Alþýðublaðið - 06.03.1997, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 6. MARS 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
ú t I ö n d
Pólland!
en ekki hirtu þeir bæði sloty og krón-
ur.
Síðan þá hef ég fengið slíka ást á
pólskri þjóð, sögu og menningu að
jaðrar við ástríðu. Þess vegna þykir
mér illt að vita ef Pólland birtist í
martröð, jafnvel þótt aðeins ein borg í
þvísa landi hafi komið við sögu í
draumförum Magnúsar. Astríða mín
og löngun að kynna pólska sögu,
menningu og þjóðhætti fyrir íslend-
ingum hefur leitt til samstarfs við
framsækna íslenska ferðaskrifstofu
sem vinnur með mér að ferðum aust-
ur þangað. I því kynningarstarfi sem
þegar hefur átt sér stað hefur mér orð-
ið ljóst að Magnús er ekki einn um að
tengja Pólland eða pólskar borgir við
kolareyk og niðurníðslu, svart kóf og
Auschwitz. En þetta er ekki Pólland,
aðeins hluti Póllands.
Þegar ég sagði pólskum vinum
mínum af fyrstu kynnum mínum af
Póllandi, nánar tiltekið Stettin, sögðu
þau að ef ég hafi aðeins komið til
þeirrar borgar þá hafi ég alls ekki
komið til Póllands. “Komdu til
Krakár,” sögðu þau, “þá hefurðu séð
Pólland. Það hef ég gert, aftur og aft-
ur. Reynsla mín er með þeim hætti að
ég vil bjóða Magnúsi Norðdahl í ferð
til Krakár hinnar fomu höfðuborgar
og sjá Pólland mun aldrei aftur birtast
í martröðum hans. Hins vegar mun
hann dreyma um að komast þangað
aftur, aftur og aftur. Og hvað muntu
sjá Magnús?
Þú munt sjá töfrandi borg við ána
Vislu, borg með mikinn iðnað og
gfí* ’ - ' '* ' |
“V’ t
aldalanga sögu mennta og vísinda, þá
borg sem hæst ber á lista menningar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) yfir byggingarsöguleg
verðmæti. UNESCO hefur lýst hana
eina af 12 perlum menningararfs
mannkyns. Þú munt sjá borg þar sem
hægt er að lesa stflsögu mannvirkja
allt frá rómönskum 11. aldar stfl til
póst-mód.
Við hæfi er að hefja rölt okkar á
Wawelhæð. Þar er fom höll þar sem
pólskir kóngar bjuggu frá fyrrihluta
14. aldar og fram til 1595. Þá lét Sig-
mundur III Vasa flytja hina konung-
legu stjórnsýslumiðstöð til Varsjár.
Kraká hélt samt sem áður allnokkru
mikilvægi um langt skeið, var krýn-
ingar- og greftrunarstaður kónga og
sjálfstætt lýðveldi frá 1815 til 1846.
Hún hefur verið bitbein gráðugra ná-
granna en þrátt fyrir það hefur hún
sloppið ótrúlega frá hörmungum
tveggja stórstyrjalda á þessari öld.
Gamla borgin er því ekta en ekki eft-
irlíking eins og svo margir “gamlir”
hlutar pólskra borga.
í gamla bænum við Wawelhæð er
fjöldi fagurra listasafna og markaðs-
torgið (Rynek Glowny) eitt fegursta
miðaldatorg og það stærsta sem enn er
varðveitt í Evrópu. Skammt þar frá er
Kirkja Maríu Meyjar. Á hveijum heil-
um tíma er spilað stef á trompet í öðr-
um tumi hennar. Þetta stef er ákaflega
fallegt en endar eins og klippt væri á.
Sagan segir að varðmaður sem stóð í
þessum tumi þegar Mongólar réðust á
borgina, sama ár og Snorri var veginn
í Skálholti, hafi blásið viðvöranarstef
en fengið ör í gegnum hálsinn þega
hann var í því miðju. Þessa minnast
Pólverjar enn og fátt lýsir eins vel
dramatískri sögu þessarar þjóðar og
einmitt þetta stef.
Þá höldum við eftir steinilögðum
götum í suð-vesturátt þangað sem einu
sinni var sjálfstæður bær en er nú
hverfi nálægt miðborginni. Þetta er
gamla Gyðingahverfið “Kazimierz”
sem ekki hefur breyst mikið frá því að
hin skelfilegu örlög gengu yfir íbúa
þess á áram síðari heimstyrjaldar. At-
riði í myndinni Listi Sindlers voru tek-
in í þessu hverfi. Þótt aðeins séu eftir-
lifandi 87 gyðingar í borginni má enn
merkja sterk gyðingleg áhrif í Kazimi-
erz.
Eftir að við höfum hvflst á litlu
kaffihúsi og hlýtt á galsafengna en
jafnframt tregablendna tónlist gyðinga
höldum við til Nowa Huta (Nýja Hús-
ið). Nowa Huta er úthverfi í vestur-
jaðri Krákár og var til skamms tíma
sjálfstætt sveitarfélag (Sameining
sveitarfélaga hefur átt sér víðar stað en
á Fróni). Það var byggt á 6. áratug ald-
arinnar kringum eitt stærsta stáliðjuver
Evrópu. Stfllinn í húsbyggingum sem
þama ríkir er hinn dæmigerði
J'unktionalismf stalínismans og algjör
andstæða gamla bæjarins við Wawel-
höll. Að lokinni rannsókn á stalínískri
byggingarlist bregðum við okkur inn á
ósvikna “öreigakrá”, og svölum þorst-
anum með glasi af vodka. Þar öndum
við að okkur ilmi liðinnar tíðar og
horfum til morgundagsins í þeirri vissu
að veruleikinn sé allt annar en
martröð.
í því kynningarstarfi sem þegar
hefur átt sér stað hefur mér orðið
Ijóst að Magnús er ekki einn um að
tengja Pólland eða pólskar borgir
við kolareyk og niðurníðslu, svart
kóf og Auschwitz.
■ Alþjóðleg spurningakeppni
Hvað veistu um Moskvu?
Á þessu ári á Moskva, höfuðborg
Rússlands, 850 ára afmæli sitt. f til-
efni af því heldur borgarstjóm
Moskvu alþjóðlega spumingakeppni
undir nafninu “Moskva - borg friðar
og vináttu um aldir”. Spumingamar
era þessar:
1. Hver var stofnandi Moskvu?
Hvað er á skjaldarmerki Moskvu?
2. Hvað heita gamalt virki og torg
í miðbæ Moskvu? Hvað er að finna á
þessu svæði núna?
3. I Moskvu er verið að endur-
byggja Dómkirkju Krists frelsara.
Hvenær var hún byggð og í tilefni af
hvaða atburði? Hver urðu örlög
hennar?
4. Hvemig er stjóm borgarinnar
háttað? Hver er borgarstjóri Moskvu
núna?
5. Hvað heitir stærsta flugfélag
Rússlands og til hve margra landa
flýgur það?
6. Hvað er neðanjarðarbrautin í
Moskvu (metró) gömul og hve marg-
ar eru brautarstöðvamar?
7. Moskva er hafnarborg. Við hve
mörg höf er hún tengd og hvað heita
þau?
8. Hvenær hætti Moskva að vera
höfuðborg Rússlands og hvenær varð
hún höfuðborg Rússlands á ný?
9. Hvað hér fyrsti geimfarinn og
hvenær fór hann í ferð sína? Hvar í
Moskvu er að finna minnisvarða um
þennan mann?
10. Hvenær fóra Ólympíuleikar
fram í Moskvu? Hverjir vora þeir í
röðinni? Hve mörg gull-, silfur- og
bronsverðlaun hlutu sovéskir íþrótta-
menn á þessum leikum?
Svörin ber að vélrita á ensku og
senda fyrir 30. júní til:
“Moscow - 850”
K-50, Box 52
103050 Moscow
Russia
Þeim tíu, sem leysa best úr spum-
ingunum, verður boðið til Moskvu til
að vera við afmælishátíðina í sept-
ember 1997. Stjóm Moskvu greiðir
ferða- og dvalarkostnað þeirra. En að
auki fá fimmtíu þátttakendur, sem
best svara, minjagripi í verðlaun.
■ Sverrir Hólmarsson skrifar frá Suður Sjálandi
Pólitískur
ölvunarakstur
Annar hluti
Varla hafði Per Stig Möller tyllt
sér í formennskustól danska fhalds-
flokksins en sögur fóra að kvisast um
að hann hefði ekki sem hreinast mél
í pokanum hvað ölvun undir stýri
snerti. Þegar leið á síðustu viku
höfðu öldur orðrómsins risið svo hátt
að blaðamaður á Ekstrablaðinu
hringdi í Per Stig og spurði hvort það
væri rétt að hann hefði verið tekinn
fastur fyrir að aka drakkinn á Jagtvej
upp úr 1970. Það er rangt, svaraði
Per Stig að bragði og þegar blaða-
maðurinn spurði hvort hann hefði
áreiðanlega aldrei lent í neinu svip-
uðu sleit Per Stig talinu sem skjótast.
Seinna kom í ljós að Per Stig hafði
árið 1968 verið tekinn fyrir ölvun við
akstur á einhverri annarri götu. Hann
mældist með 1,71 prómill og sló þar
með út þessi 1,37 sem Hans Engell
var með. Hann hafði hins vegar ekki
ýtt hálfs tonns steypuklossa 85 metra
eins og Hans afrekaði.
Á Politiken voru menn með réttu
útgáfuna á sögunni í höndunum á
föstudaginn. Það var hringt í Per Stig
sem gekkst þegar í stað við því að
sagan væri sönn. Hún birtist svo í
Politiken á laugardaginn. Það varð
auðvitað uppi fótur og fit og menn
spurðu sjálfa sig hvort Per Stig væri
trúverðugt efni í forsætisráðherra.
Ekki vegna þess að hann hafði sem
24 ára stúdent sest sauðdrakkinn
undir stýri, heldur vegna þess að
hann hafði þagað yfir þessu máli við
aðra en örfáa nánustu stuðningsmenn
sína þegar hann var valinn eftirmað-
ur Engells og síðan borið söguna til
baka þegar hún var lögð fyrir hann í
eilítið rangfærðri mynd. Per Stig hef-
ur að vísu haldið því fram mjög
ákveðið að tæknilega séð hafi hann
ekki logið að Ekstrablaðinu, en sú af-
sökun fellur í grýttan jarðveg meðal
almennings.
Hægripressan hefur í leiðuram far-
ið fram á að Per Stig dragi sig í hlé
sem forystusauður flokksins, en Per
Stig neitar harðlega að fara og hefur
stuðning flestra áhrifamanna í
flokknum. Einn þingmanna hans,
Helge Adam Möller, gekk þó fram
fyrir skjöldu og krafðist tafarlausrar
afsagnar Pers, sagði að ekki væri
hægt að hafa lygara í þessari stöðu.
En Helge Adam, sem er dálítið ein-
faldur, misreiknaði sig hrapallega;
allur flokkurinn snerist gegn honum
og hann er nú dauður maður í pólitfk.
Per Stig lifir hins vegar enn, þó að
framtíð hans sé afar óviss. Örlög
hans ráðast endanlega í september
þegar flokkurinn heldur landsfund og
kýs sér formann.
Það er engan veginn víst að Per
Stig verði kosinn þá. Það er komin
löng reynsla á það að það versta sem
stjómmálamenn geta gert sjálfum sér
er að segja ósatt, breiða yfir hlutina
og reyna að draga eitthvað undan.
Paul Schluter fékk að kenna á þessu
þegar hann sagði sem frægt er að
engu hefði verið sópað undir gólf-
teppið í tamflmálinu. Þegar teppinu
var lyft komu ýmis óhreinindi í ljós
og stjóm Schluters féll. Svo virðist
sem sífellt séu gerðar meiri siðferðis-
kröfur til stjómmálamanna og ein
sterkasta krafan er að þeir segi ævin-
lega sannleikann - og allan sannleik-
ann.
í fyrsta pistli mínum hér í blaðinu
var missagt að ég skrifaði frá Kaup-
mannahöfn. Það rétta er að ég sit hér
úti í sveit á Suður Sjálandi við að
hripa þessar línur, umlukinn ökram
og skógum.