Alþýðublaðið - 19.07.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Síða 1
Föstudagur 19. júlí 1996 Stofnað 1919 106. tölublað - 77. árgangur ■ Starfsfólk geðdeilda að kikna undan álaginu Mælirinn er fullur - segir Jón G. Stefánsson yfirlæknir og er svartsýnn á að nokkuð verði gert. „Það er alltaf skilgreiningarat- riði hvað er neyðarástand - þetta slæmt ástand. Urbætur eru nauð- synlegar en ég er ekki sérlega bjartsýnn á það,“ segir Jón G. Stef- ánsson yfirlæknir á Landsspítalan- um í samtali við Alþýðublaðið í gær. Einni geðdeild á Landspítalan- um hefur þegar verið lokað vegna sumarleyfa starfsmanna. Jón vonar að ekki komi til frekari lokana. „Það væri bara ekki hægt og ■ Sjónvarp Ingó og Ámi á skjáinn „Ingólfur Margeirsson bítlafræð- ingur er óðalsbóndi í Hrísey á sumr- in þannig að við höfum ekki getað haldið mikla fundi um hvernig þátt- urinn verður uppbyggður. En hann verður, það er rétt,“ sagði Árni Þór- arinsson í sam- tali við Alþýð- blaðið. Þeir fé- lagar munu stjórna rabb- þætti sem verð- ur á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. 3. mað- urinn, útvarps- þáttur þeirra Árna og Ing- ólfs, var eitt vinsælasta útvarpsefnið í fyrra. Með sjónvarpsvæðingunni er ljóst að þátturinn verður ekki á dagskrá út- varps í vetur. „3. maðurinn er útvarpsþáttur sem var kaflaskiptur með dægurlög- um. Við flytjum hann náttúrlega ekki hráan á milli. Sjónvarpsþáttur- inn verður einhverskonar „talk show“ hvemig sem það er nú þýtt? Rabbþáttur?" segir Arni. Ingólfur og Árni eru ekki ókunn- ugir sjónvarpsgerð. Síðastliðinn vet- ur var Árni kvikmyndagagnrýnandi Dagsljóss og hefur gert marga þætti um kvikmyndir fyrir Sjónvarp. Ing- ólfur var umsjónarmaður þáttarins Ingó og Vala ásamt Valgerði Matt- híasdóttur hér um árið. myndi aldrei ganga. Mælirinn er fullur og ekki hægt að bæta á hann,“ segir Jón. „Deildirnar eru ekki eins vel mannaðar og maður vildi. Það hefur verið mikið aðhald í mannahaldi og ekki er ráðið í störf þeirra sem fara í frí.“ Þegar er yfir 100 prósent nýting á geðdeildum landsins, starfsfólk er að kikna undan álaginu og Ing- ólfur H. Ingólfsson hjá Geðhjálp segir að hæfir starfsmenn séu að hætta. Jón staðfestir að plássin séu gernýtt. „Sumum erindum er að vísu best ósvarað en hér er um að ræða stórmál. Vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins í þessu máli eru með ólíkindum. Það kom íram hjá Jóhannesi Pálmasyni [í Alþýðublaðinu í gær] að stjómendur Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa árangurs- laust beðið mánuðum saman eftir svör- um frá ráðuneytinu um hvemig eigi að bregðast við fjárþörf Sjúkrahússins," sagði Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðisnefndar Alþingis í samtali við blaðið. Sjúkrahús Reykjavíkur á nú í mikl- „Oft bráðliggur á því að taka sjúkling inn og ekki hægt að út- skrifa neinn. Þá freistast maður til að setja upp rúm á ganginn eða í herbergi þar sem ekki ætti að vera nema eitt eða tvö rúm. Þetta er ekki til að hrósa sér af og algjört neyðarúrræði. Þetta er spurning um í hvað á að eyða skattpening- unum. Manni finnst nú stundum að geðhjálp sé það sem menn ættu ekki að vera að spara við sig,“ seg- ir Jón og telur sparnað á þessu sviði gagnrýniverðan auk þess sem sparnaðurinn við lokanir sé óveru- legur. Hann segir að sjálfsagt viti lög- reglan hvað hún sé að tala um þeg- um erfiðleikum og einn af stjómend- um þess sagði í fjölmiðlum í gær, að það væri í raun komið í greiðsluþrot. Þá sagði Jóhannes Pálmason að yfir- vofandi væri mikill niðurskurður, upp- sagnir starfsfólks og lokanir deilda. Jó- hannes sagði að „lítil viðbrögð" hefðu komið frá heilbrigðisráðuneytinu, en Sjúkrahús Reykjavíkur hefur glímt við gífurlegan vanda lengi. Össur sagði að sinnuleysi ráðuneyt- isins væri forkastanlegt, einkum í ljósi þess að mistök hefðu verið gerð í ráðu- neytinu við áætlun fjárþarfar Sjúkra- ar hún segir að stórhættulegt fólk gangi laust en vill þó ekki gera of mikið úr hættuástandi á götum úti. „Þegar við vitum af hættutilfelli hefur það algjöran forgang, jafnvel þó við verðum að ýta einhverjum út sem hugsanlega er ekki tilbúinn að útskrifast," segir Jón. Vissulega eru þó einhverjar tafir. „Þegar ekki er hægt að taka sjúkling strax inn sem líður illa verður hann hræddur og miklu lengur að jafna sig en ella. Eins hvekkjast aðstandendur og verða sjálfir óröruggir um hvort þetta gangi upp. Viðkomandi skap- ar auðvitað mikla erfiðleika fyrir sambýlinga og nágranna en fyrst og fremst fyrir sjálfan sig.“ húss Reykjavíkur. „Þessi mistök, sem allir viðurkemia að voru gerð, urðu til þess að íjárþörfin var vanmetin uppá tugi milljóna króna," sagði Össur. Hann sagði að tafarlaust yrði á taka á vanda stóm sjúkrahúsanna, en kvaðst svartsýnn á að heilbrigðisráðherra sýndi frumkvæði í málinu: „Því miður hefur ráðherrann sýnt það með verkum sínum að hún er algerlega undir hæl íjármálaráðherra, og við gamlir aðdá- endur hennar erum algerlega úrkula vonar um að hún brjóti það helsi af sér,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Kratinn á Króknum Á morgun hefjast mikil há- tíðahöld á Sauðárkróki sem standa í heilt ár, en margt tilefni til fagnaðar. Alþýðu- blaðið ræðir við bæjarstjóra, verkalýðsforíngja, lögreglu- stjóra, skólameistara, fi- skræktanda - og Efemíu Bjömsdóttur. Sjá blaðsíður fjögur og fimm. „Það er eitthvað fáránlegt við að sjá Guðsmann státa sig af því að vera ekki þjófur eða alkóhól- isti, eitthvað kjánalegt við þetta, jafnvel bernskt; að minnsta kosti afar óvið- eigandi," segir Guð- mundur Andri Thors- son á blaðsíðu 2 „Það er eitthvað dapurlegt við það að vera einn í Eden," segir Hallgrímur Helgason á blaðsíðu 3 morgunverði, _ sem eftirréltur, f eðabara...bora. I Árni Þórarinsson: Við höfum ekki getað haldið mikla fundi um hvernig þátturinn verður uppbyggður. ■ Arnór Hannibalsson í grein um kommún- ista og kínversku menningarbyltinguna Peir verðskulda fyrirlitningu „Hver sá sem lýsir því yfir að hann sé kommúnisti, maóisti eða eitthvað þvílíkt lýsir því jafnframt yfir að hann sé reiðubúinn að koma samféiaginu með morðum og of- beldi niður á hið neðsta stig villi- mennsku. Hann er reiðubúinn að ganga að nágranna sínum og skera hann á háls ef Flokkurinn eða For- inginn skipar svo fyrir,“ segir Arn- ór Hannibaisson í einkar athyglis- verðri grein. Arnór fjallar um ógn- ir kommúnismans og beinir sjón- um sérstaklega að menningarbylt- ingunni í Kína sem hann segir vera einhverja hrikalegustu villi- mennsku í vegferð mannkyns, enda var heiftin slík að menn lögðu sér jafnvel andstæðingana sér til munns eins og kemur fram í grein- ínni. Á einum stað segir Amór: „Hver sá sem lýsir sér sem kommúnista iýsir því þar með yfir að hann álíti að allir andstæðingar Flokksins eigi ekkert annað betur skilið en að vera drepnir eða rotna í þrælabúðum, og hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann er meðsekur um óhæfuverk kommún- ista. Hann er ekki glæpamaður sjálfur, en hann lýsir sig sjálfan sið- iaust óþverramenni. Þeir menntanienn á Vesturlönd- um sem hafa tileinkað sér hug- myndafræði Marx, Leníns og/eða Maós verða að gera sér grein fyrir því að þar til þeir taka til í sái sinni og gefa opinberlega, hreint og skýrt og ótvírætt þá hugmyndafræði upp á bátinn, verðskulda þeir ekkert annað en fyrirlitningu allra sæmi- legra manna.“ Sjá bls. 8-9. ■ Sjúkrahús Reykjavíkur komið í „greiðsluþrot" að mati stjórnenda Ingibjörg undir hæl Friðriks - segir Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðisnefndar Alþingis. „Vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins með ólíkindum." <faitrJírf*Á^óÆ&6i€iwt rgp dJnugfuHfvigrun öí/um lif /ittmirigryu metf afmœ/isuijH tf f Íhtid m/iiomm tíf \ tmtéfaáréÁs. (/feí entm ntt vfoft (t/'/ttrtwm ttáám* smt /uttm /r/fw w)/jútkt ^ <ni/m<Í f/ú t<4/ta'a' mrd

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.