Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 ■ Alþýðublaðsmenn fóru á stjá í vorsólinni í gær og tóku tali vinnandi fólk og veg- farendurtil að leita svara við spurningum sem hljóta að vera áleitnar fyrsta maí, á baráttudegi verkalýðsins Hvar er g Ragnar Höskuldsson vinnur við smíðar Hefur góðcerið skilað sér í budduna hjá þér? Maður hefur ekkert orðið var við það ennþá, það kemur kannski í sum- ar. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar í dag? Þetta er allt sama tóbakið. Bjartmar Sigurðsson málari Hefur góðœrið skilað sér í budduna hjá þér? Já, já, það hefur gert það örlítið. Það hefur verið nóg að gera í vetur í máln- ingunni. En það gerir nú kannski bara góða veðrið. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar í dag? Eg veit það ekki, hvað eigum við að segja, hún hefur ekkert gert fyrir mig. Ástþór Sigurðsson verkamaður Hefur góðœrið skilað sér í budduna hjá þér? Alls ekki. Hver finnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar ídag? Mér finnst hún mjög slæm eins og er. Hvað er til ráða? Eg er kannski ekki með svör við því, en ástandið í launamálunum er al- veg hræðilegt. Hefur hvarflað að þér aðflýja land? Já, það er inni í myndinni. Hvert þá? Helst til Norðurlandanna. Ólafur Sigfússon sjómaður Hefur góðœrið skilað sér í budduna hjá þér? Já, ég myndi segja það. Það er mik- ill afli og hærra verð á fiskinum. Hver finnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar ídag? Ég þori ekki að segja neitt um það. Hún mætti þó standa sig betur. óðærið? Ingólfur Sigurðsson starfsmaður í Stálsmiðjunni Hefur góðcerið skilað sér í budduna hjá þér? Nei, mér finnst það ekki. Það hefur farið eitthvað annað en til mín. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar í dag? Mér finnst hún ekki skila sfnu, við náum betri árangri héma með vinnu- staðasamningum heldur en t gegnum hana. Það sem þeir hafa komið nálægt hefur ekki fallið r góðan jarðveg hér. Snæbjörn Pálsson ellilífeyrisþegi Hefur góðcerið skilað sér í budduna hjá þér? Já, miðað við það sem ég fæ út úr lífeyrissjóðnum, þá hefur það gert það. Ég hef það bara gott, ég get ekki sagt annað, en ég veit að sumir aðrir hafa það slæmt. Hver finnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar ídag? Mér finnst hún ekki vera að skila srnu, kaupið er ekki nógu hátt hjá nteginþorra fólks, það er á hreinu. Anna Snæfríður Sigmars- dóttir myndlistarmaður, kennari, húsmóðir og móðir Hefur góðœrið skilað sér íbudduna hjá þér? Góðærið! Ég spyr nú bara hvaða góðæri, ég átta mig ekki á því. Ég hef ekki orðið vör við neitt svoleiðis, þótt það skekki myndina að karlinn er far- inn að vinna r einkageiranum. Hann vann nefnilega hjá ríkinu einu sinni. Hver finnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar idag? Staða verkalýðshreyfingarinnar? Hún hefur alls ekki staðið sig sem skyldi. Þeir em alveg vonlausir. Góð- ærið er bara hjá ríka fólkinu. Það ér annars góða veðrið í dag. Andrés Sigurvinsson leikstjóri Hefur góðœrið skilað sér í budduna hjá þér? Hvaða helvítis góðæri? Snæbjörn Stefánsson verkstjóri Hefur góðærið skilað sér í budduna hjá þér? Nei, það hefur ekki gert það og ég á ekki von á því að það geri það. Þó að sé góðæri, þá er ekki góðæri hjá fyrir- tækinu sem ég vinn hjá, Reykjavíkur- borg. Þar er niðurskurður á öllum sviðum. Mönnum er fækkað og meira lagt á þá sem eftir em, þartnig að við emm frekar óánægðir. Hver finnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar í dag? Hún hefur engan veginn staðið sig. En það er nú kannski líka fólkinu að kenna, það virkjar hana ekki nóg. Það er fólkið sem á að virkja hreyfinguna og ef það gerir það ekki gerir hreyf- ingin ekki neitt. Birgitta Bjarnadóttir ræstitæknir Hefur góðœrið skilað sér i budduna hjá þér? Nei, ég myndi ekki segja það, ég sé ekki fleiri krónur í buddunni. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar idag? Hún hefur bara staðið sig ágætlega þó að minn kaupmáttur hafi ekki auk- ist. Halldóra Jónsdóttir afgreiðslustúlka Hefur góðærið skilað sér ibudduna hjá þér? Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar ídag? Mér finnst hún ekki hafa staðið sig sem skyldi undanfarin ár. Ég held að hún sé ekki r takt við þann raunveru- leika sem við búum við, venjulegt fólk r landinu. Góðærið hefur hins vegar skilað sér til þeirra sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur Hefur góðœrið skilað sér íþína buddu? Ég held að þegar reglur em fastar og svigrúm einstaklinganna mikið, þá skili forsjá, dugnaður og fyrirhyggja sér og ég kvarta ekki undan ástandinu. I dag, 30. aprrl, em fimm ár síðan Davíð Oddsson myndaði fyrsm ríkis- stjóm sína og þá urðu mikil tímamót á fslandi. Atvinnuleysi og verðbólga em hér lægri en í flestum öðmm löndum heims, við emm að komast á skrá yfir þær þjóðir sem hafa aukið atvinnu- frelsi mest, erlendar stofnanir sem hafa þann starfa að meta lánshæfni þjóða hafa raðað okkur r fremsm röð og við emm farin að greiða upp er- lendar skuldir okkar. Arangur tveggja ríkisstjóma Davíðs Oddssonar er framúrskarandi. Ég er mjög ánægður með lr'fið, sérstaklega á þessum góð- viðrisdegi. Hverfinnst þér vera staða verka- lýðshreyfingarinnar i dag? Ég er þeirrar skoðunar að verka- lýðsfélög geri ekkert gagn til kjara- bóta, það er ekkert samhengi greinan- legt milli kjarbóta og kjarabaráttu. Hins vegar geta verkalýðsfélög haft áhrif í þá átt að útvega félagsmönnum sínum margvíslegan afslátt. Þannig að ég sé hlutverk í framtíðinni fyrir verkalýðsfélög sem afsláttarklúbba.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.