Alþýðublaðið - 31.07.1996, Page 8

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 ■ Jakob Bjarnar Grétarsson er Hafnfirðingur. Og er stoltur af því. En það er ekki alltaf auðvelt hlut- skipti. Jakob spásseraði um heima- bæ sinn og hitti fyrir vini og kunn- ingja. Þeir veltu |dví fyrir sér hvað það er sem gerir Hafnfirðing að Hafnfirðingi? Synir Hafnarfjarðar Vegsemdin kemur að utan og líklega eru Hafnfirðingar frægastir fyrir það að vera hyldjúpt þenkjandi í pólit- íkinni. Bæjarmálin eru svo slungin að sjálfur don Corleone myndi kófsvitna ef hann kæmi þar að. Þama má finna skýringu þess að helst eru það hafnfirskir kratar sem gera það gott í landsmálapólitíkinni. í fljótu bragði eru það bara Matti Matt og sonur hans Ámi sem koma uppí hugann þegar hafnfírskir þingmenn og ekki-kratar em annars vegar. Hins vegar má nefna fjölmarga alþýðuflokksmenn: Guðmund Ama Stefáns- son, bróður hans Gunnlaug Stefánsson, Kjartan Jóhannsson og... já, og marga fleiri. Nei, líklega eru Hafnfirðingar frægastir fyrir að verá í fremstu röð í íþróttum - vom í fremstu röð. Handboltabærinn Hafnarljörður: Geir Hallsteins, Þorgils Óttar, Kristján. /\ra.. og allir þeir, Hans Guðmundsson... já. Frjálsíþróttamennimir í FH bám höfuð og herðar yfír önnur lið á Meistarmóti Islands á dögunum. Það er gaman einkum núna þegar Ólympíuleik- amir í Atlanda em - eins og þeir em. Listamenn blómstra í Hafnarfirði: Rithöfundamir Stefán Júlíusson og Halli frjálsi halda menningarflagginu hátt á lofti og málarinn og rannsóknarlögreglumaðurinn Svenni klessa hefur haldið myndlistarsýningar vítt og breitt um landið. Og margir fleiri... Sparisjóðurinn. Sparisjóður Hafnarfjarðar er best rekni bankinn á landinu undir snöfurmannlegri stjórn Þórs Gunnarssonar. Sparisjóður Hafnarfjarðar er ríkasti bank- inn af því að viðskiptavinir hans em svo góðir... Nei, líklega em Hafnfirðingar frægastir fyrir að vera fyrstir til að reisa rafstöð til almenningsnota árið 1904 en þá var Hamarskotslækurinn virkjaður... ég veit það ekki. Það er fallegt í Hafnarfirði. Hafnarljörður er sennilega frægastur fýrir að vera frægur fýrir margt. Samt hefur verið gefíð út veiðileyfi á Hafnfirð- inga. Það má hlæja að Hafnfirðingum. Hafnaríjarðarbrand- aramir hvimleiðu, sem em ekki einu sinni fyndnir, virðast ætla að halda velli hér á landi útí það óendanlega. Það er sama hvar Hafnfirðingurinn kemur, alltaf finna menn hjá sér hvöt til að segja honum „nýjasta" Hafnarfjarðarbrandarann. Það er snúið útúr þjóðsöng Hafnfirðinga og hann hafður í flimtingum. „Þú hýri Hafnarfjörður, sem horfir móti sól...“ En við Hafnfirðingar látum sem ekkert sé og það sem meira er - vopnin hafa snúist í höndum óvildarmanna Hafnarfjarð- ar. Synir Hafnarfjarðar hafa einmitt gert útá grínið og stór- grætt á öllu saman: Laddi, Siggi Siguijóns, Magnús „bolla“ Ólafsson, Steinn & Davíð og Gunnar Ólafsson. Fyrir nú ut- an alla þá Hafnfirðinga sem grína í frístundum: Tobbi rauði, Þorlákur Oddsson, Friðrik Oddsson stýrimaður og Egill Sig- urgeirs á bensínstöðinni. Grínbærinn Hafnarfjörður. Sá hlær best sem síðast hlær. Fíflagangurinn blífur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.