Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐHD MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 s k o ð a n MMDVBLKBIB 21104. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Hvar er góðæri Davíðs Oddssonar? Rfkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur séð til þess að nú ríkir meiri eining og samhugur meðal launþega en um langt skeið. Þetta hafa stjórnvöld gert með lagafrumvörpum sem fyrst og fremst miða að því að koma í veg fyrir að launþegar nái fram kauphækkunum í næstu samningum. Ríkisstjómin hafði ekkert samráð við hreyfingu launþega áður en fmmvörp um stéttarfélög og vinnudeilur og um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna vom lögð fram, og hefur hunsað allar óskir þar um. Óbilgimi stjómarherranna kom glöggt í ljós þegar félagsmálaráðherrann sagði bemm orðum að nauðsynlegt væri að samþykkja fmmvörp- in áður en kæmi að næstu kjarasamningum. Verði fmmvörp ríkisstjómarinnar að lögum er stóraukið vald fært til sáttasemjara frá launþegum. í samtali við Alþýðublaðið í gær tók Hervar Gunnarsson varaforseti Alþýðusambands íslands sem dæmi að þrír félagar í verkalýðsfélagi geti knúið miðlunartil- lögu í gegn - þótt þúsund séu á móti. Þetta getur gerst ef sátta- nefnd félags leggur samhljóða til að tillaga sáttasemjara sé sam- þykkt. Þótt hver einasti félagsmaður annar sé á móti breytir það engu. Þetta er þvílík afskræming á lýðræðinu að engu tali tekur. Ríkisstjómin hefur komið fram af miklum ofsa í málinu og ætl- ar augljóslega að knýja fmmvörpin í gegnum þingið. Um það sagði varaforseti ASI: „Rfkisstjómin hlýtur þá að líta svo á, að ekki sé unnt að komast í gegnum kjarasamninga öðmvísi en að lögþvinga verkalýðshreyfinguna á þennan ólýðræðislega hátt. Það er skelfileg niðurstaða af hálfu stjómvalda vegna þess að það er verkalýðshreyfmgin sem fyrst og fremst hefur gengið svo frá málum síðustu ár að stöðugleikinn í efhahagsmálum hefur mynd- ast. Þetta em verðlaunin sem stjómvöld ákváðu að veita launþeg- um í staðinn, og það em vægast sagt kaldar kveðjur.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi að árs- ins 1995 yrði minnst fyrir það, að þá gekk góðæri í garð á Islandi. Þetta er að nokkm leyti satt: Fyrirtæki sem nú gera upp reikninga skila langflest til muna betri afkomu en áður. Góðærið er komið til fyrirtækjanna, en það hefúr ekki skilað sér til launþega. Verka- lýðshreyfingin hefur síðustu ár sýnt mikinn skilning - of mikinn að sumra mati - á vanda atvinnulífsins; í trausti þess að þegar betur áraði myndu launþegar ekki verða hlunnfamir. Nú er komið á daginn að góðærið er alls ekki fyrir alla. Launþegar hafa verið blekktir og til þess að þeir geti ekki sótt rétt sinn á nú að mýla verkalýðshreyfinguna með valdboðum. En það mun aldrei ganga. Sú alda mótmæla sem risið hefur vegna áforma ríkisstjómarinnar verður ekki hnigin þegar næst verður gengið að samningaborði. Þetta kemur fram bemm orðum í 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambands Islands. Þar segir meðal annars: „Með leiftursókn ríkisstjómarinnar gegn réttindum launafólks kveður við nýjan tón í samskiptum á þjóðmálasviðinu. Það er með eindæmum að veigamikil fmmvörp um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lífeyrisréttindi séu unnin í ráðuneytum án samráðs við hreyfingu launafólks. Með fmmvöipunum ætlar ríkisstjórnin að þvinga fram gmndvallarbreytingar á réttindum og kjömin launa- fólks og samskiptareglum á vinnumarkaði.“ Og Davíð Oddsson og ráðherrar hans ættu að festa þessi orð ávarpsins sér í minni: „Ef aðför ríkisstjómarinnar að verkalýðs- hreyfingunni nær fram að ganga stefnir ríkisstjómin gerð næstu kjarasamninga og friði á vinnumarkaði í uppnám. Fyrirsjáanleg Sægreifarnir eiga fiskinn. Löggjöf um sameign þjóðarinnar á auðlind- um hafsins virðist marklaus. Þeir versla með kvóta, veiða fisk og ráð- stafa rétt eins og þeir eigi fiskinn. Síðan erfa ættingjarnir - sægreifar framtíðarinnar - réttinn til að veiða á íslandsmiðum. Atök fyrirsjáanleg á vinnumarkaði 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnema- sambands íslands Með leiftursókn ríkisstjómarinnar gegn réttindum launfólks kveður við nýjan tón í samskiptum á þjóðmála- sviðinu. Það er með eindæmum að veigamikil frumvörp um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins og lífeyrisréttindi séu unnin í ráðu- neytum án samráðs við hreyfingu launafólks. Með fmmvörpunum ætlar ríkisstjórnin að þvinga fram grund- vallarbreytingar á réttindum og kjör- um launafólks og samskiptareglum á vinnumarkaði. Markmiðið með fmmvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur er að draga úr áhrifum stéttarfélaga, og þar með launafólks, að beita samtakamætti sín- um til að hafa áhrif á kaup sitt og kjör. Eindregin mótmæli þúsunda félaga innan samtaka opinberra starfsmanna hafa leitt til þess að ríkisstjómin hefur séð að sér hvað varðar frumvarp til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það verður ekki lagt fram á þessu þingi. Fmmvörpin til laga um stéttarfélög og vinnudeilur og réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins er hún ráðin í að knýja í gegn. Það er krafa verkalýðshreyfingar- innar að eðlilegar samskiptareglur verði haldnar. Það gerist aðeins með þeim hætti að ríkisstjómin dragi öll ffumvörpin til baka og snúi sér að við- ræðum um skipan mála. íslensk verkalýðshreyfing hefur ítrekað lýst sig reiðubúna til samningaviðræðna en leggst eindregið gegn hvers konar lögþvingunum. Aðför ríkisstjómarinnar að verka- lýðshreyfingunni minnir á aðgerðir stjómvalda á Nýja-Sjálandi og Bret- landseyjum. Afleiðing þeirra aðgerða leiddi til aukins atvinnuleysis, aukins launamunar og annars misréttis. Að undanförnu hafa helstu fyrir- tæki landsins birt ársreikninga sína. Hvert af öðru sýna þau hagnað og skila eigendum sínum góðum arði. Samtímis ákveður ríkisstjórnin að hefja aðför að verkalýðshreyfmgunni og koma þar með í veg fyrir að launa- fólk fái að njóta afrakstursins af batn- andi efnahagsástandi. 6-7000 manns em nú atvinnulausir. Fjöldaatvinnuleysi er tiltölulega nýtt hér á landi. Atvinnuleysi er óþolandi böl og smánarblettur á hverju þjóðfé- lagi. Hæfilegt atvinnuleysi er ekki til. Baráttan gegn atvinnuleysinu hlýtur að vera forgangsverkefni nú þegar rof- ar til í efnahagslífi þjóðarinnar. Ein afleiðing atvinnuleysisins er landflótti. Þúsundir íslendinga hafa flutt búferlum til nágrannalandanna þar sem lífskjör eru betri og öryggi meira lyrir fjölskyldur þeirra. Ætti ís- lenskt þjóðfélag að vera annað en verstöð í norðanverðu Atlantshafi verður það að standast samanburð við nágrannalöndin. Því verður að leita allra leiða til þess að tryggja að lífs- kjör og félagslegt umhverfi hér jafnist á við það sem best gerist annars stað- ar. Á sama tíma og þúsundir íslend- inga em atvinnulausir er fiskur sendur lítt eða óunninn úr landi í stað þess að sinna fullvinnslu aflans, sem eykur þjóðartekjur og fjölgar störfum. Sæ- greifarnir eiga fiskinn. Löggjöf um sameign þjóðarinnar á auðlindum hafsins virðist marklaus. Þeir versla með kvóta, veiða fisk og ráðstafa rétt eins og þeir eigi fiskinn. Síðan erfa ættingjamir - sægreifar framtfðarinnar - réttinn til að veiða á Islandsmiðum. Fyrir nokkrum árum afnámu stjómvöld með einu pennastriki hús- næðiskerfi sem komið hafði verið á fót af samtökum á vinnumarkaði með stuðningi lífeyrissjóðanna í landinu. Við tók markaðskerfi húsbréfanna. Um leið er sífellt þrengt að hinu fé- lagslega húsnæðiskerfi þannig að ungt fólk með lágar og millitekjur á hvergi höfði sínu að halla í húsnæðismálum. Velferðarkerfið er mikilvægasti þáttur opinberrar þjónustu. Markmiðið með því er að draga úr misvægi, sem kann að vera vegna búsetu, efnahags, heilsufars eða félagslegs bakgrunns. Því er niðurskurður síðustu ára, eink- um í heilbrigðiskerfinu og gjaldtaka þar, hættuleg skref frá markmiðum velferðarkerfisins. Velferðarkerfi er umhyggja og jöfnuður í verki. í harðri samkeppni í alþjóðavið- skiptum skiptir góð verkmenntun höf- uðmáli og gefur forskot í samkeppni. Símenntun er forsenda góðrar al- mennrar verkþekkingar. í kjarasamn- ingum hefur verkalýðshreyfingin lagt grunn að nauðsynlegri símenntun með því að fá framgengt kröfum sínum um fræðslusjóði. Ríkisvaldið hefur á hinn bóginn sýnt skammarlegt tómlæti á því sviði. Menntun ungmenna gerir bóknámi hærra undir höfði en verk- námi meðal annars með greiðari að- gangi að námslánum. Þessu verður að breyta og heíja verkmenntun til þeirr- ar virðingar sem henni ber. Öflug verkalýðshreyfing hefur ger- breytt íslensku þjóðfélagi í átt til mannúðar og samhjálpar. Að þessum gildum er nú hart sótt af ríkisvaldi með sérhyggjuna að leiðarljósi. Það hefur því aldrei verið jafn brýnt og nú að launafólk sé vakandi á verðinum, svo það vakni ekki upp einn góðan veðurdag í gerbreyttu þjóðfélagi markaðs- og sérhyggju. Ef aðför ríkisstjórnarinnar að verkalýðshreyfingunni nær fram að ganga stefnir ríkisstjómin gerð næstu kjarasamninga og friði á vinnumark- aði í uppnám. Fyrirsjáanleg átök á vinnumarkaði munu því alfarið verða á ábyrgð ríkissljómarinnar. Atburðir dagsins 1615 Áttatíu manns fórust með þrettán skipum í aftakaveðri á Breiðafirði. 1700 Enska lárvið- arskáldið John Dryden deyr. 1904 Tékkneska tónskáldið Antonin Dvorak deyr. 1923 Fyrsta kröfugangan í Revkja- vfk í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. 1941 Kvikmynd- in Citizen Kane eftir Orson Welles frumsýnd í New York. 1945 Jósef Göbbels áróðurs- málaráðherra Hitlers fremur sjálfsmorð ásamt ciginkonu sinni, Aður höfðu þau drepið Afmælisbörn dagsins Jónas Jónsson 1885, stjórn- málamaður. Glenn Ford 1916, amerískur leikari. Joseph Hcll- er 1929, bandarískur rithölund- ur, kunnastur fýrir Catch 22. 1. maí dagsins I dag cr l. maí um land allt. Siguröur T. Sigurðsson verkalýös- leiötogi; upphaf ávarps á utifundi. Annálsbrot dagsins Það suniar rigndi maðki úr lopti víða fyrir norðan land, hel/.t ti! afdala. gerði mikinn Lýðræði dagsins í lýðræðissamfélagi eiga allir rétt á sínum málsvörum, - líka fíflin. Chris Patten, breskur ráðherra. Máisháttur dagsins Boðsletta hefur hvassan hníf og hungrað líf. Orð dagsins Þegar höihili hdlsinn hjó, hcigtill augu þerröi, iligjarh glotti, heimskur hló, hra’sni krossmark geröi. :ak dagsins kynni að sýnast í fljótu bragði að sóknin sé að renna úl í sand- inn. Öldungis ckki. Piket lum- aði á snotrn máti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.