Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 m a í Hvert er mikilvægasta verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar 1. maí 1996? Alþýðublaðið leitaði svara hjá fimm verkalýðsforingjum Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða Hrindum árás ríkis- stjórnar- innar „Brýnasta verkefni verka- lýðshreyfmgarinnar í dag er að hrinda árás nkisstjómarinnar á vinnulöggjöfina. Ef verkalýðs- hreyfingin leggur ekki allt í sölumar til að koma í veg fyrir þennan gerning þá verður gengið á lagið og hirt af okkur öll réttindi smátt og smátt. Það er búið að kveða upp um það af einhvetjum efnahagssérfr æð- ingi ríkisstjómarinnar að orlof á Islandi sé allt of langt. Vinnu- veitendur em búnir að kveina yfir því í mörg ár að veikinda- rétturinn sé of mikill. Svona verður haldið áfram. Öll önnur kjaramál felast í því hvort hætt verður að hrinda þessari árás.“ Hrafnkell A. Jónsson formaðurÁrvakurs á Eskifirði Breytt skipulag „Það em tvö samhangandi verkefni sem ég tel mjög brýn. Verkalýðshreyfingin ætti bijóti upp allt sitt skipulag með það fyrir augum að aðlaga sig nú- tíma staðháttum til að verða þar með hæfari til að bæta kjör launafólks. Ég lít svo á að til þess að verkalýðshreyfingin geti orðið það tæki sem hún þarf, þurfi breytingar á skipu- lagsháttum.“ Benedikt Davíðsson formaður ASÍ Þarfað rétta kjörin „Það þarf að rétta kjörin sem hinn almenni launamaður býr við nú og tryggja að ffamtíðin færi okkur ftilla atvinnu fyrir alla við ásættanleg kjör.“ Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði Brjótum attur fjand- samlegar árásir ,3rýnasta verkefnið felst í því að bijóta á bak aftur fjand- samlegar árásir ríkisstjómar- innar á verkalýðshreyfinguna. Hér í Hafnarfirði þurfum við líka að gæta þess að kratamir nái ekki að útiloka fulltrúa verkalýðsfélaganna ffá hús- næðisnefnd bæjarins. Síðar í haust skulum við bera saman bækur okkar um hvem- ig við náum jiví í gegn að verkafólk á Islandi hafi hlið- stæð laun og tíðkast á Norður- löndum. Þama em mínar kröf- ur komnar.“ Snjólaug Kristjánsdóttir varaformaður Verkakvennafélagsins Framsóknar Stöðugleik- inn mikil- vægastur „Það er ekki langt í að samn- ingar losni og stærsta verkefnið felst í því auka kaupmáttinn. Ég er ekki að tala um kröfur um miklar launahækkanir held- ur leiðir til að auka raunvem- legt innihald buddunnar. Mér hefur fundist undanfarið að verðbólga hafi aukist, og minna sé eftir í buddunni hjá fólki. Annað og jafnbiýnt verk- efni er að ganga á hólm við at- vinnuleysið. Það er skelfilegt að horfa uppá hversu margt ungt fólk gengur atvinnulaust. En það er fyrir öllu að viðhalda stöðugleikanum.“ Það tekur okkur aðeins einn virkan dag að koma sendingum þínum til skila Sendingar um land allt Með næturflutningum fimm sinnum í viku, milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og Egilsstaða myndast samfellt flutningsnet fyrir póstsendingar um Norðurland, Vesturland, Suðurland og Austurland. Sending er komin á áfangastað næsta virkan dag Með samtengingu þessara svæða við bíla er flytja póst um Suðurnes og Norð-Austurland geta 85-90% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu. Markmið okkar er að póstsendingar sem póstlagðar eru fyrir kl. 16:30 á höfuðborgarsvæðinu og póstleiðunum verði komnar í hendur viðtakanda næsta virkan dag. Til annarra staða tryggjum við að pósturinn fari ætíð með fyrstu mögulegu ferð. PÓSTUR OG SÍMI Við spörutn pér sporin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.