Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 19

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 19
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar Umsagnir Sæmundar Guðvinssonar um bækur Hinn 17. júní síðastliðinn ávarpaði Davíð Oddsson forsætisráðherra þjóðina af Austurvelli. Ræða Davíðs markaði pólitísk tímamót: hann reyndist hafa komið sér upp hvorki meira né minna en heilli skoðun á tilteknu máli. Þarmeð fjölgaði stefnumálum hins pólitíska oddvita þjóð- arinnar um allan helming. Áður hafði hann sagt okkur frá því hjartans máli sínu að fækka beri þingmönnum: 1 skugga Jóns Sigurðssonar afneit- aði forsætisráðherra afdráttarlaust mögulegri að- ild íslands að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson lét eiginlega í veðri vaka að hann hefði umboð frá sjálfum Jóni forseta mál- inu. Á forsætisráðherra var að skilja að nú, 150 árurn eftir að alþingi var endurreist, ætti dálítill hópur manna (Alþýðuflokkurinn) þann draum stærstan að selja íullveldi landsins og sjálfstæði þjóðarinnar alla leið til Brussel. Á slíkri ögur- stundu er harla gott að Island eigi einn mann. Ætli Davíð Oddsson hafi einhvemtíma lesið sögu sjálfstæðisbaráttunnar, umfram kannski námsbækur Hriflu- Jónasar? Ég er ekki viss. Ætli Davíð viti hveijir voru gmnntónar í sigursinfóníu Jóns Sigurðssonar? Tæpast, ef marka rná sögu- skýringar hans. Ætli Davíð láti sig dreyma um öðlast svipaðan sess í námsbókum næstu aldar og Jón Sigurðsson hefur nú? Alveg áreiðanlega. Mun honum takast það? Alveg áreiðanlega ekki. Jón Sigurðsson var uppi á 19. öld en hugsaði einsog 20. aldar stjómmálamaður. Davíð Odds- son er uppi á 20. öld en hugsar einsog 19. aldar stjómmálamaður. Tökum dæmi. Um hvað snerist barátta Jóns Sigurðssonar? Hann vildi að alþingi fengi fullt löggjafarvald með konungi. hann vildi að fjár- hagur Danmerkur og Islands yrði aðskilinn, hann vildi innlenda stjóm, hann vildi óheft verslunar- frelsi við aðrar þjóðir. Ef einhver nennir að þræla sér í gegnurn öll skrif Jóns Sigurðssonar þá ætti hann að reyna að finna eina aukatekna setningu þarsem sjálfstæðis- hetjan krefst fullkomins sjálfstæðis og fullveldis íslands. Sá hinn sarni ntun fara í geitarhús að leita ullar. Jón Sigurðsson skildi það sem Davíð Oddsson skilur ekki: að velmegun þjóðarinnar, farsæld og framfarir em undir því komin að við eigum sem mest viðskipti við aðrar þjóðir. Davíð Oddsson, sem í sumar hefur látið möppudýr sín iðja við að hækka tollamúra, sem afneitar Evrópusamvinnu, sem óttast ekkert meira en aðrar þjóðir - þessi Davíð Oddsson ætti að lesa sér til í skrifum Jóns forseta. Þangað til hann finnur sér tfma getum við gefið honum smjörþefinn. Hér höfum við afstöðu Jóns forseta til frelsis og viðskipta: „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeiin skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að lifa einn sér, og eiga ekki viðskipti við neinn. Frelsið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi sem snertir mannfélagið, kemurfram nema í viðskiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis Jón Sigurðsson var nefnilega ekki rómantískur angurgapi, einsog svo margir af þjóðemissinnum Jón Sigurðsson var uppi á 19. öld en hugsaði einsog 20. aldar stjórnmálamaður. Davíð Oddsson er uppi á 20. öld en hugsar einsog 19. aldar stjórnmálamaður. síðustu aldar. Hann var raunsær stjómmálamaður. Hann óttaðist ekki útlönd. Hann leit ekki svo á að „sjálfstæði" þjóðarinnar væri best borgið með því að reisa múr umhverfis landið. Hann hafði ekki asklok fyrir himinn. Davíð Oddsson er pólitískur heimalningur sem óttast veröldina fyrir utan túnfótinn. Hann lítur svo á, að frelsið sé ,j því að lifa einn sér“. Nei, Davíð Oddsson á ekkert sameiginlegt með Jóni Sigurðssyni. Vilji hann hinsvegar finna sér sálufélaga frá síðustu öld - þá væri honum nær að halla sér uppað Trampe sáluga greifa. Þar fyndi Davíð Oddsson mann sem var álíka mikið á móti samtímanum og hann er sjálfur. ■ Ingólfur Margeírsson: María - konan bak vid godsögnina Vaka-Helgafell 1995 Vissulega hefur líf Maríu oft verið fullt af hamingju og gleði en engin er rós án þyrna og það er langt í frá að María hafi alltaf átt sjö dagana sæla. Þær myndir sem birtast okkur í bókinni eru sumar dökkar, fullar af sársauka og angist. Fyrsta áfallið kom snemma á ævinni þegar María komst að því að hún var kjörbarn. Hún heldur ung út í heim Ijós- myndafyrirsætunnar og á þar mikilli velgengni að fagna. Þetta er mikil og ströng vinna og margs konar freist- ingar bíða á næsta horni. Ingólfur Margeirsson hefur einstakt lag á að magna áhrif frásagnar Maríu hve- nær sem færi gefst. Litla þorpið Deauville við Signuflóa var athvarf Maríu frá brjálæði tískuheimsins í París. Þangað fór hún „til að finna sterkan storminn í fangið á auðri ströndinni, horfa á dökk skýin æða um trylltan himininn og villtar öld- urnar hamrandi ströndina meðan máninn slokknaði og kviknaði á víxl." Þetta er eins og að horfa á at- riði í kvikmynd þar sem tónlist er notuð til auka þau hughrif sem verið er að lýsa. Sigurður A. Magnússon: Irlandsdagar Fjölvi 1995 Að loknum inngangi er sérstakur kafli um land og sögu þar sem saga þjóðarinnar er rakin á skilmerkilegan hátt. Því næst kemur langur kafli um Dyflinn þar sem ýmis sögulegur fróðleikur er fyrirferðarmikill í bland við lýsingar á hinum ýmsu hverfum borgarinnar og könnunarferðum höfundar um stræti og torg. Síðan er lagt upp í ferðina um írland og víða komið við. Frásögn Sigurðar er lifandi og vel skrifuð eins og hans er von og vísa. Sagan drýpur af hverju þorpi og frásagnir af löngu liðnum átökum og atburðum ásamt lýsing- um á sögulegum minjum eru fyrir- ferðarmiklar. Irlandsdagar er afar fróðleg og á köflum skemmtileg lesning. Sigurður A. Magnússon hefur gott auga fyrir umhverfinu og lýsingar hans á landi og þjóð bera vott um einlægan áhuga hans fyrir viðfangsefninu. Það hefur ekki í ann- an tíma verið gefin út á íslensku jafn ítarleg og vönduð bók um írland. Bókin er kærkomin öllum þeim sem vilja kynna sér Eyjuna grænu og gagnast vel þeim er hyggja á ír- landsferð. Alþýðublaðið - umtalaðasta blað í heimi miðað við fólksfjölda! mningaráskrift - aðeins 750 ublaðið leggur áherslu á umræðu um pólitík, • Alþýðublaðið leggur áherslu á umræðu um pólitík, menningu og málefni líðandi stundar. Alþýðublaðið hef- ur á að skipa hárbeittum og bráðskemmtilegum stílistum sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. • Við bjóð- um nú kynningaráskrift að blaðinu fyrir aðeins 750 krón- ur á mánuði. • Vertu með á nótunum og lestu greinar Hallgríms Helgasonar, Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Halldórs Björns Runólfssonar, Arnórs Benónýsson- ar, Jónasar Sen, Sæmundar Guðvinssonar, Guð- mundar Andra Thorssonar og Hrafns Jökulssonar. • Hafðu samband í síma 652 5566, sendu símbréf í 652 9244 eða sendu svarséðilinn til Alþýðublaðsins, Hverf- isgötu 8- 10, 101 Reykjavík. Alþýðublaðið - ekki bara ^ fyrir krata! krónur á mánuði i--------------------------------------------1 ! Nafn j ------------------------------------------- ' Heimilisfang____ | Staður I ——— ! Póstnúmer ! Kennitala i ---—----------------------;---------------- > Ég óska eftir að greiða með □ gíróseðli □ greiðslukorti I ! númer: Gildirtil:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.