Alþýðublaðið - 12.04.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 t ö I v u r ■ Það þótti nýverið mikil frétt þegar heimsmeistarinn í skák, Gary Kasparov, fór um skeið halloka í einvígi við tölvu. En það eru fráleitt ný tíðindi að vélar sigri menn í skák: Hrafn Jökulsson segir frá ógnvekjandi skákvél sem kölluð var Tyrkinn og hrelldi skákmenn um áratugaskeið á 18. og 19. öid; en var síðan afhjúpaður af ekki minni manni en Edgar Allan Poe n Skáktölvan n sem lagði Napóleon keisara Maðurinn sem smíðaði Tyrkjann var frægur uppfinningamaður við hirð Maríu Teresu keis- araynju - hann hét Kempelen, og fékkst við ýmislegt nýtilegt um dagana. Hann hannaði til dæmis dælubúnað sem notaður var í gosbrunnunum við keisarahöllina Schönbrunn, og hann hafði líka umsjón með neti skipaskurða sem tengdu Búdapest við Miðjarðarhafíð. Ennfremur var Kempelen brautryðjandi í prentun bóka með upphleyptu letri, sem ætlað var blindum, þótt sú uppfinning kæmi ekki að fullum notum íyrren sérstakt blindraletur var líka fundið upp. Hann gerði líka tilraunir með talandi vélar, og þótt árangurinn væri ekki sérlega merkilegur, þótti hann að minnsta kosti hafa verið á réttri leið - og frumkvöðlar í fjarskipt- um notuðust síðar við ýmsa þætti úr rannsóknum hans. En skákvélin Tyrkinn var þó það sem gerði Kempelen frægan - hon- um sjálfum til blendinnar ánægju. Hann var að vísu mjög stoltur af handleggjum og höndum brúðu sinn- ar og þeim legum sem gerðu Tyrkj- anum kleift að hreyfa handleggina hámákvæmt, grípa taflmenn á skák- borðinu og færa þá á rétta staði. Sá útbúnaður Kempelens var síðar not- aður við þróun í gervilimasmíði og reyndist afar gagnlegur. Á hinn bóg- AÐALFUNDUR 1996 Aðalfundur Granda hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 17:00 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík. DAGSKRÁ í. Venjuleg aöalfundarstörf. I o 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Atkvæöaseölar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir aö ákveöin mál veröi tekin til meðferöar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiöni um þaö aö hafa borist félagsstjórn meö nægilegum fyrirvara, þannig að unnt sé aö taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, inn þótti Kempelen sjálfum heldur lítið til um sjáifan kassann sem skák- vélin átti að vera ofan í, og fannst þetta allt saman of skylt töfrabrögð- um til að vísindamaður einsog hann gæti verið stoltur af svona smíði; En í sannleika sagt var Tyrkinn mikil dvergasmíð, og hinir mætustu menn reyndu í marga áratugi að átta sig á leyndarmáli hans, án árangurs. Kassinn, eða borðið, sem Tyrkja- brúðan sat við var um það bil áttatíu sentimetrar á hæð, einn metri á lengd og sextíu sentimetrar á breidd. Þar hefði maður semsagt getað falið sig innan í, þótt ekki hefði hann átt þægi- Napóleon mikli. Var sérlega tapsár og reyndi að svindla á Tyrkjanum. en hyggjast gefa umboö, þurfa aö gera það skfiflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK lega vist, en áðuren Tyrkinn hóf tafl- mennsku, sýndi stjómandi hans áhorfendum inn í kassann og þar var ekkert að sjá nema tannhjól, svo ekki virtist fara milli mála að um raun- verulega skákvél væri að ræða. Fram- an á kassanum voru þijár hurðir og niðri var gólf þar að auki löng skúffa, og þetta var allt saman opnað uppá gátt og dregið út. Stjómandinn opn- aði fyrst hurð á vinstri hlið kassans, og fór svo bakvið hann og opnaði hurð þar og kveikti á kerti sem áhorf- endur sáu skína gegnum tannhjólin og vélabúnaðinn í kassanum. Síðan var hurðinni aftan á lokað, en skúffan framan á og hinar vær hurðimar þar opnaðar líka, og loks opnuð önnur hurð aftan á og kerti látið skína í gegn sem fyrr. Að síðustu var klæð- um flett frá brjósti brúðunnar, svo enginn freistaðist nú til að halda að innan í Tyrkjanum sjálfum leyndist maður. Allt var þetta svo sannfærandi að þótt efasemdarmenn kæmu hvað eftir annað að horfa á Tyrkjann tefla, þá gátu þeir með engu móti séð að mað- ur gæti verið í felum innan í kassan- um, því engin leið var að álykta ann- að en alltaf sæist beint í gegnum hann. Og jafnvel þó svo maður væri í kassanum, hvemig vissi hann þá hvað væri að gerast uppi á taflborð- inu, og hvemig hreyfði hann hand- leggi brúðunnar svona hámákvæmt að aldrei féll Tyrkjanum peð úr hendi? Því hlutu menn að komast að þeirri niðurstöðu að Tyrkinn væri í raun og vem skákvél, eða henni væri að minnsta kosti fjarstýrt á einhvem dul- arfullan hátt. En í raun og vem var náttúrlega maður innan í Tyrkjanum. Ástæðulaust er að lýsa því hér í smá- atriðum hvemig hann faldi sig í þess- um þrönga kassa meðan stjómandinn hélt öllum hurðum opnum fyrir sýn- ingamar, en þar komu speglar mjög við sögu, einsog í mörgum töfra- brögðum nútímans - þegar áhorf- endur horfa gegnum vélina sáu þeir í raun aðeins gegnum hluta hennar. Tyrkinn siær í gegn við hirð Maríu Teresu 'Kempelen sýndi Tyrkja sinn fyrst árið 1769, við hirð Maríu Teresu og vakti Tyrkinn mikla lukku - enda tefldi hann ekki aðeins snilldarlega heldur gat hann líka svarað spumingum með því að benda á ákveðna reiti á skák- borðinu. Næstu fjögur árin varð Kempelen hvað eftir annað að sýna Tyrkja sinn, þegar gestir komú til Vínar, og svo fór að hann varð leiður á öllu saman, og eyðilagði vélina - til þess að geta helgað sig merkilegri viðfangsefnum. En Tyrkinn lét ekki að sér hæða. Árið 1781, átta ámm eftir að Kempe- len eyðilagði vél sína, var honum skipað af Jósef II keisara, eftirmanni Maríu Teresu, að búa til nýjan Tyrkja. Þá var Páll stórhertogi frá Rússlandi nefnilega í heimsókn í Vínarborg með konu sinni, en þessi einkasonur Katrínar miklu varð seinna keisari yfir Rússlandi nokkra hríð. Sem fyrr sló Tyrkinn í gegn og eft- ir sýninguna fyrir Pál stórhertoga leyfði Jósef II Kempelen að fara í sýningarferð um Evrópu með skákvél sína. Tyrkinn fór til Lundúna, Parísar, Amsterdam og Þýskalands, og náði hvarvetna stórglæsilegum árangri. Raunar vom það aðeins allra sterk- ustu skákmeistaramir sem gátu sigr- ast á Tyrkjanum, svo sem Italinn Verdoni og Frakkamir Bemard og Philidor - en sá síðastnefndi var langsterkasti skákmaður heims um sína daga og reyndar einn áhrifamesti skákmeistari allra tíma, því ýmis hugtök sem allar götur síðan hafa einkennt skáklistina em frá honum komin. Það var því varla von að Tyr- kinn stæðist Philidor snúning, en flestallir aðrir andstæðingar sóttu | Ij jjjjjwj “■ISII yiilpy í;s-l ‘ íll », ‘ ^ ■ ■" ekki gull í greipar vélarinnar-, svo orðstír hennar beið ekki-yerulégan hnekki við að tapa fyrir Philidor. Reyndar er alls ekki vitað hverja Kempelen fékk til að hírast innan í vél sinni og tefla við sýningargesti. Það hljóta að hafa verið öflugir skák- meistarar og heldur ömurlegt fyrir þá að hafa eytt ferli sínum í hnipri innan í Tyrkjanum, en Philidor. Hann var öflugasti meist- ari heims um sína daga og einn af fáum sem sigraði skákvélina. sennilega hafa launin þrátt fyrir allt verið töluvert betri en ef þeir hefði bara setið á kaffihúsunum með öllum hinum skákmönnunum. Tyrkinn teflir viö Napóleon Eftir þessar sýningarferðir um helstu borgir Evrópu lét Kempelen Tyrkja sinn aftur setjast í helgan stein og sýndi hann sjaldan - en eftir andlát Kempelens árið 1804 komst Tyrkinn í eigu manns að nafni Johann Nepot- uk Maelzel. Maelzel ferðaðist síðan um Evrópu þvera og endilanga og sýndi Tyrkjann og hvarvetna þyrptist fólk að og borgaði stórfé fyrir að fá að tapa fyrir honum. Meðal þeirra sem tefldu við Tyrkjann var ekki minni maður en Napóleon Bonaparte Frakkakeisari; heimildum ber ekki saman um hvemig skákin endaði en flest bendir til að keisarinn hafi lotið í gras. Sú skák sem stundum er birt í blöðum og sögð vera skák Tyrkjans og Napóleons er seinni tíma tilbún- ingur. Það eina sem er í reynd vitað um skákkunnáttu hins mikla her- stjómanda er að hæfileikar hans voru

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.