Alþýðublaðið - 03.07.1997, Side 3

Alþýðublaðið - 03.07.1997, Side 3
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Veiðimannaþjóðfélag og framtíðin Frændur vorir Grænlendingar hafa að undanfömu hrætt líftóruna úr ís- lensku þjóðinni með hugmyndum sínum um að á Grænlandi verði kom- ið upp geymslustöð fyrir úrelt kjarn- orkuvopn. Ljóst er að ef af því yrði myndi það gera Islendingum ntjög erfitt fyrir að halda áfram að kynna ímynd íslands sem land óspilltrar náttúru, auk þess sem það gæti á svipstundu gereytt mörkuðum okkar fyrir ftsk ef illa færi, svo ekki sé tal- að um ferðaþjónustuna - vaxtar- broddinn í atvinnulífínu. I raun má hugsa sér að það þyrfti ekki annað en orðróm um mengun til að kaupendur myndu hætta að líta við íslenskum fisk, því hver vill borða krabba- meinsvaldandi fisk? Og hver vill heimsækja geislavirkt land? Þetta vakti mig til umhugsunar um framtíð íslands í heimi þar sem þeir sem ráða Pqllborð | Hreinn Hreinsson skrifar hafa enn ekki náð stjóm á versnandi ástandi umhverfisins og ekkert bend- ir til þess að það sé að breytast ef marka má nýafstaðna umhverfisráð- stefnu sem endaði með skammarleg- um hætti. Langstærstur hluti útflutnings- verðmæta okkar kemur úr sjávarút- vegi og þaðan kemur því sá drifkraft- ur sent stjórnar hagsveiflum hér. Ef lítið veiðist og verð lækkar er kreppa en um leið og fleiri þorskar veiðast verður uppsveifla. Þannig hefur það verið alla tíð og þannig mun það verða ef hugsunarháttur okkar breyt- ist ekki. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirri verðmætasköpun sem er í sjávarútvegi og ég er heldur ekki að gera lítið úr því fólki sem starfar í sjávarútvegi og greinum tengdum honum. Mín skoðun er hins vegar sú að við sem þjóð erum með flest okk- ar egg í sömu körfu og erum því al- gerlega háð því hvað verður um þessi ágætu egg. Allt þjóðfélag okkar, heil- brigðiskerfi, menntakerfi, félagsleg aðstoð og skattkerfi, er háð því hvemig fiskast, því ef illa fiskast þarf að skera niður eða reka ríkissjóð með halla. Hvað myndi til dæmis verða um íslenskt þjóðfélag ef skip á leið til Grænlands með kjarnorkusprengj- ur myndi sökkva í landhelgi okkar? Það sem myndi gerast væri algert hmn og þá gætum við ekki menntað bömin okkar eða rekið sæmilegt heilbrigðiskerfi. Getum við sem sið- menntuð nútímaþjóð sætt okkur við það að þurfa að lifa eftir lögmálum veiðimannasamfélags? Einhæft at- vinnulíf er ávísun á miklar hagsveifl- ur sem stjómmálamenn geta ekki ráðið við og munu valda því að um alla framtíð mun velferðarþjóðfélag- ið, það er þjónustan við íbúana, verða háð því hvort vertíð verði góð eða slærn. Stjómvöldum ber því að stefna að því að skapa það umhverfi að jafn- rétti og jafnvægi riki milli atvinnu- greina þannig að framtíð okkar verði ekki algerlega háð sveiflum fiski- stofna. Svo ekki sé talað um þá tíma- sprengju sem mengun hafanna er. Við getum illa stjórnað náttúmnni en við getum stjómað því hvemig við bregðumst við henni. Því er það ábyrgðarhluti og skortur á raunsæi að efla ekki fjölbreytni atvinnulífsins, því hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr þá er það allt of mikil áhætta að búa við einhæft atvinnulíf. Það mun alltaf verða til þess að við munum dragast aftur úr öðram þjóð- um sem ekki eru eins háðar duttlung- um náttúmnnar og við. í framtíðar- hugsun felst því að losa sig út úr hugsun veiðimannasamfélagsins því sú hugsun mun ekki skila okkur lengra en við þegar höfum náð, og við viljum ná lengra. Að lokum krefst ég þess að jafnaðarmenn og fé- lagshyggjufólk sameinist í einum flokki fyrir næstu kosningar. Stjórnvöldum ber því að stefna að því að skapa það umhverfi að jafnrétti og jafnvægi ríki milli atvinnugreina þannig að framtíð okkar verði ekki algerlega háð sveiflum fiskistofna. Forsetaflokkurinn, sem svo er stundum nefndur vegna stöðu sinnar innan hins sigursæla framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar hélt nýlega upp á að ár er liðið frá kosningasigrinum. Til flokksins teljast þeir, sem voru í innsta kjama framboðsins, og af þeim voru allar helstu kanónumar mættar í teitið, sem haldið var að heimili Guðnýjar Aradóttur, en fyrir utan að vera deildarstjóri tölvudeildar Póstgíróstofunnar var Guðný einskonar þúsundþjalasmiður og reddaði því sem aðrir gáfust upp á. Meðal þeirra voru að sjálfsögðu Mörður Árnason og lífsförunautur hans Linda Vilhjálmsdóttir skáldkona. Fjármálaséni baráttunnar, Kristján Einarsson úr Rekstravörum var á staðnum og þingmaður Alþýðubandalagsins Bryndís Hlöðversdóttir en maður hennar Hákon Gunnarsson var ómissandi burðarás í kosningastarfi Ólafs á fyrstu mánuðum baráttunnar. Meðal annarra sem mættu líka vom bræður Guðrúnar Katrínar forsetafrúar, þeir Þorbergur verkfræðingur og Þór Þorbergssynir. Sjálf forsetahjónin gátu hinsvegar ekki mætt sökum anna við að halda upp á 50 ára afmæli Egilstaða en í þeirra stað voru mættar tvíburadætur þeirra, Tinna og Dalla Ólafsdætur. .. Meðal umræðuefna í ársafmæli forsetaflokksins var að sjálfsögðu hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur næst. Einfaldar og ómerkilega kosningar til þings og sveitastjóma virtust ekki teljast verðugt viðgangsefni innan flokksins. Mönnum varð hinsvegar tíðrætt um nauðsyn þess að sinna betur því sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið að reyna að skilgreina í forsetaræðum sínum sem <i>íslenska samfélagið. En undir það falla hinir stóru hópar íslendinga á Norðurlöndum, ibúar Kanada og Bandaríkjanna sem telja sig vera af íslensku bergi brotnir auk annarra smærri íslendingadreifa. Sumir vilja raunar einnig fella undir hugtakið alla þá hópa, sem telja sig tilheyra menningu sem er náskyld þeirri íslensku. Þó það væri ekki nefnt upphátt vakti væntanlega með ýmsum á svæðinu, að um leið og jaðar hins íslenska samfélags yrði með þessum hætti brotinn út yrði forseti (slands að sjálfsögðu miklu áhrifameiri en áður. En bestu menn telja að það yrði ekki á móti skapi herra Ólafs.... Ifélagsmálaráðuneytinu er allt búið að vera á öðaim endanum síðan stjórn Húsnæðisstofnunar tók til formlegrar umræðu ofangreint trúnaðarbréf úr bankakerfinu. I kjölfar uppljóstrana um efni bréfsins skrifaði Jónas Kristjánssonar ritstjóri DV leiðara, þar sem Páll Pétursson var hirtur af aðdáunarverðri fagmennsku. Vandarhögg Jónasar ollu greinilega þungum sviða á pólitískum bakhlutum ráðherrans og aðstoðarmannsins, því miklar rannsóknir voru settar í gang á því hverjir hefðu skrifað bréfið og hvemig það barst í hendur stjómar Húsnæðisstofnunar. Starfsmenn ráðuneytisins höfðu hinsvegar gaman af uppistandinu og pukruðust með leiðara Jónasar í Ijósriti einsog mannsmorð... “FarSlde" eftir Gary Larson fimm q förnum veg i Truflar birtan nætursvefninn hjá þér? MW&; Björn Ingi Kristjánsson: Solveig Anderson: Nei. Við verðuni að venjast henni. Lisbet Heap: Það var ekkert erfitt að sofna í gærkvöldi. Guðmundur Valtýsson: Jónína Eyvindsdóttir: Nei. Já. v i t i m e n n Það verður ekki séð að Sophia muni fá börnin, burtséð frá góðum óskum þess varðandi. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar að ræða um mál Sophiu Hansen, í DT. Maður kannast við ótal per- sónur úr þjóðlífinu. Menn sem ætla að verða milljónamær- ingar á mánuði á því að flytja inn bréfaklemmur. Ólafur Darri Ólafsson, aðalleikar myndar- innar Perlur og svfn sem Óskar Jónasson er að gera, í Mogganum. Ef það vantar í kassann, þá áttu bara að borga svipað og þú gerðir síðast góði. Ónefndur kaupmaður að ræða vaskinn, ÍDT. Það er skemmtilegt að aka Þingvallahringinn og komast hjá því að aka sömu leið til baka til Reykjavíkur. Víkverji Moggans. Hún er óhefðbundinn en við töldum hana forsvaranlega þar sem aðstæður voru óvenju- legar. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri að réttlæta ráðningu skólastjóra sem Skólatjórafélagið átaldi, í DT. Afstaða mín gagnvart forseta íslands í hlutverki skrautfjöð- urs eða sprjátungs er alþjóð kunn eftir þær yfirlýsingar sem ég gaf í bókinni Virkjum Bessastaði og í hinum ýmsu sjónvarps og útvarpsumræð- um. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetafram- bjóðandi, í DT. Ekki er kyn þótt keraldið leki, segir í góðri sögu. Botninn er suður í Borgarfirði. Ég held að allur ættbogi Bakkabræðra sé þar líka. Guðrún Helgadóttir í DT. Menn hafa bara byggt þetta upp á bjartsýninni. Við höfum svo sem fengið styrki en það eru bara baunir í samanburði við stóru húsin. Hörður Þorsteinsson, hjá Flugfélaginu Lotti, I DT. Ég furða mig ekki á því að menn séu vondir. Ég furða mig hins vegar oft á því að þeir skuli ekki skammast sín. Jonathan Swift.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.