Alþýðublaðið - 31.07.1997, Side 1

Alþýðublaðið - 31.07.1997, Side 1
Fimmtudagur 31. júlí 1997 ___________________________Stofnað 1919______________________________________________________102. tölublað - 78. árgangur ■ Allir röntgenlæknar á Landspítalanum hafa sagt upp störfum Læknaflótti er brostinn á segir Ólafur Kjartansson yfirlæknir. Læknum boöin ótrúleg kjör í Noregi. Landspítalinn gæti lamast að mestum hluta Verulegur launamunur er milli röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og Landspítalanum. Röntgen- deildin á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fær að njóta sértekna af sjúklingum sem ekki eru á sjúkrahúsinu, en það fær deildin á Landspítalanum ekki. Þetta hefur orðið til þess að launamunur milli sjúkrahúsanna er verulegur. „Ég vil ekki nefna hversu mikill hann er, en hann er verulega mikill," sagði Ólafur Kjartansson yfirlæknir. Ólafur segist ekki vongóður um að takist að halda í þá lækna sem hafa sagt upp. Þegar hafa tveir læknar hætt og átta eru eftir. A þeim er mik- ið vinnuálag. Læknunum bjóðast betri laun á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur og ekki síður í öðrum löndum. Ólafur segir að Norðmenn geri ýmislegt til að fá til sín sérfræðinga og að röntgenlæknum bjóðist tvöfalt hærri laun þar en þeir fá hér á landi, og á þá eftir að taka tillit til hversu vinnutíminn er styttri í Noregi. Ólaf- ur er áhyggjufullur og segir að flótti sé þegar brostinn á læknaliðið. En það er ekki allt. „Það er erfxtt að ný- liða deildina vegna þess launamunar sem g Éy er hér og á Sjúkra- xr húsi Reykjavíkur. Ef fer sem horfir þá %, mun spítalinn lam- ’Bp:' ast að mestu. Það iFfe, sem Landspítal- inn getur gert, til að reyna að halda þessum sérfræðingum í vinnu, er að bjóða þeim sömu kjör og eru á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Annars komum við til með að tapa læknum," sagði Ólafur. Það er ekki einungis samkeppm milli sjúkrahúsanna, heldur er einka- fyrirtæki með í samkeppnixmi. En vandamál Landspítalans skýrir Ólaf- ur þannig: „Við höfum enga samkeppnis- stöðu. Deildin sem slík nýtur á engan hátt þeirra sértekna sem hún aflar. Þetta hefur leitt til þess að launamun- „Þetta er frábær frammistaða. Ríkharður átti þrjú og hálft mark af þess- um fjórum, það var jú brotið á honum þegar vítið var dæmt í fyrri leiknum," sagði hinn kunni knatt- spymumaður, Ríkharður Jónsson á Akra- nesi, en hairn er afi Ríkharðs Daðasonar markaskorara í KR. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigmðu Dínamó Búkarest á útivelli í gær 2-1 og samanlagt 4-1. Sigrar íslenskra liða á úti- völlum hafa ekki verið margir og því er þessi frammistaða KR eftirtektarverð. Rík- harður Daðason skoraði bæði mörkin í gær, en hann skoraði síðara markið í fyrri leiknum. -En eru þeir líkir knattspyrnumenn Rík- harður Jónsson og Ríkharður Daðason? „Nei, það eram við ekki, það er bara nafnið. Annars er ég viss um að Ríkharður á mikið inni, það fer eftir þeirri þjálfun sem hann á eftir að fá hvort hann á eftir að sýna það sem í honum býr. Ég er undrandi á að hann hafi ekki verið senter í allt sum- ar, markhæsti leikmaður síðasta íslands- móts.“ Á myndinni er Ríkharður Daðason og félagar hans að fagna marki Ríkharðs á Laugardalsvelli, þegar hann tryggði KR sig- ur í fyrri leiknum gegn Dínamó. ■ Sumarlokanir sjúkrahúsanna Hrikalegasta sumarið til þessa starfsfólk flýr sjúkrahúsin vegna þreytu og ótrúlegs vinnuálags Sumarlokanir sjúkrahúsanna hafa haft verri afleiðingar í sumar en til þessa. „Það er hryllilegt ástand, þetta er alversta sumarið sem við höfum upplifað. Það er ekki nóg með að álag á starfsfólk sé yfirgengilegt, heldur eru staðan orðin þannig að fólk flýr þessa vinnu, fólk er uppgef- ið og getur ekki lagt þetta á sig öllu lengur," sagði starfsmaður á sjúkra- húsi í Reykjavík í samtali við blaðið. “Þessar lokanir leggjast illa í alla. Það er ekkert gamanmál að horfa upp á þarfir sjúklinganna og fá ekkert að gert. Það er ekki bara á hjartadeild, eins og rætt var um um daginn, það er víðar sem fólk bíður langtímum saman eftir að komast í aðgerðir. Það fær ekki staðist að þetta skili spam- aði. Þegar upp er staðið er þetta dýrt, ekki bara fyrir sjúklingana, heldur samfélagið allt,“ sagði annar starfs- maður í heilbrigðisstétt. Alþýðublaðinu var bent á atvinnu- auglýsingar í fjölmiðlum. í hverri viku er auglýst eftir fólki í umönnun og skortur á hjúkranarfræðingum og sjúkraliðum er mikill. „Það er ekki nema von, fólk er yfirkeyrt," sagði viðmælandi blaðsins. Hjá Sjúkraliðafélagi Islands feng- ust þær upplýsingar að óvenju mikið sé leitað eftir sjúkraliðum og sjaldan áður hafi verið auglýstar eins margar lausar stöður og nú. í viðtölum við starfsfólkið kom fram að vonbrigði þess era mikil og ekki síst með störf Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, sér- staklega þar sem hún er hjúkrunar- fræðingur og því vora vonir bundnar við að hún hefði skilning á þeim erf- iðleikum sem fylgja lokunum deilda. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna fréttarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir á eríið verk framundan. urinn er talsverður. Sérfræðingar hér telja að það byggist á þeim greiðslum sem sérfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fá vegna utanspítala- sjúklinga." ■ Alþýðubandalagið Sóttað Alþýðubandalagsmenn á Aust- fjörðum er ekki á eitt sáttir með frammistöðu þingmanns flokks- ins, Hjörleifs Guttormssonar. Þeir era að undirbúa að koma í veg fyrir að hann verði í framboði í næstu kosningum. Stefnt er að því að Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri á Neskaupstað taki fyrsta sæti á lista flokksins. Bent er á að þegar Hjörleifur hóf þingmennsku átti flokkurinn þrjá þingmenn í kjördæminu, þá Lúðvík Jósefsson, Helga Seljan og Hjörleif. Nú er Hjörleifur eini þingmaður flokksins í Austur- landskjördæmi. ■ Hveragerði Löggan rannsakar mengun Lögreglan í Ámessýslu er að rann- saka mengun sem varð í Varmá í Hveragerði, en fiskar, á stóra svæði í ánni, drápust um síðustu helgi. Verið er að rannsaka fiskana til að fá úr skorið hvers vegna þeir drápust. Granur er um að hreinsun í sund- lauginni í Laugaskarði tengist mál- inu, en verið var að hreinsa laugina þessa sömu helgi. ■ Alþýðublaðið Samningurinn samþykktur Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, lagði í gæi fyrir flokkstjóm drög að samningi við Dagsprent, um samstarf á sviði útgáfumála. Hreinskiptar umræðui urðu um útgáfumálin. Flokkstjóm gaf framkvæmdastjóm umboð til að ganga frá samningi samkvæmt þeim drögum sem fyrir lágu. Á morgun kemur út síðasta tölu- blað Alþýðublaðsins í núverandi mynd. Blaðið verður stærra en vanalega, enda stiklað á tindum í sögu þess.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.