Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 ú t I ö n d úthellingamar rerða mun meiri" Eymdarleg svipmynd frá götum Sarajevo þar sem fallhlífar hafa verið hengdar upp til að dylja umferð fyrir leyniskyttum. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna bera fallinn félaga sinn um borð i herþotu á flugvellinum í Sarajevo. „Hernaðaríhlutun væri tilgangslaus. Hún myndi bara styrkja skæruliða- hreyfingu Bosníu- serba. Vesturveldin skilja ekki að hér - einkum og sér í lagi í Bosníu - snýst stríðið um stofnun nýrra þjóðríkja, til að mynda Stórserbíu eða Stórkróatíu. Og múslimarnir vilja líka breyta Bosníu í íslamskt land." Fjölþjóðaríkið Júgóslavía er hrunið, nú hefur geysað stríð í Bosníu í þrjú ár. Von- ast Serbar til þess að hinn stóri slavneski bróðir í Moskvu taki loks opinberlega upp þeirra málstað? „Serbneska stjórnin bíður í ofvæni eftir falli Jeltsíns. Hún hefur lengi haldið uppi sam- bandi við rússneska þjóðemissinna. Æ ofan í æ koma rússneskir hershöfðingjar til Belgrad og iofa bræðralag hinna grísk- kaþólsku rétttrúnaðar- þjóða. Yrðu þessi öfl ofan á í Rússlandi, myndu þau ganga í bandalag við Serba taf- arlaust. Það myndi breyta öllum aðstæðum á Balkanskaga mjög snarlega." Munu hörmung- arnar á Balkanskaga þá breiðast enn meira út? „Hvert einasta ríki á skaganum sér sína eig- in dýrðlegu fortfð og gónir á þau landssvæði, sem tilheyrði því þá. Nágrannarnir benda hvor öðrum bara á þá glæpi sem þeir hafa gerst sekir um. Það hefur þróast upp eins konar Balkan- fasismi.“ Er yfirleitt mögulegt að halda friði á Balkanskaga þegar svona mikið pólitískt eldsneyti er fyrir hendi? „Það eina sem gæti tryggt friðinn væri íhlutun stórveldanna eða Sam- einuðu þjóðanna. Ef þróun mála verður hins vegar látin vera í hönd- um þjóða Balkanskagans, þá munu blóðsúthellingarnar verða mun meiri. Þjóðernishreinsanir Serba vora áætlaðar út í æsar af núverandi valdhöfum. Þetta er ekki stnð sem snýst um efnahagslegt eða pólitískt forræði, heldur snýst það um að mynda ný þjóðnki - þar verður ekk- ert pláss fyrir þjóðemisminnihluta." Þú stakkst sjálfur upp á laus- legu ríkjasambandi áður en stríðið braust út árið 1991. Hefði verið hægt að bjarga Júgóslavíu? „Þegar Króatía og Slóvenía lögðu til að stofna ríkjasamband, gerðu þau það vafalaust með það í huga að næsta skref yrði algjört sjálfstæði ••• ' Serbneskir hermenn í Króatíu 1991 standa yfir líki eins fórnarlambs styrjaldarinnar. lýðveldanna. En þrátt fyrir það: For- seti Júgóslavíu, Slobodan Milosev- ic, ber að mínu mati einna mesta ábyrgð á eyðileggingu Júgóslavíu. Með því að nota þá afsökun, að hann berðist fyrir Júgóslavíu, ætlaði hann sér að ná völdum yfir hinum í þá daga enn alvalda kommúnistaflokki og yfir hemum. Ef honum hefði tek- ist þetta, hefði hann þar með náð völdum yfir allri Júgóslavíu.“ Voru Vesturlönd þá ekki til- neydd að viðurkenna sjálfstæði Sióveníu og Króatíu til þess að koma í veg fyrir að herir Milosev- ics næði að vaða fram alla leið að Ölpunum? „Án þessarar viðurkenningar hefði stríðið farið á alveg sama veg. Her- inn hefði ekki haft bolmagn til að sigrast endanlega á báðum Norður- lýðveldunum. Þegar tilraun Milosev- ics til að ná allri Júgóslavíu á sitt vald hafði mistekist, galdraði hann fram kenninguna um Stór-Serbíu - á meðan hann hélt áfram að tala opin- berlega um að bjarga Júgóslavíu." Telur þú, sem fyrrverandi skæruliði, að landshættir Bosníu geri það landsvæði óstjórnanlegt? Myndu friðargæslusveitir Samein- uðu þjóðanna geta komið friði á í landinu, ef þær bara mættu grípa af meiri krafti inn í? „Hernaðaríhlutun væri tilgangs- laus. Hún myndi bara styrkja skæru- liðahreyfingu Bosníuserba. Vestur- veldin skilja ekki að hér - einkum og sér í lagi í Bosníu - snýst stríðið um stofnun nýrra þjóðríkja, til að mynda Stór-Serbíu eða Stór-Króatíu. Og múslimarnir vilja líka breyta Bosníu í íslamskt land. Hugmynd Iz- etbegovic forseta um að gera lýð- ræðisríki úr Bosnfu er óframkvæm- anleg með stjórnmálaflokki, sem einkennist af alræðishugmyndafræði og skorti á umburðarlyndi. Þessi stefna myndi kúga öll önnur þjóð- emi. Aftur á móti er það alveg rétt, að múslimar hafa þurft að þola mik- ið óréttlæti." Serbarnir í Bosníu vilja líka þvinga sínar hugmyndir upp á hin þjóðabrotin. Munu þeir fá að halda því landi sem þeir hafa komist yfir? „Að sjálfsögðu hafa Serbamir her- sett of mikið land. Þeir vita það vel og hyggjast nota það í samningapoti. Besta lausnin fyrir Bosníu-Herzego- vínu væri að verða langtímavemdar- svæði Sameinuðu þjóðanna. En að búast við svo miklum afskiptum og fjárútlátum af Vesturveldunum væri einfaldlega bamalegt.“ Mun sameinuð Júgóslavía nokkru sinni eiga möguleika á að líta dagsins Ijós á ný? „Nei, sá draumur er liðinn. Eftir verða lítil, sjálfstæð ríki, sem munu verða tengd nánum efnahagslegum og menningarlegum böndum. Kalda stríðið er liðið með hmni kommún- ismans - nú föllum við aftur í það tímabil, þar sem smáríki útkljá deilu- mál sín á milli." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.