Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m a Jón Baldvin í ræðustól. Hann hvatti verkalýðshreyfinguna til dáða. svo fólk geti framfleytt sér. Slík stefna gæti orðið til þess að launin hækkuðu ekki eins og eðlilegt væri þar sem hlutur ríkisins í millifærslu væri svo mikill. Að standa vörð um manngæskuna Gísli S. Einarsson fjallaði um frumvarp sitt um lágmarkslaun, há- markslaun og atvinnuleysisbætur. Hann sagði lág laun vera þjóðar- skönnn og hafa leitt til fátæktar. „Slíkur er mismunurinn í þjóðfélagi okkar að til er fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar á sama tíma og aðrir hópar búa við auðsjáanlegt ríki- dæmi,“ sagði Gísli. Hann benti á að 1,2 milljarðar hefðu verið notaðir á árinu 1995 til að koma bágstöddum til aðstoðar og rúmur einn milljarður á árinu 1994 til að hjálpa milli fimm og sex þúsund einstaklingum. Hann sagði þessar staðreyndir hafa leitt til þess að hann hefði hafið vinnu við það frumvarp sem hann nú legði fram á Alþingi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en þetta frumvarp nái fram að ganga,“ sagði Gísli. „Ég spyr, hvaða alþingismaður haldið þið að treysti sér til þess að fara upp í stól á Alþingi og segja að 80.000 króna lágmarkslaun séu of há laun?“ „Við höfum ekki verið nægilega á verði. Við þurfum að huga að og högsa um mánngæskuna, sem er kjami jafnaðarstefnunnar. Ef við ger- um það er ég þess fullviss að við verðum stór hreyfing með mikil völd. Því segi ég: Við skulum standa vörð um manngæskuna og boða hana sem stefnu Alþýðuflokksins. Við skulum koma lágmarkslaunum í 80.000 og leyfa öllum að búa við mannsæmandi kjör,“ sagði Gísli í lok erindis síns. Verner Sand Kirk, þróunarstjóri hjá danska jafnaðarmannaflokknum, fjallaði um þær umræður sem nú eiga sér í jafnaðarmannaflokkum á Norðurlöndum, en þar hafa orðið áherslubreytingar. Nú er eitt megin- baráttumál jafnaðarmanna að ríkis- sjóður sé rekin án halla, og er þetta breyting frá þeim viðhorfum sem ríktu í herbúðum norrænna jafnaðar- manna fyrir aðeins örfáum árum. Verner reifaði jafnframt þá um- ræðu sem nú á sér stað í Danmörku um velferðarkerfið sem menn legðu mikla áherslu á að viðhalda. Áhersluatriðin í þeirri umræðu eru að velferðarkerfið styðji fólk til sjálfsbjargar en sé ekki afskiptalaust útgreiðslukerfi sem standi öllum til boða á öllum tímum og endalaust. Einnig að tryggðir séu jafnir mögu- leikar allra til að nýta hælileika sína. Á ráðstefnunni kom fram að hér á landi er mjög lág framleiðni miðað við vinnustund og er hárri lands- framleiðslu hér haldið uppi af mun meiri atvinnuþátttöku en til dæmis í Danmörku. I Danmörku er ekki nema rúmlega sjötíu prósent heildar- hópsins frá fimmtán til sextíu og sex ára aldri sem er á vinnumarkaði, en hér á landi um áttatíu og eitt prósent. Islendingar vinna einnig að meðaltali mun lengur en Danir. Fram kom að hér á landi er veru- legur launamunur á almennum mark- Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs og sjómannafelags Keflavíkur og Hervar Gunnarsson varaforseti ASÍ ræða málin yfir kaffibolla. Jón Baldvin ræðir við erlendu gest- ina, Göransson og Kirk. Alþýðuvinurinn Össur Skarphéð- insson hlýðir með athygli á rödd alþýðunnar. Rannveig Guðmundsdóttir, Krist- ján Gunnarsson og Jón Baldvin. Öll fluttu þau erindi á ráðstefnunni. Björn Grétar og Jón Karlsson, verkalýðsforingjar í þungum þönk- um. aði og í sambærilegum störfum hjá því opinbera, en mun hærri laun eru greidd fyrir þjónustu hjá hinu opin- bera. Rætt var um að ef endurskoða ætti réttindi opinberra starfsmanna þá yrði að sjálfsögðu að endurskoða launagreiðslur þeim til handa eigi kjör þeirra að verða sambærileg við þá sem starfa á hinum almenna markaði. Á ráðstefnunni var rætt um nauð- syn þess að verkalýðshreyfingin myndaði sér samræmda heildar- launastefnu um hvert launabilið ætti að vera. Að það hefði ekki verið gert hefði leitt til þess að viðgengist hefði að lægst launaða fólkið semdi fyrst og síðan kæmu aðrir og semdu um viðbótarlaunahækkanir í alls kyns formi sem gerði launasamanburð tor- veldan. Fleiri erindi en hér hafa verið nefnd voru flutt á ráðstefnunni og að afloknum erindum stjórnaði Sighvat- ur Björgvinsson alþingismaður pall- borðsumræðum. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.