Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 ■ Kristbergur Pétursson Iðrunar- og yfirbótasálmur verkamannsins Eða: Afturpatapíkan 1. maí 1996 Mig langar ef mér leyfist, til að skrifa orð á blað, og létta þungu fargi af mínu geði. Efasemdir þjaka mig, já athugiði það, áhyggjur og þunglyndi og guð má vita hvað, af verkalýðsins grimmd og sjálfumgleði. Að heimta sitt með hörkunni það nær bara engri átt, þar háttvísi ei fyrir er að fara. Með kurteisi ogþolinmæði komast munum hátt, hver veit nema launin hækki líka smátt og smátt, ef hógværir við hinkrum, bíðum bara. Að leggja niður vinnu þó að launin séu rýr er lítilmenna siður eins og sannast. Hannes segirHólmsteinn að við látum eins og dýr, hugsun hans og boðskapur er ákaflega skýr: Skepnuskapur okkar ætti að bannast. Boðar okkur hugsuðurinn Hólmsteinn mikla frétt af hugviti og röksemdum sem víðast: Átök em ofbeldi - hann tekur því ei létt - gegn auralausum höfðingjum í heldrimannastétt. Hannes lætur svoddan ekki líðast. Hlýðið á mig verkafólk, þið heyra munuð senn í hörkusókn gegn auðvaldinu smáða, að verkföll em úrelt en þið vaðið áfram enn, vanvirðið og fótumtroðið ykkur meiri menn og máttarstólpa þjóðfélagsins þjáða. Hömpum ekki ættemi við hundingja og flögð , er hópum fóm saman fyrr á ámm, í ofstopa og fáfræði með ótal vélabrögð, ýmsum var þá mektarmanni snúin snara lögð. Svíður enn í þeirra gömlu sámm. Komum ekki nálægt því sem kemur oss ei við, kveljum ekki húsbændur með hrekkjum. Mér finnst það vera tímabæit að taka upp fyrri sið, í trúnaði og sátt við aðframkomið auðvaldið, og una okkar gömlu og góðu hlekkjum. „Verzlunarmannafélag Reykjavíkur býðurfélags- mönnum sínum kaffiveitingar á Grand Hótel við Sig- tún, eftir útifundinn á Ingólfstorgi 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur" Menntamálaráðuneytið Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisips. Umsækjendur skulu hafa haldgóða þekkingu á rekstri, stjórnun og kvikmyndum og reynslu og hæfni í alþjóðlegum samskiptum. Æskilegt er að um- sækjendur hafi lokið háskólaprófi og hafi gott vald á ensku og einu norðurlandamáli. Staðan verður veitt frá 1. september 1996. Umsóknir, merktar 96040184, ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og annað það sem máli skiptir, sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júní 1996. Óskir um nafnleynd eru ekki teknar til greina. Menntamálaráðuneytið 29. apríl 1996 Vertu með á nótunum fyrir 950 kall á mánuði Sími 562 5566 Kratakaffi 1. maí Hið vinsæla og árvissa 1. maí-kaffi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Húsið verður opnað klukkan 15:00 Allirvelkomnir Flokksmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.