Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 12
* * m x XvVmintT m m n * * mmu7 4 - 8 farþega og hjólastólabflar 5 88 55 22 MPBHBLMfi 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 5. maí 1995 67, tölublað - 76. árgangur_________________________________Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Minningargudsþjónusta í Dómkirkjunni Fórnarlamba seinna stríðs minnst Næstkomandi sunnudag, 7. maí, verður minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar í Evrópu. Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason. predikar og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra flytur ávaip við upphaf guðs- þjónustunnar. í guðsþjónustunni verður minnst fómarlamba hildarleUcsins mikla, þeg- ar milljónir manna létu lífið í hat- römmustu átökum er orðið hafa í Evr- ópu - og enn em ógróin sár frá þess- um tíma. Beðið verður fyrir friði um heimsbyggðina og að skilningur og kærleikur ráði í samskiptum manna í stað aflsmunar og vopna. Við guðsþjónustuna þjóna einnig dómkirkjuprestarnir séra Hjalti Skúlason og séra Jakoh Ágúst Hjáhnarsson. Kammerkór Dómkirkj- unnar syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar organista. Guðs- þjónustan hefst klukkan 11:00. Nýtt tölublað tímarítsins , Veru komið út „Otótlegustu greppittYHÍ pg feitaboílur Vera - blað um konur og kvenfrelsi, 2. tölublað ársins 1995 er komið ú. Ritstjóri blaðsins er Sonja B. Jóns- Spennandi uppákoma í Leikhússkjallaranum „Kennslustundin" eftir meistarann lonesco Leikaramir Gísli Rúnar Jónsson, Guðrún Þ. Stephensen og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir munu næst- komandi mánudagskvöld leiklesa einþáttunginn Kennslustundin eftir snillinginn Eugéne Ionesco - í nýrri þýðingu Gísla Rúnars - undir stjóm Bríetar Héðinsdóttur. Á undan ræð- ir Ömólfur Árnason rithöfundur um Ionesco og hið svokallaða leikhús fá- ránleikans. Einþáttúngurinn nefnist á fmmmál- inu La Lecon og skrifaði Ionesco hann árið 1950 á franska tungu for- feðra sinna í móðurætt. Verkið var frumsýnt á Théatre du Poche 20. febrúar árið eftir og þá í leikstjóm meistara Marcel Cuvelier. Leiklesturinn í Listaklúbbnum á mánudagskvöldið hefst um klukkan 20:30. Ollum er heimill aðgangur og er aðgangs- eyrir 500 krónur fyrir al- menning en 300 krónur fýrir félaga í Listaklúbbn- um. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Eugéne lonesco. Steinunn er einn þriggja leikara sem leiklesa Kennslustundina eftir lonesco í Leikhússkjallaranum á mánudagskvöldið. Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um 225 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski. Síminn er einfaldur í notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður og íslenskar leiðbeiningar fylgja. 69.980-í) 73.663- PÓSTUR OG SIMI Söludeild Átmúla 27, simi 550 öo80 Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 Soludeild kirkjustrmti. sími 550 6670 og a post- og simstöðvum um land allt. ‘Afborgunarverð dóttir. Forsíðuumíjöllunin er um kon- ur í fangelsi: „Fangar en ekki fólk?“ Eins og undirtitill tímaritsins Veru gefúr til kynna snýst tímaritið um mál- efni er snúa sérstaklega að konum. Og sé 48 síðna blaðinu flett má einungis finna myndir af sex körlum: Heiðar „snyrtir" Jónsson er á auglýsingu fyr- ir þáttinn Fiskur án reiðhjóls, Sigga Sigurjóns leikara bregður einnig íyrir í auglýsingu og Bergþór Pálsson er í aukahlutverki á mynd með Diddú. Það þarf engum að koma á óvart þó að þessir þrír séu í Veru. Hins vegar kemur meira á óvart að sjá Þórarinn Vaff við greinina Kjarasamningar og Ingva Hrafn Jónsson. Ingva Hrafn er að frnna í grein Kristínar Atladóttur um konur í sjónvarpi og ekkert útskýrt nánar hvers vegna hann er þar nema ef vera kynni vegna þess sem segir í textanum: „Sjónvarpsáhorfendum er ætlað að horfa á misfríða karlmenn, suma að vísu stórglæsilega en aðra sem jafnvel eru hin ótótlegustu greppitrýni og feitabollur." Ingvi Hrafn er jú glæsilegur en það er kannski ofsagt að hann sé stórglæsi- legur. Að endingu er svo mynd af Gísla Ásgeirssyni, kennara og mara- þonhlaupara úr Hafnarfirði. Ingvi Hrafn Jónsson er einn sex karla sem hlotnast sá heiður að birt- ast á síðum nýrrar Veru. Málþing Kvenréttinda- félags íslands á morgun Vilji og vænt- ingarfor- eldra fram- tíðarinnar Kvenréttindafélag Islands heldur málþing í Komhlöðunni við Banka- stræti á morgun, laugardag klukkan 10:30, undir heitinu Foreldrar fram- tíðarinnar - vilji og vœntingar. Mál- þingið er haldið í tilefni af Ári fjöl- skyldunnar 1994. Þeir sem flytja erindi em: Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsffæðingur, Sigríður Jónsdóttir námsstjóri, Þor- valdur Karl Helgason forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Sóley Bender lektor við Háskóla íslands, Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir, Sig- urður Snævarr hagfræðingur, Gígja Sigurðardóttir móðir og Sveinn Helgason faðir. Málþinginu stýrir Gerður Steinþórsdóttir kennari og umræðum í lok þess stjórnar Ingi- björg Broddadóttir deildarsérfræð- ingur. Málþing Kvenréttindafélags íslands er öllum opið, þátttökugjald er 1.200 krónur og er léttur hádegisverður og ótakmarkað kaffi innifalið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.