Alþýðublaðið - 17.09.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 17.09.1996, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Morgunblaðið kastar steinum úr glerhúsi Það á skilyrðislaust að skrifa og tala án teprulegrar tæpitungu um hið hneykslan- lega barnaklámsfrumvarp ríkisstjórnarinnar þvf gffurlega mikið er í húfi. Meira en einn dómsmálaráðherra. Miklu meira en eitt Morgunblað. Þessa grein neitaði Morg- unblaðið að birta. Leiðari Morgunblaðsins 4. septem- ber heitir „SmekMaus árás“ og er þannig: „I Alþýðublaðinu í gær er aðsend grein með fyrirsögninni „Er dóms- málaráðherra fylgjandi bamaklámi?" I þessari grein er m.a. komizt svo að orði.: „Annað hvort eru þingmenn veruleikafirrtir og siðblindir eða eru ekki í vinnunni.“ Jafnframt er sagt að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sé „ekki í andlegu jafhvægi nú ffekar Háborðið | en fyrri daginn“. Og höfundur heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson hefur vissu- lega aldrei verið til stórræðanna sem dómsmálaráðherra. Það sýnir reynsl- an. Afgert áhugaleysi á aðgerðum gagnvart fíkniefnaneytendum, inn- flytjendum fíkniefna, ofbeldismönn- um og bamaníðingum...“ Sem betur fer er persónuníð sem þetta sjaldgæft í íslenzkum fjölmiðl- um nú orðið og mál til komið að slíku persónutengdu ofstæki linni. Alþýðu- blaðið á betra skilið. Þingmenn em ekki einn þingmaður. Þeir em misjafnir eins og annað fólk. Og þeir eru hvorki veruleikafirrtari eða siðblindari en þeir sem gaspra í dagblöðum, án þess að þurfa að standa við orð sín. Fyrrnefnd grein skaðar ekki Þorstein Pálsson, heldur höfund sinn.“ Pólitískt aukaatriði Morgunblaðið lét þess ekki getið að grein Bolla R. Valgarðssonar í Al- þýðublaðinu var stefnt gegn þeirri hugmynd í greinargerð með fmmvarpi ríkisstjórnarinnar um barnaklám, að „vægt“ barnaklám geti komið í veg fyrir að „kynferðislega misþroska menn“ beiti börn kynferðislegu of- beldi. Þessi kenning hefur verið harð- lega gagnrýnd af Guðrúnu Jónsdóttur félagsfræðingi sem von er. Leiðari DV 4. september bendir á að henni sé nú almennt hafnað erlendis, af því að hún stangist á við reynsluna. Hér er þó ekki ætlunin að fjalla mikið um fmm- varpið í sjálfu sér. Þó vil ég miuna á alkunn sannindi, sem orðuð voru þannig 3. september af þekktum mis- notkunarfræðingi í samtali við Morg- unblaðið: „Þegar kynferðisbrot gegn börnum em annars vegar þýðir ekki að leita að einhveijum skepnum [kyn- ferðislega misþroska mönnum, innsk. SÞG], heldur bara venjulegu fólki“. Mig fýsir hins vegar að velta fyrir mér óvenjulega harkalegum viðbrögðum Morgunblaðsins við þessari sérstöku grein í Alþýðublaðinu sem er að vísu stóryrt og ósanngjöm að ýmsu leyti í garð dómsmálaráðherra. En málið sem um er að ræða er líka alvarlegt. Og gmnntónn greinarinnar er augljós. Hann er sá að vara við því að alþingi samþykki lög, sem að dómi margra þeirra er gerst þekkja til, muni fremur stuðla að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum en hamla gegn því. Og þeir sem setja slík lög eiga varla húrrahróp skilið, hvar svo þeir era í stjómmála- flokki. En Morgunblaðið lætur sér þessi aðalatriði í léttu rúmi liggja en blæs upp aukaatriðin; óþarflega hörð orð í garð þrautreynds stjórnmála- manns, sem áreiðanlega hefur heyrt og lesið annað eins. Það versta sem getur gerst getur í umræðunni um ffumvarpið er það að hún byltist í far- vegi hefðbundins stjórnmálaþjarks. Morgunblaðið leggur þó sitt af mörk- um til að svo verði með því að túlka stóryrtar en vel meintar áhyggjur greinarhöfundar Alþýðublaðsins ein- göngu sem pólitískt persónuníð. En greinarhöfundi er sýnilega fyrst og ífemst sárt um bömin. Þar koma stóm orðin. Honum blöskrar. Morgunblaðið líti f eigin barm Ekki er með sanngirni hægt að segja annað en Morgunblaðið hafi al- mennt fjallað hófsamlega um hin við- kvæma málaflokk sem er kynferðisleg misnotkun á börnum. En það hefur samt gott af því að líta í eigin barm svo það geti gert enn betur. Þjóðinni er væntanlega í fersku minni látlaus rógsherferð nýverið í greinum og les- endabréfum Morgunblaðsins gegn tveimur konum, sem allir vissu hverj- ar voru þó sjaldnast væm þær nafn- greindar, og töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, þar af önnur þegar hún var tólf ára gamalt barn. Þama var oft skrifað vægast sagt af miklu smekkleysi. Auðvitað vom það ekki orð Morgunblaðsins. En það er óumdeilanlega verk blaðsins að fram á þennan dag hefur það ekki hneykslast einu orði á þessum býsnum í leiðara. Þögnin er hávær ekki síður en stóryrð- in. Skilaboð blaðsins em sem sagt þau að það sé í lagi að rakka niður þá sem segjast vera þolendur kynferðisofbeld- is. En það er ekki í lagi að kasta skít í Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra. Ofurviðkvæmni Morgunblaðsins fýrir árásum á hann vitnar að vísu um fagra samkennd. Það væri betur að blaðið væri jafn viðkvæmt fyrir annmörkum þeirra laga sem dómsmálaráðherra er að leggja fram. Morgunblaðið minnist ekki einu sinni á þá hlið málsins. Persónuníð er þó ekki eins sjald- gæft og ritstjórar Morgunblaðsins láta í veðri vaka. Og þeir ættu reyndar að vita gott betur. I júní 1993 áminnti siðanefnd BI blaðamann nokkum fyrir brot á siðareglum stéttarinnar vegna ummæla hans um frásögn manns í tímariti af skelfilegu kynferðisofbeldi í bernsku. Greinargerð nefndarinnar var smekklaust og lítilsvirðandi per- sónuníð um þann sem söguna sagði. Morgunblaðið sem fjölmiðill tengdist málinu ekki á nokkum hátt. Samt sem áður var það eini fjölmiðillinn sem ekki aðeins gat um dóm nefndarinnar heldur birti hann orðréttan á heilli blaðsíðu svo lesa mætti í hveiju húsi. Þetta er einsdæmi. Síðan hafa verið felldir tugir siðadóma, sem ekki tengj- ast þó kynferðisofbeldi gegn bömum, án þess að Morgunblaðið hafi hirt um að birta þá í ágripi, hvað þá í heild. En blaðið vildi beinlínis að einmitt þetta sérstaka persónuníð væri lesið sem víðast. Verkin tala. Hvernig ber að túlka þessar misjöfnu áherslur Morg- unblaðsins á persónuníði er fram koma í þessum dæmum. Era þær eins konar vemleikafirring? Siðrænn mis- þroski? Kæruleysi? Svari hver fyrir sig því seint mun svar berast frá Morgunblaðinu. Mikil ábyrgð Ætli Morgunblaðið í virðulega orð- uðum, en miðað við aðstæður hræði- lega smekklausum leiðurum, að taka með aukaatriðafjasi upp hanskann fyr- ir þá, sem með fáfræði og úreltum kenningum stuðla að skaðlegri löggjöf um bamaklám, taka ritstjóramir á sig meiri ábyrgð en þeir em menn til að standa við. Þingmenn og ráðherrar verða að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem stjórnmálamenn og manneskjur. Ef þeir stuðla að tiltekinni óhamingju barna, sem er langt út fyrir það sem þeir munu nokkum tíma geta ímyndað sér, á þjóðin svo sannarlega að sýna þeim í tvo heimana. Veröld barna- kláms og kynferðisofbeldis er feikna grimm og hörð. Börnunum er alls engin miskunn sýnd. Það kemur engin mamma eða pabbi til hjálpar á síðustu stundu. Það koma bara seinheppnir embættismenn sem gaspra vitleysu. Og vandlætingarfullir ritstjórar sem sjá ekki kjama málsins, angist og sál- ameyð bamanna, fyrir þóttafullri pól- itískri smámunasemi. Það á skilyrðislaust að skrifa og tala án teprulegrar tæpitungu um hið hneykslanlega barnaklámsfrumvarp ríkisstjómarinnar því gífurlega mikið er í húfi. Meira en einn dómsmálaráð- herra. Miklu meira en eitt Morgun- blað. Þessa grein neitaði Morgunblaðið að birta. Höfundur er rithöfundur. Sigurður Bergþórsson vegfarandi: Ég hef ekki hug- mynd um það. Hildur Jónsdóttir jafnrétt- isráðgjafi Reykjavíkur- borgar: Haraldur Henrysson. Ingibjörg Ragnarsdóttir skrifstofumaður; Hvemig í veröldinni á ég að vita það? Pétur Kristjánsson skip- stjóri: Henrý Háldánarson sonur Hálfdánar Henrýssonar. Guðrún Magnea Gunn- arsdóttir: Ég veit það ekki. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Gullfiskur Árna Ibsens verður því að dæmast heldur rýr í roðinu og ef hann hefur ætlað sér að koma einhverjum boðskap á framfæri í verkinu, fer hann fyrir ofan garð og neðan; eða hreinlega drukknar í afkárlegum tilburðum. Soffía Auður Birgisdóttir leikhúskrítíker skemmti sér ekki vel í Borgarleikhúsinu um helgina. Mogginn á laugardag. Pétur [Björnsson aðalræðis- maður Ítalíu á íslandi] gat sér þess til að takmörkunum á ferða- frelsi hinna einkennisklæddu réði reynslan af kvenhylli ítalskra sjóliða í fyrri heimsóknum. Frétt um komu ítalska herskipsins San Guisto í Mogganum á laugardag. En við teljum að aðalffkniefna- leiðin inn í fangelsin sé einmitt í gegnum heimsóknargesti. Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri í DV á laugardag. íslendingar eru eins og klipptir út úr bókum Guðbergs Bergssonar. Þeir eru saddir og sljóir, lamaðir af yfirtíð og sjón- varpsglápi. Sumir rithöfundar hafa fyrir satt, að þetta hafi gerzt með stríðsárakynslóðinni, en aðr- ir segja íslendinga öldum saman hafa verið þrælslundaða. Jónas Kristjánsson var í banastuði í leiðara sínum á laugardaginn í DV. Svo illa er mannað í toppstöðum þjóðfélagsins, að það er orðinn óskadraumur margra, að landið álpist inn í Evrópusambandið, svo að íslenzk- ir smákóngar geti síur hadið úti séríslenzku böli á borð við áðurnefndar markaðshindranir og verðmætabrennslu af öðru tagi. Jónas aftur. Mannsöfnuður, drykkjusvall og ómenning er lýti á miðborg Reykjavíkur um helgar. Jónas Haraldsson reynir að fylgja fyrirmynd sinni og nafna eftir í leiðurum DV en það er eins og eitthvað vanti uppá. DV á mánudag. Ótækt er að nafn þings og þjóðar tengist drykkjulátum í Jónshúsi. í leiðara Mogga á laugardag. Ef Mogga- menn eru samkvæmir sjálfum sér hvað varðar varðveislu hefðarinnar þá ættu þeir að styðja bjórsull í Jónshúsi frekar en að fordæma það. fréttaskot úr fortíð Baráttan gegn áfenginu 21. til 27. september verður haldið í Washington 15. alþjóðaþingið til út- rýnúngar áfengi úr heiminum. Hafa Norðmenn kjörið dr. med. Ragnar Vogt prófessor til þess að mæta fyrir sína hönd. Alþýðublaöiö, fimmtudaginn 16. september 1920.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.