Alþýðublaðið - 15.10.1996, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
Elizabeth í Róm mánuði fyrir andlát sitt, mörkuð af langvarandi heilsu-
leysi og ópíumneyslu.
ásamt börnum sínum, en eiginkona
hans var þá látin fyrir nokkrum árum.
Fjölskyldan bjó í Wimpole stræti og
þar helgaði Elizabeth sig skáldskapar-
iðkun. Hún var ekki heilsuhraust, en
alvarlegt heilsuleysi gerði ekki vart
við sig fyrr en um þrítugsaldur þegar
hún veiktist af lungnaberklum. Til að
lina þjáningar var henni gefið ópíum
sem hún varð upp frá því mjög háð.
Læknar töldu að ef hún ætti að lifa
veikindin af yrði hún að yfirgefa
London. Hún hélt til Devon ásamt
systrum sínum og Bro, eftirlætisbróð-
ur sínum. Þegar Bro hugðist halda
heim eftir stutta dvöl sendi Elizabeth
föður sínum bréf og grátbað hann að
leyfa Bro að dvelja hjá sér lengur.
Faðirinn gaf samþykki sitt en sagði
dóttur sinni að sér þætti rangt af henni
að krefjast þessa. Elizabeth átti síðar
eftir að óska þess heitt að hún hefði
aldrei borið fram óskina.
Hún var nú fárveik. Einkalæknir
sinnti henni samviskusamlega en
veiktist síðan sjálfur heiftarlega. Með-
an hann var rúmfastur harðneitaði El-
izabeth að leyfa öðrum læknum að
sinna sér. Læknir hennar reis því upp
af sjúkrabeði sínu af skyldurækni
einni saman til að huga að sjúklingi
sínum. Afleiðingarnar urðu þær að
veikindin tóku sig upp að nýju og
hann lést skömmu síðar. Kona með
jafn viðkvæmt eðli og Elizabeth gat
ekki annað en kennt sér um. Hún þjáð-
ist af sektarkennd og grét um nætur.
Bróðir hennar, Sam lést á Jamaica
úr gulu, og síðan drukknaði Bro, bróð-
ir hennar. Elizabeth var frávita af sorg
og iðrun. Hún hafði beðið föður sinn
að leyfa Bro að dvelja hjá sér, faðir
hennai' hafði verið því andvígur en lát-
ið undan og Bro hafði látist meðan
hann var í heimsókn hjá henni. Hún
varð þess fullviss að yfir sér hvíldi
bölvun og þeir sem hefðu við hana
samskipti biðu skaða af. Heitasta ósk
hennar var að fá að deyja.
Elizabeth sneri heim til föðurhúsa.
Henni fundust einu gleðistundimar í
lífi sínu vera þær sem hún átti með
föður sínum. Þegar hún var ein grét
hún vegna einangrunar sinnar og
framtíðar sem virtist ekki hafa upp á
neitt að bjóða. Hún var stöðugt mátt-
farin og lá fyrir mestan hluta sólar-
hringsins. Ópíum var helsta náðarlyf
hennar. Henni þótti það hressa, bæta
og kæta. „Ópíum færir mér lrf og til-
fmningu, svefn og ró,“ sagði hún.
Ljóð eftir hana höfðu birst á prenti
og vöktu mikla athygli. f bókmennta-
heimi Lundúnaborgar gengu sögur um
þessa heilsutæpu skáldkonu sem orti
þunglyndisleg ljóð og sögð var jafn
falleg og hún var gáfuð.
Þessi smávaxna, svartklædda kona
hafðist við í rökkvðu herbergi sem hún
yfirgaf sjaldan. Gluggar voru vandlega
lokaðir og eldur brann í aminum. Her-
bergið var aldrei hreinsað nægilega og
ryk og kóngulóarvefir söfnuðust alls
staðar íyrir. Á veggjum vom myndir
af Tennyson og Robert Browning,
þeim skáldum sem hún hafði einna
mestar mætur á.
Ástir samlyndra skálda
Robert Browning þótti eitt athyglis-
verðasta ljóðskáld Breta um þessar
mundir þótt hann ætti æði langt í land
með að öðlast almenningshylli. Hann
var þijátfu og þriggja ára þegar hann
kynntist Elizabeth sem var sex ámm
eldri en hann. Browning sendi henni
aðdáendabréf sem hún svaraði og þar
með hófust bréfaskriftir þeirra. Það
liðu átján vikur frá fyrsta bréfi hans og
þar til þau hittust, en þá höfðu þau
samanlagt skrifað hvort öðm tuttugu
og sjö bréf. Þessi bið stafaði eingöngu
af tregðu Elizabethar, sem sagði síðar
að hún hefði ekki viljað hitta hann
vegna „blindrar andúðar minnar á
ókunnugum". En bréfin milli þeirra
höfðu orðið sífellt innilegri og henni
hætti að þykja Robert Browning
ókunnur maður. Þegar hún skrifaði
honum bréfið þar sem hún bauð hon-
um í heimsókn mnnu tárin niður kinn-
ar henni af taugaæsingi. Fyrsti fundur
þeirra stóð í klukkutíma og Robert
Browning gekk af honum ástfanginn
maður. Seinna fannst Elizabeth að hún
hefði alltaf elskað Robert Browning,
eða öllu heldur hugmyndina um hann.
En þegar hún kvaddi hann vissi hún
það eitt að hún vildi verða vinur hans.
„Veistu að ég var hrædd við þig.
Mér fannst eins og þú hefðir vald yfir
mér sem þú ætlaðir þér að nota. Mér
fannst eins og ég gæti ekki andað eða
talað öðmvísi en þú hafðir ætlað mér.
Mér fannst einhvem veginn að þú læs-
ir hugsanir mínar eins og þú værir að
lesa dagblað," skrifaði hún honum.
Hann skrifaði henni og sagðist elska
hana. Hún endursendi bréfið. Hann
sendi henni annað bréf og bað hana að
fyrirgefa ákafa sinn. Þau héldu áfram
að hittast á heimili hennar og þess á
milli skrifuðust þau á. Hann var ást-
fanginn sem fyrr og tilfinningar henn-
ar urðu æ heitari. „Eg á alltaf von á því
að heyra eða sjá að þú sért leiður á
mér,“ skrifaði hún. Hún hafði alltaf
trúað því að enginn karlmaður sem
'hún virti gæti elskað sig. Hún myndi
valda honum vonbrigðum og hann
hverfa á braut.
Elizabeth hélt sambandi sínu við
Robert Browning vandlega leyndu
fyrir föður sínum og heimsóknirnar
áttu sér einungis stað þegar hann var
ljarverandi. Þetta var í fyrsta sinn sem
hún fór á bak við föður sín og hún var
full samviskubits vegna þess. En faðir
hennar hafði ætíð ráðskast með líf fjöl-
skyldu sinnar og ætlaði bömum sínum
ekki að Ufa sjálfstæðu lífi og Elizabeth
þóttist viss um að hann myndi aldrei
leggja blessun sína yfir samband
þeirra Browning. Elizabeth Barrett
hafði fundið manninn sem hún hafði
ætíð leitað að. I Robert Browning sá
hún kennara sinn, einstakling sem hún
gat litið upp til. Hún fann í honum
hetju.
„Mér finnst ég jafnbundin þér og
nokkur manneskja getur verið bundin
annarri. Á þessari stundu ertu mér
meira virði en allur heimurinn,“ skrif-
aði hún honum. Hún hét því að ef hún
lifði af veturinn þá myndi hún giftast
honum.
Þegar faðir hennar ákvað að fjöl-
skyldan skyldi flytjast til Kent meðan
verið væri að gera lagfæringar á húsi
þeirra laumuðust elskendurnir inn I
litla kirkju I nágrenninu og létu gefa
sig saman. Síðan laumaðist Elizabeth
heim. Viku síðar, þegar faðir hennar
sat að kvöldverði, yfirgaf hún heimilið
svo lítið bar á. Hún hélt til Parísar
ásamt eiginmanni sínum og þaðan
héldu þau til Ítalíu.
Elizabeth mátti ekki til þess hugsa
að lifa í ósátt við föður sinn. Hún
skrifaði honum hjartnæmt bréf og bað
um skilning hans og fyrirgefningu.
Edward Barrett sá hvorki ástæðu til að
skilja né fyrirgefa. Hin undirgefna
dóttir hafði svikið hann. Hann svaraði
henni með bréfi þar sem hann sagðist
líta svo á að hún væri ekki lengur á
lífi. Viðbrögð hans reyndust Elizabeth
meira áfall en tvö fósturlát á fyrstu
hjónabandsárunum. „Ég er hamingju-
samari en ég bjóst nokkru sinni við að
Edward Moulton Barrett. Ég mundi
taka bros föður míns fram yfir bros
barns míns, sagði Elizabeth um
föður sinn var harðstjóri á heimiii
og útskúfaði dóttur sinni eftir
flótta hennar og Roberts Brown-
ing.
verða í þessum heimi og ef ég ætti að
velja milli frekari munaðar myndi ég
taka bros föður míns fram yfir bros
bams mms,“ sagði hún. „Ef ég ætti að
velja annað hvort þá yrði ég að velja
það íyrmeíhda og ég myndi gera það.“
Andlit ungrar stúlku
Hjónabandið færði Elizabeth mikla
gleði og þótt hún náði aldrei fullkom-
inni heilsu þá var hún betur á sig kom-
in en oft áður. Hún eignaðist einkason
sinn, Penini, fjörtíu og þriggja ára
gömul, en eitthvað eimdi eftir af þeirri
trú hennar að yfir sér hvíldi bölvun og
hún fékkst vart til að halda baminu í
ömtum sér af ótta við að skaða það.
Á næstu árum fór hún nokkrum
sinnum til Bretlands og heimsótti
systkini sín á heimili föður þeirra með-
an hann var fjarverandi. Feðginin hitt-
ust því aldrei. Elizabeth lét sig enn
dreyma um sættir og Robert skrifaði
tengdaföður sínum bréf sem hjónin
voru sannfærð um að mýkja myndi
hinn harðlynda heimilisföður. Hvasst
og afdráttarlaust bréf kom til baka
ásamt bunka af óopnuum bréfum sem
Elizabeth hafði skrifað föður sínum
undanfarin ár. Elizabeth átti eftir að
skrifa föður sínum fleiri bréf en faðir
hennar lést án þess að hafa tekið hana I
sátt.
Elizabeth og Robert áttu saman sex-
tán blessunarrík ár. Á hjónabandsáran-
um komu út eftir skáldkonuna fræg-
ustu ljóðabækur hennar Sonnets ffom
the Portuguese, ástarljóð til eigin-
mannsins, og Aurora Leigh, þar sem
kom fram einlægur stuðningur við
jafnréttisbaráttu kvenna.
Ópíumneysla Elizabethar var helsta
ágreiningsefni þeirra hjóna, en Robert
gerði ítrekaðar en árangurslitlar til-
raunir til að fá hana til að láta af henni.
Þau deildu einnig um uppeldi sonarins
sem Elizabeth ól upp Hkt og væri hann
kynlaus vera meðan Robert vildi efla
með honum karlmennsku. Annað
Robert Browning. Hann var eitt
frumlegasta skáld samtíðar sinnar
og varð ástfanginn af Elizabeth eft-
ir þeirra fyrsta fund.
ágreiningsefni var Napóleon 3 sem El-
ízabeth tilbað og leit á sem hina full-
komnu hetja meðan Robert fyrirleit
hann af öllu hjarta. Eitt helsta áhuga-
mál Elizabethar á seinni áram, spírit-
ismi, varð þeim einnig tilefni deilna en
Robert taldi konu sína vera að flýja á
vit blekkingar sem myndi skaða and-
lega heilsu hennar.
Enginn sem þekkti til Elizabethar
átti von á því að þessi fíngerða, veiklu-
lega kona sem borðaði eins og spör-
fugl yrði langlíf. Hún lést fimmtíu og
fimm ára að aldri eftir að hafa ofkælst.
I veikindum hennar hjúkraði Robert
henni af sömu alúð og ætíð. Einn dag
þegar hann laut niður að henni opnaði
hún augun, faðmaði hann og sagði:
„Robert minn, minn heittelskaði".
Hann spurði hvemig henni liði. „Ynd-
islega," svaraði hún. Hann tók utan
um hana:
„Þá sá ég sjón sem hjarta mitt mun
geyma þar til ég sé hana aftur og um
alla eilífð - ást hennar á ntér eins og
hún birtist mér allan þann tíma sem ég
þekkti hana. Brosmilt, hamingjusamt
andlit ungrar stúlku - og eftir nokkrar
mínútur lést hún í örmum mínu, höfuð
hennar við vanga minn.“
Robert Browning var staðfastlega
þeirrar skoðunar að einungis væri
hægt að elska ofurheitt einu sinni á
ævinni. Hann lifði konu sína I tæp
þijátíu ár og giftist ekki aftur. ■
í samræmí við ákvæði í nýrri vinnulöggjöf, óskar
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur eftir gerð
viðræðuáætlunar við fyrirtæki sem ekki eru í samtökum
atvinnurekenda. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja eru
beðnir um að hafa samband við Kjaramáladeild VR
fyrir 18. október nk. svo komist verði hjá því að vísa
málinu til ríkissáttasemjara.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Húsi verslunarinnar
Símí: 568 7100
í lögum nr, 75/1996 segir: "Atvinnurekendur eða samtök þeirra og stéttarfélög skulu
gera áætlun um skipulag viðræðna um endurnýjun kjarasamnings.., Viðreeðuáeetlun
skal gerð í síðasta lagi tíu vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus."