Alþýðublaðið - 31.07.1997, Síða 8

Alþýðublaðið - 31.07.1997, Síða 8
 i nkViuiDi ffniii 1 m mmœgzæssg WOfíLOW/OE EXPfiESS Nýtt aðalnúmer 5351100 MViiIudLííiIIiI Fimmtudagur 31. júlí 1997 102. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vs WOfíWW/DE EXPfíESS Nýtt aðalnúmer 1 5351100 ■ Samskipti íslendinga og Vestur-íslendinga eru nú mjög til umræðu. Bjarni Sigtryggsson, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu segir lesendum Alþýðublaðsins frá helstu áherslum ráðuneytisins Verður að opna augu Islendinga Hárstofan í Baðhúsinu Frí klipping í eitt ár Sigríður Ingólfsdóttir, Kvenna- skólamær, var heppin þegar hún var dregin út í sérstökum leik Hárstof- unnar í Baðhúsinu, en af tilefni eins árs afmælis fyrirtækisins var dreift spjöldum til allra framhaldsskóla- nema í Reykjavík og eitt spjald dreg- ið út, þar sem vinningurinn var frí klipping í eitt ár. Aðrir framhalds- skólanemar fá 30 prósent afslátt meðan þeir eru í námi. Velkomln um borð arferjuna Baldur Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi gerðum þau mistök við skrásetningu að senda eyðublað og kynningarrit sem hófst á þessum orðum: The Icelandic govemment wants to reg- ister all people of Icelandic origin. Það hljómaði eins og Stór bróðir væri í eftirlitsferð. Við fórum eftir ábendingum og breyttum tóninum. A annan tug þúsunda manna eru komnir á skrá, bæði frá Kanada og Bandaríkjunum, en giskað er á að fólk í Vesturheimi af íslenskum upp- runa sé á bilinu 70- 200 þúsund, allt eftir því hvað menn skilgreina sig mikið sem íslendinga. Það skortir nokkuð upp á að yngri kynslóð landnema viti af þessum tengslum og fái tækifæri til að rækta þau. Ný kynslóð íslendinga veit heldur ekki nægilega mikið um þessa frændþjóð sína í vestri.“ Þarfekki að rcekta menningarsam- skiptin meir en gert hefur verið? „Menningarsamskiptin skipta miklu máli. Við viljum að afkomend- ur Vesturfaranna fræðist um menn- ingu forfeðra sinna og að Islendingar fræðist um það hvemig íslensk menning hefur verið varðveitt ytra. Það er ýmislegt, til dæmis í málfari sem hefur varðveist með öðmm hætti Vestanhafs en hér á landi. Haraldur Bessason hefur bent á það að eina raunverulega íslenska mállýskan sem uppfyllir þær kröfur að teljast mál- lýska sé sú íslenska sem er töluð í Vestur-fslendingabyggðum. Við höfum beitt okkur fyrir því að efla menningarsamskiptin með ýms- um hætti, meðal annars í norrænu samstarfi. í kjölfar þess að Jón Bald- vin hleypti skrásetningu í gang ákvað ráðuneytið að beita sér fyrir því að samnorrænu fé yrði varið til menn- ingarsamstarfs við Kanada. Dæmi um slíkt er mikilfengleg tónlistarhá- tíð með norrænni þátttöku sem var haldin í Kanada í júnímánuð síðast- liðnum. Á annað hundrað íslenskir tónlistarmenn og rithöfundar vom þar í hópi tæplega þúsund norrænna listamanna sem kynntu norræna menningu og séreinkenni hvers lands, með mjög áhrifamiklum hætti í heilan mánuð. Einni og hálfri millj- ón Kanadadollara var varið til þátt- tökunnar úr sameiginlegum sjóði, auk þess sem hver þjóð um sig lagði fram talsvert fé til þessa. Fleira má nefna. Við höfum gert mikið í því hér í ráðuneytinu síðustu þrjú árin að taka á móti kanadískum listamönnum sem hafa leitað hingað. Fulltrúi héðan hefur farið til Utah, til Salt Lake City og Spanish Cork og hitt fólk að máli.“ Virðist þér stefna Halldórs As- grímssonar'í þessum málum vera á svipuðum nótum ogforvera hans? „Þegar núverandi utanríkisráð- herra tók við embætti þá fylgdi hann þeirri stefnu fráfarandi utanríkisráð- herra, að samskipti við Vestur íslend- inga yrðu efld og hefur beitt sér fyrir hærri fjárframlögum úr ríkissjóði. Ymislegt er á dagskrá. Það er stefnt að því að endurreisa gamla ís- lenska þjóðræknisfélagið hér heima, veita talsverðu fé til þess að það rísi sem sjálfstætt félag áhugafólks um þessi samskipti, njóti fjárstyrks hins opinbera en verði að öðru leyti sjálf- stætt félag, með eigin fjárhag og eig- in starfsemi. Síðan mun sendiráð Islands í Was- hington væntanlega beita sér af krafti fyrir því að þessi tengsl verði efld. Sá sendiherra sem nú er að ljúka störf- um hefur unnið að því að efla þessi tengsl en það verður væntanlega verkefni nýs sendiherra að styrkja þau enn frekar.“ „Saga Vesturfaranna er merk saga sem við þurfum að varðveita f sam- vinnu við fólk vestanhafs. Það verð- ur að opna augu Islendinga fyrir því hvað gerðist. Ungt fólk tók sig upp af heiðarbýlum og fór í skjóli nætur með böm sín vestur yfir haf. Eftir sátu foreldrarnir án bama og bama- bama. Bréfaskriftir frá þessum tíma em merkilegar bókmenntir, ég hef ekki lesið miklu betur skrifaða skáld- sögu en þau bréf.“ Hvemig hafa samskipti Islendinga og Vestur-Islendinga verið síðustu árin? „Eflaust hafa samskipti íslendinga og Vestur-íslendinga legið í nokkurri lægð. Tímar hafa breyst frá því hér fyrir áratugum þegar margir þeirra, sem vom ýmist innflytjendur eða böm þeirra sem fluttu burt, komu reglulega í pílagrímsferð hingað til lands. Síðari árin dró úr þessum ferð- um, það virtist sem áhuginn væri að dala. Áhugamenn um aukin samskipti, oæði vestan hafs og hér heima, höfðu áhuga á því að efla tengslin og skrá- setja það fólk af íslenskum uppmna sem nú er búsett í Vesturheimi. Þeg- ar Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi utanríkisráðherra, fór í heim- sókn til Washington árið 1994 tók hann af skarið og tilkynnti að skrán- ing yrði hafin. Ráðuneytið veitti nokkuð fé eftir því sem fjárlög leyfðu og skráning hófst. Það vom ýmsir vankantar á henni þar sem menn höfðu tekið gamlar hugmyndir og hrint þeim í framkvæmd. Við ÁRMULA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 553 1236

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.