Alþýðublaðið - 13.11.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 13.11.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 13. NOVEMBER 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 ó r n m á I Baráttujaxl. Eiríkur Stefánsson verkalýðsleiðtogi frá Fáskrúðsfirði flutti nokkrar sannkallaðar eld- messur yfir flokksþinginu. Á heimaslóðum. Jóhanna Sigurð- ardóttir heiðraði flokksþingið með nærveru sinni einsog aðrir þing- menn Þjóðvaka. Ungt fólk var áberandi á flokks- þinginu. í þeim hópi var Elvar Gunnarsson frá Selfossi sem var kosningastjóri Alþýðuflokksins á Suðurlandi í síðustu þingkosning- um. Ber er hver að baki... Gunnlaugur Stefánsson prestur og fyrrum al- þingismaður var í fararbroddi stuðningsmanna Guðmundar Árna, og hér ráða þeir ráðum sín- um. Tekist í hendur. Guðmundur Árni Stefánsson sagði fyrir flokksþingið að hann tæki niðurstööu úr formannskjöri með brosi á vör. Hann stóð við það og hér óskar hann Sighvati til hamingju. >!(H ( Kvennabylting. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðar manna samgleðst kynsystrum sínum sem nú eru í meirihluta í flokksfor- ystunni. Nýkjörinn formaður lætur lítið fyrir sér fara. Hlustað af athygli. Kristinn T. Haraldsson, Össur Skarphéðinsson og Gyifi Þ. Gislason fyrrum formaður Alþýðuflokksins hlýða á ræðu Jóns Baldvins. Tilfinningaþrungin stund. Jón Baldvin veifar til fundar- manna í lok síðustu ræðu sinnar sem formaður Alþýðu- flokksins. Bryndís Schram, sem stóð með manni sínum gegnum súrt og sætt á tólf ára for- mannsferli, viknaði þegar Jón Baldvin lauk ræðu sinni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.