Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n c Nína Tryggvadóttir: Afstraktmynd- in Gos eftir listakonuna frá árinu 1964 er meðal þeirra sem gefur á ■ John Eliot Gardiner Lista- maður mánaðarins hjá Skífunni Einn fremsti hljóm- sveitar- stjóri heims Þessa dagana kynna verslanir Skífunnar einn fremsta hljómsveitarstjóra heims, John Eliot Gard- iner, sem Listamann tnán- aðarins í sígildri tónlist. Listamaður mánaðarins kem- ur ávallt úr ffemstu röð lista- manna og tónskálda og allar hinar fjölbreyttu geislaplötur hans (75 hljóðritanir) eru boðnar með 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentað kynningarefni á íslensku og að sjálfsögðu eru aðeins í boði fyrsta flokks upptökur með bestu flytjendum. Fyrsti Listamaður mánaðarins var hin heimsþekkta mezzosópr- ansöngkona Cecilia Bartoli og síðan tók tónskáldið Guis- eppi Verdi. John Eliot Gardiner hefur víða komið við og spannar ferill hans breitt tónhstarsvið þótt best láti honum að stjóma stórum verkum fyrir kór og hljómsveit. Margar upptökur sem Gardiner hefiir haft af veg og vanda hafa John Eliot Gardiner: Tónlistarmaður síðasta árs í heimi sígildrar tónlistar og nú tónlistarmaður mán- aðarins hjá Skífunni.John Eliot Gardiner: Tónlistar- maður síðasta árs í heimi sígildrar tónlistar og nú tónlistarmaður mánaðarins hjá Skífunni. markað tímamót og má þar til dæmis nefna heildarútgáfu á verkum Beethoven er kom út á síðasta ári. Virtasta tónlistar- blað heims, Gramophone kaus Gardiner tónlistarmann ársins 1994 og réði þar mestu útgáfa hans á verkum Beethoven. Ur- sht í kosningu 600 þúsund les- enda Classic CD um bestu út- gáfu síðasta árs birtust í apríl- hefti tímaritsins og þau voru á sömu lund: Gardiner sigraði með afgerandi yfirburðum. John Eliot Gardiner tekst ávallt að laða ffam það besta í þeim listamönnum er hann vinnur með hveiju sinni. Hæst ber þó samstarf hans við hljóm- sveitirnar English Baroque Soloists og Orchestra Révoluti- onnaire et Romantique, að ógleymdum hinum heimsfræga Monteverdi-kór. að líta í Listasafni íslands. ■ Sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni íslands Glæsilegustu afstraktverkin Nú líður að lokum sýningar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadótt- ur í Listasafni íslands. Sýningin hef- ur hlotið mjög góða aðsókn og verð- ur að teljast ágætt tækifæri fyrir yngra fólk til að kynnast list Nínu, en hún var meðal frjóustu og fram- sæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar. Á sýningunni má sjá margar glæsilegustu afstraktmyndir lista- konunnar, en kveikjan að þeim er íslensk náttúra. Myndirnar gerði hún á árunum 1957 til 1967, síðasta áratuginn sem hún lifði, en hún lést árið 1968 aðeins 55 ára að aldri. Myndirnar er sýndar eru nú í Listasafni íslands - sem margir telja hápunktinn á ferli listakon- unnar - koma að mestu leyti úr einkasafni dóttur hennar, Unu Dóru Copley, sem býr í New York og hafa fæstar þeirra verið sýndar áður hér á landi. Þama gefur meðal annars á að líta myndröð sem fannst á vinnu- stofu Nínu eftir andlát hennar og líta má á sem nokkurskonar upp- gjör við myndlistina. Nína dvaldi iðulega á íslandi á sumrum og sótti innblástur til íslenskrar náttúru einsog glöggt kemur fram á þessari sýningu. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 7. maí. Hún er opin frá klukkan 12:00 tíl 18:00. ■ Þrjár sýningar í Nýlistasafninu Bróderaðir skúlptúrar og mynd- bands- málverk Sunnudaginn 7. maí lýkur þrem- ur sýningum í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3b. Steinunn G. Helgadóttir sýnir í neðri sölum safnsins og ber sýning hennar heitið Einskonar kyrralíf og á henni er að finna málverk, mynd- bandsmálverk og innstillingar. Uppstillingar Steinunnar er einnig að finna þessa dagana á Mokka. Ingibjörg Hauksdóttir sýnir í efri sölum safnsins málverk og bróder- aða skúlptúra. Gestur safnsins um þessar mund- ir er bandaríski myndUstarmaður- inn Edward Mansfield. Sýningarnar eru opnar daglega frá klukkan 14:00 tU 18:00. m ✓ V #1 l wn < BS; fm SB ia ms * _ _ _ _ _ I ® JB * s M s S b b M/l,( IIIIII embtctSfc* "1 i * M i § i .. . ... w ■ * M ( Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að unnt sé að þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auðrelí sé að fítma tiUeldnn bústað og komast að honum. Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðarþjónustu. Því mælumst við til þess að eigendur sumarbústaða merki greinilega bústaði sina sem og götuheití og númer. Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn. Umsókn um heimtaug Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. Um- sóknareyðublöð fást á slcrifstofu okkar í Reykjavík, á umdæmis- skrifstofum okkar og útibúum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar. RARIK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.