjusama hjónaband Láru og Þorbergs rann sitt skeið árið 1936. Snemma árið eftir hófst ástar- samband Láru og Kristjáns Ingvars Kristjánssonar. Hann var þá 46 ára, og hafði urn nokkurt skeið sótt mið- ilsfundi Láru. Kristján kom líka við sögu í réttarhöldunum enda varð hann Láru afar handgenginn og kom í stað Þorbergs sem aðstoðannaður hennar við svikin. Um það segir meðal annars í dómsskjölunum: „Framan af mun ákærði Kristján Ingvar hafa verið grunlaus um að ákærða beitti svikum í miðilsstarf- semi sinni. Fyrsti grunur hans um að svo væri vaknaði, þegar hann eitt sinn tók á útfrymi frá ákærðu og fann, að það var viðkomu eins og venjuleg slæða. Þá sýndi ákærða honum eitt sinn tvær eða þrjár myndir sem teknar höfðu verið á áð- umefndum myndatökufundum [þar sem hæfileikar Láru voru rannsak- aðir], og sagði honum, að myndimar væm af dóttur sinni og bað hann að segja ekki frá þessu.“ Kristján Ingvar varð fylgdamiað- ur Láru í ferð hennar til Lundúna haustið 1937. Sálarrannsóknafélag þar í landi bauð henni, kostaði ferðir og uppihald og greiddi henni auk þess þóknun. Þá greiddi félagið einnig fyrir fylgdarkonu Láru og ferðir og uppihald Kristjáns Ingvars. Þetta var lítil sigurför: Lára beitti svikum en Bretamir vom ekki eins auðblekktir og fundargestir hennar í Bjarnaborginni. Af ljósmyndum, sem teknar vom á fundunum, var greinilegt að um svik var að ræða. I dómsskjölum segir að á tveimur fundum hafi Lára notað slæðu og andlitslíkan, ennfremur að hún hafi notað vasaklút til að láta h'ta svo út sem einn af „líkamningunum“ væri með yfirskegg! Þá hafði Kristján Ingvi eftir Lám að hún hefði einu sinni notað nærklæði sín til að blekkja með við sýnilegu fyrirbrigð- in. Eftir þessa sneypuför til heims- borgarinnar hélt Kristján Ingvi tvær samkomur þarsem hann sagði frá ferðinni: og var lýsing hans allijarri veruleikanum. En tími Kristjáns sem hjálparkokks Lám var á senn á enda, og inná sviðið steig þriðji maðurinn sem síðar var dæmdur með henni fyrir svik. Þriðji maðurinn Óskar Þórir Guðmundsson fædd- ist 1920 og var því 21 ári yngri en Lára miðill. Árið 1938 - þegar hann var 18 ára en hún 39 - tók hann að sækja fundi að staðaldri og gmnaði ekki að nein brögð væru í tafli. „Hann tók svo að venja komur sínar til ákærðu og eiga vingott við hana,“ segir í dómsskjölum, „og í októrber 1938 fluttist hann á heimili hennar og bjó með henni þar til í september 1940, að hann fór frá henni og trú- lofaðist annarri stúlku. Meðan hann bjó með ákærðu, hafði hann sjálfur engar tekjur, heldur lifði hann á fé ákærðu, er hún aflaði með því að selja aðgang að miðilsfundum sín- um. Er meðal annars upplýst, að ákærða lagði honum til fé til allmik- illa fatakaupa, meðan þau bjuggu saman.“ Vitnisburðum Lám og Óskars um hlutdeild hans í svikastarfseminni bar ekki saman. Hún sagði að hann hefði beinlínis aðstoðað sig við svikin og „hvatt sig mjög til funda- halda og verið mjög frekur til tekna af fundunum en ekkert viljað vinna sjálfur fyrir sér.“ Óskar neitaði þessu, kvaðst hafa tekið við að- gangseyri á fundum, en eftir að hon- um urðu svikin ljós hafi hann dregið veralega úr fundasókn. „Hún er framúrskarandi talhlýðin og reiðubúin að segja sannarlega ósatt upp í opið geðið á manni.” Svikamyllan afhjúpuð Sem fyrr sagði yfirgaf Óskar Lám í september 1940. í október dundu hinsve’gar ósköpin yfir: svik Láru miðils vom afhjúpuð. Það segir sína sögu um hversu Lára miðill var umtöluð og kunn, að fréttin af afhjúpuninni raddi tíðind- um af seinni heimsstyrjöldinni af forsíðum blaðanna. Alþýðublaðið lagði næstum alla forsíðuna undir málið og birti auk þess stóra mynd af Lám, sem tekin var á miðilsfundi árið 1934. Við hlið Láru er meintur „líkamningur" en líkist reyndar fremur illa gerðri brúðu, einsog sagt er í myndatexta. Alþýðublaðið skýrir svo frá til- drögum þess að svik Lám komust upp: „Það var Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem raunvemlega afhjúpaði svik frúar- innar. Hann fór stöðugt að sækja fundi til frúarinnar vegna þess að hún sendi honum skilaboð um að látin kona Sigurðar, Anna Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona, vildi tala við hann, en þau Sigurður og kona hans höfðu oft, meðan hún lifði, rætt um þessi mál, og taldi hún Lám vera svikamiðil. Sigurður hefur sótt marga fundi til frú Lám undanfarið á Hverfisgötu 83 (Bjamaborg), og bar upp á hana svikin, því að hann taldi hana svika- miðil. Rannsakaði hann lengi allar aðstæður og var loks talinn vera orðinn svo „góður fundarmaður", að hann fékk að sitja í stól nr. 1, það er næst stól frúarinnar, þegar á fundi stóð. Síðastliðið föstudagskvöld var haldinn fundur. Kom Sigurður á fundarstað, laust áður en fundur hófst, frúin sat í stofu og rabbaði við kunningjakonu sína, en Sigurður gekk í fundarherbergið og rannsak- aði það hátt og lágt, að sjálfsögðu án vitundar frúarinnar. í fyrstu fann hann ekkert athugavert. Hann skoð- aði stól frúarinnar og inn í skáp, sent var rétt hjá stólnum og fann ekkert. En undir þessum skáp fann hanr) böggul. í bögglinum var gardínuefni yst en innan í geysistór gasslæða. Nokkrir gestir voru komnir í her- bergið, þar á meðal Ásmundur Gestsson gjaldkeri og Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kona hans og önnur kona til. Sýndi Sig- urður þeim pakkann og bað þau að leggja sér vel í minni, hvemig um hann væri búið. Lét hann pakkann síðan með sömu uminerkjum undir skápinn, en þó þannig að rétt sá á hann. Fundurinn hófst síðan. Hinir venjulegu kunningjar komu þarna fram en fundurinn þótti þó ekki merkilegur, enda sögðu andamir að frúin væri kvefuð og illa fyrir köll- uð. Lauk svo fundinum og ljósið var kveikt. Gestimir fóm að tínast út, en Sigurður bað þá sem séð höfðu pakkann áður en fundur hófst að doka við og sömuleiðis frú Lám. Er allir vom famir, nema þeir, hann og Lára ætlaði hann að taka pakkann þar sem hann hafði látið hann, en pakkinn var þá ekki á sínum stað heldur kominn alveg upp að þili innst inn undir skáp. Sigurður benti vitnum sínum á þetta, tók síðan pakkann, sýndi vitnunum og var þá allt öðm vísi um hann búið en áður, gardínuefnið var nú innst en gas- slæðan vafin utan um það. Lára neitaði því er Sigurður spurði hana, að vita nokkuð um þennan pakka. Það skal tekið fram að á meðan á fundi stendur er miðillinn í algem myrkri, en svolítil draugaleg ljós- glæta skín á gestina, svo að óglöggt má greina andlit og hendur." í frétt Alþýðublaðsins er sagt að þúsundir manna hafi sótt miðils- fundi frú Lám og fjöldi fólks trúað statt og stöðugt að hún hefði milli- göngu um samband við aðra heima, en aðrir talið hana svikamiðil eftir að hafa sótt hjá henni fáeina fundi. Fullyrt er að hún hafi haft miklar tekjur af fundahöldunum, enda vom á stundum nokkrir fundir í viku og þurftu menn ævinlega að greiða að- gangseyri. Alþýðublaðið telur upp hvað menn fengu fyrir peningana sína: „Líkamningafyrirbrigði, af- holdgunarfyrirbrigði, skyggnilýsing- ar, útfrymi, samtöl, bréfaskriftir og fleira, allt „yfimáttúrulegt“ með frú Lám sem miðil og ýmsa stjómend- ur. Aðalstjómandinn var „systir Cle- mentia“, en auk hennar ýmsir aðrir, meðal annars smáböm. Fuglar flugu jafnvel um fundarherbergið, tístu og sungu og Abessiníumenn gengu þar um eins og heima hjá sér.“ „Landhreinsun“ Lögreglan í Reykjavík hafði snör handtök eftir að Sigurður hafði sýnt fram á svikin. Lára var sett í gæslu- varðhald, sem og Þorbergur Gunn- arsson og Kristján Ingvi Kristjáns- son. Óskar Þórir var yfirheyrður: öll tjögur vom ákærð. Lára var vistuð á Kleppi frá 31. október til 22. desember 1940, þar- sem Helgi Tómasson gerði áður- nefnda geðrannsókn á henni. Niður- stöður hans vora meðal annars þess- ar: „Hún er hvorki fáviti né haldin ákveðnum geðsjúkdóm. [...] Það er um að ræða lítt menntaða, félags- lega lágt setta konu, siðferðislega ágallaða, sem lifir við sult og seym, oftast á sveitarinnar kostnað að ein- hverju leyti, við híbýlaþrengsli, í óhamingjusömu hjónabandi og öldugangsástalífi.“ Einsog áður kom fram, taldi Helgi Tómasson einsýnt að „miðilsástand" Lám væri ekki annað en einkenni á flogaveiki hennar. I undirrétti var Lára miðill dæmd í árs fangelsi fyrir ijársvik og Þor- bergur til hálfs árs fangelsisvistar. Kristján Ingvar og Óskar Þórir vom dæmdir skilorðsbundið til fjögurra mánaða fangelsisvistar hvor. Hæsti- réttur mildaða dóma yfir öllum sak- bomingunum: Lám var nú gert að sæta sex mánaða fangelsi, en Óskar Lára miðill fallin í „dá”. Henni á vinstri hönd er „líkamningur” sem átti að vera úr öðrum heimi en var í raun og veru brúða sem eiginmaður Láru bjó til. Þórir og Kristján Ingvi hlutu tvo mánuði hvor, og vom allir dómamir skilorðsbundnir. Þorbergi var hins- vegar gert að sæta íjögurra mánaða fangelsi, enda hafði hann áður kom- ist í kast við lögin. Lára miðill þurfti því ekki að fara í tugthúsið. En ferli hennar í Reykja- vík var lokið. Ymsir urðu til að taka undir með Alþýðublaðinu eftir að svik Láru urðu uppvís: „Má telja landhreinsun að því að þessi svik hafa nú loksins verið afhjúpuð." Sögulok Lára fluttist nokkm síðar til Akur- eyrar þarsem hún gekk í hjónaband á nýjan leik og þar lést hún. Áður- nefnd bók séra Sveins Víkings kom út árið 1962. Sveinn Víkingur var mikill áhugamaður um sálarrann- sóknir og hann var sannfærður um hæfileika Lám sem miðils. í bókinni er ekki farið ofan í saumana á mála- ferlunum örlágaríku eða aðdraganda þeirra, og ýmislegt er í mótsögn við það sem fram kemur í dómsskjöl- um. í réttarsal hafði verið sannað, meðal annars með játningum Lám sjálfrar, að stórfelldum svikum hafði verið beitt og fjöldi fólks blekktur. Allt og sumt sem Lára hefur að segja, tuttugu ámm síðar, er þetta: „Sjálf veit ég í raun og vem ekki hvað gerðist eða ekki gerðist. í mið- ilssvefni gefúr maður sig algerlega á vald öflum, sem maður ekki þekkir og veit ekki sjálfur hvað gerist. Sjálf er ég þá viljalaust tæki, sem auðvelt er að misnota, ef óvandaðir eiga í hlut. Hafi ég játað, eins og sagt er, að ég hafi gjört, þá hefur það verið í örvilnan og uppgjöf, þar sem ég var svo að segja viti mínu fjær.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.