Alþýðublaðið - 21.05.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 s k o ð a n MÞYÐU6U9ID 21113. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Kosningabarátta í kyrrþey Nú stendur yfir einhver dauflegasta kosningabarátta sem sögur fara af á íslandi. Reyndar er varla hægt að tala um baráttu, slíkur er doðinn og áhugaleysið. A þessu eru tvær skýringar. I fyrsta lagi er embætti forseta íslands orðið í hugum fólks valdalaust tildurstarf sem einkum snýst um veislustjóm og garðrækt, og í öðm lagi er ekki vottur af spennu í kosningabaráttunni einsog staðan er nú - slíkir em hinir óvæntu yfirburðir Ólafs Ragnars Grímssonar. Ef fram heldur sem horfir siglir hann lygnan sjó frá Seltjamamesi yfir á Álftanes. Hinir frambjóðendumir þrír em ekki öfundsverðir. í síðustu skoðanakönnun mældist fylgi þeirra frá innan við þremur prósentum og upp í rúmlega sex prósent. Enganveginn kemur á óvart þótt einn eða fleiri heltist úr lestinni ef niðurstöður kannana verða áfram á svipuðum nótum. Það er mikið umhugsunarefni að nær engin umræða hefur farið fram um eðli forsetaembættisins: Enginn frambjóðandi hefur lýst á skilmerkilegan hátt hvemig hann ætlar að nota og móta emb- ættið. Hin hugmyndalega umræða er ekki hafin og ýmislegt bendir til að það sé sumum frambjóðendum mjög að skapi að halda henni í algem lágmarki. I þessu sambandi vekur nýtilkomið skoðanaleysi Ólafs Ragnars Grímssonar auðvitaö'mesta athygli. Hann hefur á undraskömmum tíma tileinkað sér þá leiðinlegu listgrein að segja ekki nokkum skapaðan hlut sem gæti mögulega vakið umræður eða deilur. Ólafur er með öllu óþekkjanlegur sem hinn stillti og yfírvegaði landsfaðir. Allt fas hans bendir til þess að þar fari maður sem verið hefur forseti í að minnsta kosti tíu ár, en ekki vígamóður orðhákur sem til skamms tíma var óvinsælasti stjómmálamaður landsins. í Alþýðublaðinu síðastliðinn fimmtudag var rætt við fólk úr öllum áttum um kosningabaráttuna, og vom viðmælendur blaðs- ins á einu máli um að hún væri dauf og innihaldslaus. Þómnn Sveinbjamardóttir stjómmálafræðingur og varaþingmaður gagn- rýndi fjölmiðla fýrir linkind og kvað þá hantéra frambjóðenduma öðmvísi en annað fólk. Það er meira en sannleikskom í þessari staðhæfíngu: fréttamenn setja upp silkihanska þegar þeir fjalla um kosningabaráttuna, og forðast í lengstu lög óþægilegar eða erfiðar spumingar. Þá segir Þómnn: „Auðvitað á að ræða um for- setaframboðið af fullri virðingu. Hinsvegar þarf að spyija mjög skýrra spuminga um embættið og það hvað þetta fólk vill gera á Bessastöðum og hvað það hafi gert fyrir þjóð sína. Hversvegna það sé verðugt til að verða forseti íslands. Mér finnst hafa vantað uppá það hjá sumum frambjóðendum, að þeir skýri það öðmvísi en svo að þeir séu frambærilegir og valdi starfanum.“ Vilhjálmur Þorsteinsson kerfisfræðingur tók í svipaðan streng, og lýsti áhyggjum yfir því að kosningabaráttan snerist mestanpart um skrautfjaðrahlutverk forsetans. Hann varpar því fram að forseta- kosningar séu fágætt tækifæri fyrir þjóðina til að sýna hvert hug- ur hennar stefnir hvað varðar almenna framtíðarsýn um þróun þjóðfélagsins. Vilhjálmur tilgreinir nokkrar spumingar sem þjóð- in gæti lagt fyrir sjálfa sig - og frambjóðenduma auðvitað - við þetta tækifæri: „Vill þjóðin einangmnarhyggju eða vill hún al- þjóðahyggju? Vúl hún hafa menninguna í sóttkví eða í suðupotti alþjóðlegra strauma? Hversu langt á ísland að ganga í því að hafa frumkvæði í mannréttindamálum og stuðningi við sjálfstæðisbar- áttu undirokaðra þjóða. Um þessi gmndvallaratriði heyrist ekki múkk.“ Það er tímabært að fá umræðu af viti í kosningabaráttuna. Frambjóðendumir eiga að þora að hafa sjálfstæðar skoðanir - og þeir eiga að segja þjóðinni nákvæmlega hvað þeir vilja og vilja ekki. Þeir sem ætla að þegja sig gegnum kjör æðsta embættis- manns þjóðarinnar eiga einfaldlega ekkert erindi á Bessastaði. ■ Höfum viö gengið til góðs? Lengi hefur blundað í mér erindi sem Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista flutti á fundi hjá Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna fyrir nokkrum misserum. Það eftirminni- legasta £ erindinu var ekki aðalefni þess, heldur sú skoðun eða tilgáta Kristínar, að streita og h'fsgæðakapp- hlaup nútímans væru síðri kostur en rólegheit og sveitarómantík fortíðar. Sérstaklega var hún að fjalla um kon- ur í þessu samhengi, eins og kannski endranær. Svipuð sjónarmið má finna víða, og margir taka sér í munn mál- tækið „heimur versnandi fer.“ En er það svo? Þetta er auðvitað grundvall- arspuming í mannlffinu og ekki síst í stjómmálum, sem full ástæða er til að velta fyrir sér. Háborðið Vilhjálmur gHgg'Bj Þorsteinsson skrifar Um tilgátu Kristínar er það að segja, að málið er ekki svo einfalt, að streita hafi komið í stað streituleysis og lffsgæðakapphlaup í stáð nægju- semi. Það má til dæmis fullyrða að sjúkdómar hafi verið margfalt meiri streituvaldar á árum áður en nú. Fátt er ömurlegra en að horfa á eftir bami í gröfina, og það þurftu foreldrar að upplifa, oft vegna sjúkdóma sem í dag em auðlæknanlegir. Þá hefur skortur á umburðarlyndi verið mörgum streitu- valdur; fólk sem ekki rúmaðist innan ramma samfélagsins vegna ástæðna allt frá samkynhneigð til geðveiki mátti líða fyrir það, og ábyggilega ekki áfallalaust fyrir viðkomandi. At- vinna var ótrygg, réttindi verkafólks nánast engin og almannatryggingar sáralitlar miðað við það sem nú þekk- ist. Loks hefúr það ekki verið ánægju- efni hjá fátækum foreldrum að eiga ekki mjólk eða aðrar nauðsynjar fyrir Svarið við spurningunni í fyrirsögn greinar- innar er að mínu mati já, við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg, og engin ástæða til að afneita því. En það er ekki þar með sagt að það séu ekki næg verkefni framundan. bömin sín, en fátækt hefur þrátt fyrir upphrópanir ábyrgðarlausra stjórn- málamanna aldrei verið minni í ís- landssögunni en hin síðari ár. Sumir segja að jákvæð þróun hafi fyrst og fremst orðið í hvers kyns heimsins prjáli, efnislegum gæðum, en ekki í hinu innra, því sem máli skipti um lífshamingjuna. Bent er á fé- lagsleg vandamál, vegalaus böm, eit- urlyf og glæpi. Margt af því kann að vera rétt, en fleira þarf að taka með í reikninginn. I fyrsta lagi eru komin fram-í dagsljósið ýmis'fyrifbæri sgrp áður voru -annaðhvort lítið sem ekkert rædd eða ekki viðurkennd. Þar má nefna sifjaspell og ofbeldi á heimilum. Telja má ömggt að hvort tveggja hafi alltaf fyrirfundist og jafnvel í meira mæli en nú, þegar umræðan og þekk- ingin hefur aukist. í öðru lagi hefur greiningu og meðferð á margs konar félagslegum aðstæðum fleygt fr,am. Sem dæmi um hugtök sem nú eru til og.ágætlega skilgreind má nefna full- orðin böm alkóhólista (FBA), einelti og ofvirkni. í mínu ungdæmi, og er ég þó ekki sérlega gamall, var það bara ein af staðreyndum lífsins að 2-3 í hveijum árgangi vom teknir fyrir og á þá var opinbert veiðileyfi. I dag er 8 ára sonur minn í sama skóla og ég var, en hann og bekkurinn eru nákvæm- lega meðvituð um einelti, hvað það sé og að það sé ljótt. Allir eru á varð- bergi, bæði böm, kennarar og foreldr- ar, og ég veit ekki betur, en að fljótt og vel sé tekið á því, ef einkenni ein- eltis gera vart við sig. Og ofvirkni hét bara krórnsk óþægð eða að púki hefði sest að í baminu. í þriðja lagi sýna tölur að glæpa- tíðni hefur ekki aukist og jafnvel held- ur minnkað. Sá sem heldur að morð og árásir séu seinni tíma uppfinning hefur lítið flett sögubókum. Svo ekki sé minnst á nauðganimar sem aldrei vom kærðar hér áður og fyrr. Eins og sjá má af ofangreindu á ég erfitt með að taka undir hjá þeim sem tala í sama anda og Kristín Ástgeirs- dóttir gerði á fundinum forðum. Sú af- staða kann að minna talsvert á Al- túngu, sem hafði bjartsýni mikla að leiðarljósi og taldi að heimur vor væri sá besti allra heima. Auðvitað er það ekki svo. Nútíma vestrænt velferðar- samfélag hefur létt mörgum áhyggjum af fólki, en aðrar hafa komið íistaðinn. fjinar hjöðú:b'reytíngaf,:seri):éfu orðn- -ar að kiisju, .valda þvLað. fólk. þarf allt- af að vera á tánum og sífellt að læra til að haldast í hringiðu atvinnulífsins. I dag mætast kröfur tveggja ólíkra kyn- slóða með braki og brestum. Eldri kynslóðin leggur upp úr „myndarleg- um húsmæðrurri* sem baka kökur og ryklausum heimilum með stássstof- um. Hin yngri telur eftirsóknarvert að ná árangri í námi og starfi auk þess að hafa tíma fyrir fjölskylduna, en eins og gefur að skilja, verðúr lítill tími fyrir kökubakstur og afþufrkún. Mæli- stikumar era ólíkar og það veldur tog- streitu. Loks er það þrátt fyrir allt þannig, að ungar fjölskyldur með meðaltekjur eiga í dag erfiðara en fyrir til dæmis tíu árum að vinna sig upp úr skuldum. Þar koma til of háir jaðar- skattar - en þetta er einmitt dæmi um það, hvernig tæknilegar leikreglur samfélagsins geta haft áhrif á „and- leg“ lífsgæði fólks, bæði barna og fullorðinna. Svarið við spumingunni í fýrirsögn greinarinnar er að mínu mati já, við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg, og engin ástæða til að af- neita því. En það er ekki þar með sagt að það séu ekki næg verkefni fram- undan.__________________________________ Höfundur er kerfisfræðingur og ritari FFJ. Atburðir dagsins 1927 Charles Lindbergh flýgur yfir Atlantshafið, fyrstur manna. 1975 Leiðtogar Baa- der-Meinhof samtakanna dregnir fyrir dóm í Stuttgart. 1979 íslenskir bifreiðaeigendur þeyttu flautur bifreiða sinna í tvær minútur til að mótmæla miklum hækkunum á bensíni. 1983 Ásmundarsafn við Sigtún formlega opnað. 1990 Vitfirrt- ur Israelskur hermaður myrðir sjö Palestínumenn. 1991 Rajiv Gandhi fyrrum forsætisráð- herra Indlands myrtur. Afmælisbörn dagsins Albrecht Diirer 1471, þýskur listmálari. Alexander Pope 1688, enskt skáld. Sigfús Ey- mundsson 1837, bóksali. Andrei Sakharov 1921, rúss- neskur baráttumaður fyrir mannréttindum. Annálsbrot dagsins Svipul veðrátta frá jólum og jarðbönn allviða. Illhugi Hóla- ráðsmaður andaðist bráðlega. Draugagangur í Auðbrekku. Sýktist Halldór lögmaður. Komu íslenskir fangar úr Tyr- keríinu. Þá strauk ein hvirfil- roka af himni í sjóinn á Suður- nesjum, hvar af sjórinn val! sem hver. Um morguninn eptir tapaðist þar tólfæringur. Vatnsfjarðarannáll yngri 1637. Einstigi dagsins Vanfarið er hið hárfína einstigi ástar og grimmdar. Svava Jakobsdóttir, Gunnlaöar saga. Málsháttur dagsins Sjálfir verða rosknir menn að ráða sér. Orð dagsins Það er sorg mín og hamingja að hjartsláttur lífsins heldurfyrir mér vöku. Einar Bragi. Skák dagsins Bent Larsen var einn af sterk- ustu skákmönnum heims á sín- um tíma og vann marga glæsta sigra. Heldur hefur danska meistaranum daprast flugið með árunum, en hann hefur fráleitt gefið tafiið uppá bátinn. Skoðum óvenjulega stöðu frá skák Larsens og Ný-Sjálend- ingsins Chandlers. Larsen hef- ur hvítt og á leik, og einsog sjá má standa öll spjót á svarla kónginum. Svartur mátar í tveimur leikj- um. 1. Rf4+! Kxg4 2. Bf3 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.