Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 m e n n i n ■ Messuform kirkjunnar er þrungið dulúð, en það kemst ekki til skila við messurnar, segir Pétur Pétursson prófessor í spjalli við Sæmund Guðvinsson. Þarf meira af kristinni íhugun Á sama tíma og alls konar nýaldar- iðnaður virðist blómstra og heilunar- og reikimeistarar fylla samkomusali stendur þjóðkirkjan hjá og bekkir hennar fáskipaðir við almennar mess- ur. Hvað veldur þessari þróun og hvernig á kirkjan að bregðast við henni. Alþýðublaðið spjallaði við Pét- ur Pétursson prófessor við guðfræði- deild Háskólans, en hann er jafnframt doktor í félagsfræði og guðfræði. „Fólk upplifir ekki messuformið á -segir Jón um Jóhann Gunnar, baráttuskáld og nýrómantíker. „Maðurinn dó 24 ára úr tæringu en náði samt að semja nokkur svo sterk ljóð að menn muna hann. Það sem fólk hefur helst staðnæmst við em þau ljóð sem hann yrkir í þjóðkvæðastíl,“ sagði Jón Stefánsson þegar hann var spurður hvað það væri við Jóhann Gunnar Sigurðsson sem gerði það að hann væri að standa í því að taka sam- an úrvalskvæði hans. Heildarsafn verka Jóhanns Gunnars hefur verið gefið út í tvígang. Fyrst árið 1909 og þá árið 1943. í þeim má finna 109 ljóð en í því safni sem Forlagið hyggst nú gefa út verður að finna 50 af bestu ljóðum Jóhanns Gunnars þar af þijú sem ekki hafa birst áður. „Hann flokkast sem nýrómantíker,“ segir Jón beðinn um að skilgreina skáldskapinn. „Og ef hann hefði ekki verið svona bjartsýnn þá hefði verið gráupplagt að hafa hann við hlið Fjallaskáldsins. Fyrir utan Jóhann Sigurjónsson voru nýrómantíkerar mikhr baráttumenn og lítið um þung- lyndi og bölsýni. Jóhann Gunnar á það til dæmis sameiginlegt með Jón- asi Guðlaugssyni að þeir yrkja báðir baráttukvæði til handa þjóðinni. Jó- hann Gunnar orti til dæmis um Hann- es Hafstein: „Hötum þennan hund sem hefur danska lund.“ Það er ekki þunglyndur maður sem stendur í shku skítkasti." -En er ekki þunglyndislegur tónn í ljóðum hans? „Jú, jú. Jóhann Gunnar átti mjög erfiða ævi. Hann lá sjúkur í tvígang í æsku, annað skiptið í átta vikur og hitt í fimmtán vikur, pabbi hans deyr þeg- ar hann er fimmtán ára og þegar hann er um tvítugt greinist hann með þessa tæringu. Þá sér hann fram á það að hann nær ekki að sigla út til Kaup- mannahafnar og býst við skammri ævi. Hann er alltaf að beijast við van- heilsuna og í kvæðum hans er gegn- umgangandi ákall til vorsins: Komdu vor og bjargaðu mér frá þessu vetrar- myrkri. En síðan er undirliggjandi ein- hver sá ótti að vorið sé hugsanlega ekki þessi bjargvættur. Sá ótti verður sterkari eftir því sem á líður og í síð- ustu kvæðum hans er komið mikið myrkur. En ef það er hægt að skil- greina myrkur á einhvem hátt þá er þetta myrkur mjög ólíkt myrkri Fjalla- skáldsins sem dæmi. Það er myrkur manns sem er bölsýnn að eðlisfari en myrkur Jóhanns er eitthvað sem þeim forsendum sem það er byggt á. Við fáum yfirleitt þau svör frá fólki að því fmnist þetta þreytandi og gamal- dags en staðreyndin er sú að formið sjálft er þrungið dulúð. Þarna er möguleiki fyrir fólk að tengja sig al- heimsh'finu og hinum ystu endimörk- um tilverunnar í þessari symbolik sem það leitar í þessum nýtrúarhreyfing- um. Þetta kemst hins vegar ekki til skila við messumar. Þessi tákn öll, til dæmis kringum altarið og lofgjörðina, fellur yfir hann.“ -Þá er það þessi hallærislega og ófrumlega en jafnframt sjálfsagða spurning: Hvaða erindi á Jóhann Gunnar við nútímamanninn? „Ja, sama erindi og öll góð skáld eiga hvaða tímaskeiði sem þau nú til- heyra. Góður kveðskapur spyr aldrei um hvaða öld er né hvaða flokki þú tilheyrir eða með hvaða fótboltaliði þú heldur. Það spyr um manneskjuna og manneskjan er líklega sú sama og fyr- ir tíuþúsund árum. Eg get ekki ímynd- að mér að skáld sem var uppi fyrir 100 árum hafi ekkert að segja okkur. Það hefur jafn mikið að segja okkur og skáld sem er að yrkja í dag.“ Jón segir erfitt að pikka eitt ljóð út þegar hann er spurður hvert sé eftir- lætis ljóð hans eftir Jóhann Gunnar en nefhir þó Óráð sem eitt hans sterkasta kvæði. Jón heldur því reyndar fram í formála að bókinni að það sé eitt af dulmögnuðustu kvæðum aldarinnar. ,J>ar nær hann einna hæst í að tvinna saman eigin örlögum og þjóðkvæða- stfl. Þar kemur fram persónulegur ótti og ótti heillar þjóðar sem ekki er hægt að skilgreina á nokkum hátt.“ Ljóðið hefst á eftirfarandi línum: Vindurinn þýtur og veggina ber. Komdu til hennar Hermrar kveðjufrú mér. Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín, og biddu hana að geyma vel bamagullin sín. -Hver er þessi Hervör? „Þetta er eitthvert dulnefni. Áður notaði hann nafnið Hulda eins og Jónas Hallgrímsson. Menn notuðu oft einhveija stúlku sem kannski ekki var nein ein sérstök heldur draumsjón eins og Jóhann Gunnar orðaði það. Það eru að vísu einhverjar sögur á kreiki þess efnis að hann hafi verið svikinn í ástum.“ -Hér er ég með Kveeði og sögur, 2. útgáfu, og þar skrifar Helgi Sæmundsson í formála: „Jóhann Gunnar varð fyrir ástarharmi, sem reyndist honum und, er sárast sveið. Heitmey hans brá tryggð við hann og gekk að eiga annan mann, sem ofar var settur í metorðastiga mannfélags- ins.“ Þama er ekki lítil dramatfk? „Jú, en samt. Ef maður horfir á þetta þá er hann 22 ára strákur þegar þetta gerist. Og þó að ég vilji kannski ekki gera lítið úr ástarharmi 22 ára pilts er þetta kannski óþarfa dramatfk. Um þetta atriði veit ég ekki því öll hans bréf em týnd og tröllum gefin og maður veit ekki hvaða kennitölu þessi er bara þreytandi endurtekningar fyrir fólk, sagði Pétur. Kannanir sýna að kirkjusókn er lítil nema við sérstakar athafnir eða á stórhátíðum og fólk ber ýmsu við. En er ekki staðreyndin sú að ailur almenningur hefúr bara ekki áhuga á að sækja messu? , Jú, það má til sanns vegar færa. En fólk hópast á ýmsar aðrar samkomur. Það vom einhveijir með heilunar- og friðarstundir í Hlégarði og þar fylltist indælis stúlka hafði. Hvað þá hvers konar manneskja þetta var. Og hvort hún brá tryggð við hann eða að þau þroskuðust í sitthvora áttina - ég bara veit það ekki.“ -Það skiptir kannski engu máli nema þá í sagnfræðilegu tilliti? , Já. Það væri svo sem ekkert leiðin- legra að vita það en þá er hægt að láta ímyndunaraflið leika lausum hala eins og Helgi Sæm gerir þama.“ -Þú aðhyllist þá ekki hina ævisögu- legu aðferð eða hvað? , Jú, jú, mikil ósköp. Mér finnst að allt ig á að endurtaka þetta tvisvar eða þrisvar. Fólk sækist eftir því að ræða þetta og nálgast svona heimsffæði eða dulúð og kirkjan virðist ekki höfða til þess eða guðsþjónustan. Hins vegar sækir fólk í athafnir eins og skírn, fermingu, hjónavígslu og allir vilja hafa þetta drama í sambandi við jarð- arfarir. Jafnvel guðleysingjar vilja komast inn í þetta munstur þegar um það er að ræða. En messan, sem er aðalatriðið í kristnum söfnuði, er það eigi að grafa upp hvert smáatriði og finna allar þær skiptitölur sem þeir nenntu ekki að festa á. Skáldið er nátt- úrlega manneskja og yrkir út frá sín- um tilfmningum og það er oft hægt að lesa sitt hvað út úr kvæðunum viti maður örlög þeirra. En um leið er kannski óþarfi að spyrja, eins og þú gerðir áðan, hver er þessi Hervör? í raun og veru er þetta kvæði sem allir geta sett sig inn í en ekki einhver ein- stök tilfmning. Við getum sett þama inn Jóna Jóns úr næsta húsi og þá er þetta bara Jóna.“ ■ Pétur: Kirkjan má ekki hlaupa eftir hverri nýrri bólu. A- mynd: E.ól. vanrækt." Lítur fólk ekki oft svo á að hlut- verk presta sé að skíra, ferma, gifta, lesa hjón í sundur og svo jarða, fyr- ir utan að gefa einhver vottorð? „Það er alveg rétt. Svo forðast það prestinn í sambandi við daglegt h'f og spumingar um lífið og tilvemna. Það er þá ekki nema þegar fólk er undir áhrifúm sem það ræðst að prestinum og vill fara að ræða við hann.“ Bendir ekki mikii aðsókn að kuklsamkomum til þess að fólk hafi meiri áhuga á kukli en kristinni trú? „Nei. Það er greinileg trúarþörf í þjóðfélaginu. Hún hefur ekkert minnkað nema síður sé. Nú þegar pól- itísk hugmyndafræði er hrunin sér maður að fólk hefur bullandi vænting- ar til hins trúarlega og tilvistarlega." Hvaða ráð hefur þú handa kirkj- unni til að ná betur til fólks? • „Ég held að fólk þurfi að læra meira hvað messan er.“ Unglingum er kennt það við fermingarundirbúning en þeir hverfa svo frá kirkjunni. ,Já, það er tilfellið. Ég held að það þurfi að bjóða meira upp á guðsþjón- ustur fyrir sérstaka hópa og kannski bijóta upp þetta hefðbundna safnaðar- form. Það þarf að auglýsa kirkjuna betur og benda fólki á fyrirbænaguðs- þjónustur, hafa meira af kristinni íhug- un og kynrðarstundum. í kyrrðarstund- um er presturinn aftast í kirkjunni og fólkið stundar íhugun frammi íyrir alt- aristöflunni. Fólk vill hafa aðgang að kirkju því það skynjar helgina í því rými sem þar er.“ Þú ert ekki þeirrar skoðunar að kirkjan eigi að setja upp einhverjar poppmessur til að trekkja? „Ékkert endilega. Þær mega alveg vera með ef þær höfða til unga fólks- ins en ég held að þær geri það ekki. Kirkjan má ekki hlaupa eftir hverri nýrri bólu því þá hverftir hún.“ Telur þú að aðskilnaður ríkis og kirkju muni breyta einhverju, til dæmis efia safnaðarstarf? „Ég held að aðskilnaður ríkis og kirkju sé of stórt orð. Ég held að að- greining sé betra orð. Það er stundum vísað til safnaðarstarfs í Bandaríkjun- um í þessu sambandi en ég held að það sé margt í þess konar trúarlífi sem við viljum alls ekki hafa héma, þar sem sölumennska og safnaðarstarf- semi verður eitt og hið sama.“ Hefur þú trú á þvi að það verði þær breytingar innan kirkjunnar sem færi hana nær fólkinu? ,Já, ég held að þær verði hægfara. Það er meiri áhersla lögð á kristna íhugun og kyrrðarstundir í kirkjunum. Ég held að þetta sé að koma, ég vona það,“ sagði Pétur Pétursson. ■ Alþýðublaðið ratar . til smna ■ Á næstunni kemur út hjá Forlaginu úrval Ijóða skáldsins Jóhanns Gunnars Sigurðssonar (1882-1906). Það er bókmenntafræðingurinn og skáldið Jón Stefánsson sem hefur umsjón með útgáfunni og Jakob Bjarnar Grétarsson hikaði ekki við að spyrja hann um það hvað væri svona sérstakt við þennan Jóhann Gunnar „Ekki þunglyndur maður sem stendur í slíku skítkasti"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.