Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1
■ Margrét Frímannsdóttirtilkynnir ákvörðun sína um formannsframboð í næstu viku „Eg hef fengið mjög víðtækan stuðning" „Ég hef fengið mjög víðtækan stuðning til formannsframboðs og þar er raunar um þijá hópa að ræða. Mjög margar konur hafa hvatt mig til að fara fram, fólk alls staðar af að landinu sem hefur verið að tala sam- an og síðan er mikill stuðningur frá ungu fólki sem mér þykir mjög vænt um að heyra frá,“ sagði Margrét Frímannsdóttir alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið. Margrét sagðist hafa lofað þessu fólki svari í næstu viku um hvort hún byði sig fram til formanns Al- þýðubandalagsins í haust. Þá verður núverandi formaður, Ólafur Ragn- ar Grímsson, að láta af formennsku samkvæmt þeim reglum sem gilda í Alþýðubandalaginu. Hins vegar hafa heyrst þær raddir að Ólafur Ragnar hyggist endurheimta formannsstól- inn síðar. Margrét var spurð hvort hún ætlaði ef til vill að bjóða sig fram til tímabundinnar formennsku. „Það er fráleitt að einhver gefi kost á sér til að gegna formennsku í flokknum fyrir einhvern annan. Þessi umræða er kannski tilkomin af eðlilegum ástasðum en mér finnst þetta fráleitt. Ólafur Ragnar hefur nákvæmlega sömu möguleika og aðrir sem hafa gegnt formennsku í flokknum til að koma aftur. Ef ég fer fram til formannskjörs geri ég það vitaskuld með það fyrir augum að sigra,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir. Steingrímur J. Sigfússon hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér við formannskjörið. Radd- ir innan Alþýðubandalagsins herma að ýmsir teldu það flokknum til framdráttar að fá Margréti sem for- mann. Hún yrði þá fyrsta konan til að verða formaður stjómmálaflokks hérlendis. ■Vikupilturinn Hallgrímur Helgason „Frík-show" í Frans „Það er skemmtilegt veður þessa dagana í Frakklandi og stemmningin í samræmi við það. Fátt er skemmti- legra en hörð og heit kosningabarátta tveggja ólíkra manna, Lionel Jospin og Jacques Chirac. Seinni umferðin er að sjálfsögðu enn skemmtilegri og meira spennandi en sú fyrri sem þó var skrautleg, en þó ffemur einskonar „frík-show“ þar sem dvergarnir sjö fengu allir sinn séns...Kosningaspá mín, byggð á rósrauðri óskhyggju: Jospin: 50,5%. Chirac: 49,5%,“ skrif- ar Hallgrímur Helgason í Vikupilta- pistli síhum frá París í dag. - Sjá ..fréttaskvrinim“ á blaðsíðu 2, ■ Styrjöldin á Balkanskaga „Blóðsúthelling- arnarverða meiri" „Það eina sem gæti tryggt friðinn væri íhlutun stórveldanna eða Sameinuðu þjóðanna. Ef þróun mála verður hins vegar látin vera í höndum þjóða Balkanskagans, þá munu blóðsúthellingarnar verða mun meiri. Þjóðernis- hreinsanir Serba voru áætlaðar út í asar af núverandi valdhöfum. Þetta er ekki stríð sem snýst um efnahagslegt eða pólitískt forræði, heldur snýst það um að mynda ný þjóðríki - þar verður ekkert pláss fyrir þjóðemisminnihluta,“ sagði andófsmaðurinn Milovan Djilas í viðtali skömmu fyrir andlát sitt 20. aprfl. Alþýðublaðið birtir í dag þetta viðtal. - Sjá blaðsíður 10 oe 11. ■ 1945-5. maí-1995 Hálf öld frá vígi Kambans í dag eru liðin 50 ár síðan Guðmundur Kamban rithöfundur var skotinn til bana í Kaupmannahöfn af dönskum frelsisliðum sem voru að gera upp sakir við þá menn, sem þeir töldu samverkamenn nasista. Guðmundur Kamban var um sína daga einn umtalaðasti rithöfundur landsins. Hann gerðist snemma höfundur á danska tungu og voru leikrit hans sýnd víða um lönd og sögur hans þýddar á margar tung- ur. Kamban naut hylli f Þýskalandi nasism- ans og á stríðsárunum fékk hann greiðslur frá Þjóðveijum í Kaupmannahöfn. Alþýðu- blaðið fjallar í dag ítariega um líf og dauða skáldsins. - Sjá blaðsíður 4 og 5. ■Tónleikar Samtaka herstöðvarandstæðinga Með sakleysið eitt að vörn I tilefni af Friðardeginum 8. maí standa Samtök herstöðvarandstæðinga fyrir tónleikum í Borgarleikhúsinu. Blaðamaður Alþýðublaðsins rakst á Svein Rúnar Hauksson lækni þar sem hann var í óðaönn að dreifa plakötum til að auglýsa uppákomuna. ,J>eir verða þama meistaramir KK og Bubbi og dúettinn Súkkat," sagði Sveinn hinn hressasti. „Það er líka gaman að segja frá því að Ingólfur Steinsson Þokkabótarmaður hefur tónleikana með því að syngja, ásamt bömum, Fimm böm, texta eftir Jakobínu Sigurðardóttur við lag Bergs Þórðarsonar. Ég heyrði Ingólf eitt sinn raula þetta uppá Akranesi og það hefur einhvem veginn fylgt mér alltaf síðan,“ sagði Sveinn. Fimm börn Þau sitja í brekkunni saman syncjjandi lag tvær stúlku.r, þrír drengir með bros um brár semjalórfic^ga í dag. Þau vita' efflrað heimurinn hjarir á heljarþröm. - Þau elstu eru aðeins fjögra, og öllum er gleðin töm. Því allt, sem frá manni til moldar við morgni hlær, umhverfis þau í unaði ^jlins flkk ilmar, syngur og grær. Hér syngja þau söngva lífsins sumarsins börn, óhrædd við daginn, sólgin í sólskin með sakleysið eitt að vörn gegn öllu sem Iffinú ógnar um allan heim. Ég heimta af þér veröld, lát vor þeirra lifa og vaxa í friði með þeim. Jakobína Sigurðardóttir Ekki þunglyndur maður... Á næstunni kemur út hjá Forlag- inu úrval ijóða skáidsins Jóhanns Gunnars Sigurðssonar (1882-1906). Það er bókmenntafræðingurinn og skáldið Jón Stefánsson sem hefur umsjón með útgáfunni og í samtali við Alþýðublaðið í dag ræðir hann um við- fangsefni sitt: Jóhann Gunnar. „Jóhann Gunnar á það til dæmis sameigin- legt með Jónasi Guðlaugssyni að þeir yrkja báðir baráttukvæði til handa þjóðinni. Jóhann Gunnar orti til dæmis um Hannes Hafstein: Hötum þenn- an hund sem hefur danska lund. Það er ekki þunglyndur maður sem stendur í slíku skítkasti." Á myndinni er Jón við leiði Jóhanns Gunnars Suðurgötukirkjugarðinum með leiði Sigurðar Breiðfjörð í baksýn. A-mynd: E.ÓI. ■ Almenningurforðast að ræða við presta um daglegt líf Fólk talar helst ekki við prestinn nema undir áhrifum - segir Pétur Pétursson guðfræðiprófessor. ,Ég held að það þurfi að bjóða meira upp á guðsþjónustur fyrir sér- staka hópa og kannski brjóta upp þetta hefðbundna safnaðarform. Það þarf að auglýsa kirkjuna betur og benda fólki á fyrirbænaguðsþjónust- ur, hafa meira af kristinni íhugun og kyrrðarstundum,“ segir Pétur Pét- ursson, prófessor við guðfræðideild Háskólans, í viðtali við Alþýðublaðið í dag. „Fólk upplifir ekki messuformið á þeim forsendum sem það er byggt á. Við fáum yfirleitt þau svör frá fólki að því finnist þetta þreytandi og gam- aldags en staðreyndin er sú að formið sjálft er þrungið dulúð. Þarna er möguleiki fyrir fólk að tengja sig al- heimslífmu og hinum ystu endimörk- um tilverunnar í þessari symbolik sem það leitar í þessum nýtrúarhreyf- ingum. Þetta kemst hins vegar ekki til skila við messumar. Þessi tákn öll, til dæmis kringum altarið og lofgjörðina, eru bara þreytandi endurtekningar fyrir fólk,“ segir Pétur. Hann var spurður hvort fólk líti ekki oft svo á, að hlutverk presta sé að skíra, ferma, gifta, lesa hjón í sundur og svo jarða, fyrir utan að gefa einhver vottorð. „Það er alveg rétt. Svo forðast það prestinn í sambandi við daglegt líf og spumingar um lífið og tilveruna. Það er þá ekki nema þegar fólk er undir áhrifum sem það ræðst að prestinum og vill fara að ræða við hann.“ - Siá viðtal á blaðsíðu 8. Pétur: Þessi tákn öll, til dæmis kringum altarið og lofgjörðina, eru bara þreytandi endurtekning- ar fyrir fólk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.