Alþýðublaðið - 17.09.1996, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
m e n n i n c
■ Alþjóðleg ráðstefna um
myndlistargagnrýni
Lega landsins
er stærsta
vandamálið
- segir Halldór Björn Run-
ólfsson listfræðingur um
stöðu íslands í myndlist
og myndlistarumfjöllun.
Alþjóðleg ráðstefna um myndlistar-
gagnrýni verður haldin í Reykjavík
dagana 19.-21. september. Meðal
þekktra þátttakenda eru svissneski
listfræðingurinn og gagnrýnandinn
Paolo Bianchi og Annalie Pohlen for-
stöðumaður Kunstverein í Bonn. A
þinginu verður sjónum beint að stöðu
listgagnrýni í dag og helstu þreifing-
um innan hennar. Einnig verður fjall-
að um stöðu jaðarsvæða í myndlist og
myndlistarumíjöllun.
Meðal þátttakenda á ráðstefnunni er
Halldór Bjöm Runólfsson listfræðing-
ur og Alþýðublaðið leitaði svara hjá
honum við spumingum er teknar
verða til umfjöllunar á ráðstefnunni.
„Staða íslands í myndlist- og
myndlistammljöllun er að sumu leyti
Ég held að myndlistarmenn
hafi aldrei hrakist af braut
vegna gagnrýni. Hins vegar
mótar gagnrýni óhjá-
kvæmilega þá umræðu sem
ríkir í þjóðfélaginu, segir
Halldór Björn sem tekur
þátt í alþjóðlegri ráðstefnu
hér á landi um myndlistar-
gagnrýni.
mjög góð, en að öðm leyti nokkuð
vandræðaleg," segir Halldór Bjöm.
„Við emm vökul gagnvart erlendum
straumum og staðráðin í að varðveita
eigin sérkenni í myndlistinni. Lega
landsins er hins vegar stórt vandamál.
Kostnaðurinn við að flytja verk hing-
að er óheyrilegur og mun ætíð hefta
möguleika okkar á að fá hingað vem-
legt magn af góðum erlendum sýning-
um. Þetta takmarkar möguleikana á
því að Islendingar geti verið eins vak-
andi fyrir erlendum straumum í mynd-
list og þeir eru til dæmis varðandi
bókmenntir og tónlist.“
Að hve miklu leyti móta fjölmiðlar
stíl og innihald þess sem gagnrýnend-
urskrifa?
„Staða okkar er að ákveðnu leyti
veik hér hvað varðar sérhæft upplýs-
ingastreymi. Myndlistarmenn eiga
ekkert fagtímarit. Þetta gerir það að
verkum að fjölmiðlar, til dæmis dag-
blöð, hafa miklu meiri áhrif á mómn
myndlistar en dæmi em um nokkur
staðar úti í heimi. Að sumu leyti getur
það verið gott því almenningur getur
þá betur fylgst með. En óneitanlega
eram við eftirbátar þjóða þar sem list-
tímarit em mörg, góð og flytja ferskar
og upplýsandi fréttir þar sem kafað er
djúpt.“
Hvaða áhrifhefur myndlistargagn-
rýnin á myndlistina sjálfa?
„Hún hefúr ekki bein áhrif, heldur
óbein. Eg held að myndlistarmenn
hafi aldrei hrakist af braut vegna
gagnrýni. Hins vegar mótar gagnrýni
óhjákvæmilega þá umræðu sem ríkir í
þjóðfélaginu og hefur þar af leiðandi
töluverð áhrif á þá sem em ennþá
ómótaðir, það er að segja yngstu kyn-
slóðina."
Allir á öllum í Borgarleikhúsi
Verkefni; Ef væri ég gullfiskur
Höfundur: Árni Ibsen
Leikhljóð: Baldur Már
Arngrímsson
Lýsing: Elfar Bjarnason
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Leikstjórn: Pétur Einarsson
Sýningarstaður: Leikfélag
Reykjavíkur - Borgarleikhúsið -
Stóra sviðið.
Þá er leikár stóru atvinnuleikhús-
anna hafið og að þessu sinni eru ís-
lensk verk mjög áberandi á verkefna-
skrá þeirra. Reyndar svo mjög að
varla er hægt að krefjast þess að þar
séu eingöngu stórvirki á ferðinni.
Síðastliðið föstudagskvöld frum-
sýndi Leikfélag Reykjavíkur nýjan
farsa eftir Áma Ibsen Ef væri ég gull-
fiskur. Aðstandendur sýningarinnar
höfðu gefið það út að viðfangsefnið
væri fégræðgi, frami og framhjáhald í
íslenskum samtíma. Svo sem ekki ný-
stárleg eða frumleg viðfangsefni, en
hvað um það, oft hafa sammannlegir
breyskleikar dugað vel í góðan farsa.
En að þessu sinni er eitthvað sem
fer úrskeiðis; hvað það er liggur svo
sem ekki í augum uppi.
Ef við lítum á verkið þá er það svo
sem snoturlega skrifað og af þeirri
íþrótt sent búast mátti við af Áma, en
það vantar þó herslumuninn til að
fanga og halda athygli áhorfenda. Per-
sónumar em gmnnar og klisjukennd-
ar, basl þeirra lítt áhugavekjandi og þó
að verkið sé rekið áfram af gífurlegum
krafti, samtölin séu liðleg og fljúg-
andi, óvæntar uppákomur skelli á í
Leikhús____|
stríðum straumum, þá skortir það
þann sársauka sem leggur gmnninn að
velheppnuðum gamanleik. Útkoman
er yfirdrifinn ærslaleikur sem gusast
yfir áhorfendur án þess að þeir fái
tíma til að meðtaka eða skynja hvað á
þeim dynur.
Ámi hefur áður sýnt að honum er
betur lagið en flestum íslenskum leik-
skáldum að skrifa gamanleiki en að
þessu sinni er sem honum hafi ekki
legið nógu mikið á hjarta. Eða gleymt
sannindum höfundarins sem sagði að
efinn væri vindhani skáldsins.
Leikstjórn Péturs Einarssonar er
auðvitað stór hluti af því sem hér er að
framan sagt og kannski er farsaformið
það form leiklistarinnar sem gerir
hvað mestar kröfur til - og á hvað
mest undir vinnu leikstjórans. Og Pét-
ur velur þá leið að láta aksjónina yfir-
taka allt annað í sýningunni. Þannig
fær í raun ekkert augnablik að lifna,
hvað þá lifa, því næstu uppákomu er
hellt yfir með hraða lióssins og þegar
verst lætur er búin til aksjón án þess
að fyrri henni s' einhver grunnur í
texta verksins. hvo sem þegar Dóra er
látin hlaupa upp og nif ar stiga, eins
og vönkuð rolla, að því er virðist til
þess eins að skapa hreyfingu og glun-
droðatilfmningu á sviðinu, og dregur
með því athygli frá því sem raunvem-
lega á sér stað í verkinu. Það er eins
og leikstjórinn hafi engan veginn
treyst því efni sem hann var með í
höndunum. Og ekki veit ég hvort um
er að kenna leikstjóm eða höfundi, að
meginþema verksins er alls ekki frami
og fégræðgi heldur framhjáhald.
Raunar em allir að riðlast á öllum og
ganga ekki mjög pent til þess verks,
heldur snýst þetta um frekar hráar ríð-
ingar, sem í minni orðabók flokkast
undir klám. Persóna Öldu er með
þeim ósköpum lögð að Bóhem og
Vegas verða eins og nunnuklaustur í
samanburði. Þá erum við komin að
stærsta veikleika sýningarinnar, per-
sónuleikstjóminni. Um Óldu er sagt í
handriti að hún sé pelsklædd kynvera,
gott og vel, en í mínum huga er útilok-
að að einstaklingur sem riðlast á öllu
sem nærri honum kemur eins og of-
virkur titrari, sé kynvera. Hann er frík,
sem á sér enga stoð í raunveruleikan-
um. Halldóra Geirharðsdóttir er
hörkugóð leikkona og gerir sitt besta
til að koma þessu viðrini til skila og
ekki verður við hana sakast þó erfið-
lega gangi að gefa persónunni líf.
Helga Braga Jónsdóttir er líka góð
gamanleikkona með sterka tilfinningu
fyrir tímasetningu og hraðabreyting-
um, en hættir stundum til, ef leik-
stjómin er ekki því markvissari, að of-
leika til vansa. En sjaldan sem nú, það
er raunar erfitt að segja til um hvort
Dóra hennar á að vera heilbrigð eða
vemlega andlega fatlaður einstakling-
ur. Svona löguðu á leikstjórinn ekki
að sleppa í gegn.
Eggert Þorleifsson hefur margsýnt
að hann er verulega hæfileikaríkur
gamanleikari og hér fer hann með
burðarhlutverkið og bjargar raunar því
sem bjargað verður. Vandamálið er
hins vegar að persóna hans er svo kli-
sjukennd að hann fær ekki svigrúm til
að vekja samúð áhorfandans sem litli
maðurinn, sem þó stendur uppi sem
sigurvegari í lokin.
Sigurður Karlsson fer ekki með
viðamikið hlutverk, en Pétur „Gull-
fiskur" ættfaðirinn f verkinu verður í
höndum hans trúverðugur fulltrúi
hvítflibba nútímans.
Kjartan Guðjónsson leikur Eyva,
kúgaðan eiginmann Dóru. Ég sá
Kjartan í Maríusögum í Nemendaleik-
húsinu og fannst hann þar skapa ansi
hreint skemmtilega persónu. En því
miður er eins og hann hafi fest sig þar
og endurtaki sig í sífellu. Vonandi fær
hann tækifæri til að brjótast úr þeim
viðjum sem fyrst.
Þær Ásta Amardóttir, Guðlaug El-
ísabet Ólafsdóttir, Sóley, Elíasdóttir
og Rósa Guðný Þórsdóttir fara með
misstór hlutverk og lenda eins og aðrir
leikendur í ógöngum með ofleik og
skrípalæti sem fyrst og fremst skrifast
á reikning leikstjórans.
Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar
er massív og glæsileg og skapar verk-
inu skemmtilega og trúverðuga um-
gjörð.
Lýsing Elfars Bjamasonar er einnig
hið besta verk, fylgir sýningunni vel
eftir og styrkir hana. Búningar Helgu
I. Stefánsdóttur eru góðir, ef frá er tal-
inn kjóll Öldu sem undirstrikar enn
frekar viðrinislega tilvern persónunn-
ar.
Niðurstaða: Sýning sem þrátt fyr-
ir glæsilega umgjörð og mikið
kapp, missir gjörsamlega marks
og drukknar í eigin ærsium og
hávaða.